Tíminn - 24.02.1993, Síða 5
Miðvikudagur 24. febrúar 1993
Timinn 5
Þórarinn Þórarinsson:
Forsetinn og
löggj afarvaldið
1 þjóðaratkvæðagreiðslu, sem
fram fór hér á landi vorið 1944, var
samþykkt að slíta konungssam-
bandi við Danmörku og að ísland
yrði lýðveldi. í framhaldi af þessu
þurfti að breyta stjómarskránni,
en þar sem hún þurfti að taka gildi
17. júní sama ár, var samþykkt að
ný stjómarskrá yrði að mestu leyti
hin sama og gamla stjómarskráin,
og ekki yrðu gerðar aðrar breyt-
ingar á henni en að forsetinn tæki
við þeim störfum sem konungur
hafði gegnt áður.
Mestur vandi var í sambandi við
löggjafarvaldið, en samkvæmt
gömlu stjómarskránni fóru Al-
þingi og konungur með það sam-
eiginlega, þannig að Alþingi sam-
þykkti lögin en konungur undir-
ritaði þau. Konungur gat hins veg-
ar neitað undirritun og vom lögin
þar með fallin.
Alþingi vildi ekki veita forseta svo
víðtækt vald og setti því ný fyrir-
mæli, sem felast í 26. grein stjóm-
arskrárinnar. Samkvæmt henni
skyldi forseti fá vald til að vísa lög-
um til þjóðaratkvæðis, en áður
yrði hann þó að synja undirskrift
þeirra. Lögin skyldu samt strax
öðlast gildi. Fljótlega reis nokkur
ágreiningur um þessa grein og
kom það m.a. fram í riti Ólafs Jó-
hannessonar um stjómarskrána,
þar sem hann gagnrýndi ýmis at-
riði, og einkum það, að lög gætu
öðlast gildi án undirritunar for-
seta.
26. grein stjómarskrárinnar
hljóðar þannig:
„Ef Alþingi hefur samþykkt laga-
frumvarp, skal það lagt fyrir for-
seta lýðveldisins til staðfestingar
eigi síðar en tveim vikum eftir að
það var samþykkt, og veitir stað-
festingin því lagagildi. Nú synjar
forseti lagafrumvarpi staðfesting-
ar, og fær það þó engu að síður
lagagildi, en leggja skal það þá svo
fljótt sem kostur er undir atkvæði
aílra kosningabærra manna í land-
inu til samþykktar eða synjunar
með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er
synjað, en ella halda þau gildi
sínu.“
Árið 1978 var skipuð ný stjómar-
skrámefnd undir forsæti Gunnars
Ljóst er, að með
þessari breytmgu er
verulega styrkt bœði
staða og sjálfstœði
forsetans, þar sem
hann getur vísað
máli til þjöðarat-
kvœðagreiðslu án
þess að hafna lög-
unum áður, og þau
geta ekki öðlast gildi
án undirritunar
hans.
Thoroddsen, og skyldi hún Ijúka
endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Á fundum nefndarinnar urðu all-
miklar umræður um 26. greinina
og kom þar fram hjá Gunnari
Thoroddsen og öðrum nefndar-
mönnum að gera þyrfti á henni
verulegar breytingar. Niðurstaðan
varð sú, að samþykkt var í nefnd-
Gunnar Thoroddsen.
inni ný grein, sem er 24. grein í
stjórnarskrárfrumvarpi sem
Gunnar Thoroddsen lagði fram á
Alþingi 1982. Greinin hljóðar
þannig:
„Ef Alþingi hefur samþykkt laga-
fmmvarp, skal það Iagt fyrir for-
seta eigi síðar en þremur vikum
eftir að það var samþykkt Áður en
forseti tekur ákvörðun um stað-
festingu frumvarpsins, getur hann
óskað eftir því, að um það fari fram
þjóðaratkvæðagreiðsla. Þjóðarat-
kvæðagreiðsla skal þá fara fram
innan tveggja mánaða frá því að
ósk um hana var borin fram. Sé
frumvarpið þar fellt, er forseta
heimilt að neita að staðfesta það.
Sé það samþykkt, skal forseti stað-
festa það.“
Rétt er að taka fram, að allir sam-
nefndarmenn Gunnars í stjómar-
skrárnefndinni voru sammála um
þessa grein. í nefndinni áttu sæti
eftirtaldir menn:
Gunnar Thoroddsen formaður,
Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin
Hannibalsson, Matthías Bjama-
son, Ólafur Ragnar Grímsson,
Ragnar Amalds, Sigurður Gizurar-
son, Tómas Tómasson og Þórarinn
Þórarinsson.
Ráðunautur nefndarinnar var
Gunnar G. Schram og ritari Guð-
mundur Benediktsson.
Ljóst er, að með þessari breytingu
er verulega styrkt bæði staða og
sjálfstæði forsetans, þar sem hann
getur vísað máli til þjóðaratkvæða-
greiðslu án þess að hafna lögunum
áður, og þau geta ekki öðlast gildi
án undirritunar hans.
Líklegt er, að deilur geti hafist um
þetta atriði þegar stjómarskráin
verður tekin næst til meðferðar,
því að nokkrir leiðtogar Sjálfstæð-
isflokksins ásamt Morgunblaðinu
hafa lýst því yfir að þeir vilji fella
26. greinina alfarið niður án þess
að annað komi í staðinn. Ef það
yrði gert, væri forsetinn sviptur
ailri aðild að löggjafarvaldinu, og
löggjafarvaldið yrði þá í höndum
Alþingis eins.
Höfundur er fyrram ritstjórí Timans.
S ardasfurstynj an
„Fyrir undurfögmm konum / fellur
maður ótt og títt,“ er efni Sardas-
furstynjunnar, sem íslenska óperan
frumsýndi sl. föstudag, 19. febrúar.
Sem sýnir að mannþekking var
meiri en nú er í hinni sögufrægu
„veröld sem var“ fyrir fyrra stríð, t.d.
árið 1915 þegar Sardasfurstynja
Emmerichs Kálmáns var fmmsýnd.
Því óperettan „gengur út frá“ þeirri
staðreynd Biblíunnar og Njálu, að
konumar em hreyfiafl örlaganna en
karlmennirnir Ieiksoppar kvenn-
anna og viðfangsefni.
Eins og endranær hefúr íslenska
óperan gert allt eins vel og framast
mátti verða: Sardasfurstynjan telst
vera síðasta andvarp Vínaróperett-"
unnar, og Vínarmaður íslands Páll P.
Pálsson var fenginn til að stjóma.
Sardasfurstynjan er farsi, og Kjartan
Ragnarsson var fenginn til að leik-
stýra. Og Sardasfurstynjan er full af
gamansemi og smellnum hljóðum,
og Flosi Ólafsson og Þorsteinn
Gylfason þýddu texta og söngva. Að
auki sá Sigurjón Jóhannsson um
leiktjöld, Hulda Kristín Magnús-
dóttir um búninga, Auður Bjama-
dóttir um dansa, Jóhann B. Pálma-
son um lýsingu, Kór íslensku óper-
unnar um kórsöng og hljómsveit ís-
lensku ópemnnar um hljóðfæraleik,
konsertmeistari Zbigniew Dubik.
Leikurinn gerist í Búdapest og Vín,
en þær borgir vom þá báðar í Aust-
urríska keisaradæminu. í fyrsta
þætti skyggnast áhorfendur inn í
öldurhúsið Orfeum í Búdapest, þar
sem fram fer söngur og Can-Can-
dans og starfskonur em nokkuð
léttar á bámnni — raunar atvinnu-
menn í faginu að því er virðist.
Heyrðist miðaldra maður kvæntur
hvísla stundarhátt í fyrra hléi, að
svona stað vantaði sárlega hér í
bænum. Þarna em skemmtiatriði
öll fremur af grófara taginu, svo sem
hæfir í útkjálkaborg hins víðlenda
ríkis, og er það svo rækilega undir-
strikað af dansahöfundi að blaða-
manni Tímans þótti nóg um.
Næsti þáttur gerist í veislu fyrir-
manna í Vínarborg, og enda þótt yf-
irbragð hlutanna sé fágaðra en á
hinum staðnum, em hormónin enn
á fullri ferð í æðum manna og
kvenna. Lokauppgjör með „happy
end“ fer svo fram í anddyri glæsihót-
els í Vínarborg, og þar fær Bessi
Bjarnason tækifæri til að leika
dmkkinn þjón, hlutverk sem býður
upp á fleiri möguleika en flest önn-
ur. Sem hann auðvitað nýtir með
næsta fullkomnum hætti.
Sviðsmynd Sigurjóns er að vonum
mjög haganleg, þannig að áhorfend-
ur finna hreint ekki til þess að
þröngt sé á sviðinu, eða stutt í vegg-
inn á móti. Hins vegar mætti senni-
lega, t.d. með ljósum, gera meiri
mun en gerður er á knæpu-um-
c
Signý Sæmundsdóttir, Bessi Bjarnason og Jóhanna Linnet I hlutverkum
sínum.
hverfi fyrsta þáttar og glæsileik hins
annars. Og búningar Huldu em fal-
legir og smekklegir.
Raunar em það „gömlu brýnin" —
Bessi, Kristinn Hallsson, Sieglinde
Kahmann og Sigurður Björnsson —
sem stela senunni þegar þau yfirleitt
eru á sviðinu, því öll hafa þau sviðs-
reynsluna umfram yngra fólkið.
Sem þó stendur sig prýðilega.
Sardasfurstynjuna, söngkonuna
Sylvu Varescu, leikur og syngur Sig-
ný Sæmundsdóttir með góðum til-
þrifum og hæfilegri reisn, en Edvin
Ronald, mótpart hennar, syngur
Þorgeir J. Andrésson. Þorgeir mætti
svosem vera liprari leikari en hann
er, en gerir þetta annars ágætlega.
Ennþá meiri óperettustfll er þó á Jó-
hönnu G. Linnet, Stasí, og Bergþóri
Pálssyni, Bóní greifa, enda eru þær
persónur þegar allt kemur til alls
„lausari á prinsippinu" en fyrr-
nefnda parið. Raunar fannst mér að
af aðalhlutverkunum fjómm lægju
lögin best fyrir raddsviði Bergþórs
— öll hin þrjú áttu vissa örðugleika
með lægstu tónana. Jóhanna og
Bergþór leika bæði ágætlega, þótt
hinn síðarnefndi minni að sönnu í
framsögn og töktum meira á Papag-
eno en á siðlítinn yfirstéttargosa.
Ópemkórinn norðurlandafrægi
stóð sig vel að vanda og sýndi auk
söngsins á sér nýjar hliðar, svo sem
þá að ein kórkvenna fór á handa-
hlaupum um sviðið en einn kór-
manna tók einhvers konar kósakka-
dans, sem varla mun heiglum hent-
ur. Fyrsti þátturinn þótti mér þó
einna daufastur, en í staðinn var
mikil stígandi í sýningunni og
magnaðist fjör og stemmning eftir
því sem á leið, þótt sumum þætti
hápunkturinn líklega vera „Komdu
inn í kofann minn“ í 2. þætti, en sá
söngur er að vísu úr annarri óper-
ettu eftir Kálmán, en textinn eftir
Davíð (Stefánsson). Því þar var
áhorfendum boðið að taka undir
með Kristni og Sieglinde.
Hljómsveitin spilaði mjög vel und-
ir ákafri stjórn Páls P. Pálssonar, og
almennt er þetta sýning sem hlýtur
að höfða til allra, full af glensi og
glysi og vinsælum söngvum.
Sig. St.
Líf og fjör f óperunni. Bergþór Pálsson liggur fyrír fótum syngjandi glæsikvenna.