Tíminn - 24.02.1993, Page 7
Miðvikudagur 24. febrúar 1993
Tíminn 7
Jóhannes Nordal segir að með samningi um fjárfyrirgreiðslu Seðlabankans við ríkissjóð
sé brotið blað:
Samningurinn þýðir kerfis-
breytingu en ekki vaxtalækkun
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri undirrituðu í fyrradag samning um fjárfyrirgreiðslu
Seölabankans við ríkissjóð á árinu 1993. Með samningnum verður
ríkissjóði bannað að yfírdraga í Seðlabanka. í staðinn verður hon-
um gert að afla sér nauðsynlegs lánsfjár með útgáfu ríkisverðbréfa.
Jóhannes sagði að hér sé á ferðinni
mikilvæg kerfisbreyting, sem geri
Seðlabankanum kleift að hafa áhrif á
vexti til skamms tíma. Jóhannes
sagði aftur á móti að samningurinn
sjálfur hafi ekki áhrif á vaxtastig í
landinu.
Fjármálaráðherra líkti breyting-
unni, sem samningurinn felur í sér,
við mann sem á ávísanahefti. Ríkis-
sjóður hefur fram til þessa getað
skrifað út ávísanir úr hefti sínu í
Seðlabanka án tillits til þess hvort
einhverjir fjármunir eru inni á heft-
inu. Nú verður ríkissjóður að taka lán
áður en hann skrifar út af heftinu í
Seðlabanka. Það gerir ríkissjóður
með útgáfu ríkisverðbréfa, sem seld
eru á almennum markaði. Friðrik
sagði að með samningnum væri rík-
issjóður að kalla yfir sig meira aðhald
í fjármálastjóm.
Samningurinn lokar þó ekki alger-
lega fyrir að ríkissjóður geti dregið
yfir í Seðlabanka, ef illa stendur á. Yf-
irdrátturinn má þó ekki vera nema í
3-5 daga í hverjum mánuði.
Með samningnum fær Seðlabank-
inn meiri möguleika til að hafa áhrif
á vaxtaþróun. Hann getur keypt og
Jon Kjell Seljeseth, höfundur verðlaunalagsins „Þá veistu svarið":
Bjóst við meiru frá
fagdómnefnd en minna
frá landsnefndunum
„Þá veistu svarið", eftir Jon Kjell
Seljeseth í flutningi Ingibjargar
Stefánsdóttur, hlaut verðlaunin
eftirsóttu í Söngvakeppni Sjón-
varpsins síðasta laugardagskvöld
— 250 þúsund krónur og 500
þúsund til undirbúings fyrir
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva, sem fram fer í Mill-
street Tovvn á írlandi þann 15.
maí nk. í öðru sæti varð „Eins og
skot“, eftir Ólaf Gauk, en það
flutti dóttir hans Anna Mjöll.
Við ræddum í gær við sigurvegar-
ann Jon Kjell Seljeseth. Jon Kjell
er Norðmaður eins og nafnið
bendir til, 39 ára að aldri og arki-
tekt að mennt frá háskólanum í
Þrándheimi. Hann hefur þó haft
tónlistina að aðalstarfi um árabil
og hefur leikið sem hljómborðs-
leikari með fjölda þekktra tónlist-
armanna okkar, svo sem Gunnari
Þórðarsyni, Jakob Magnússyni,
Björgvin Halldórssyni og Stjórn-
inni.
„Ég hef annars ekki unnið svo
mikið að tónsmíðum um dagana,“
segir Jon Kjell. „Ég sigraði í
Landslaginu á Akureyri í vetur og
það lag og þetta lag núna er það
fyrsta sem ég sendi frá mér. En
músíkin hefur verið nátengd mér
alla ævina, allt frá því þegar ég
sem bam fór á svonefnt tónlistar-
dagheimili í Þrándheimi.
Þessi sigur núna hlýtur að raska
verkáætluninni hjá mér eitthvað á
næstunni, enda verður að vanda
sig við undirbúninginn. Sjónvarp-
ið leggur til þessa ákveðnu upp-
hæð, en þótt einhverjum geti virst
hún vera há, þá mun reynslan vera
sú að menn koma fremur út í mín-
us. Menn átta sig ekki á hve um-
fangsmikið þetta er.
Ég var búinn að finna talsverðan
meðbyr með laginu áður en að úr-
slitastundinni kom, og reiknaði
með að kannske mundum við
Ingibjörg sigra. Þó urðu viðtök-
umar betri en ég átti von á, þegar
dómnefndirnar í kringum landið
tóku að tilkynna um niðurstöður
sínar.
Hins vegar kom mér það að óvart
að fagdómnefndin valdi öðru vísi.
Við vorum 32 stigum á undan
næsta lagi áður, en svo lauk að
munurinn á okkur og lagi númer
tvö varð 16 stig. Ég hélt að við
fengjum betri undirtektir hjá fag-
dómnefndinni, en færri stig hjá
nefndunum úti um landið. En nú
er ég bara ánægður með að málin
skyldu æxlast svona.“
Við þökkum Jon Kjell fyrir spjall-
ið og óskum að framhaldið hjá
þeim Ingibjörgu verði sem glæsi-
legast.
Jon Kjell Seljeseth.
selt ríkisverðbréf á eftirmarkaði. Jó-
hannes sagði að bankinn gæti með
þessum viðskiptum aðeins haft áhrif
á skammtímasveiflur á vöxtum.
Bankinn geti hins vegar ekki haft
eins mikil áhrif á langtímavaxtaþró-
un.
Jóhannes Nordal gekk svo langt að
tala um að með þessum samningi
hefði verið brotið blað. Aðspurður
um hvað samningurinn myndi leiða
til mikillar vaxtalækkunar á árinu,
sagði Jóhannes að samningurinn
sem slíkur hefði ekki áhrif á vaxta-
stigið. Hér sé á ferðinni keríisbreyt-
ing. Jóhannes var þá spurður hvert
yrði fyrsta verk Seðlabankans nú þeg-
ar samningurinn hefur v^rið undir-
ritaður. Jóhannes svaraði því til að
bankinn muni halda áfram á þeirri
braut að auka frjálsræði í vaxtamál-
um með það að markmiði að vextir
ráðist sem mest af markaðinum.
Nú hefur eftirspum eftir lánsfjár-
magni minnkað. Fjárfestingar hafa
aldrei verið jafnlitlar, atvinnulífið
tekur mjög lítið að láni, hallinn á rik-
issjóði hefur minnkað mikið og er í
reynd mun minni en ríkissjóðshalli í
nágrannalöndum okkar. Sú spuming
vaknar því eðlilega hvers vegna vextir
lækka ekki. Friðrik sagði að spamað-
ur í þjóðfélaginu væri ekki nægilega
mikill og Jóhannes nefndi mikla
lánsfjáreftirspum hins opinbera sem
skýringu á því hvers vegna vextir
lækka ekki. Friðrik og Jóhannes
sögðu hins vegar að vextir hafi þokast
niður á við á síðustu mánuðum og
allar forsendur séu fyrir frekari vaxta-
lækkun. Vextir á ríkisvíxlum voru t.d.
um 12% um síðustu áramót. Þeir em
núna komnir niður í 11% og Jóhann-
es sagðist telja að þeir færu fljótlega
niður í um 10%.
í dag verður haldinn fundur þar sem
fulltrúar lífeyrissjóðanna, fjármála-
ráðuneytisins og viðskiptaráðuneyt-
isins ræða um vaxtamál. -EÓ
frá Bessa-
staðanefnd
í athugasemdum ríkisendur-
skoðunar við endurbætur og
viðgerðir á Bessastaðastofu í
ríkisreikningi 1991 segin
„Eðlilegt hefði verið að fom-
leifafræðingur hefði verið
Bessastaðanefnd og verkefnis-
stjóra til ráðgjafar um fram-
vindu vcrksins.“
Af þessu tilefni óskar Bessa-
staðanefnd að taka þetta fram:
Allar framkvæmdir við Bessa-
staðastofu voru undirbúnar f
náinni samvinnu við fomleifa-
deild Þjóðminjasafns íslands,
þjóðminjavörð og fomleifa-
nefnd eftir að hún var skipuð í
mars 1990.
Fornleifanefnd óskaði eftir
því með bréfi 23. júlí 1990 að
minjar yrðu varðveittar og
loftræstibúnaður hússins,
sem þar átti að vera, yröi stað-
settur utan húss.
Við þessum tilmælum var
orðið og hönnun hússins
breytt til samræmis. Bessa-
staðanefnd harmar það, ef
skortur á upplýsingum frá
nefndinni hefur leitt til mis-
skilnings í þessu efni.
Reykjavík 19.2.1993,
Bessastaðanefnd.
Tvíhöfði
fordæmdur
Sjómannasamband íslands og Far-
manna- og fiskimannasamband ís-
lands fordæma vinnubrögð Tví-
höfðanefndar við kynningu á tillög-
um að breytingum á lögum um
stjóm fískveiða.
Samtökin telja að nefndin hafi ekki
haft eðlilegt og lögboðið samráð við
Sjávarútvegsnefnd Alþingis og hags-
munasamtök í sjávarútvegi í mál-
inu.
6 milljóna íbúð
hefur hækkað um
100 þúsund á einu
Vísitala byggingarkostnaðar hækk-
aði um 0,2% milli janúar og febrú-
ar. Byggingarvísitala fyrir mars-
mánuð er 190,2 stig. Samkvæmt
vísitölunni hefur byggingarkostn-
aður í landinu aðeins hækkað um
1,7% á einu ári, eða sfðan í febrúar
í fyrra. Þessi hækkun samsvarar því
t.d. að íbúð, sem hægt var að byggja
fyrir 6 milljónir kr. fyrir ári, mundi
nú kosta tæplega 100 þús. kr. (eða
99.400 kr.) meira.
Lánskjaravísitala marsmánaðar var
líka reiknuð í gær. Hún reyndist
3273, sem er hækkun um 0,31% frá
mánuðinum á undan. Lánskjaravísi-
talan hefur hækkað um 2,3% síð-
ustu 12 mánuði. Það þýðir að hver
verðtryggð milljón hefur hækkað
um 23.500 kr. á eins árs tímabili.
Launavísitalan hækkaði ekki á milli
janúar og febrúar. En hún hefur
undanfarna tólf mánuði hækkað um
2,3%, eða nákvæmlega jafn mikið
og lánskjaravísitalan.
- HEI
HÆGINDASTOLAR
aSsláttur
Síðumúla 30 — sími 68-68-22
0PIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 9-18
LAUGARDAGA KL. 10-17
SUNNUDAGA KL. 14-17