Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. febrúar 1993
Tíminn 7
Öskudag-
urmeð
glensi og
gamani
í gær, öskudag, var frí í skólum
landsins. Skólakrakkar gáfu sér þó
ekkert frí og margir tóku daginn
snemma og gengu grímuklæddir í
margvíslegum gervum í hús og fyr-
irtæki og sungu fyrir fólk og þágu
góðgerðir að launum. Þá voru
skemmtanir í skólum, félagsmið-
stöðvum og útisvæðum víða um
landið þar sem kötturinn var sleg-
inn úr tunnunni. Við birtum hér
myndir af öskudagsbúnum krökk-
um bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Byggingavöruverslunin Skafti
á Akureyrí var vinsæli við-
komustaöur hjá grímubúnum
krökkum á Akureyri í gær, enda
var tekið vel á móti þeim þar.
Tímamyndlr K.B.Þ.
öskudaginn, m.a. þeir Olli og Hópar krakka úr Arbæjarskóla heimsótti fyrírtæki í Hálsahverfi í
Gunni, starfsmenn Landfiutn- Reykjavík, þeirra á meðal rítstjóm Tímans. Hér eru m.a. júdókapp-
inga. Tlmamynd Ami Bjama ar ásamt Andrési Önd og fleiri görpum. Tímamynd Aml Bjama
„Gufubað fjár-
málaráðherra“
A
Frá Bæjarskipulagi Kópavogs
Hverfaskipulag
Vesturbæjar Kópavogs
í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar, kl. 20.30 veröur
haldinn kynningarfundur í samkomusal Þinghólsskóla
þar sem starfsmenn Bæjarskipulags munu kynna í máli
og myndum tillögu aö hverfaskipulagi Vesturbæjar
Kópavogs.
Ennfremur er vakin athygli á því að til og með 28.
febrúar nk. verður haldin sýning í anddyri Sundlaug-
ar Kópavogs á tillögu að hverfaskipulagi Vesturbæj-
ar Kópavogs ásamt ýmsum öðrum gögnum varð-
andi skipulagsvinnuna.
Skipulagsstjóri.
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRiNGUM
LANDIÐ.
MUNIb ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Greinargerð frá rekstrarstjórn stjórnarráðsbygginga við Arnarhól
vegna byggingar sturtuaðstöðu á Sölvhólsgötu 4.
Daqgblaðinu Tímanum hefur orðið
tíðrætt um framkvæmdir við það
sem blaðið kallar „gufubað fjár-
málaráðherra í Amarbváli." Til
þess að fyrirbyggja misskilning á
því hvaða framkvæmdir eiga sér
stað, telur rekstrarstjóm stjómar-
ráðsbygginga við Amarhól, ástæðu
til að birta eftirfarandi greinargerð
þar sem rétt þykár að ýmsar stað-
reyndir þessa máls komi betur fram
en veríð hefur.
Á svæðinu í kringum Amarhól
starfa nokkur ráðuneyti og stofhanir
sem þeim tengjast. Það eru fjár-
málaráðuneyti, dóms- og kirkju-
málaráðuneyti, iðnaðar-' og við-
skiptaráðuneyti, menntamálaráðu-
neyti, Hagstofa íslands, ríkisbók-
hald, ríkisfjárhirslan og embætti
ríkislögmanns. Þessi ráðuneyti og
stofnanir em til húsa í Amarhváli,
Sölvhólsgötu 4, Sölvhólsgötu 7 og
Skuggasundi 3. Á þessum vinnu-
stöðum starfa 335 starfsmenn. Auk
þess starfa við þessi hús húsverðir,
vaktmenn, hreingemingafólk og
starfsfólk í mötuneyti, sem er alls
um 40 manns.
Á árinu 1991 kom fram tillaga um
það að skipuð yrði rekstrarstjóm
þeirra ráðuneyta og stofnana sem
kringum Arnarhól starfa þannig að
samræmi fengist í ýmsan sameigin-
legan rekstur, s.s. rekstur húseigna,
hreingemingar, notkun bflastæða
og ýmsar viðhaldsframkvæmdir. í
ársbyrjun 1992 var rekstrarstjómin
formlega skipuð og skipa hana nú
fulltrúar frá fjármálaráðuneyti, rík-
isbókhaldi, dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti, iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneyti, menntamálaráðuneyti og
Hagstofu íslands. Sameiginleg þjón-
usta og viðhald er fjármagnað með
þeim hætti að rekstrarstjóm ákveð-
ur ár hvert húsaleigu sem innheimt
er af hverju ráðuneyti eða stofnun
fyrir sig. Þessum gjöldum er ætlað
að standa undir öllum sameiginleg-
um kostnaði s.s. húsvarða- og vakt-
mannaþjónustu, hreingemingum,
rekstri mötuneytis, fasteignagjöld-
um, rafmagni og hita, snjómokstri,
almennu viðhaldi og endurbótum
og hverju öðm sem er sameiginlegt
Á s.l. ári var innheimt húsaleiga
rúmar 103 millj. kr. Um 77% Ieig-
unnar var varið til almenns rekstrar,
en um 23% til viðhalds og endur-
bóta á eignum.
Á árinu 1991 komu fram athuga-
semdir og óskir um að aðstaða
starfsmanna varðandi hreinlætisað-
stöðu væri bætt, m.a. vegna þess að
reglum um aðbúnað og hollustu-
hætti á vinnustað væri ekki full-
nægt Ákveðið var að fara út í að
koma upp sturtuaðstöðu á svæðinu
en framkvæmdum var frestað þar
sem önnur verk þurftu að ganga fyr-
ir, s.s. múrviðgerðir og utanhússlag-
færing á Amarhváli, framkvæmdir
við mötuneyti, endurbætur á bygg-
ingardeild menntamálaráðuneytis
o.fl.
Á árinu 1992 var ákveðið að hefja
framkvæmdir við lagfæringu í kjail-
ara Sölvhóls, þ.e. húsi menntamála-
ráðuneytis. Kjallarinn lá undir
skemmdum vegna viðvarandi leka-
vandamála og að auki vom skólp-
lagnir skemmdar. f tengslum við
þetta var ákveðið að koma upp sturt-
um fyrir starfsmenn á svæðinu sem
þeir hefðu aðgang að utan vinnu-
tíma. Auk þess hafi iðnaðarmenn
sem á staðnum starfa og umsjónar-
menn fasteigna þar aðgang. Fram-
kvæmdir hófust í október s.l. þar
sem lögð var áhersla á að þétta hús-
ið til að fyrirbyggja frekari skemmd-
ir. Jafnframt hefur, með hléum, ver-
ið unnið við það að koma upp sturt-
um og stefnt er að því að fram-
kvæmdum við það ljúki í apríl n.k.
Plássið sem ætlað er fyrir þessa
starfsemi er um 65 fermetrar. Bún-
ings- og baðaðstaða er á 35 fermetr-
um, aðskilið fyrir karla og konur.
Gert er ráð fyrir fjórum sturtum í
hvorum klefa. Afgangurinn af pláss-
inu, um 30 fermetrar, verður í fram-
tfðinni notaður til þess að koma upp
leikfimiaðstöðu og e.t.v. gufubaði
eftir því sem síðar verður ákveðið.
Eins og skýrt hefur verið hér að
framan tekur málið til mun fleiri að-
ila en fjármálaráðuneytisins. Rekstr-
arstjórnin er reiðubúin til að veita
frekari uppiýsingar um þetta mál sé
þess óskað, en væntir þess að þessi
greinargerð upplýsi meginatriði
málsins.
Almennir stjórnmálafundir
Atvinnumál, stjómmálaviðhorfið og staða
EES-samninganna verður til umræðu á
almennum stjómmálafundum á Austur-
landi dagana 28. febnjar-2. mars. Fund-
imir verða á eftirföldum stöðum:
Slysavamahúsinu Eskifirðl
sunnudaginn 28. febrúar kl. 20.30.
Frummaelendur: Jón Kristjánsson, Guð-
mundur Bjamason og Karen Erta Ertings-
dóttir.
Verkalýösfélagshúsinu Reyöarfiröi
mánudaginn 1. mars kl. 20.30.
Frummælendur: Jón Kristjánsson, Finnur
Ingólfsson og Karen Eria Ertingsdóttir.
Djúpavogi þriðjudaginn 2. mars.
Frummælendur: Jón Kristjánsson, Finnur
Ingólfsson og Karen Eria Eriingsdóttir.
Nánar auglýst á viðkomandi stöðum.
Allir velkomnir.
Fundarboðendur
Kópavogur—
Opið hús
Opið hús er alla laugardaga kl.10.00 - 12.00 aö Digranes-
vegi 12. Kaffi og létt spjall. Inga Þyri, formaður félags-
málaráðs, verður til viötals.
Framsóknarfélögin
Framsóknarfélögin í
Hafnarfirði
Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30.
Komiö og fáið ykkur kaffisopa og spjallið.
Framsöknarfélögin
Inga Þyri