Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELU 13 - SÍMI73655 Jif HOGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir H, lamarsbolöa 1 - s. 67-67-44 ] 9 Tniiinn FIMMTUDAGUR4 mar.c iqqi „Ég get varla talað, mér finnst svo hræðilegt að horfa upp á þessa bústaði héma,“ segir sumarbústaðareigandi við Meðalfellsvatn en unglingagengi vann gríðarleg skemmdarverk á sex sumarbústöðum þar í gærmorgun. Séð inn um brotinn glugga á einu sumarhúsanna við Meðalfells vatn eftir heimsókn unglingagengis í „leit aö hlýju“. Það var um tíuleytið í morgun sem bóndi, er var á leið til að sinna hrossum, varð var við mannaferðir Ný stjórn Vinnueft- irlits ríkisins: Guðrún Agnars nú stjórnar- formaður Félagsmálaráöherra hefur skip- að nýja stjóm yfir Vinnueftirlit ríkisins til næstu fjögurra ára. Formaður nýju stjórnarinnar er Guðrún Agnarsdóttir læknir. Varamaður hennar er Skúli Johnsen borgarlæknir. Aðrir stjórnarmenn eru til- nefndir af Alþýðusambandi ís- lands, Vinnuveitendasambandi íslands, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, Bandalagi starfsmanna rfkis og bæja og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir eru þessir: Björn Grétar Sveinsson, Grétar Þorleifsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Óskar Maríusson, Jón Rúnar Pálsson, Hjörtur Eiríksson, Helgi Andrés- son og Hersir Oddsson. við sumarbústaðina. Hafði hann þá þegar samband við lögreglu. Er lögreglan kom á staðinn fann hún sex ungmenni sem voru búin að hreiðra um sig í einum bústaðnum og valda miklum skemmdum á fimm öðrum og var einn þeirra sýnu verst farinn. Hafði fólkið ekið stolinni bifreið sem það var á inn á sólpall á bústað sem stendur við vatnið og brotist síðan inn í hann. Bifreiðin hafði raunar verið notuð sem jarðýta og henni ekið í gegn um stóra plexi- glerrúðu á sólpallinum og hefði farið inn í stofuna ef ekki hefði ver- ið fyrir rörstoð sem hefti för bif- reiðarinnar. Var aðkoman þarna eins og eftir loftárás og stóð vart steinn yfir steini og flestallar rúður bústaðarins brotnar. Voru innan- stokksmunir einnig mjög illa farn- ir og hafði jafnvel verið hent út um gluggana í gegnum rúðurnar. Er allt innanstokks í bústaðnum nán- ast ónýtt. Þegar fólkið hafði lokið sér af við fyrsta bústaðinn fór það að bústöð- um sem standa í afgirtum reit ofan við vatnið. Þar braust það inn í verkfærageymslu og stal þaðan fjórhjóli, auk þess sem unnar voru skemmdir á verkfærageymslunni. Sem dæmi um skemmdarfýsnina hafði verið sagað í hurð geymsl- unnar með hjólsög innanfrá. Auk þess var tekin keðjusög og hún prófuð á trjánum. Að því loknu var fjórhjólinu ekið um gróðurreitinn og með því unnar skemmdir á gróðri og trjám. Fólkið braust síðan inn í fimm bú- staði og stal þaðan áfengi. Er lög- reglan kom á staðinn var fólkið við drykkju og má sjá af ummerkjum að ekki hefur gefist tími til að klára gleðina, því sjá mátti hálfdrukknar bjórflöskur á borðum. Að sögn sjónarvotts að handtöku fólksins var það á aldrinum í kring- um sextán ára. Þegar fólkið var Tímamynd Áml Bjarna. spurt um ástæður verknaðarins, var svarið; „við erum bara að leita okkur að hlýju“. Þegar spurt var hvort þau væru ekki í skóla, svör- uðu þau: „Við erum flest komin af skólaaldri," flest, — ekki öll. —Starfsfræðsla, SJJ/GV Skemmdarverkagengið notaði þennan Saab-bíl sem jaröýtu og ók honum á flaggstöng við þennan sumarbústað og þaðan í gegnum plexiglervegginn í kringum sólpallinn. Bíllinn er stórskemmdur og sumarbústaðurinn er í rúst eftir heimsóknina. Tímamynd Ámi Bjama. ..ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO S.þ. vilja flytja sjúka og særöa burt Sameinuðu þjóðimar reyndu i gær að fá upp- reisnarmenn Serba lil að hleypa áfram lest flutnlngablla sem blður þess að komast til austurhluta Bosniu til að flytja burt sjúka og særða óbreytta borgara sem komast ekki frá múslima-héraðinu Cerska vegna bardaga. Út- varpið I Sarajevo, sem er undir stjóm mús- lima, sagði að álitið værí að allt að 20.000 manns væru á flótta frá héraöinu þar sem sagt var að Serbar gætu faríð um aö vild og rænt heimili. IWASHINGTON var tilkynnt úr Hvlta húsinu að loftflutningar Bandarlkja- manna með hjálpangögn til Austur-Bosníu myndu halda áfram. MOSKVA Herinn vill aö Jeltsín taki af skariö Bóris Jeltsin Rússlandsforseti sagði I gær að margra alda stríð biði Rússlands ef núverandi stjómmálakreppa færí úr böndunum, að þvi er Itar-Tass fréttastofan sagði i gær. Dagblað- ið Izvestia sagði að æðstu yfirmenn rúss- neska hersins legöu fast að Jeltsin aö gripa til afgerandi aögeröa til að binda enda á stjóm- málakreppuna. WACO, Texas Sértrúarflokkur enn umsetinn Spenna ríkti enn I gær milli sértrúarsafnaöar og mörg hundruð alrikislögreglumanna fjóröa daginn I röð þrátt fyrir að forystusauður safn- aöarins hefði lofað aö gefast upp og frásagnir um að allt að 15 úr flokki hans væru látnir. DURBAN, Suður-Afriku Barnamorö í stjórn- málaskyni Stjómmálahópar svartra sögðu I gær að fjöldamorðið á sex skólabömum I púðurtunrv unni Natal-héraöi I Suður- Afriku hefði verið vísvitandi tilraun til að ónýta lýðræðisviðræð- ur. ISLAMABAD Friöarviöræöur Afgana Tveir öflugustu keppinautamir I vopnuðum átökum i Afganistan komu til fyrstu friöarvið- ræðna sinna i marga mánuöi i Islamabad I gær og samþykktu friðarforskrift sem veitir erkióvinunum heimild til að deila völdum I Ka- búl, að sögn embættismanna. JERÚSALEM Arabakona særir Israela Palestínsk kona stakk Israelskan öryggisvörð i bakið innan múranna I gömlu borginni I Jerúsalem I gær. Hnlfsstungan setti gat á lunga hans. Þetta er I þriöja sinn á þremur dögum sem árás er gerð á einstaklinga. Ann- ar öryggisvöröur handtók konuna. BAGDAD Vopnasérfræöingar S.þ. komnir Hópur vopnasérfræðinga S.þ. komu til Bagd- ad i gær og sögöust ætla aö kanna nýja staöi til að gá hvort Irakar væru enn að vinna að fyrri leynilegri kjamorkuvopnaáætlun. ROSTOCK, Þýskalandi Saksóknarar falla frá kæru Saksóknarar felldu í gær niöur kæru um morötilraun gegn atvinnulausum málara sem sakaöur var um að hafa kastaö bensín- sprengju að lögreglumanni I verstu útlend- ingahatursóeirðum I sameinuöu Þýskalandi á fyma ári. RÓM Stjórnin íhugar vægari dómsmeðferö Italska rikisstjómin virtist I gær ætla að hrinda I framkvæmd umdeildum áætlunum um að bjóða þeim sem gmnaðir em um mútuþægni takmarkaöa sakaruppgjöf. Gio- vanni Conso dómsmálaráðherra staðfesti að stjómi i væri hlynnt skilorðsbundnum dómum á henojr þeim sem gmnaðir væm um mútu- þægni en játa og endurgreiða illa fenginn ágóða. WASHINGTON Sabin látinn Albert Sabin, fmmkvöðull I læknavísindum sem fann bóluefni gegn lömunarveiki, dó I gær vegna hjartabilunar á sjúkrahúsi Georg- etown University, að sögn talsmanns sjúkra- hússins. Sabin var 86 ára. KATMANDÚ Díönu vel tekiö Breskir og nepalskir embættismenn bám til baka æsifréttir Lundúnablaöa um aö Dlana prinsessa hefði fengiö kaldar móttökur i Him- alajafjöllum I fýrstu utanlandsferð sinni eftir að hún skildi að borði og sæng við Karí prins. DENNI DÆMALAUSI „Hvað ætti ég svosem að gera annað við dyrabjölluna hjá þér en að hríngja henni?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.