Tíminn - 06.02.1993, Síða 22

Tíminn - 06.02.1993, Síða 22
22 Tíminn Laugardagur 6. febrúar 1993 Kjarni hf. flytur í nýtt húsnæöi Kjami hf., se.n á 15 ára afmæli um þess- ar mundir, flutti nýlega alla starfsemi sína á Nýbýlaveg 26 í Kópavogi. Tyrir u.þ.b. tveimur árum jók Kjami, sem áður hafði verið í innflutningi á hrá- efnum og vélum til matvælaframleiðslu, við starfsemi sína og hóf innflutning og sölu á bandarískum hágæðatölvum frá fyrirtækinu Silicon Valley Computer (SVC). Kjami hefur fengið nýtt símanúmer: 643355. Ballettsýningar í Ráöhúsinu íslenski dansflokkurinn verður með há- degissýningar í Tjarnarsal Ráðhússins í næstu viku. Hugmyndin er sú að fólk geti skroppið í hádeginu, fengið sér há- degisverð og horft á stutta ballettsýn- ingu. Dansflokkurinn hefur undanfarið verið að æfa fjögur ný dansverk fyrir þessa sýn- ingu og er meðal annars um að ræða frumsýningu á þremur nýjum verkum, en þau eru: Evridís eftir Nönnu Ólafs- dóttur, en verkið er samið við samnefnda tónlist eftir Þorkel Sigurbjömsson, Milli manna eftir Maríu Gísladóttur, sem sam- ið er fyrir þrjá dansara, við tónlist eftir Norman Dello-Joio og Svítur eftir Willi- am Soleau, við tónlist J.S. Bach. Þá verð- ur einnig sýnt eitt klassískt verk, sem er „Pas de six“ úr Raymonda, sem Alan Ho- ward hefur sviðsett. Auk 6 dansara dans- flokksins taka 10 stúlkur úr Listdans- skóla íslands þátt í „Pas de six“. Einungis verður sýnt eitt til tvö verk- anna hverju sinni og sýningartíminn milli 20-30 mínútur. Þar sem Tjamarsal- urinn er ekki hannaður sem leikhús, verður sýning dansflokksins með ein- földu sniði og aðlöguð að nútímalegri hönnun Ráðhússins. Búningar og leik- mynd er eftir Helgu Rún Pálsdóttur og aðstoð við Ijósahönnun veitti Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Fyrsta sýningin veröur mánudaginn 8. febrúar kl. 12.15 og önnur sýning fimmtudaginn 11. febrúar kl. 12.15. Að- gangur er ókeypis. Kammerhljómsveit Akureyrar á Myrkum músíkdögum Kammerhljómsveit Akureyrar leikur ís- lenska og skoska tónlist á tónleikum í Glerárkirkju sunnudaginn 7.2. og hefjast þeir kl. 17. Þessir tónleikar eru þáttur í Myrkum músíkdögum, tónlistarhátíð sem haldin hefur verið um þetta leyti árs síðan árið 1980. Hátíðin er nú stærri en nokkm sinni fyrr, flutt tónlist frá 6 löndum á 18 tón- leikum. Þetta em fyrstu tónleikar á Myrkum músíkdögum utan Reykjavíkur. Það er tvímælalaust heiður fyrir Kamm- erhljómsveit Akureyrar að vera boðin þátttaka. Efnisskráin var valin með tilliti til Skosk- íslenskra menningardaga, Skottís, sem hátíðin er hluti af. Fulltrúi skoskrar tónlistar á tónleikun- um er tónskáldið Thomas Wilson, en hljómsveitarsvíta hans, SL Kentigem, verður flutt að honum viðstöddum. Það þykir jafnan mikill viðburður þegar ný verk em fmmflutt og á þessum tón- leikum verður fmmflutt nýtt íslenskt verk eftir Atla Ingólfsson og heitir það Brekkugata. Atli samdi verkið fyrir Kammerhljómsveit Akureyrar í Bologna á Ítalíu þar sem hann starfar nú að tón- smíðum. Verkið hefur Atli tileinkað Guð- mundi Óla Gunnarssyni, aðalhljómsveit- arstjóra Kammerhljómsveitarinnar og stiómanda á þessum tónleikum. Á tónleikunum verður einnig flutt verk- ið Epitafion eftir Jón Nordal, sem hann samdi árið 1974 í minningu Einars Vig- fússonar, eins besta sellóleikara landsins og náins vinar tónskáldsins. Aðgöngumiðasala fer fram við inngang- inn í Glerárkirkju og hefst einni klukku- stund fyrir tónleika. íslandsmeistarakeppni í hárgreiðslu og hárskuröi Á morgun, sunnudaginn 7. febrúar, verður haldin íslandsmeistarakeppni í hárgreiðslu og hárskurði. Keppnin fer fram á Hótel Island, hefst klukkan 9 að morgni og lýkur með lokahófi og verð- launaafhendingu um kvöldið. Keppt er í eftirtöldum greinum: Meistarar og sveinar Dömur: Tískulína, Kvöldútfærsla, List- ræn útfærsla. Herrar: Listræn útfærsla, Mótað form, Tískulína. Nemar Dömur: Kvöldgreiðsla ungu konunnar, Tískulína. Herrar: Listræn útfærsla, Tfskulína. Parakeppni Samleikur hárs og klæðnaðar. Verkefnið er að skapa par. Hugarfiug Listrænt samspil hárgreiðslu og förðun- ar. Yfirdómari verður Tino Constantinou frá Bretlandi. Aðrir dómarar eru Dórót- hea Magnúsdóttir, Sólveig Leifsdóttir, Ágúst Friðriksson og Sigurpáll Gn'ms- son. Keppni þessi verður litrík og skemmti- leg, þar sem ekki er aðeins keppt í hefð- bundnum greinum heldur koma fram tvær nýjar keppnisgreinar þar sem förð- un, hárgreiðsla og fatnaður verða að vera í samkeppni. íslandsmeistarakeppni er haldin á tveggja ára fresti og er liður f að finna landslið íslands, sem mun taka þátt í keppnum erlendis fyrir fslands hönd. Keppnin er haldin af Sambandi hár- greiðslu- og hárskerameistara í sam- vinnu við Sveinafélagið og Félag fs- lenskra snyrtifræðinga. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridge kl. 13 sunnudag og félagsvist kl. 14 í Risinu. Gamanleikritið Sólsetur kl. 17. Dansað í Goðheimum kl. 20. Mánu- dagur: Opið hús kl. 13-17 í Risinu. Fé- lagsfundur kl. 17 á mánudag. Hagfræð- ingur frá ASÍ kemur á fundinn og Ásta Ragnheiður ræðir um breytingu á al- mannatryggingum. „Uppgangan“sýnd íbíósal MÍR Verðlaunamyndin „Uppgangan" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morg- un, sunnudaginn 7. febrúar, kl. 16. Leik- stjóri er Larissa Shepitko, en með aðal- hlutverk fara Boris Plotnikov, Vladimír Gostúkhin, Ljúdmilla Poljakova og Anat- oli Solonitsin. f myndinni er lýst atburð- um er gerðust veturinn 1942-43 meðal skæruliða í Hvítarússlandi á hemáms- svæði Þjóðverja. Kvikmynd þessi hlaut „Gullbjöminn" á kvikmyndahátíðinni í Vestur-Berlín 1977 og „Fipresci“-verð- launin. Enskur texti fylgir myndinni. Sala aðgöngumiða á „maraþonsýningu“ á stórmyndinni „Stríði og friði" laugar- daginn 20. febrúar hefst á kvikmynda- sýningunni 7. febrúar. Látum bíla ekki ganga að óþörfu! UUMFEROAR RÁÐ ÞÚS/CMTTA/CA ÞESSAR P/UC4RA(fATA. WTPSmAPP/UC/PTTU ÞAÐ, S/CjlCRCjT/R? Þ/TRTRCC RDATD/. TA/CTU T//JA ÞTCjART/mTRS/ÐUR ~ C/MTAUPH/T/CTU/J... ...DCj TV/TRÞTCjAR ZTR/CA/ÚÐSTT/ÖCj/lJ /C/TRA Þ/CjTTR/RTT/ACjSDDM/. DAGBOK 6693. Lárétt 1) Ilmar. 6) Eyja. 10) Eins bókstafir. 11) Keyrði. 12) Ávöxturinn. 15) Mað- ur. Lóðrétt 2) Taka. 3) Rödd. 4) Burðardýr. 5) Trosna. 7) Fárra ára. 8) For. 9) Sefa. 13) Vot. 14) Fraus. Ráöning á gátu no. 6692 Lárétt 1) Sigta. 6) Kálorma. 10) Al. 11) Óð. 12) Platari. 15) Vaska. Lóðrétt 2) 111. 3) Túr. 4) Skapa. 5) Baðir. 7) Áll. 8) Oft. 9) Móð. 13) Aka. 14) Akk. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i Reykjavík frá 5. febrúar til 11. februar er i Laugavegs Apótekl og Holts Apóteki. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 aó morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar I sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórtiátíöum. Slmsvari 681041. Hafnarfjörður Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek em opin á virkum dðgum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin virka daga á opnunartima búða. Apötekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöid-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vötslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kt. 11.00- 12.00 og 20.00- 21.00. Á öðmm timum er lytjafræðingur á bakvakl Upplýs- ingar em gefnar I sima 22445. Apótek Keflavikur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga Id. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu mOli Id. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-1200. Akranes: Apótek bæjaríns er opið viríta daga til Id. 18.30. A laugard. Id. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. 5. febrúar 1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandarikjadollar.....65,390 65,530 Stertlngspund........94,570 94,773 Kanadadollar.........51,825 51,936 Dönsk króna.........10,2614 10,2834 Norsk króna..........9,3057 9,3256 Sænsk króna..........8,7472 8,7660 Finnsktmark.........11,4119 11,4363 Franskur frankl.....11,6508 11,6757 Belgiskur franki.....1,9098 1,9138 Svissneskur franki ....42,6688 42,7602 Hollenskt gyllini...34,9819 35,0568 Þýskt mark..........39,3560 39,4403 Itölsk líra.........0,04254 0,04263 Austurriskur sch.....5,5925 5,6044 Portúg. escudo.......0,4358 0,4367 Spánskur peseti......0,5548 0,5560 Japansktyen.........0,52465 0,52578 irskt pund...........95,849 96,054 Sérst. dráttarr.....88,9160 89,1064 ECU-Evrópumynt......76,9673 77,1321 HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. febrúar 1993. Mánaðargreiösiur Elli/örorkulífeyrir (gmnnlifeyrir).......... 12.329 1/2 hjónalifeyrir.......................... 11.096 Full tekjutrygging ellillfeyrisþega..........22.684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót...............................7.711 Sérstök heimilisuppbót........................5.304 Ðamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 bams ..............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1bams...................1.000 Mæöralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæöralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329 Dánarbætur 18 ár (v/slysa)...................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar....................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 Tekjutryggingarauki var greiddur I desember og janúar, enginn auki greiðist I februar. Tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót eru þvi lægri nú.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.