Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 25. febrúar 1993 Jon Agnar Eggertsson Fæddur 5. janúar 1946 Dáinn 11. febrúar 1993 í dag er kvaddur einn ötulasti og traustasti verkalýðsforustumaður landsins, Jón Agnar Eggertsson, aðeins 47 ára gamall. Andlát hans er mikið áfall. Við vissum að Jón barðist síðustu árin við illkynja sjúkdóm, sem lagðist með ofur- þunga á hann. En svo oft hafði hann unnið baráttuna við vágest- inn að í lengstu lög trúðum við því og vonuðum að hin mikla bjartsýni hans og þrautseigja væru dauðanum sterkari; menn- irnir álykta, en Guð ræður. Jón Agnar var fæddur að Bjargi í Borgarnesi hinn 5. janúar 1946, sonur merkishjónanna Aðalheið- ar Jónsdóttur og Eggerts Guð- mundssonar, er þar bjuggu í ára- tugi og komu víða við til góðra verka í uppbyggingu Borgarnes- bæjar. Eggert faðir Jóns lést 1979, en Aðalheiður lifir son sinn. Jón Agnar var yngstur fimm systkina. Jón Agnar var ekki gamall þegar samborgarar hans fóru að treysta honum fyrir ýmsum trúnaðar- störfum. Og þrátt fyrir að Jón væri að eðlisfari hlédrægur og svo langt frá því að ota sér fram, þá fundu menn að Jón var eldhugi sem átti sér hugsjónir og hafði vit og vilja til að framkvæma þær, aldrei með brambolti og hávaða heldur elju, yfirvegun og fyrst og fremst næmum skilningi og þekkingu á kjörum fólksins í kringum hann. Hann sýndi það með lífi sínu og starfi að það þarf ekki langar og háværar ræður til að ná árangri á sviði félagsmála. Málflutningur Jóns Agnars vakti hvarvetna at- hygli fyrir hógværð og rökfestu, en hnitmiðuð markmið leyndu sér aldrei í máli hans. Hann var sannur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, sagði fátt en fram- kvæmdi þess meira. Fyrir Framsóknarflokkinn vann hann mikið og óeigingjarnt starf bæði sem miðstjórnarmaður til margra ára og fulltrúi flokksins á ýmsum vettvangi, einkum á sviði verkalýðsmála. Hann var hrepps- nefndarmaður í Borgarnesi á ár- unum 1974-1986 fyrir Framsókn- arflokkinn og þar sem annars staðar munaði um verkin hans. Hann hafði mikið persónulegt fylgi, sem skilaði sér jafnan þegar talið var upp úr kjörkössunum. Sama ár og hann 28 ára gamall tók sæti í hreppsnefnd var hann kjörinn formaður Verkalýðsfélags Borgarness og gegndi því starfi til dauðadags. Jón Agnar var enginn venjulegur foringi í verkalýðsfélagi, enda sýna verkin merkin. Hann byggði upp öflugt félagsstarf þannig að hús Verkalýðsfélagsins, sem hann hafði forgöngu um að félagið eignaðist, Félagsbær, iðar af lífi og starfi alla daga. Jákvæður baráttu- vilji Jóns Agnars sveif yfir vötnum og sífellt voru nýjar og nýjar hug- myndir að vakna; stofnað var til nýrra uppbyggjandi námskeiða sem komið gætu umbjóðendum hans til góða. Hann byggði upp fastar hefðir varðandi 1. maí há- tfðarhöld í Borgarnesi, þar sem þátttaka er langt umfram það sem menn eiga að venjast. Þar fléttaði hann á snilldarlegan hátt saman menningarviðburðum og verka- lýðsbaráttu. Hin almenna þátt- taka í hátíðarhöldum dagsins er fyrst og fremst að þakka þeim ein- staka hæfileika Jóns Agnars að fá fólk til að vinna með sér. Það var ekki aðeins á heimaslóð sem Jón Agnar vann. Hann gegndi mörgum veigamiklum störfum fyrir Alþýðusamband ís- lands og var þar sem annars stað- ar virtur og vel látinn. Hann var einn af frumkvöðlum útgáfu hér- aðsfréttablaðsins Borgfirðings, sem komið hefur út allt frá árinu 1987 og er einstaklega myndar- legt blað. Eitt síðasta verk hans var að fara yfir nýútkomið blað og leggja drög að því næsta. Þá var hann orðinn mjög veikur. En elj- an og áhuginn entust honum til síðustu stundar. Neytendamál lét hann mikið til sín taka og bryddaði upp á nýj- ungum varðandi samvinnu neyt- endafélagsins og verkalýðsfélags í Borgarnesi, sem síðan var for- skrift fyrir starfsemi annarra verkalýðsfélaga. Ég hef aðeins talið fátt eitt upp af verkum Jóns Agnars, en hann hef- ur komið víða við og hvarvetna skilur hann eftir sig störf sem varða veginn til framtíðar. Ég, sem þessar línur rita, ræddi oft við Jón um erfið viðfangsefni. Ég fór alltaf bjartsýnni af hans fundi. Það var mannbætandi að vera í návist hans. Hann var ráðhollur og réttsýnn. Ég heyrði hann aldr- ei leggja slæmt orð til nokkurs manns, en umburðarlyndi hans var ávallt viðbrugðið. Þegar ég hugsa til hans verður mér minn- isstæðust ró hans og festa. Þessir tveir eðliskostir gerðu honum kleift að sigra hverja þrautina eft- ir aðra. Síðastliðin 10 ár hefur hann átt traustan lífsförunaut, Ragnheiði Jóhannsdóttur kennara. Saman eignuðust þau tvo sólargeisla, Eggert Sólberg 8 ára og Magnús Elvar 6 ára. Það er erfitt fyrir svo unga drengi að skilja hvers vegna pabbi fær ekki lengur að vera hjá þeim, en þeir eiga fagrar minn- ingar um góðan föður. Þegar ég mætti Jóni Agnari nýorðnum föð- ur í fyrsta sinn, þá sá ég hann kát- astan. Hann geislaði af hamingju og þrátt fyrir það, að hann hafi oft staðið frammi fyrir margs konar viðurkenningum fyrir störf sín, kom ekkert í staðinn fyrir þá miklu hamingju að eiga góða konu og mannvænlega syni. Ég hef fylgst með því úr fjarlægð hversu vel Ragnheiður hefur reynst manni sínum í langri og strangri baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Hún stóð ávallt sem klettur. Henni og drengjunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur, einnig aldraðri móður og systkinum. Gott mannorð er gulli betra. Mannorð Jóns Agnars var gott. Hann átti traust og virðingu sam- ferðamanna sinna. Framsóknar- menn á Vesturlandi þakka Jóni Agnari öll hans störf, góða leið- sögn og þau jákvæðu áhrif sem frá honum streymdu. Megi líf hans og störf vera öðrum hvatning til góðra verka. Guð styðji og styrki ástvini hans alla. Ingibjörg Pálmadóttir Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, er látinn, aðeins 47 ára að aldri. Fráfall Jóns Agnars, eins og hann var jafnan nefndur, svona langt um aldur fram, er mikill mann- skaði. Því vissulega væntu menn allir þeir er þekktu hann og störf hans, honum lengra lífs. Ég ætla ekki að rekja lífs- og starfsferil Jóns. Það vona ég að einhver færari mér geri. Jón var sonur hjónanna á Bjargi í Borgar- nesi, þeirraAðalheiðar Jónsdóttur og Éggerts Guðmundssonar. Þau hjónin voru mikið félagshyggju- fólk. Jón mun því hafa drukkið í sig samvinnu- og félagsandann, sem nær allt hans líf snérist um, með móðurmjólkinni. Jón var ungur kosinn formaður Verkalýðsfélags Borgamess og gegndi því starfi til dauðadags. Mér er óhætt að fullyrða að hann breytti starfsháttum verkalýðsfé- lagsins og hóf það á hærra svið. Hann lét sig ekki aðeins varða launamálin, heldur einnig margt annað varðandi vinnandi fólk. Hann beitti sér fyrir fræðslufúnd- um, meðal annars um neytenda- mál, verðlagsmál, aðstöðu á vinnustöðum og margt fleira. Undirritaður var kaupfélagsstjóri í Borgamesi í 20 ár. Nær allan þann tíma var Jón í forsvari fyrir verkalýðsfélagið, lengst af sem formaður. óhjákvæmilega þurft- um við annað slagið að takast á um launa- og kjaramál. Vomm við þá eins og sagt er sitthvoru megin við borðið. Þó að fyrir kæmi að allmikill þungi væri í umræðunum, skildum við jafnan í vinsemd. Og svo mikils trausts naut Jón hjá verkalýðsfélaginu að aldrei kom fyrir að verkalýðsfélag- ið felldi samninga sem Jón Agnar hafði gert við okkur í kaupfélag- inu. Ég kynntist einnig annarri hlið á Jóni, því í 8 ár sátum við saman í sveitarstjóm í Borgamesi. Hann sat þar einu kjörtímabili lengur en ég, eða samtals 12 ár. í sveitar- stjóminni reyndist Jón vera sami trausti samstarfsaðilinn sem ann- arsstaðar. Um það bar öllum sam- an. Einatt naut Jón trausts og álits allra sem til hans þekktu. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst og átt samstarf við svo góðan dreng sem Jón Agnar. Svo mun vera um marga fleiri. Jón var yngstur fimm systkina að Bjargi. Guðrún systir hans er for- stöðumaður bókhaldssviðs hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og býr á Bjargi ásamt aldraðri móður sinni, Aðalheiði. Hin systkinin em búsett í Reykjavík. Eggert á Bjargi er látinn fyrir mörgum ár- um. Þessi fáu orð verða ekki miklu fleiri en orðið er. Ég vil aðeins þakka Jóni Agnari fyrir gott og snurðulaust samstarf þau 20 ár sem við áttum saman að sælda í Borgarnesi. Eg og Anna kona mín sam- hryggjumst með fjölskyldunni frá Bjargi í Borgarnesi. Sérstaklega aldraðri móður og eftirlifandi ágætri eiginkonu, Ragnheiði Jó- hannsdóttur, og tveim sonum þeirra. Ólafur Sverrisson Kveðja frá stjórn Verkalýðsfélags Borgamess Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, lést á Landakotsspítala í Reykjavík 11. febrúar síðastliðinn. Jón Agnar var fæddur á Bjargi 5. janúar 1946. Foreldrar hans vom Eggert Guðmundsson frá Eyri í Flókadal og Aðalheiður Lilja Jóns- dóttir frá Arnarfelli í Þingvalla- sveit. Jón var yngstur fimm systk- ina. Kona Jóns var Ragnheiður Jóhannsdóttir frá Sauðárkróki. Þau eignuðust tvo syni, Eggert Sólberg og Magnús Elvar. Jón Agnar gekk í Verkalýðsfélag Borgarness 1961. Hann var vara- maður í trúnaðarráði árin 1964 og 1965, vararitari 1966 og ritari 1967 til 1973. Árið 1973 verður hann varaformaður og síðan for- maður Verkalýðsfélagsins frá 1974 og gegndi hann því embætti til dauðadags. Jón Agnar kom víða við í félags- málum. Hann átti meðal annars sæti fyrir Framsóknarflokkinn í hreppsnefnd Borgarneshrepps á ámnum 1974 til 1986 og var for- maður Krabbameinsfélags Borg- arfjarðar frá 1990. Einnig átti hann stóran þátt í að koma á sam- starfi milli Neytendafélags Borg- arfjarðar og Verkalýðsfélags Borg- amess, sem síðar varð fyrirmynd að slíku samstarfi annars staðar. Hann var einnig um tíma formað- ur Alþýðusambands Vesturlands. Jón Agnar gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir Alþýðusamband ís- lands. Hann átti fyrst sæti á ASÍ- þingi 1972 og var þá kosinn vara- maður í sambandsstjórn. Á þing- inu 1976 var hann fyrst kosinn í miðstjóm sambandsins og átti sæti þar síðan. Hann var gjaldkeri ASÍ um árabil og átti sæti í fjöl- mörgum nefndum á vettvangi AI- þýðusambandsins og var jafn- framt fulltrúi þess í ýmsum stjómskipuðum nefndum. Nú síðast var hann fulltrúi ASÍ í nefnd félagsmálaráðuneytisins til að undirbúa ár fjölskyldunnar 1994. Jón Agnar var einn af aðalhvata- mönnum þess að hleypa héraðs- fréttablaðinu Borgfirðingi af stokkunum og sat í ritnefnd blaðsins frá upphafi. Hann var umsjónarmaður verkalýðssíð- unnar alla tíð. Samband hans og samkomulag við stjórnarmenn var ætíð gott. Þó að stundum hvessti í samskipt- um manna, lægði þá storma jafn- an eins fljótt og þeir risu. Það /-------------------------N samræmdist ekki lundarfari Jóns að standa í illdeilum eða þrefi um liðna atburði eða málefni. Eitt orð lýsir Jóni Agnari betur en margar lofræður. Orðið mann- vinur. Hann sinnti starfi sínu sem formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness af mannlegu innsæi og hlýju. Þeir eru ófáir sem eiga honum margt að þakka. Fólk leitaði til hans, ekki aðeins með vandamál sem tengdust verkalýðsmálum, heldur ekki síður vandamál sem voru persónulegs eðlis. Segja má að Jón hafi verið allt í senn: sál- fræðingur, læknir, lögfræðingur og prestur. Enda eyddi hann mikl- um tíma í að leysa úr persónuleg- um vanda þeirra sem leituðu til hans. Það var þungt áfall fyrir okkur að fregna fráfall félaga og vinar, Jóns Agnars Eggertssonar. Þrátt fyrir alvarleg veikindi hans gerðum við alltaf ráð fyrir því að hann kæmi aftur til starfa. Það verður erfitt að fýlla sæti slfks manns. Það er mik- ill missir að Jóni fyrir Verkalýðsfé- lag Borgarness og verkalýðshreyf- inguna alla. Við söknum hans. Um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þess að starfa með Jóni, vottum við aðstandend- um hans okkar dýpstu samúð. Ragnheiður og synimir, Eggert Sólberg og Magnús Elvar, við þökkum ykkur fyrir þá þolinmæði sem þið sýnduð erilsömu starfi Jóns fyrir Verkalýðsfélagið. Aðal- heiður, þú varst ætíð með upp- dekkað borð með kræsingum þegar við komum með Jóni heim að Bjargi í hvers konar erindum meðan hann bjó enn þar. Fyrir ykkur er missirinn mestur. Jón var ungur maður í blóma lífsins. Engin orð fá tjáð þær tilfinningar sem hræra okkar hryggu hjörtu. Með hinstu kveðju frá okkur, fé- lögum Jóns í stjórn Verkalýðsfé- lags Borgamess. * í dag er kvaddur hinstu kveðju Jón Agnar Eggertsson frá Bjargi í Borgarnesi. Margra mánaða hetjulegri bar- áttu við illvígan sjúkdóm er nú lokið. Fram til þess síðasta horfði hann fram á veginn og gerði ráð fyrir að vinna sigur eins og áður í baráttunni, lét veikindin ekki buga sig fyrr en í fulla hnefana. ,J4eðan líf er, er von“ hefðu getað verið kjörorð hans. Eftir stendur nú minningin um góðan dreng, ósérhlífinn og ötul- an, er helgaði krafta sína þrot- lausri baráttu fyrir bættum kjör- um verkafólks í Borgarnesi og ná- grenni. Frá unga aldri var hann einnig mjög virkur í hvers konar félagsmálastarfsemi. Af störfum hans nutu margir góðs, í heima- byggð, héraðinu öllu og á lands- vísu, þar sem honum voru fljót- lega falin margvísleg trúnaðar- störf. Of langt mál yrði að telja þau öll, en hér skal dvalið við störf hans á vettvangi stjómmála. Jón fór ekki leynt með skoðanir sínar og varði mörgum stundum í þágu Fram- sóknarflokksins. Hann sat 12 ár sem fulltrúi flokksins í hreppsnefnd Borgar- neshrepps og ávallt í meirihluta. Úr því sæti vék hann að eigin ósk, en hélt áfram að vinna flokknum og bæjarfélaginu allt það gagn sem hann vissi best. Fyrir þau miklu og góðu störf skal nú þakkað og þeirra minnst með virðingu. Ekki er hægt að minnast Jóns Agnars án þess að fram komi, hve stóran þátt hann átti f að efla þekkingu og útbreiða menningu hvers konar meðal samferða- manna sinna. Ég leyfi mér að full- yrða, að fá stéttarfélög á landinu hafa staðið fyrir eins mörgum námskeiðum, fræðslufundum, ferðalögum og fleiru af líkum toga, og Verkalýðsfélag Borgar- ness. Því helgaði hann starfsdag sinn allan og var formaður þess frá 1974 til dauðadags. Að frumkvæði Jóns var m.a stofnaður fyrir 10 árum síðan samkór í Borgarnesi, sem enn lif- ir og starfar. Fyrir það framtak eru nú fluttar kærar þakkir frá félög- um í Kveldúlfskómum. Já, spor félagsmálamannsins og verkalýðsforingjans liggja víða og vandfyllt er það skarð, sem dauð- inn hefur nú höggvið í raðir okk- ar Borgnesinga. Blessuð sé minn- ing Jóns Agnars. Sár harmur er kveðinn að fjöl- skyldu Jóns, eiginkonu, ungum sonum, aldraðri móður og systk- inum. Þeim em sendar hlýjar samúðarkveðjur með ósk um styrk og blessun á sorgarstundu. Sú er hin mikla blessun best allra þeirra er meira megna en murminn fylla og sínu gegna, að þegar þeir deyja, þá er hún mest. Hversem vinnur landi og lýð, treysta skal, að öll hans iðja allt hið góða nái styðja þess fyrir hönd, er hóf hann stríð. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda erþœgt að blunda og þannig bíða saelli fimda. Það kemur ekki mál við mig. Flýtþér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, Ijúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Haligrímsson) F.h. Framsóknarfélags Borgar- ness, Kristín Halldórsdóttir Nú er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, maður sem helgaði líf sitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.