Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 4. mars 1993 Frá blaöamannafundi í gær þar sem val landsliösins var tilkynnt. Frá vinstrí: Ólafur Schram, Jón Ásgeirsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Einar Þorvaröarson og Stefán Carís- SOn. Tímamynd Áml Bjama Handknattleikur: Ferðakostnaður tvær milljónir Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, gerði í gær kunnugt val landsliðsins í handknattleik sem heldur til Svíþjóðar á sunnudag til þátttöku í HM í Cautaborg og kom þar ekkert á óvart. A blaðamannafundi sem haldinn var í húsakynn- um Vífilfells í gær var valið tilkynnt. Þorbergur Aðalsteinsson sagði á fundinum að stefnt væri á að vera meðal átta efstu í mótinu en Geir Sveinsson fyrirliði liðsins var bjartsýnni og sagðist spá liðinu 5- 7. sæti. Besti árangur liðsins á heimsmeistaramóti er sjötta sætið sem náðist í Sviss. Þorbergur benti á að það væri engin pressa þar sem liðið fengi sjálfkrafa keppnisrétt á HM’95 þar sem keppnin yrði haldin hér á landi og þegar engin pressa væri á liðinu þá myndi leikgleðin örugglega efl- ast. Á fundinum kom það fram að kostnaðurinn við ferðina væri um tvær milljónir króna. Forráða- menn HSÍ voru bjartsýnir um fjár- mögnun fyrir mót þetta og reiða þeir sig helst á happadrætti sem hrint verður af stað nú fyrir mót- ið. Þá hefur Vífilfell heitið einni krónu af hverri 1,5 lítra gos- drykkjaflösku frá fyrirtækinu og búast forráðamenn fyrirtækisins við að þar safnist ein milljón króna. Þá verður hlutavelta í Borgarkringlunni á laugardag þar sem landsliðsmenn verða við- staddir. Eins og áður sagði fer landsliðið utan á sunnudag og verður æft fram að því. En við birtum hér að neðan listann yfir handboltamennina sem fara með. Markverðir Guðmundur Hrafnkelsson ....Val Bergsveinn Bergsveinsson....FH Sigmar Þröstur Óskarsson...ÍBV Aðrir Ieikmenn Gunnar Beinteinsson.........FH Konráð Olavsson .....Dortmund Bjarki Sigurðsson......Víkingi Valdimar Grímsson..........Val Geir Sveinsson.............Val Gústaf Bjarnason .....Selfossi Héðinn Gilsson ......Dusseldorf Júlíus Jónasson......Paris St.G. Einar G. Sigurðsson ....Selfossi Patrekur Jóhannesson Stjörnunni Sigurður Sveinsson .....Selfossi Gunnar Gunnarsson......Víkingi Sigurður Bjarnason .Grosswaldst. Frjálsar íþróttir: Ben Johnson sakaður um lyfjanotkun en neitar Kanadíska dagblaðið Toronto Star sagði frá því í gær að Ben Johnson, spretthlauparinn frægi, hefði fallið ítalska knattspyrnan: „Gazza“ í eins leiks bann Paul Gascoigne var í gær dæmdur í eins leiks bann vegna rauða spjalds- ins sem hann fékk um síðustu helgi í deildarleik gegn Genúa eftir áras á einn Ieikmanna Genúa. Hann leikur því ekki með Lazio í leik gegn Parma um helgina en getur hins vegar verið með í stórleik gegn AC Miían þann 14. mars. Úrslit leilq'a í NBA-deiIdinni bandarísku í fyrrinótt: Indiana-San Antonio....109-95 New York-Atlanta .......107-98 Orlando-Minnesota ......108-89 Chicago-New Jersey.......87-80 Milwaukee-Dallas .......120-86 Denver-LA Lakers......127-115 Seattle-Cleveland .....108-105 Houston-LA Lakers........99-83 Portland-Phoenix........102-97 á ný á lyfjaprófi sem tekið var í janú- ar síðastliðnum, en Ben Johnson neitar því að hafa tekið inn ólögleg lyf. Eins og kunnugt er féll Johnson á lyfiaprófi eftir að hann hafði sigr- aði og sett heimsmet í 100 metra hlaupinu á ólympíuleikunum í Seo- ul. Ef rétt er að hann hafi fallið á prófinu nú á hann yfir höfði sér ævi- langt keppnisbann. Reyndar voru lyfjaprófin þrjú tals- ins og voru þau tekin eftir tvö innan- hússmót í Kandada dagana 15. og 17. janúar og eftir utanhúsmót þann 19. janúar, en Ben Johnson hefúr verið að hlaupa vel undanfarið. Hann hefur verið að ná sér upp úr þeirri lægð sem kom í kjölfar tveggja ára keppnisbanns eftir ólympíuleikana í Seoul. Toronto Star segir eftir áreið- Evrópukeppnin í knattspyrnu: Ajax tapaði illa var þó Stefan Pettersson sem kom Ajax yfir á þriðju mínútu en Frank Verlaat jaínaði á þeirri 16. Corentin Martins kom Auxerre yfir á 43.mínútu en svo jafnaði Marciano Vink á lokamínútu hálfleiksins. Þeir Pascal Vahirua og Daniel Dutuel tryggðu Auxerre sigur- inn á síðustu tíu mínútunum. í átta liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa gerðu Sparta Prag og Parma markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna sem fór í Prag í gær. Hollenska liðið Ajax tapaði illa í gær fyrir franska liðinu Auxerre í fiórð- ungsúrslitum í Evrópukeppni félags- liða. Þetfa var fyrri leikur liðanna í keppn- inni. Staðan í hálfleik var jöfn 2-2. Það ítalska knattspyrnan: Genúa í bann anlegum heimildum að í að minnsta kosti einu sýnanna hafi mælst óeðli- lega mikið magn karlhormóna sem yfirleitt orsakast af steranotkun. Ben Johnson neitar þessum ásök- unum og hefur fengið þekkt kanad- ískt lögfræðifyrirtæki í lið með sér. Gaf það út yfirlýsingu í gær þessa efnis. Frjálsíþróttasamband Kanada gaf í gær út þá yfirlýsingu að þeim hefði ekki verið tilkynnt að Johnson hefði fallið á prófinu. Tálsmaður sambandsins sagði að þeim hlyti að hafa verið tilkynnt það ef Johnson hefði fallið á prófinu því vinnureglur við slíkar rannsóknir séu þannig. Stjórnandi rannsóknarstofunnar sem framkvæmdi rannsóknimar neitaði að tjá sig um frétt blaðsins í gær. Talsmaður Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins sagði í gær að hann hefði ekki heyrt af málinu en Tor- onto star hafði það eftir sínum heim- ildum. Væri ástæðan fyrir neitun sambandsins sú að það væri ekki til- búið að gefa út yfirlýsingu um málið. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu innanhúss: LOKSINS LEIKIÐ ítalska 1. deildarliðið Genúa hefur verið dæmt til að leika næsta heimaleik sinn í meira en 100 km. fiarlægð frá heimavelli sínum. Ástæðan er upphlaup sem varð eftir leik Genúa við Lazio um síðustu helgi þar sem áhorfendur ruddust inn á völlinn til að lýsa vanþóknun sinni á Ieik Iiðsins. Um er að ræöa leik við Foggia en forráðamenn Ge- núa hyggjast þó áfrýja dómnum/ Þann 11. mars næstkomandi verð- ur leikið að nýju í undanúrslitum og úrslitum Reykjavíkurmótsins í innanhússknattspymu og mætast í undanúrslitum KR og Leiknir. Þann þriðja janúar síðastliðinn léku KR- ingar við Fylki og biðu lægri hlut. Sigruðu Fylkismenn síð- an Framara í úrslitaleik. Fylkis- menn misstu titilinn vegna kæru- mála og því þarf að leika að nýju. Sigurvegari úr leik KR og Leiknis mætir Fram í úrslitaleik. Leikirnir fara eins og áður sagði þann 11. mars kl. 21.00. Úrslitaleikurinn verður leikinn strax á eftir. Landsliö íslands í knatt- spyrnu U-16: Tveir leikir gegn Skotum íslenska landsliðið í knatt- spyrau, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, leikur í apríl tvo leiki gegn Skotum ytra og eru leikirair undirfoúningur fyrir úr- slitakeppni Evrópukeppninnar í knattspymu sem fer fram í Tyrklandi og hefst þann 11. apríl næstkomandi. Leikirnir gegn Skotum fara fram 7. og 9. apríl. Eftirtaldir leikmenn skipa hóp- inn sem heldur til Skotiands: Markverðir Helgi Áss Grétarsson...Fram Gunnar Magnússon.......Fram Vamarmenn ArnarÆgisson..............FH Kjartan Antonsson ....Breiðabliki VTlhjálmur Vilhjálmsson. Óskar Bragason Freyr Bjarnason KR KA ÍA Miðjumenn Valur Gíslason Austra Þórhallur Hinriksson KA Eiður Smári Guðjónsson. Val Halldór Hilmisson Val Grétar Sveinsson Breiðabliki Árni Gunnarsson ÍBV Sóknarmenn Þorbjörn Sveinsson Nökkvi Gunnarsson KR Andri Sigþórsson KR Þjálfarar eru þeir Þórður G. Lárusson og Magnús Einarsson /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.