Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. febrúar 1993 38. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Veikt fólk er farið að neita sér um lyf og læknisþjónustu. Hörð gagnrýni stjórnarandstöðu á stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Davíð Oddsson: Sighvatur er vaskur og á heiður skilinn í umræðum um heilbrigðismál á Alþingi, sem fram fóru í gær að friimkvæði stjórnarandstöðunnar, kom fram að þess eru dæmi að fólk hafi hætt við að kaupa lyf eða nýta sér læknisþjónustu vegna þess hvað þjónustan er orðin dýr. Nefnt var dæmi um foreldra sem hættu við að láta setja rör í eyru barna sinna sem þjást af eyma- bólgu. í umræðunum kom fram að lyfjakostnaður jókst um 10,5% á síðasta ári, en það er í andstöðu við yfirlýsingar heilbrigðisráð- herra um lyfjakostnað. Ingibjörg Pálmadóttir (Frfl.) sagði um tal stjómvalda um nauðsyn þess að auka kostnaðarvitund sjúklinga: „Ég gef lítið fyrir kostnaðarvitund hjartasjúklinga og krabbameins- sjúklinga". Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir (Kvl.) sagði varasamt að yfir- færa hugtök markaðsfræðinnar á heilbrigðiskerfið, en forsætisráð- herra talaði einmitt um að stjóm- völd vilji leita markaðslegra lausna. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti stuðningi við heilbrigðisráð- herra og sagði að hann hafi gengið vasklega fram. Hann eigi heiður skilið en ekki árásir í líkingu við þær sem hann hefur mátt þola. Davíð sagði að haldið yrði áfram óbreyttri stefnu í heilbrigðismálum. Hann sagði heilbrigðisráðherra vinna með hagsmuni ríkissjóðs og sjúklinga í huga. Margrét Frímannsdóttir (Alb.) sagði að það geti verið rétt að heil- brigðisráðherra hafi tekist að spara eitthvað á sjúkrahúsunum í Reykja- vík. Það hafi hins vegar verið gert með því að fresta kaupum á tækja- búnaði, fresta nauðsynlegu viðhaldi og lokunum deilda. —EÓ Sjá blaðsíðu 2 Hörð viðbrögð við þeirri ákvörðun stjórnar Herjólfs að segja upp undirmönnum. „Fá- ránlegt," segir forseti ASÍ. Stjómarform. Herjólfs: Uppsagnir eru aðfrum- kvæði VSI „Þessi aðgerð er framkvæmd í fullu samráði við Vmnuveitenda- sambandið. Þeir mátu þetta hreint og klárt og lögðu það reyndar til að þetta væri það sem bæri að gera í stöðunni. Þannig að þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í einhveij- um flýti. Hún var tekin fyrir síð- ustu helgi og búið að tilkynna fólkinu það og jafnframt að henni yrði ekki framfylgt ef að eitthvað breyttist í þá veru að menn færu að talast við. Það eina sem við höfum farið fram á eru viðræður en það virðist vera of stór biti til að kyngja," segir Grímur Gísla- son, stjómarformaður Herjólfs. Hörð viðbrögð hafa komið fram við þeirri ákvörðun stjómar Her- jólfs að segja upp undirmönnum á ferjunni sem em í Sjómannafélag- inu Jötni í Vestmannaeyjum með samingsbundnum uppsagnar- fresti. En eins og kunnugt er þá eru það stýrimenn á ferjunni sem eru í verkfalli en þeir fara fram á 30%-35% launahækkun sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra Stýrimannafélags- ins. Elías Bjömsson, fomaður Sjó- mannafélagsins Jötuns í Eyjum, segir þessi vinnubrögð vera ólíð- andi og hafi komið á óvart. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir að þetta sé fáránleg framkvæmd í vinnudeilu og trúlega einsdæmi. Hann segist ekki minnast þess að svona lagað hafi gerst áður. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, tekur undir skoðun forseta ASÍ og telur að þessi gjörningur muni aðeins herða enn frekar á þeim hnút sem deilan var þegar komin í. í harð- orðri ályktun samninganefndar Sjómannasambandsins, em þessi vinnubrögð fordæmd og jafnframt skorar nefndin á stjóm Herjólfs að endurskoða afstöðu sína í málinu enda sé verið að gera undirmenn að blórabögglum í kjaradeilu stjómar Herjólfs og stýrimanna. Guðlaugur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Stýrimannafélags íslands, segist vera alveg undrandi á þessu. „Við fordæmum svona vinnu- brögð og ég bara trúi því ekki að VSÍ hafi ráðlagt stjóm Herjólfs að gera þetta.“ Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í gær að deilan virtist nær óleysanleg og nánast stál í stál. Þá hafði ekki verið boðað til nýs sáttafundar eftir þá nýju stöðu sem komin er upp í deilunni með uppsögnum undirmanna, sem em 12 með afleysingarmönn- um. Herjólfur hefur nú verið bundinn við bryggju í 3 vikur og er verkfall stýrimanna þegar farið að hafa víð- tæk áhrif á bæjarlífið. í gær var varið að gæta mjólkurskorts í Eyj- um og óttast menn að vömverð kunni að hækka ef deilan leysist ekki von bráðar. Þá hefur verið boðað til borgarafundar í Eyjum um verkfallið. -grh Tveir slösuðust í hörðum árekstri Tveir ökumenn slösuðust nokkuð í sinni í hálku sem rann í veg fyrir hörðum árekstri þriggja bifreiða í tvær bifreiðar sem komu úr gagn- Átúnsbrekku í Rcykjavík í gær- stæðri átt. Tvær bifreiðanna morgun. skemmdust mikið og ökumenn Áreksturinn varð með þeim hætti þeirra vom fluttir á slysadeild. að ökumaður missti stjóm á bifreið -HÞ Tóbaksvarnanefnd óttast ad afnám einkasölu rikis- ins af tóbakssölu muni ieiða til verðlækkunar á tóbaki. Heigi Guðbergs- son iæknir; „Það er ákveðinn hópur sem hefur lagt kapp á að einkavæða áfengis- og tóbakssöluna eins og allt annað. En við segjum að tóbak sé fíkniefni og við getum ekki séð að lögmál um frjálsa verslun gildi um slik efni þótt það geti átt við um aðrar neyslu- vörur. Út af fyrir sig er ég sam- mála því að verslun eigi að vera frjáls en ekk) verslun með fflcni- efni. Við skulum hafa það hug- fast að á hverju ári deyja 300 fs- lendingar af völdum tóbaksreyk- Inga,“ segir Helgi Guðbergsson læknir og fulltrúi í Tóbaksvama- nefnd. Von bráðar mun ríkisstjómin leggja fyrir Aiþingi frumvarp til laga um afnám einkasölu ríkis- ins á tóbaki. Verði frumvarpið samþykkt er gert ráð fyrir að þessi breyting tald gildi um mitt sumar. Samkvæmt frumvarpinu mun ríkissjóður halda óskertum tekjum þrátt fyrir þessa breyt- ingu því gert er ráð fyrir sér- stöku tóbaksgjaldi. Jafnframt mun hluti þess gjalds renna tð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem fyrirsjáanlegt er að hagnað- ur ÁTVR munl eitthvað minnka og sömuleiðls iandsútsvarið. Helgi segist ennfremur óttast að boðuð einkavæðing muni verða til þess að verð á tóbaki muni lækka í framtíðinni með aukltttt) samkeppni þótt verðið kunni sennilega eitthvað að hækka í byijun. JÞað er viðbúið að þeim muni fjölga sem hagsmuni eiga að gæta varðandi sölu á tóbaki og hætta á að tóbakstegundum muni fjölga á markaðnum og einnig að fluttar verði inn ódýr- ari tegundir.“ Helgi segir að virkasta vömin gegn neyslu tóbaks sé hátt verð og það sé pyngjan sem ráði miklu um það að reykingamenn hætti að reykja og hafl ennfrem- ur miki! áhrif á það hvort ung- lingar byrji að reykja eða ekki. Á sama tíma og ríkisstjómin hyggst einkavæða söiu á tóbaki, hefur í tvö ár verið tilbúið frum- varp um tóbaksvamir. „Okkur finnst það skjóta dálít- ið skökku við að allt í einu hafa menn mikinn áhuga að gefa þetta fijálst, en lítinn áhuga á því að bæta tókbaksvaraalögin og reyna að styrkja þá iöggjöf og hamla gegn þvi að ungt íólk fari að nota tóbak.“ -gri»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.