Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 25. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aóstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavfk Síml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Banvæn faðmlög? Enn ein skoðanakönnun hefur verið birt, að þessu sinni frá Félagsvísindastofnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. Það sem er athyglisvert við þessa könnun er fylgishrun Alþýðuflokksins, sem tapar samkvæmt henni helmingi þess fylgis sem hann hafði við síðustu kosningar. Fylgi rík- isstjórnarinnar er aðeins 24,6% og athyglisvert er að aðeins helmingur svarenda, sem lýstu yfir stuðningi við Alþýðuflokkinn, studdu ríkis- stjórnina. Þessi niðurstaða, sem sýnir andann í garð stjórnarflokkanna þessa dagana, hlýtur að vera krötum mikið áhyggjuefni. Forustumenn flokksins hljóta að hugleiða það mjög vandlega hvaða ástæða er fyrir svo hraklegri útkomu flokksins. Enn er nokkur hluti Alþýðuflokksmanna sem á rætur í hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Það þarf ekki mikla spámenn til að gera sér í hugar- lund hvert svar fólks við spurningum félagsvís- indadeildar hefur verið. Það kann að fara svo að lokum að faðmlög Jafnaðarmannaflokks íslands, eins og Alþýðuflokkurinn heitir nú, við Sjálf- stæðisflokkinn verði banvæn. Það er við erfiðleika að etja í þjóðfélaginu og að- gerða þörf. Það skiptir þá mestu máli þegar ráð- ist er í aðgerðir að þær séu réttlátar. Þegar talað er um réttlæti er átt við að tekið sé tillit til þeirra sem minna mega sín, en byrðar lagðar á þá sem betur eru staddir. Jöfnuður er í þessu fólginn. Þessu er ekki til að dreifa í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Aðgerðir koma við alla þjóðfélags- hópa. Þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu, lækk- un persónuafsláttar, hækkun vaxta í félagslega kerfmu og lækkun tryggingabóta eru ekki í anda jafnaðarmenn^ku, né hraðvaxandi atvinnuleysi. Margt bendir til að nú sé að renna upp ljós fyrir stuðningsmönnum Alþýðuflokksins — Jafnaðar- mannaflokks íslands um hve gjörsamlega flokk- urinn er genginn í björg frjálshyggjunnar. Þegar Viðreisnartímabilinu lauk munaði minnstu að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út af þingi. Slíkt gæti endurtekið sig. Umræður um ráðherrastóla og feit embætti auka ekki trú og traust almennra flokksmanna á forustunni. Það er staðreynd að atvinnuleysi heggur nú nær fleiri flölskyldum á íslandi en nokkru sinni fyrr. Fréttir berast af tekjulausu fólki, sem hefur ekki efni á því að kaupa heilbrigðisþjónustu. Það er ekki furða þótt það renni tvær grímur á íslenska jafnaðarmenn, þá sem ekki hafa þegar gengið í björg og eru til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Það er athyglisvert að ekkert bendir til að for- ustulið Alþýðuflokksins muni sjá að sér. Allir ráðherrarnir og hjörð þeirra berja hausnum við steininn og neita að viðurkenna staðreyndir: ranglátar aðgerðir ríkisstjórnar sem verndar sér- staklega þá sem betur mega sín. Samkvæmt nýnri skodanakönn- um sem Félagsvísindastofnun H.í. hefur gert fyrir Morgun- blaftiö, kemur f Ijós aö mikili meirihJuU þjóöarinnar er and- yfgur rfltísstjóminni á meðan aðeins tæpur fjórftungur kjós- enda styftur hana. Stjómarflokk- amir tapa fylgi og Alþýöuflokk- urinn er þegar efUr aöeins tvö ár, kominn niftur fyrir þaö fyigi sem hann haföi eftír 12 ára sam- starf vift Sjálfstæftisflolddnn í Viftreisn eða tæptega 7%. ólflc- iegt er aö Alþýftuflokknum muni ganga vel aft endurheimta þetta fylgi og trúlega gæti það tekift um 10-12 ár ef marka raá reynsluna frá því síftast. Þar meft hefur Aiþýftuflokkurinn dæmt sig í póiitfska útiegft fram yfir aldamót frá og meft þeim degi sera núverandi ráðherrar standa upp úr stóiunum. Raunar hafa sumir verift aft gera því skóna aft Alþýðuflokkurinn og forustusveit hans ætti raeiri vin- sældura að fagna í Malaví en hér á íslandl, en slfltt keraur víst aft litlu gagni. Krötum að kenna Eðiilega spyrja menn sig þeirr- ar spumingar hvers vegna Al- þýðuflokkurinn geldur óvin- sælda ríkisstjórnarínnar f svo raiklu ríkari raæli en sarastarfs- flokkurinn sera þó fer raeð for- ystu í rfkisstjóminni. Svarið iiggur trúlega í því aft Sjálfstæft- isflokkurinn og forsætisráft- herra hafa Íátið ráðherrum Al- þýftuflokksins, einkum Sighvati Björgvinssyni, þaö eftir aö vinna skftverkin fyrir rfldsstjómina en sjálflr staftiö til hiés. Þannig hefur td. forsætisráðherra eHd hikað vift aft svetja af sér vinnu- brögft kratanna opinberiega fshr. Sögufundinn fræga) ef gagnrýn- israddir gerast háværar, og flár- málaráftherra hefúr látíð eins og niðurskurfturinn í heilbrigöís- málum sé sér óviðkomandi. Sighvatur heilbrigðisráðhem var einmitt spurður að því í við- tali sera birtíst f Tfraanum fyrir skörarau hvort honum þætti sjálfstæðisraenn í rfltíssflóm styðja sig nægjanlcga í þeim að- gerðum sem hann stæðí í og Skoðanakönnun Félagsvfsinda- stofnunar staðfestír einmitt þessa ímynd rikisstjómarinnar. þ.e. að það eru kratamir, með Sighvat f fararbroddi sem f aug- um kjósenda bera fyrst og fremst ábyrgft á óvinsælum ákvörftunum og svokölluðum aðgerðum ríkisstjómarinnar. Örlög smala- hundsins Þaö grátbroslega við þctta ástanð alit, er það hversu fast hann þá aft svo væri. Fróftlegt væri að vita hvort hann er enn sömu skoðunar. Allur þessi stuðnlngur samróð- herra Sighvats hjýtur að koma fram inni f lokuðum herijcrgj- um, e.t.v. á rfldssflómarfund- um, því Garri man ekki eftír öðru en Sighvatur haf! staðið einn og óstuddur í sinni baráttu og þeir sem Garri spuröi um þetta raundu ekki eftir því að aðrir ráðherrar hafl teldft upp hanskann fyrir heflbrigftisráft- herra á opinberum vettvangi, nema þá helst alþýftuflolisráft- herramir. ast í þessa aftstöftu, aft sifla f sflóm raeft Sjálfstæðisflokki. Öll vfti eru með einhverjum hætti sjálfskaparvíti og þaö að Aiþýðuflokkurinn er nú í hlut- verki smalahunds Sjálfstæðis- flokksins, hunds sem eltir uppi krónumar og aurana hjá ad- mennu launafólki og sraælingj- ura þjóðfélagsins á raeftan aftrir eru látnir í frifti. Þetta er í raun sú aftstaöa sera flokkurinn kaus að koraast í. Á meftan hafa hús- bændumir f Sjálfstæftisflokki það náftugt, enda gelta katamir samviskusamlega þegar þeim er sigaft. „Urrdan bítlan“ segja sjálfstæðismenn og benda kröt- ura á heilbrigðis- og vclferftar- kerflö. En þegar keraur aft skuldadögura er þaft ekld sá sera sigafti, húsbóndinn, sem svarar tfl saka, heldur sá sera geltí Hagræðing í 1 í kam sr æktinni Gufubaðsframkvæmdunum í fjármálaráðuneytinu miðar vel að því er Tíminn upplýsti í gær. Verið er að slá upp fyrir sturtu- klefum og búið að velja gólfefnin í líkamsræktarsalinn. Góðar von- ir standa til að hægt verði að ljúka kropparæktartöðinni í valdatíð núverandi ríkisstjórnar, en hún er ætluð embættismönn- um og starfsfólki fjármálaráðu- neytis. Vaskhús ráðuneytisins er í nýju byggingunni við Ingólfsstræti en beint á móti er Seðlabankinn í öllu sínu veldi, heldur dimmleit- ur á að sjá. Hamraborgin hýsir einnig Þjóðhagsstofnun og eru innvígðir í hana því heldur spá- mannlega vaxnir og fara hag- deildirnar létt með að segja fyrir um sveiflur efnahagslífsins langt fram í tímann og má mikið vera ef einhver þeirra spádóma á ekki eftir að ganga eftir. Trúlega eru einir 15 metrar á milli leikfimisala og baðhúsa Seðlabankans og þeirrar íþrótta- og hreinlætisaðstöðu sem verið er að koma upp fyrir fjármála- ráðuneytið. En af því að Seðla- bankinn er talinn vera við Kalk- ofnsveg og fjármálaráðuneytið í Arnarhváli og Sölvhólsgötu, hafa skipuleggjendur vaskhúsa og hreystitækjasala ekki áttað sig á nálægðinni, enda skilur blað bakka og egg. Léleg nýting Haft er fyrir satt að góð nýting sé á hreystileikjasal og ágætri baðaðstöðu Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka, enda starfar mik- ill mannfjöldi í húsinu og er allt það fólk vel á sig komið og hrein- legar manneskjur. En hvort nýtingarhlutfall miðað við rúmmetra og tilkostnað við ræktunarstöðina er eins og hag- kvæmnistuðlar segja til um, er annað mál. Aðstaðan er opin tvær klukkustundir hvern vinnu- Gufubaðsframkvæmdum miðar vel í ráöuneyti 3*1UWV6««t»>aTwía dag, eða tíu tíma á viku. Hvort nýtingin verður betri á hreystiverkstæði fjármálaráðu- neytisins á eftir að koma í Ijós. Þær stofnanir sem búa svona vel að embættismönnum sínum eru Vitt ofl bieitt óþreytandi að boða öðrum hag- kvæmni og samdrátt og að sam- eina þetta og hitt í hagræðingar- skyni. Nú er spurning hvort ekki væri eðlileg hagræðing að nýta líkamsrækt Seðlabankans betur en gert er og veita embættis- mönnum fjármálaráðuneytisins aðgang að gufuböðum og hreystileikjasal. Tíminn sem fer í að rölta á milli góðbúanna er tal- in í sekúndum, og það örfáum, en ekki mínútum. Þótt bekkir baða og róðrarvéla Seðlabankans séu þéttsetnir í tvo tíma á dag, mætti sem best lengja opnunar- tímann og þá væri sem best hægt að koma starfsfólki fjármálaráðu- neytisins þar fyrir og allt eins bæta emmbættismönnum kirkjumálaráðhuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins við. Menntamálaráðuneytið er að vísu einnig á næstu grösum, en varla dugar minna en Laugar- dalslaug til að baða þann mann- grúa sem þar starfar samtímis. Bætt nýtingar- hlutfall Þar sem öruggt má telja að marg- nefndar stofnanir séu mun fúsari að hagræða og draga saman hjá öðr- um en sjálfum sér, mun ekki farið að neinum skynsamlegum tillög- um um sameiningu gufubaða og Ieikjasala. Fjármálaráðuneytið mun ljúka sínum hreinlætismannvirkj- um samkvæmt áætlun og Seðla- bankinn hafa sín lokuð í 22 tíma á sólarhring. En af því að fjármálaráðuneyti og ráðgjafastofnanir ráðherranna eru með hagræðingu og betri nýtingu á heilanum, má vel hugsa sér að ná betri hagkvæmni í rekstri baðhúsa og líkamsræktarstöðva. Seðlabankabaðið er eins og vænt- anlegt þvottahús fjármálaráðu- neytisins eign þjóðarinnar. Því er ekkert nema sanngjamt að al- menningur hafi aðgang að frábær- um líkamsræktarstöðvum og bað- aðstöðu sem standa að langmestu ónotaðar og engum til gagns. Til að mæta auknum kostnaði mætti sem best selja aðgang eins og að sundlaugum og baðhúsum sveitarfélaganna. Ef embættis- menn sætta sig ekki við að stunda líkamsrækt og sánaböð með al- múganum, gætu þeir haft sína tvo tíma á dag fyrir sig eins og hingað til. Ef þetta þykir óviðunandi nýting er allt eins hægt að nýta aðstöðuna fyrir afmarkaða hópa, svo sem aldr- aða sem sárvantar aðstöðu til lík- amsræktar og svo eru alls kyns hópar aðrir sem eru heftir að einu eða öðru sem mundu verða mjög þakklátir fyrir að fá aðgang að vönduðum líkamsræktarstöðvum. Það er hin mesta fjarstæða að halda að bygging gufubaða og lík- amsræktarstöðva í opinberum byggingum sé óhóf. Það þarf aðeins að nýta aðstöðuna betur en nú er gert og leyfa hinum eiginlegu eig- endum hinna ýmsu stofnana vel að njóta. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.