Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. mars 1993 FUNDIR Kópavogur— Opið hús Opið hús er alla laugardaga kl. 10.00 -12.00 aö Digranes- vegi 12. Katfi og létt spjall. Sigurður Geirdal bæjarstjóri verðurtil viötals Framsóknarfélögin Slgurður Skagfirðingar — Sauðárkróksbúar Guðnl Péll Stefán Almennur stjórnmálafundur Almennur stjómmálafundur verður haldinn I Safnahúsinu við Faxatorg fimmtudag- inn 4. mars kl. 20.30. Frummælendur um ástand þjóðmála og málefni Skagafjaröar: Guðni Ágústsson, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Fundurinn er öllum opinn. Fundarboðendur Reykjavík — Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 6. mars n.k. kl. 10.30-12.00 að Hafnar- stræti 20, 3. hæð, mætir Finnur Ingólfsson alþingismaöur og ræðir stjómmálaviðhorfið og svarar fyrirspumum. Fulltrúaráðlö Flnnur Ásta Reykjavík — Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag 7. mars I Hótel Lind, Rauöarárstig 18, og hefst kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karia og kvenna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir varaþingmaður flytur stutt ávarp I kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500,-. Kaffiveitingar innifaldar Kópavogur — Framsóknarvist Spilum að Digranesvegi 12 sunnudaginn 7. mars kl. 15.00. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Freyja Akranes — Bæjarmál Fundurverður haldinn f Framsóknarhúsinu laugardaginn 6. mars kl. 10.30. Far- ið verður yfir þau mál sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Morgunkaffi og meðlæti á staðnum. Bæjarfulltrúamlr Sértilboð frá bandarískum stjórnvöldum Bandarísk stjómvöld gefa þér kost á aö sækja um og öðlast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfl samkvæmt áætlun AA-1. Dregiö verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að i Bandaríkjunum og stunda þar vinnu. (orðið handhafi „græna kortsins“). Umsóknarfrestur um dval- arleyfi rennur út 31. mars nk. og þvi nauösynlegt að bregð- ast við strax, svo umsókn þín nái fram í tíma. Allir þeir, sem em fæddir á (slandi, Bretlandi eða (rlandi og/eöa eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa rétt til að sækja um þetta leyfi. Sendið 45 Bandarikjadala greiðslu fýrir hvern umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar- stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra bama undir 21 árs aldri. Heimilisfangiö er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA. Úr sýningu Þjóðleikhússins á Irska leikritinu Dansað á haustvöku. Frá vinstri: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Erlingur Gíslason, Ólafla Hrönn Jónsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Þjóðleikhús, Stórn sviðið: Dansað á haustvöku Dansaft á haustvöku eftir írann Brian Friel hefur verið tekift til sýninga á Stóra sviði Þjóðleikhússins undir leikstjóm Guftjóns Pedersen. Verkiö gerist síftsumars árið 1936 skammt utan vift smábæinn Ballybeg. Fimm einhleypar systur búa saman á bóndabæ. Tvær vinna við aft pijóna flngravettlinga, ein er kennslukona og hinar sjá um störfln á bænum. Á heimilinu er líka sonur einnar þeirra, Michael, en hann er jafn- framt sögumaður. Bróðir systranna hefur nýlega verið sendur heim frá Afríku, þar sem hann starfaði sem prestur á holdsveikraspítala. Svo kemur faðir sögumannsins líka við sögu. Systurnar eiga í basli með bróður- inn, sem hefur ruglast eilítið í Afr- íkudvölinni og eru hanafórnir orðn- ar honum hugleiknari en Drottinn Guð almáttugur. Systrunum er lítið um svo heiðið tal gefið og þama verður alvarlegur árekstur milli tveggja menningarheima. Michael, sem litið hafði svo mikið upp til frænda síns í útlöndum, missir þarna hetjuna sína. Sigurður Skúlason fer vel með hlutverk Michaels. Textameðferð hans er skýr og eðlileg. Systumar eru leiknar af þeim Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Ragnheiði Steindórsdóttur, Önnu Kristínu Amgrímsdóttur, Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur og Tinnu Gunnlaugsdóttur. Ólíkir persónuleikar systranna koma vel í ljós og þær eru mjög vel leiknar. Ragnheiður Steindórsdóttir náði sérstaklega að fanga athygli mína í hlutverki Maggie sem er sí- fellt með glens á takteinum, þó und- ir brosinu búi mikill sársauki. Erling Gíslason hef ég sjaldan séð eins góðan og í hlutverk Jacks. Hann á við andlega vanheilsu að stríða og er dálítið mglaður í upp- hafi, en fer brátt að hressast og breytingin á honum er skýr. Erling- ur hefur jafnframt gott vald á húm- ornum. Kristján Franklín Magnús er ágæt- ur sem flagarinn Gerry Ewans, föð- ur sögumannsins. Ég fékk að minnsta kosti svipaða tilfinningu fyrir honum og barnsmóðir hans, bæði heillaðist um Ieið og ég fyrir- leit háttalag hans. Leikmynd og búninga hannaði Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og heyrði ég hana segja í sjónvarpsvið- tali að hún hefði reynt að hafa sviðs- myndina eins og málverk. Gylltur rammi afmarkar sviðsmyndina, sem er alltaf hin sama. Búningarnir eru í ljósum litum og fara vel við rauð- hærðar konurnar. Þetta myndar mjög fallega heild. Páll Ragnarsson sér um Ijósin og gerðu þau landslag- ið síbreytilegt. Jóhann Guðmundur Jóhannsson semur frumsamda tónlist fyrir leik- ritið og mér fannst hún mjög góð. írska lagið, sem systurnar fóru ham- förum yfir, var skemmtilegt og ég stalst til að stappa fótunum með. Dansatriðin voru líka góð, en Sylvia von Kospoth annaðist þau. Verkið er fallegt, ljóðrænt og fynd- ið. Það tekur á sígildum hlutum, s.s. vonbrigðum, samheldni, samskipt- um kynjanna og fjarlægri bemsk- unni, sem ómögulegt er að hverfa inn í, en hægt er að gleðjast yfir — eins og fallegu málverki á vegg. —Gerftur Kristný Fiat, Olivetti og Pirelli í mótbyr í yfirliti Financial Times í janúar 1992 yfir 500 stærstu fyrirtæki í Evrópu féll Fiat úr 15. sæti árið áður í 53. sæti, Olivetti úr 178. í 375. sæti og Pirelli Spa úr 257. í 362. sæti. Þykir það bakfall þeirra nær dæmi- gert um stöðu ítalskra iðnfyrirtækja, sem sein mundu hafa verið að taka til við endurskipulagningu og end- urnýjun. Fiat hefur 80% tekna sinna af fram- leiðslu bíla, en framleiðir líka her- gögn og flugvélar og veitir verk- fræðilega og fjármálalega þjónustu, og leggur það til 4% af vergri lands- framleiðslu Ítalíu. Hafði Fiat um 300.000 manna starfslið 1991, en þriðjungur þess var ekki í fullu starfi. í bílasölu á Ítalíu 1991 féll markaðshlutdeild Fi- at úr 60% í 45%; seldi það 147.000 færri bfla en 1990, en keppinautar þess 139.000 fleiri. Stjórnarformað- ur Fiat hefur í allmörg ár verið Gio- vanni Agnelli. Olivetti er fjórða stærsta fyrirtækið í upplýsinga-iðnaði í Evrópu. Tapaði það um 200 milljörðum líra 1991, og í nóvember það ár var Carlo De Benedetti aftur kvaddur til að taka við starfi aðalforstjóra þess (en hann starfaði hjá Fiat frá 1978). Fækkaði Olivetti starfsmönnum sínum í heimi öllum 1991 úr 53.700 í 47.000. Pirelli, hjólbarða- og kaplagerð- inni, mistókst 1990-91 að ná kaup- um á Continental, þýsku hjólbarða- gerðinni, þrátt fyrir mikil fjárútlát, sögð um 340 miíljarðar líra. Kveðst Pirelli nú munu selja ýmis tengd fyrirtæki sín, sem ekki leggja til hjólbarða eða kapla. Stjórnarfor- maður er Leopoldo Pirelli, sonar- sonur stofnandans. Ur viðskiptalifinu Velta (millj- arðar Ifra) Starfsmenn 1991 Rekstrarstaða Fiat, Olivetti og Pirelli 1989-1991 Fiat Olivetti 1990 1989 1991 1990 1989 57.209 52.019 — 9.037 9.037 1991 Pirelli 1990 1989 10.139 10.342 294.766 303.238 286.294 47.000 53.679 56.937 68.703 68.703 63.329 Heimild: Financial Times 21. janúar 1992

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.