Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 25. febrúar 1993 Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að haldið verði sömu stefnu í heilbrigðismálum þrátt fyrir harða gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hana: Veikt fólk er farið að neita sér um lyf og læknisþjónustu í umræðum um heilbrigðismál á Al- læknisþjónustu vegna þess hvað þingi, sem fram fór í gær að frum- þjónustan er orðin dýr. Nefrit var kvæði stjómarandstöðunnar, kom dæmi um foreldra sem hættu við að fram að þess eru dæmi að fólk hafi láta setja rör í eyru bama sinna sem hætt við að kaupa Iyf eða nýta sér þjást af eymabólgu. í umræðunum Finnur Ingólfsson Framsóknarflokki: Þessi ríkisstjórn hefur breytt um stefnu í heil- brigðismálum Flnnur Finnur Ingólfs- son sagði að að- gerðir heilbrigð- isráðherra væru handahófs- kenndar. Ráð- herranum væri lagið að espa þjóðina gegn sparnaðarað- gerðum sínum og í þessu sambandi vitnaði hann til gagnrýni Morgun- blaðsins á ráðherrann. Finnur sagði að skýr munur væri á steínu núverandi ríkisstjómar í heil- brigðismálum og á stefnu fyrrver- andi ríkisstjómar. Fyrri ríkisstjóm hefði beitt sér fyrir skipulagsbreyt- ingum. Reynt hefði verið að taka á ýmsum aðilum sem taka til sín óhóf- legt gjald fyrir sína þjónustu, eins og Ld. lyfsölum og tannlæknum. Ríkis- stjómin hafi hins vegar leitast við að spara án þess að auka álögur á sjúk- linga. Finnur sagði að núverandi rík- isstjóm hafi allt aðra stefnu. Lögð sé áhersla á að auka álögur á sjúklinga, en hlífa lyfsölum, sérfræðingum og tannlæknum. Finnur sagði að tölur þær sem heil- brigðisráðherra hefur nefnt um spamað í heilbrigðiskerfinu, væru rangar. Spamaðurinn skipti ekki milljörðum eins og ráðherra hafi nefnt heldur 700-800 milljónum, þar af hafi sjúklingar borgað um 300 milljónir. Finnur sagði að stefnan væri röng og hún beinlínis leiddi til þess að spamaður næðist ekki á vissum svið- um. Ákvæði í nýrri lyfjareglugerð um gólf dragi Ld. úr þeim hvata lækna að ávísa ávallt á ódýrasta lyfið. Þá nefhdi hann að stöðugt verði al- gengara að læknar ákveði að leggja fólk inn á sjúkrahús vegna þess að það geti ekki greitt lyfja- og læknis- kostnað. Það sé mun dýrara fyrir rík- ið að fa fólk inn á sjúkrahús en að það þiggi þjónustu hjá sérfræðingum. Finnur sagði að grundvöllur að spamaði í lyfjamálum hafi verið lagður í tíð Guðmundar Bjamason- ar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, með bestukaupalista og lægri álagn- ingar á lyf. Finnur nefndi dæmi um 48 ára karl- mann, þriggja bama föður sem hefúr verið óvinnufær síðan í júlí 1992. Hann hefur í sjúkradagpeninga á mánuði 28.560 kr. Hann þarf að greiða vegna blóðfitulyfja 8.500 kr. önnur lyf sem hann þarf að taka vegna ýmissa kvilla kosta hann 4.900 kr. Hann þarf að heimsækja sérfræð- ing tvisvar í mánuði og það kostar hann 4.300 kr. Tll viðbótar hafa út- gjöld hans vegna tannlæknakostnað- ar þriggja bama hans vaxið um 2.300 kr. á mánuði. Þessi maður hefur 8.860 kr. til að lifa af þegar læknis- og lyQakostnaður hefúr verið greiddur. Þessi maður þarf að fara í aðgerð hjá sérfræðingi í maí sem kostar 8.150 kr, en kostaði áður 3.000 kr. „Ég spyr heilbrigðisráðherra hvort hann telji nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða gagnvart þessum manni til að vekja upp kostnaðarvit- und hjá honum? Ef svo er ekki þá spyr ég ráðherrann, hefúr hann kjark til að viðurkenna að þama hafi orðið mistök? Hefúr hann vilja til að gera breytingar sem þarf til að koma á móts við þennan mann og þann stóra hóp sem nákvæmlega er ástand um og hér hefur verið tekið dæmi um?“, sagði Finnur. Finnur nefndi annað dæmi. Náms- maður, ung stúlka í námi í Háskól- anum, einstæð móðir með eitt bam, þurfti að fara með bam sitt í aðgerð til sérfræðings. Teknir voru úr því kirtlar og sett rör í bæði eyrun. Kostnaðurinn hefði verið fyrir reglugerðarbreytingu 3.000 kr., en eftir breytinguna 5.100 kr. sem er 70% hækkun. Þessi stúlka fékk eng- in námslán vegna þess að bamið var veikt allan desembermánuð og hún gat ekki sótt námið. Lánasjóðurinn hefur þvf lokað á hana. Til viðbótar þessu fékk hún í síðustu viku kveðju frá félagsmálaráöherra. Vextir á hús- næðislánum verða hækkaðir. Um áramót var meðlagið og mæðra- launin lækkuð um 1.000 kr. á mán- uði. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra: Verðum að stöðva sjálfvirkan vöxt heilbrigðismála Sighvatur Björgvinsson lagði áherslu á nauðsyn þess að stemma stigu við sjálfvirkum vexti í útgjöld- um til heilbrigðismála. Vöxturinn sé mun meiri en vöxtur landsfram- leiðslu. í því sambandi endurtók hann ýmislegt af því sem hann sagði í helgarviðtali í Tímanum fyrir skemmstu. Sighvatur sagði sérkennilegt að Finnur skuli í öðru orðinu halda því fram að lítill sparnaður hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í tíð þessarar rík- isstjórnar, en í hinu orðinu að hundruðum milljóna hafi verið velt yfir á sjúklinga. Hann vísaði því einnig alfarið á bug að hann haldi verndarhendi yfir lyfsölum, sérfræð- ingum og tannlæknum. Hann sagð- ist hafa þrengt að þeim og væri sannfærður um að þeir vildu gjam- an losna við sig úr heilbrigðisráðu- neytinu. Sighvatur sagð- ist hafa beðið Ríkisendurskoð- un að meta spamað sem orð- ið hefði af að- gerðum sínum á síðasta ári. Sam- kvæmt bráða- Sl9hva,ur birgðatölum hafi spamaður á stóm spítölunum í Reykjavík orðið 570 milljónir. 200 milljónir hafi sparast á sjúkrahúsum annars staðar á land- inu og 100 milljónir á heilsugæslu- stöðvum. Á sama tímabili hafi fleiri sjúklingar lagst inn á spítalana í Reykjavík og aðgerðum hafi sömu- leiðis fjölgað. Heilbrigðisráðherra hafnaði því að hann hafí ekki haft samráð við starfsfólk í heilbrigðisráðuneytinu um þær sparnaðaraðgerðir sem ráð- ist hefur verið í. Hann sagðist hafa rætt við alla forstöðumenn heil- brigðisstofnana um aðgerðimar og sent starfsfólki í heilbrigðiskerfmu spurningalista þar sem það er beðið að tjá sig um aðgerðirnar og hvað megi betur fara. kom fram að lyfjakostnaður jókst brigðisráðherra og sagði að haldið um 10,5% á síðasta ári, en það er í yrði áfram óbreyttri stefnu. Hann andstöðu við yfirlýsingar heilbrigð- sagði heilbrigðisráðherra vinna með isráðherra um Iyfjakostnað. Forsæt- hagsmuni ríkissjóðs og sjúklinga í isráðherra lýsti stuðningi við heil- huga. Margrét Frímannsdóttir (Alb.): Útgjöld vegna lyfjamála jukust um 14,1% á síð- asta ári Margrét Frímannsdóttir sagði að að- gerðir heilbrigðisráðherra hafi ein- kennst af vanhugsuðum skyndi- ákvörðunum og því að sjá svikara og svindlara í hverju homi. Það sé eins og gert sé ráð fyrir að fólk leiti til læknis sér til ánægju og skemmtun- ar, borði pillur sér til ánægju á kostnað skattborgaranna, en ekki heilsunnar vegna. Heilbrigðisráð- herra telji að forstöðumenn elli- heimila séu að hlunnfara gamalt fólk. Viðhorfið sé að allstaðar séu svikarar. Margrét sagði að tölur heilbrigðis- ráðherra um spamað í lyíjakostnaði séu rangar, en ráðherra hefur sagt að í sinni tíð hafi sparast 1.100 millj- ónir. Margrét sagði að samkvæmt nýjum upplýsingum frá Ríkisendur- skoðun væru heildargreiðslur sjúkratrygginga vegna lyfjakostnað- ar árið 1991 2,423 milliónir. en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra: Fylgjum áfram sömu stefnu í heilbrigðismálum Davíð Oddsson forsætisráðherra tók þátt í umræð- unum og lagði, eins og heilbrigð- isráðherra, áherslu á nauð- syn þess að halda aftur af útgjöld- um ríkisins til heilbrigðismála. Hann sagði að þrátt fyrir allar aðgerðir ríkisstjómarinn- ar, værum við enn með mjög gott heilbrigðiskerfi. Fáar þjóðir verji jafnmiklum fjármunum til heil- brigðismála og íslendingar. Þá sagði Davíð að útgjöld til heilbrigðismála séu hærri nú en á síðasta stjórnarári fyrri ríkisstjórnar. Útgjöldin hafi haldið áfram að vaxa, en tekist hafi að hægja á vextinum. Davíð lagði áherslu á nauðsyn þess að vekja kostnaðarvitund hjá al- menningi og þannig að beina eftir- spurninni að hagkvæmari lausnum. Flest eða öll ríki OECD séu á þessari leið, þ.e. að leita markaðslausna af þessu tagi. Davíð lýsti stuðningi við aðgerðir heilbrigðisráðherra. Hann sagði að áfram verði haldið á sömu braut. „Við íslendingar búum við eitt besta heilbrigðiskerfi sem þekkist. Við er- um stolt af því. Heilbrigðiskerfið hefur í engu skaðast á undanförnum ámm, þvert á móti eru menn að tryggja það að við getum áfram búið við traust og öruggt heilbrigðiskerfi í landinu. Eg tel að heilbrigðisráð- herra hafi gengið vasklega fram í þessu máli. Hann hefur þurft að sæta mjög ómaklegum árásum slag í slag. Hann á miklu frekar heiður skilinn fyrir þau verk sem hann hef- ur tekið að sér að vinna. Ég tel að hann vinni þau bæði með hagsmuni ríkissjóðs í huga, en þó ekki síður og fyrst og fremst með hagsmuni 2.764 milljónir árið 1992. Mis- munurinn er 341 eða 14,1% hækk- un milli ára. Sé miðað við fast verðlag er hækk- unin 10,5%. ínýj- um bæklingi heil- brigðisráðherra, Margrét segir að vöxturinn í lyfjakostnaði á síðasta áratug hafi verið 12,9% á ári að meðaltali. Margrét sagði þessar tölur sýna að heilbrigðisráðherra hafi mistekist að hemja lyfjaútgjöld. Margrét sagðist ekki bera brigður á tölur heilbrigðisráðherra um sparn- að á sjúkrastofnunum. Forstöðu- menn stofnana og starfsfólk þess hafi lagt hart að sér til að halda út- gjöldum innan fjárlaga. Stofnanir hafi frestað tækjakaupum, frestað nauðsynlegu viðhaldi og lokað deildum í miklum mæli. Þessi spamaður geti komið út sem aukin útgjöld síðar. Margrét sagði að ef heilbrigðisráð- herra taki ekki síðustu reglugerðar- breytingu í lyfjamálum til baka þá muni þingmenn Alþýðubandalags- ins reyna að hnekkja henni með til- löguflutningi á Alþingi. þeirra í huga sem þurfa að njóta heilbrigðisþjónustu í þessu landi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.): Varasamt að yfir- færa hugtök markaðsfræðinn- ar á heilbrigðis- kerfið Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir (Kvl.) sagði að það væri ekki rétt að það væri einhver ný leið í heilbrigðismál- um að virkja kostnaðarvit- und. Þetta sé bara nýtt hug- tak sem menn hafi búið til. Fólk hafi alla tíð verið látið taka þátt í kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ingibjörg Sólrún varaði við því að hugtök markaðsfræðinnar væru yfirfærð á heilbrigðiskerfið. Hún nefndi sem dæmi að þrátt fyrir að gjald fyrir sérfræðiþjónustu hafi verið hækkað árið 1992 úr 900 kr. í 1.500 kr. hafi ekkert dregið úr eft- irspurn eftir þessari þjónustu. Sömuleiðis nefndi hún að svo virt- ist sem lyfjakostnaður hafi aukist milli ára þrátt fyrir að sjúklingar hafi verið látnir borga meira. „Heilbrigðisráðherra verður að breyta um aðferðarfræði í heil- brigðisþjónustunni. Hann nær engum varanlegum árangri með skyndiupphlaupum og stríðsyfir- lýsingum gegn öllu og öllum. Það þarf samvinnu í heilbrigðismálun- um. Það þarf samfélagssáttmála um heilbrigðisþjónustu," sagði Ingibjörg Sólrún. Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunum. Inglbjörg Ingibjörg Páimadóttir Gef lítið fyrir aukna kostnaöar- vitund krabba- meinssjúklinga 1 n g i b j ö r g Pálmadóttir (Frfl.) sagði að ríkisstjórnin hefði enga heildstæða stefnu í heil- brigðismálum aðra en þá að láta sjúkling- ana borga meira. Þessi steftia sé tekin upp á sama tíma og atvinna minnki og kaupmáttur rými. Þeir séu látnir borga sem hingað til hafi verið sátt um að hlífa- Um tal stjómvalda um nauðsyn þess að auka kostnaðarvitund sjúk- linga sagði Ingibjörg: ,íg gef Iftið fyrir kostnaðarvitund hjartasjúk- finga og krabbameinssjúklinga." Heilbrigðisráðherra hefur sagt að af jafnaði fari aðeins um 1% af út- gjöldum heimilanna til læknis- þjónustu. Ingibjörg sagði þessar meðaltalstölur ekki segja okkur neitt annað en að meðaltali séu ís- lendingar heilbrigðir. Þeir sem séu veikir þurfi hins vegar að greiða há- ar upphæðir fyrir læknisþjónustu, jafhvel meirihluta tekna sinna. JÞað gerist æ oftar að sjúklingur hringi í apótek og spyrji hvað ákveðið lyf kosti sem hann á að sækja og síðan er lyfið ekki sótt því að sjúklingurinn á einfaldlega ekki fyrir lyfinu þátt fyrir að lyfið sé sjúklingnum IífsnauðsynlegL Það gerist í æ ríkari mæli að mæður hringji sem þurfa að fara með böm sín í ýmsar rannsóknir, Ld. í al- genga aðgerð eins og að setja rör f eyra, og spyrja hvað aðgerðin kosti. Hún kostar4.000 kr. Þessar mæður mæta síðan oft ekki til þessara að- gerða, m.a. vegna þess að lyfja- kostnaður sem fylgir þessari að- gerð er 4.000 kr. Hvemig lfður móður sem hefur ekki efni á að leysa út fúkkalyf fyrir bam sitt? Ég held að það þurfi ekki að örva kostnaðarvitund þessa fölks," sagðí Ingibjörg. Ingíbjörg spurði hvaða spamaður hefði orðið af því að loka Fæðingar- heimilinu og hvað örtröðin á fæð- ingardeild Landspítalans hafi kost- að? Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir (Kvl.): Verðum að hugsa til langs tíma Jóna Valgerður Kristjánsdóttir efaðist um að tekist hafi að spara jafnmikið í heilbrigðis- kerfinu og ráð- herra vildi vera láta. Hún nefndi sem dæmi að á síðasta ári hafi á fjárlögum 43,9 milljörðum verið ætlað til þessa málaflokks. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið 46,1 milljarður og í þeirri tölu vanti 400 milljóna aukaútgjöld til lyfjamála. Jóna Valgerður sagði að vissulega hafi einhver sparnaður orðið, en sjúk- lingar hafi líka verið látnir borga hann að stórum hluta. Jóna Valgerður gagnrýndi harð- lega hringlandahátt heilbrigðis- ráðherra og nefndi sem dæmi að búið sé að breyta lyfjareglugerð fimm sinnum. Hún sagði að vissulega þurfi að spara í heil- brigðismálum, en það sé hægt að gera með ýmsum hætti. Hún lagði áherslu á að menn reyni að horfa til langs tíma og einnig sé hægt að spara mikið með fyrir- byggjandi heilbrigðisþjónustu. Jóna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.