Tíminn - 25.02.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 25.02.1993, Qupperneq 5
Tíminn 5 Fimmtudagur 25. febrúar 1993 Friðrik Jónsson: r r EB: A Island að sækj a um aðild? Nú hefur Alþingi íslendinga samþykkt samning um Evrópskt efnahags- svæði eftir óvenju mikið þjark. Ljóst er nú þegar að gildistaka hans frest- ast að minnsta kosti til 1. júh' á þessu ári, ef ekki lengur, ef dregst hjá ríkjutn Evrópubandalagsins að samþykkja þann samning einnig. Nú hefur það einnig gerst að öll önnur ríki EFTA, að undanskildu Liechtenstein, hafa sótt um fulla aðild að Evrópubandalaginu og nú þegar hefur Evrópubandalagið samþykkt umsóknir Austurríkis, Svíþjóðar og Finnlands, sem grundvöll umræðna um fúlla aðild og er talið að fyrmefnd þrjú lönd geti orðið fullgildir aðilar að Evr- ópubandalaginu strax árið 1995. í Ijósi þessa er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að endurskoða afstöðu okkar til Evrópubandalags- ins og vega af skynsemi hvort rétt sé að ísland fylgi í fótspor félaga sinna í EFTA og sæki um aðild að Evrópubandalaginu. Ef marka má umræður þær og greinaskrif, sem áttu sér stað í kringum samninginn um hið Evr- ópska efnahagssvæði, verður skyn- semi nokkuð sem erfitt verður að höfða til ef stofna á til umræðna um aðild íslands að Evrópubanda- laginu. Forsvarsmenn beggja meg- in í því máli gerðu sig oft seka um ómálefnalegar rökfærslur og hræðsluáróður. Einkum og sér í lagi voru andstæðingar samnings- ins grófir hvað þetta varðar og virt- ist þröngsýnin og þvermóðskan ganga fyrir þjóðarhagsmunum. En er rétt í ljósi þess hita, sem lék um umræðuna um hið Evrópska efnahagssvæði, að hefja þann leik að nýju með umræðum um aðild að Evrópubandalaginu? Þeirri spumingu verður að svara játandi, því svo stórt mál má ekki afgreiða og afneita með þögninni einni saman. Okkur íslendingum öllum er nauðsynlegt, hvort sem við er- um fylgjandi eða andvíg ríkis- stjóminni og hvar í flokki sem við stöndum, að ræða aðild að Evrópu- bandalaginu frá öllum hliðum áð- ur en tækifærið til aðildar hrekkur okkur úr greipum. Við skulum í þeim umræðum / Ijósi þessa er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga aö endurskoÖa afstööu okkar til Evrópu- bandalagsins og vega afskynsemi hvort rétt sé aö ís- land fylgi í fótspor félaga sinna í EFTA og sœki um aöild a.0 Evrópubandalaginu. einnig muna að aðildarumsókn er ekki það sama og að ganga í Evr- ópubandalagið. Núverandi um- ræður um þau kjör, sem okkur byðust í aðild að Evrópubandalag- inu, verða ekki marktækar fyrr en sótt hefur verið um aðild, því ein- ungis með samningaviðræðum milli íslands og Evrópubandalags- ins verður skorið úr um með hvaða hætti aðild fslands gæti orðið að veruleika. Umræðan um aðild virðist að ein- hverju leyti vera farin í gang, en því miður enn á mjög takmarkað- Ólafur Gísli Jónsson: Meðferð og eftirlit bama með krabbamein Miklar framfarir hafa orðið undanfaraa 2-3 áratugi í meðferð baraa með ill- kynja sjúkdóma. Fyrir þann tíma leiddu þessir sjúkdómar nær undantekn- ingalaust til dauða, en nú á tímum er í öllum tilvikum stefnt að því að bara með krabbamein vinni bug á sjúkdómi sínum. Þetta tekst ekki alltaf, en að meðaltali ná rúmlega 60% baraa með krabbamein bata. í sumum tegund- um er árangur meðferðar það góður að það er regla en ekki undantekning að barnið nái fyrri heilsu. Á allra síðustu árum hefur þekking á eðli og til- urð krabbameina aukist gífurlega, ekki síst vegna framfara í líftækni og sameindalíffræði. Vegna þessa eru miklar líkur á að meðferð illkynja sjúkdóma geti á allra næstu árum orðið markvissari og árangursríkari með því að hafa eingöngu áhrif á illkynja frumur en hlífa þeim eðlilegu. Þannig ættu óæskileg- ar afleiðingar meðferðar einnig að verða fátíðari. í meðferð krabbameina er einu eða fleirum af eftirtöldum með- ferðarformum beitt, þ.e. skurð- aðgerðum, geislun eða lyfjameð- ferð. Stundum er þörf allra þriggja til að árangur náist. Auk þess er ýmiss konar stuðnings- meðferð oft nauðsynleg, t.d. blóðhlutagjafir, sýklalyfjameð- ferð o.fl. íerfiðustu tilfellunum er jafhvel þörf mjög sérhæfðrar og áhættusamrar meðferðar, t.d. beinmergsskipta. Öll þessi með- ferð hefur í för með sér hættu á aukaverkunum, bæði snemm- og síðkomnum. Þegar greining liggur fyrir þarf því að meta hættuna á þessum aukaverkun- um og bera saman við líkurnar á að meðferð beri árangur. Margvíslegar auka- verkanir Ekki er hægt í greinarkorni þessu nema að tæpa á helstu aukaverkunum sem hugsanlegar eru. Líkumar á að aukaverkanir komi fram fara m.a. eftir því hvaða tegund meðferðar er beitt, hve mikil meðferð er nauðsynleg og hve gamalt bamið er þegar það er meðhöndlað. Aukaverk- anir geta komið fram meðan á meðferð stendur (snemmkomn- ar), t.d. hætta á sýkingu eða blæðingu vegna truflaðrar starf- semi beinmergs eftir lyljameð- ferð. Aðrar aukaverkanir geta komið fram löngu eftir að með- ferð er lokið (síðkomnar). Sum vandamál eru óumflýjanleg, t.d. fötlun sem hlýst af því að nema þarf burtu hluta útlims vegna krabbameins í beini, en jafnvel í slíkum tilvikum er hægt að bæta skaðann að hluta til, t.d. með notkun gervilima eða annarra stoðtækja. Sú afleiðing meðferðar, sem yf- irleitt veldur mestum áhyggjum, er að truflun verði á greindar- þroska. Þetta er einkum hugsan- legt ef bam er mjög ungt þegar meðferð fer fram, og sér í lagi ef geisla þarf höfuð þess. Með nú- tíma reynslu og tækni er þó hægt að halda hættunni á þessu í lágmarki. Þá getur bæði geisla- og lyfjameðferð haft áhrif á lengdarvöxt og geislun valdið staðbundinni truflun á vexti, t.d. hryggskekkju ef geislun á hrygg hefur verið nauðsynleg. Einnig getur meðferðin leitt til óheppi- legrar líkamsþyngdar, bæði of mikillar og of lítillar. Fá líffæri óhult í raun eru fá líffæri líkamans, sem ekki geta orðið íyrir ein- hverri truflun á starfsemi eftir krabbameinsmeðferð, en nú á dögum er allvel þekkt hversu mikið álag hvert þolir, og þannig hægt að forðast slíkar aukaverk- anir. Að Iokum er rétt að geta þess að böm sem lokið hafa krabbameinsmeðferð em í nokk- uð aukinni hættu á að fá annan illkynja sjúkdóm. Skýringamar á þessu virðast fyrst og fremst tvær: annars vegar að litninga- breytingar sem leiddu til krabba- meins geta seinna átt þátt í að annað komi fram, og hins vegar að geisla- og krabbameinslyfja- meðferðin sjálf hefur í för með sér lítillega aukna hættu á að heilbrigðar fmmur, sem verða fyrir áhrifum í þessari meðferð, verði illkynja. Markmið krabbameinsmeðferð- ar á börnum er ekki eingöngu að viðkomandi nái að sigrast á sjúk- dómi sínum, heldur einnig að bamið nái að vaxa og þroskast eins eðlilega og kostur er, bæði líkamlega, andlega og félagslega. Þess vegna er t.d. stefnt að því að bamið geti, eftir að meðferð lýk- ur, sótt skóla, sjálft eignast börn, stundað atvinnu og orðið nýtur þjóðfélagsþegn á sama hátt og sá sem ekki hefur þurft slíka með- ferð. Öll þau meðferðarform sem að ofan vom nefnd, geta haft áhrif á vöxt og þroskaferil bama og þarf alltaf að hafa þessa hættu an hátt. Er það ef til vill skiljanlegt, þar sem oft virðist Iitið á þá, sem hlynntir em aðild að Evrópu- bandalaginu, sem hálfgerða land- ráðamenn af andstæðingum þess. Það sýndi sig vel í umræðum um samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði, þar sem fylgis- menn hans vom vændir um að vilja selja landið, fjöllin, dalina, álf- ana og tröllin í hendur vondra út- lendinga. Slíkar ásakanir bera ekki vott um skynsamlegar umræður eða röksemdafærslur. Umsókn um aðild að Evrópu- bandalaginu er alvömmál, sem skiptir framtíð okkar lands miklu máli. Því er nauðsynlegt að finna svar við spumingunni um hvort ís- land á að gerast aðili að Evrópu- bandalaginu á gmnni skynsamlegr- ar umræðu og röksemdafærslu um kosti þess og galla. Fyrsta skrefið í þá átt er að setjast niður og marka stefnu íslands til aðildar, hvað við viljum fá og hvað við viljum gefa. Annað skrefið er svo að sækja um aðild og í kjölfar þeirrar umsóknar munum við íslendingar komast að því í gegnum samningaviðræður hvort, þegar á hólminn er komið, aðild okkar að Evrópubandalaginu er besta leiðin til vemdar pólitísk- um, menningarlegum og eftiahags- legum framfömm okkar lands, og hvort aðild sé besta leiðin til vernd- ar fullveldi okkar og sjálfstæðis. Af framansögðu hlýtur að vera ljóst að svarið við spumingunni um hvort ísland eigi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu er auðvitað já. Höfundur er MBA f alþjóöaviðskfptum og stundar nú nám f alþjóðasamsklpt- um. í huga. Af þessu leiðir að læknar sem stunda börn með illkynja sjúkdóma eru tregir til að tala um lækningu þegar barn hefur lokið meðferð og virðist laust við sjúkdóminn. Önnur afleiðing er sú að nauð- synlegt er að þau börn, sem lok- ið hafa slíkri meðferð, komi í reglubundið eftirlit, svo hægt sé að bregðast sem fyrst við, komi vandamál í ljós. Sumar þessar aukaverkanir geta komið í Ijós ámm eða áratugum eftir að meðferð lýkur, og því er þörf á eftirliti ævilangt. Sársauki — vonleysi Að mörgu er að hyggja í grein- ingu, meðferð og eftirliti barna með krabbamein. Árangur með- ferðar fer stöðugt batnandi og því fjölgar þeim börnum sem hafa lifað af slíkan sjúkdóm. Það er því afar mikilvægt að sérhæft lið lækna og hjúkmnarfræðinga stundi þau og hafi aðgang að og samvinnu við sérfræðinga í ýms- um greinum læknisfræðinnar hér á landi og erlendis. Þá er ótalið það álag sem barnið sjálft og fjölskylda þess verður fýrir. Meðferðin er löng og veldur oft óþægindum eða sársauka. Fátt er erfiðara foreldmm en að reyna slíkt og fmnast þau vera hjálparvana og jafnvel full von- leysis. Umönnun barnanna er yfirleitt fullt starf og því em fjárhagserf- iðleikar og atvinnumissir al- gengir. Ýmiss konar stuðningur er því nauðsynlegur, t.d. að prestur, félagsráðgjafi, sjúkra- þjálfari, matvælafræðingur, fóstra og fleiri taki þátt í með- ferðinni eftir því sem við á. Ef vel á að vera ætti meðferðin, og eft- irlit eftir að meðferð lýkur, að fara fram á sérhæfðri göngu- deild, þar sem þessir starfshópar geta hitt barn og fjölskyldu og í sameiningu unnið markvisst að velferð þess. Höfundur er bamalæknlr ð Landakots- spftala og sérfræölngur f blóðsjúk- dómum og krabbameinslæknlngum bama.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.