Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 25. febrúar 1993 MOLAR ___________________ j _ Búlgarskir knattspyrnu- menn hafa hótað þvf að hefja ekki keppni ( deildarkeppninni eftir vetrarfrf, en fyrstu umferðina á að leika á sunnudag. Þeir vilja fá felld- an niður skatt af bónusgreiðslum til þeirra. Talsmaður deildarinnar sagði að yfirvöldum hefði veriö gefinn frestur þangað til ( dag. Bónusar, sem styrktaraöilar liða greiða fyrir sigur og mörk, eru á bilinu 12-50 þúsund (slenskar krónur og eru stór hluti af launum knattspyrnumanna þar f landi. _ Franska stórliðið París St. Germain leitar nú að nýjum heima- velli (Parls, tlmabundið, en þegar hafa verið hafnar framkvæmdir á heimavelli þeirra I Parls. Verið er aö leggja nýtt gras á völlinn og á hann að verða tilbúinn fyrir næsta heimaleik, sem verður leikinn 12. mars. Hins vegar vantar liðið leik- völl fýrir leik gegn Strasbourg þann 7. mars (franska bikarnum. Það eru enskir sérfræðingar, sem vinna að framkvæmdunum á heimavelli Parísarliðsins, sömu aðilar og sjá um grasið á Wembley ( Lundúnum. Völlurinn ( París var orðinn mjög slæmur og þurfti nauðsynlega á viðgerð að halda. — Fyrram framherjar þýska landsliðsins, þeir Jurgen Klins- mann og Rudi Völler, mætast ( stórleik franska boltans ( dag, þegar Marseille og Monaco mæt- ast (Monaco. Marseille er talið llk- legra til sigurs, en það hefur sigrað I fimm leikjum (röð. Á síðustu árum hefur liðinu gengið vel ( Monaco og Völler hefur leikið afburöavel og skorað mikið. Hann hefur skor- að átta mörk I stðustu sex leikjum og er heildartala marka hans orðin 13. Monaco hefur hins vegar ekki gengið eins vel undanfarið og sjúkralistinn hefur lengst með degi hverjum. Klinsmann hefur ekki gengið vel upp við mark andstæð- inganna undanfarið, eftir frábæra byrjun, og hefur Monaco ekki gert mark (stðustu fjórum leikjum. Mar- seille er nú f efsta sæti frönsku deildarinnar og hafa leikmenn liðsins sett stefnuna á franska meistaratitilinn (fimmta sinn (röð, sem yrði met _ Argerttínski miðvallarieik- maðurinn David Bisconti hefur veriö seldur til Japan þar sem hann mun leika með Nissan Yoko- hama Marino. Söluverðið var um 19 milijónir (slenskra króna, en Bis- conti lék áður með Rosario Centr- al (Argentlnu og hefur hann leikið fimm landsleiki með landsliði Arg- entlnu. Þá hefur japanska liðið ANA Sato Kogyo, sem einnig hefur ver- ið kallað Das Rugels, eða Væng- irnir, fest kaup á brasillska lands- liösmanninum Edu. Edu lék með Torino og Porto áður en hann snéri aftur heim til BrasiKu árið 1990. Ekki hefur verið gengið endanlega frá söluverðinu, en Ijóst er að það veltur á tugum milljóna (slenskra króna. ANA Sato Kogyo er að mestum hluta ( eigu annars stærsta flugfélags Japana, All Nippon Airways, auk verktakafyrir- tækis þar I landi. _ NorAmaöurinn Björn Dæ- hlie sigraði (15 km skíðagöngu á HM (Falun (gær. Vladimir Smirnov frá Kazakhstan varð f öðru sæti og Silvio Fauner frá ítallu (þvf þriðja - UppJ eru hugmyndir um það hjá Reykjavlkurborg að skipt verði um gervigras á Laugardalsvelli á næsta ári. Það eru sjö ár slðan grasið var lagt og hefur þróun ( framleiðslu á gervigrasi verið gffur- lega hröð og þv( má segja að völl- urinn sé oröinn úreftur. Þá er hann einnig farinn að láta verulega á sjá. Leikur A-landsliðs og liðs fyrrum landsliðsmanna: TIL STYRKTAR KRABBA- MEINSSJÚKUM BÖRNUM Atli Eövaldsson veröur meöal þeirra, sem leika til styrktar krabbameinssjúkum bömum. Tfmamynd Pjetur HM í norrænum greinum skíðaíþrótta í Falun: Norómenn með fimm gull Norðmenn eru efstir á verð- launalistanum á Heimsmeistara- mótinu í Falun og hafa unnið til alls 10 verðlauna. Gullverðlaun Bjorns Dealih í gærmorgun voru þau fimmtu á mótinu, auk þess sem norskir skíðamenn hafa krækt í tvö silfur og þrjú brons. Næstir koma Rússar með tvö gull, tvö silfur og eitt brons. Kaz- akhstan er með tvö silfur og eitt brons, ítalir með eitt gull og eitt brons, Finnar með eitt silfur og eitt brons, Japanir með eitt gull, Tékkar með eitt silfur og Austur- ríkismenn með eitt brons. UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON -- ------ - Knattspyrna: Bobby Moore látinn Bobby Moore, fyrirliði enska landsliðsins sem vann heims- meistaratitilinn í knattspymu ár- ið 1966, lést á heimili sínu í gær, 51 árs að aldri. Bobby Moore hafði um tíma þjáðst af krabba- meini og gekkst undir aðgerð fyrir tveimur árum og varð það að lokum hans banamein. Næstkomandi sunnudag fer fram fyrsti stórleikur ársins í knatt- spymunni, en þá fer fram á gervi- grasvellinum í Laugardal leikur A- landsliðs íslands og úrvalsliðs sem Guðni Kjartansson, fyrrum lands- liðsþjálfari í knattspymu, hefur valið og er að mestu sídpað fyrrum landsliðsmönnum í knattspyrau og einnig einhverjum sem yngri em og eiga ef til vill eftir að leika landsleik. Leikið verður til styrktar krabba- meinssjúkum börnum og verður leikurinn í tengslum við landssöfn- un Bylgjunnar og Stöðvar 2, sem fram fer 5. mars næstkomandi. All- ur ágóði af seldum aðgöngumiðum rennur í sjóð til styrktar börnun- um. Úrvalslið Guðna Kjartanssonar verður meðal annars skipað þeim Atla Eðvaldssyni, Sævari Jónssyni, Pétri Péturssyni, Karli Þórðarsyni, Bjarna Sigurðssyni, Ómari Torfa- syni, Njáli Eiðssyni, Þorgrími Þrá- inssyni, Sigurjóni Kristjánssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni, svo ein- hverjir séu nefndir. Tíminn hvetur lesendur sína til að leggja góðu málefni lið með því að leggja leið sína á Laugardalsvöll klukkan 20 á sunnudag og sjá þar fyrsta alvöruleik ársins. Knattspyrna: BJARKI ÁFRAM ÁKRÓKNUM Ljóst er að Bjarid Pétursson leikur áfram með Tindastól frá Sauðár- króki, en liðið tryggði sér þátttöku- rétt í 2. deild með sigri í 3. deild í fyrra. Sögusagnir hafa verið uppi um að Bjarid myndi leika með Skagamönnum í sumar, en Ómar Stefánsson, formaður knatt- spymudeildar Tindastóls, staðfesti að gengið hefði verið frá því að Bjarid yrði um kyrrt fyrir þó nokkru. Bjarki hefur hins vegar æft með Skagamönnum og leikið með þeim æf- ingaleiki. Bjarki heldur til Hollands um mánaðamótín þar sem hann mun æfa um hríð með Feyenoord með þeim tvíburum Bjarka og Amari Gunnlaugs- sonum. Pétur Pétursson þjálfar nú lið- ið, en Guðbjöm TVyggvason sem þjálf- aði liðið í fyrra hefúr horfið á braut og leikur ekki með því í sumar. Bjarki í búningi Tindastóls. Islandsmót í öðlingaflokki: Haraldur Kornelíusson þrefaldur meistari Haraldur Komelíusson varð um helgina þrefaldur meistari á ís- landsmótinu í öðiingaflokki í badm- inton, en í öðlingaflokki keppa þeir sem verða 40 ára á árinu eða eldri. Haraldur sigraði Gunnar Bollason í úrslitaleik 15-0 og 15-1. í tvfliða- leik sigraði Haraldur ásamt Steinari Petersen, þá Kjartan Nielsson og Óskar Óskarsson, 15-1 og 15-1. I tvenndarleik sigraði hann með Sig- ríði M. Jónsdóttur sér við hlið, 15- 4 og 15-5. í tvíliðaleik kvenna sigr- aðu þær Elín Ragnarsdóttir og Sig- ríður M. Jónsdóttir. í æðsta flokki, sem í eru þeir sem eru 50 ára og eldri, sigraði Eysteinn Bjömsson og hann sigraði einnig í tvfliðaleik ásamt Þorsteini Þórðar- syni. í heiðursflokki þar sem þátt taka þeir sem eru 60 ára og eldri, léku til úrslita þeir Garðar Alfonsson og Carl Brand og til gamans má geta að Carl var aldursforseti á mótinu, en hann er 75 ára. Körfuknattleikur: NBA- fréttir Knattspyrna: Félagaskipti Eftirtalin félagaskipti hafa verið samþykkt af KSÍ: Meistaraflokkur Úr i Aðalsteinn Víglunds. B 1909 - Fylki Bjöm Rafnsson Snæfell - Dalvík Friðrik Þorsteins. Fram - Fylki Goran Barjaktar. Leiftur - Marokkó Jani Zilnik Vík.- Slóveníu Þórir Þórisson HSÞ.b - Völsungur Yngri flokkar Úr í Bjami Jónsson Víkingur - UBK Jón Hallgrímsson Fram - UBK Jón AKristjánsson Haukar - Stjaman Kolbrún Hr. Harðard. ÍR - UMFA Kristín Svavarsd. ÍR - UMFA Sigurður Haraldss. Víkingur - Fram Úrslit leikja í NBA-deildinni bandarísku í fyrrinótt: Phoenix-San Antonio......105-103 Houston-Utah.............105- 78 Orlando-Portland ........125-107 Chicago-Milwaukee........99- 95 New York-Minnesota.......95- 91 Cleveland-Miami .........102-100 Charlotte-New Jersey.....104- 95 Atlanta-Washington ......109- 94 Detroit-Philadelphia.....101- 89 Indiana-Boston...........113- 86 LA Clippers-Sacramento ....123-116 Seattle-Denver...........103- 99 MOLAR ... Forráöamönnum Sheffield UnKed hefur ekki gengið sem best I Úrvafsdeild ensku knattspyrnunnar. Þeir hyggjast reyna að krækja! John Gayie, framherjann snjalla hjá Birm- ingham, sem áður lék með Wimbled- on. Ástæðan er einföld, þvl Sheffield býr síg nú undir að missa Brian De- ane frá Kömu í sumar. ... George Graham, framkvæmd- arstjóri Arsenal, veít nákvæmlega hvað Howard Wilkinsson. fram* kvæmdarstjóri Leeds, þarf aö ganga ( gegnum þessa dagana en Leeds hefur átt í miklum erfiðleikum, en þeir urðu Engtandsmeistarar í fyrra. „Þegat Kð vinnur tiíiimn, þá aukasttil muna þær kröfur og væntingar sem gerðar eru ti! Iiöstns á næsta tfmabili á eftir. Þegar liðinu mistekst að vinna á ný, verða áhangendur reiöir. Þeir ættu að vera skilningsríkari," sagði George Graharn ( samtali við fjöl- miðla. _ Fram að þessu hafa (rar þurft að eiga við sama vandamál og wð Is- lendingar, þ.e.a.s. þurft að búa við að þeirra aðalleikvangur hafi veriö án flóðljósa, en nú birtir til hjá þeim eins og gerðist hjá okkur í haust. Ákveðið hefur veriö aö setja upp flóðljðs a Landsdowne Road, „Laugardals- völl“ þeirra íra og hefjast fram- kvæmdir í næsta mánuðí. Ráögert er að kveikt verði á Ijósunum við hátfð- lega athöfn fyrír (andsleik íra gegn Spánverjum þann 13. október. Það eru irska knattspyrnusambandíð og írska ruðningssambandið sem standa straum af kostnaði. ... Fymon markvörður hollenska landslíðsins, hinn sérlundaöi Hans Van Breukelsn, hefur lýst þvl yfir að hann muni vilja starfa í íramtíðinni sem framkvæmdarstjóri etnhvers knattspyrnuiiðs. Það kemur á óvart aö hann vfll ekki starfa við knatt- spyrnuhliðina, heldur við stjórnunar- hliöina ... Sopp Blatter, framkvæmdarstjóri alþjóöa knattspyrnusambandsins, segir að það verði ekki settar upp gírðingar i kringum leikvellina á HMI knattspyrnu sem fram fer á næsta ... Leikmenn Toítenharn seltu nýtt met á dögunum, í leik gegn Sout- hampton, Þelr breyttu stöðunni úr O- 1 Southampton I vil, í 4-1 Tottenham í vií, á aðeins 4 mínútum og 44 sek- úndum. Þettaermet ... Framkvæmdum er nú lokíð við gerð nýrrar 5,5 milljón punda stúku vfð Elland Road i Leeds og mun hún veröa tekin í notkun fljótlega. Þetta eru góöar fréttir fyrlr Leeds því nú geta þeir haldið leiki I úrslitakeppni Evrópukeppninnar I knattspymu 1996, en hún verður háö I Englandi. _ Samningur ensku Úrvalsdeíld- arinnar við Sky og BBC sjónvarps- stöðvarnar tryggðí þeim um fjóra ' milljarða I tekjur. Helmingnum af þeim er skipt á mflli félaganna 22 auk þeirra sem féllu 11. deild á siöasta ári og fá þau jafnvirði um 75 milljóna Is- lenskra króna I kassann. Fjóröungur upphæðarinnar, um miiijaröur, renn- ur til þeirra félaga sem eíga leikt sem sýndir eru I sjónvarpinu. Hvert lið sem leikur I beinni útsendingu fær um 700 þúsund krónur I sínn hlut Annar fjóröungur skiptist á mllli félag- anna 22ja eftír þvf hvernig þau raö- ast I deildinni og er þaö eftirfarandi f ístenskum krónum: 1. 81 mtllj. 12. 40 millj. 2. 77 mlllj. 13. 37 millj. 3. 74 millj. 14, 33 millj, 4. 70 rnillj. 15. 29 milij. 5. 66 rnillj. 16. 26 millj. 6. 63 millj. 17. 22 milij. 7. 59 mfllj. 18. 18 millj. 8. 55 millj. 19. 15 millj. 9. 52 millj. 20, 11 milij. 10. 48 milij. 21. 7.4 miilj. 11. 44 millj. 22. 3.7 míllj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.