Tíminn - 24.02.1993, Page 1
Miðvikudagur
24. febrúar 1993
37. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Næsta átak lögregluyfirvalda:
Stútarnir mega
fara að vara sig
Lögregluyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hyggja á
sérstakt átak í næsta mánuði gegn ölvunarakstri og lélegum ljósa-
búnaði birfreiða. Lögregluyfirvöld á þessu svæði hafa frá því í haust
gert átak í að koma í veg fyrir ýmsar brotalamir í umferðamálum.
Eins og kunnugt er lauk sérstöku átaki gegn óskoðuðum ökutækj-
um í síðustu viku og telur Ómar Smári Armannsson, aðstoðaryfir-
Iögregluþjónn í Reykjavík, að haft hafi verið afskipti af um 1.000
ökutækjum af þeim sökum.
Næsta átak þessara aðila verður, að
sögn Ómars, vikuna 8 til 15 mars.
Þá er ætlunin að beina athyglinni
að ljósabúnaði ökutækja svo og ölv-
unarakstri. Að sögn Ómars hefur
heldur dregið úr ölvunarakstri hjá
lögreglunni í Reykjavík undafarin
tvö ár en yfirleitt þarf að hafa af-
skipti af um 1.000 ökumönnum
vegna ölvunar við akstur.
ðmar segir að ökumenn á öllum
aldri séu gómaðir vegna meints ölv-
unaraksturs en þó halli meiri á þá
sem yngri eru. Þannig voru 32
sautján ára og 63 átján ára öku-
menn teknir af þessum sökum á
síðasta ári ásamt 341 á aldrinum 19
til 24 ára. Um 500 stútar undir stýri
voru á aldrinum 25 til 60 ára eða
um 14 ökumenn í hverjum árgangi
að meðaltali. Yngsti ökumaðurinn
sem Iögreglan hafði afskipti af
reyndist vera réttindalaus 15 ára
unglingur.
Ómar leggur áherslu á að menn
misbjóði ekki eigin skynsemi með
því að leggja akandi af stað undir
áhrifum áfengis. Hann telur að
fræðsla og upplýsingar hljóti að
kveikja neista skynseminnar og
virka best í baráttu gegn ölvuna-
rakstri.
Jafnframt átaki gegn ölvunarakstri
verður sjónum beint að ljósabúnaði
bifreiða. Þar telur Ómar að ýmislegt
megi betur fara. Hann bendir þar á
að allt of algengt sé að sjá eineygða
bfla í umferðinni. -HÞ
Slys og
árekstrar
í nágrenni
Reykja-
víkur
Ökumaður beinbrotnaði í allhöröum
árekstri fólksbfls og flutningabfls í
Hafnaflrði. Þá varð harður árekstur
tveggja jeppa við Sraumsvík. Atta bflar
voru í einum og sama árekstrinum í
Kópavogi í gær.
Fólksbfl var ekið í veg fyrir stóran
flutningabfl á mótum Öldugötu og
Reykjanesbrautar í gær. Ökumaður var
fluttur á sjúkrahús en hann mun hafa
hlotið minni háttar beinbrot. Fólksbfll-
inn er mikið skemmdur en lítið sást á
flutningabílnum. Þá skemmdust tveir
jeppar mikið í árekstri við aðkeyrslu að
álverinu í Straumsvík.
í Kópavogi óku 8 bflar hver aftan á
annan í Þverbrekku í Kópavogi í gær
en engin meiðsli urðu á fólki. Að sögn
lögreglu gerði mikla hálku um það
leyti sem þessi óhöpp áttu sér stað.
Borgin greiðir 7,5 milljónir
til að kynna HM '95
Sjá íþróttasiðu
Þorskverð hefur lækkað að meðaltali
um 20%, ufsi hefur einnig lækkað en
verð á öðrum tegundum hefur nokkurn
veginn haldið sér:
Kjaraskerðing
fyrir sjómenn
„f*egar fískverð lækkar þýðir það
samsvarandi lækkun á kjörum sjó-
manna. Þegar fískverð hækkar þá
segja menn að það eigi að dreifa því til
annarra en sjómanna en þegar físk-
verð lækkar þá á enginn auðlind hafs-
ins nema sjómenn. En við höfum
alltaf sagt að við viljum fá markaðs-
verð fyrir fískinn og njótum þess þeg-
ar verð er hátt og svo öfugt þegar
verðið lækkar," segir Hólmgeir Jóns-
son, framkvæ mdastjóri Sjómanna-
sambands íslands.
Þorskverð á innlendum fiskmörkuð-
um hefur lækkað um allt að 20% að
meðatali og sömuleiðis hefur verð á
ufsa einnig lækkað en verð á öðrum
fisktegundum hefur nokkum veginn
haldið sér.
Öfugt við starfsbræður sína í Evrópu
ætla íslenskir sjómenn ekki að fara
fram á bætur við stjómvöld vegna
verðlækkana og þaðan af síður að óska
eftir lágmarksverði, eins og tíðkaðist
hér ekki alls fyrir löngu.
Að mati hagsmunaaðila er talið að
þetta ástand á mörkuðunum sé aðeins
tímabundið og er vonast til að fiskverð
eigi eftir að hækka á ný áður en langt
um líður. En eins og kunnugt er þá er
hálfgert vandræðaástand á ferskfisk-
mörkuðum ytra sökum verðfalls í
kjölfar mikils framboðs af ódýrum
fiski inn á markaðina. Þetta hefur m.a.
leitt til þess að sterkir fiskkaupendur á
íslenskum mörkuðum halda að sér
höndum á meðan fárið stendur yfir
ytra. Þar fýrir utan ríkir óvissa í salt-
fiskverkuninni vegna þess að tollfrjálsi
sölukvótinn til Evrópu er uppurinn.
Þótt verð á sjávarfangi sé frjálst í orði
eru ýmis frávik frá því á borði og í
reynd em mörg verð í gangi sem mis-
muna sjómönnum í kjömm eftir um-
hverfi og aðstæðum. Af þeim sökum
m.a. em það eitt af forgangskröfum
samtaka sjómanna, jafnt undir- sem
yfirmanna gagnvart viðsemjendum
sínum, að reynt verði eftir föngum að
ná samkomulagi um framkvæmd
frjáls fiskverðs án opinberra afskipta.
-grh
Gufubaðsframkvæmdum
miðar vel í ráðuneyti
Framkvæmdum miðar vel áfram
við gerð gufubaðs hjá Friðriki Sop-
hussyni í fjármálaráðuneytinu.
Eins og áður hefur komið fram er
gufubað þetta og líkamsræktarað-
staða jafnframt ætlað embættis-
mönnun og starfsfólki ráðuneytis-
ins og hafa smiðir verið að vinna
við innréttingar um nokkurra
vikna skeið, eða frá því um áramót.
Búið er að ganga frá Ioftræstikerfi
og ýmsum öðrum lögnum og
stúka rýmið af með milliveggjum
og á myndinni má sjá smiði að
störfum. Myndin er tekin úr gufu-
baðinu sjálfu og sést fram í tækja-
sal þar sem líkamsræktartæki og
þjálfunaraðstaða verður. Einnig er
búið að stúka af búningsklefa og
sturtuaðstöðu fyrir karla og konur.
Timamynd Ámi Bjama
Stjóm HAB íhugar að
veita stórum víðskipta-
vínum afslátt:
Tryggt verði að
hiti sé ávallt
nægilegur
Stjóra Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar hefur samþvkkt
að kanna þann möguleika að
veita stórum viðskiptavinum
veitunnar afslátt. Stjórain sam-
þykkti jafnframt að fara út í
ýmsar aðgerðir sem miði að þvf
að koma « veg fyrir kólnun á
vatni. Miklar umræður hafa ver-
ið um málefni veitunnar upp á
síðkastið. Nýlega var haldinn
fúndur á Akranesi sem stjóra-
endur veitunnar voru gagnrýnd-
ir. Óánægjan beinist að hárri
gjaidskrá og að því að í einstök-
um húsum hefur hiti á hvem-
vatninu ekki verið nægilegur.
Stjórain telur nauðsynlegt að
hraða sem mest störfum þeirrar
nefndar sem iðnaðarráðherra
skipaði 8. febrúar síðastliöinn,
en nefndin hefur það hlutverk að
gera úttekt á fjárhagsstöðu Bæj-
arveitna Vestmannaeyja, Hita-
veitu Akureyrar, Hitaveitu Akra-
ness og Borgarfjarðar og Hfta-
veitu Rangæinga og koma með,
á grundvelli úttektarinnar, tfí-
lögur um leiðir til að lækka
kostnað við húshitun á veitu-
svæði þeirra.
Stjómin samþykkti jafnframt
að kaupa búnað sem sfskrái
rennsli, vatnshita og útíhita á
Akranesi, Borgarnesi og Hvann-
eyrL Jafnframt var ákveðið að
fara út f ýmsar aðgerðir sem
miði að því að koma í veg fyrir
kóinun vatnsins og tryggja að
allir viöskiptavinir veitunnar fái
nægilega heitt vatn inn í hús
sín. -EÓ