Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 5.. mars 1993 Tekjur Eimskips 7.170 m.kr. í fyrra, sem var 790 milljóna samdráttur milli ára: Tap á Eimskipi 1992 vegna miklu minni innflutnings Fengist hefur leyfí til að flytja inn íslenskt hey til Noregs, í fyrsta sinn síðan 1982. Innflutningshöft á fóðri inn til Noregs hafa verið nán- ast eins ströng og á íslandi, sem eru að lfldndum þau ströngustu í Evrópu. Enn sem komið er hefur einungis fengist leyfi til að flytja út Fersk-Gras sem framleitt er á Stór- ólfsvelli við Hvolsvöll. Vonir standa hins vegar til að leyfi fáist til að flytja út venjulegt íslenskt hey, en ekki hafa fengist dýralækna- vottorð á slíkan útflutning ennþá. Fersk-gras-framleiðslan á Stórólfs- velli við Hvolsvöll hefur fengið pant- anir uppá rúm 400 tonn frá áramót- um. Að sögn Sigurbjörns Friðriks- sonar, forsvarsmanns Fersk- Gras, eru horfur á að ekki verði hægt að anna eftirspum. Hann sagðist verða að sinna við- skiptavinum í öðmm löndum, sem hafa keypt hey frá Stórólfsvelli frá 1989 þegar starfsemin þar hófst. Fersk-Gras er framleitt með einka- framleiðsluleyfi Marksway’s Horse- Hage, sem er heybirgjar breska Ólympíulandsliðsins í hestaíþrótt- um og hefur verið sem hágæða vörumerki í hestafóðri í hinum vest- ræna heimi. Fersk-Gras er gott íslenskt gras pakkað eftir kúnstarinnar reglum í 25 kg lofttæmdar umbúðir. Grasið er nánast ferskt og gerjast í þessum umbúðum. Grasið er selt í veð- hlaupahesta í Evrópu, en er selt í öll dýr í Noregi og í Færeyjum. Fersk-Gras hefur selt á annað þús- und tonn af heyi frá því búið hóf starfsemi sína. Norðmenn hafa hug á að panta 500 tonn í viðbót, sem eiga að afgreiðast í vor eða næsta haust. Fersk-Gras fær 15 krónur fyr- ir kílóið af heyi, þegar því hefur ver- ið hlaðið í skip. Sigurbjöm sagði að það hafi kostað mikla vinnu að fá Norðmenn til að leyfa innflutning á heyi frá íslandi á ný. Að málinu hafi komið embættis- menn í ráðuneytum og sendiráðum, dýralæknar o.fl. Hann sagði að á sín- um tíma hafi í Noregi verið mikil- vægur markaður fyrir íslenskt hey. Þessi markaður hafí lokast m.a. vegna þess að þangað var sent skemmt hey. Nú er unnið að því að ísland fái 500 tonna takmarkaðan kvóta á íslensku heyi til Noregs aukinn. Á síðasta ári bárust pantanir frá Noregi upp á 1.200 tonn, sem ekki fengust af- greidd. Sigurbjörn sagði að eftir að Noregs- markaður opnaðist sé kominn ör- uggur rekstrargrundvöllur fyrir Fersk-Gras, en fyrirtækið hefur nær eingöngu selt til útlanda. Hann sagði að nú þurfi hann bara meira af túnum. Hann sagðist vera í viðræðum við héraðsnefnd Rangárvallasýslu um að fá meira land. -EÓ Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. var 250 þús. tonn, nánast hinn sami og árið áður. Er þetta í fyrsta skipti sem Eimskip hefur flutt meira inn heldur en út með sömu skipum. Stórflutningar út voru 146 þús. tonn. Eimskip hafði 15% tekna sinna af starfsemi og rekstri erlendis á síð- asta ári og stefnan hefur verið sett á aukningu í 20%. Flutningar með áætlunarskipum erlendis jukust um 28% á árinu. Markverðust þykir sú aukning sem orðið hefúr á flutningum Eimskips til og frá Færeyjum. Þeir voru 23 þúsund tonn á síðasta ári. Eimskip Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, lektor í mannfræði við Háskóla íslands, verður frambjóðandi íslands til kjörs fulltrúa í stjómamefnd UNESCO, en hún hefur, að því er segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu, víð- tæka þekkingu og reynslu á hefur nú náð um 20% af flutningum Færeyinga. Eimskip hefur í mörg ár fækkað starfsmönnum sínum hér innan- lands ár frá ári, eða að meðaltali úr 780 niður í 653 á síðustu fimm árum. Starfsmannafjöldi félagsins erlendis hefur nær þrefaldast á sama tíma, úr 50 manns í 143 á síðasta ári. í janú- ar í fyrra störfúðu alls 796 manns hjá félaginu. í janúar í ár hafði þeim fækkað um 65 manns, eða um 8% á einu ári. Eimskip hefur ákveðið nokkrar breytingar á skipakosti á næstunni. flestum þeim sviðum sem snerta starfsemi UNESCO. Norðurlöndin hafa í tæpan áratug átt tvo fulltrúa í stjórn- arnefndinni og hafa skipst á að bjóða þá fram. Á árunum 1983-1987 átti ís- land síðast fulltrúa þar, Andra ísaksson prófessor. Nú er aftur Selfoss verður settur í stórflutninga í stað Grundarfoss. f staðinn fer í strandsiglingamar Helga, leiguskip sem verið hefur í Ameríkusigling- um, en verður tekin á þurrleigu, mönnuð íslenskri áhöfn og gefið fossanafn. Til að annast Ameríkusiglingamar í stað Helgu hefur félagið tekið skipið Esperanza (fyrrum Mánafoss) á tímaleigu. Þá hefur Eimskip gengið frá tímaleigusamningi við sam- gönguráðuneytið um leigu á Kötlu í strandsiglingar næstu fjórar vikum- ar þar til Helga tekur við. - HEI komin röðin að Islandi, en kjör- ið fer fram á aðalráðstefnu UN- ESCO í lok október nk. Það er mjög undir því komið hvort Bretar og Bandaríkja- menn sækjast á ný eftir inn- göngu í UNESCO hvort fulltrúi íslands nær kjöri í stjórnar- nefndina. „Ekki kemur til greiðslu tekjuskatts hjá móðurfélaginu vegna taprekstrar á árinu og arðgreiðslna. Lækkar skattskuldbinding samstæðunnar af þessum ástæðum, og einnig vegna Iækkunar skatthlutfalls úr 45% í 39%,“ segir m.a. í ársskýrslu Eimskips. Þar kemur fram að 214 milljóna kr. tap var á rekstri félagsins fyrir skatt, sem síðan minnkaði niður í 41 milljón vegna breytinga á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Þær breytingar lækkuðu áður bókfærða tekjuskattsskuldbindingu félagsins um 228 m.kr. á árinu. Þar af sparaði fyrmefnd lækkun skatthlutfallsins (úr 45% í 39%) félaginu 88 milljóna kr. skattgreiðslur. Heildartekjur Eimskips og dóttur- félaga þess voru 7.172 milljónir kr. árið 1992. Tekjumar minnkuðu um 790 m.kr., eða um 11% milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði hins vegar talsvert minna, eða um 8% (450 m.kr.) að raungildi. Þrjár helstu skýringar á tapi Eim- skips á síðasta ári, að mati stjóm- enda fyrirtækisins, eru: Samdráttur í flestum greinum ís- lensks atvinnulífs, sem m.a. leiddi til minnkandi flutninga. Mikil verðsamkeppni. Verulegar sviptingar á gengismörk- uðum og gengisfelling íslensku krónunnar í nóv. s.l. hafi leitt til verulegs gengistaps Eimskips og aukins fjármagnskostnaðar. f meira en þrjá áratugi hefur Eim- skip ávallt greitt hluthöfum sínum arð, yfirleitt 10%, og lagt er til að svo verði einnig í ár. Eigið fé var 45% í lok síðasta árs, eða 4.258 milljónir kr. Það hafði minnkað um 195 milljónir kr. frá árinu áður, fyrst og fremst við 153 milljóna kr. arð- greiðslu og síðan tap ársins. Alls flutti Eimskip og dótturfélög þess 913 þúsund tonn af vörum á síðasta ári, sem var 24 þús. tonna samdráttur frá árinu áður. Allur sá samdráttur og meira til var á inn- flutningi til landsins, sem minnkaði úr 453 þús. tonnum í 408 þús. tonn. Áætlunarskipin fluttu til landsins 236 þús. tonn, sem var nærri 14% minna en árið áður, einkum vegna minni innflutnings á byggingarvör- um og öðrum fjárfestingarvörum. Stórflutningar frá íslandi voru 172 þús. tonn, eða4% minni en 1991. Útflutningur með áætlunarskipum Fersk-Gras á Stórólfsvelli við Hvolsvöll getur selt mikið af heyi til Noregs: Heymarkaðurinn í Noregi að opnast fciiipliSÍiiÍ# >t' , ,» ''P ., : 10 milljóna hagnaður varð hjá KEA í fyrra: KEA var rekið réttum megin við núllið Hagnaður varð á rekstri Kaupfé- lags Eyfirðinga á sfðasta ári. Sam- kvæmt bráðabirgðauppgjör varð um 10 milljón króna hagnaður af rekstrinum, að teknu tilliti tfl skatta og óreglulegra tekna og gjalda. Fjármagnskostnaður að frádregnum flármagnstekjum hækkaði um 51 mifljón mðUl ára, eða um 18%. Heödartekjur KEA voni rúmar 8.200 mifljónir á síðasta ári og lækkuðu um 4% milli ára. Heild- ariaunagmðslur félagsins námu 1.263 mifljónum, sem er nánast óbreytt milli ára. Fjármagnskostnaður varð um 330 milljónir og hækkaði um 51 mifljón milli áia eða um 18%. Hagnaður af rcglulegri starfseml varð um 4 milljónir á móti 52 mifljónum árið áður. Að teknu til- Iftí tíl skatta og ýmissa óreglulegra liða verður niðurstaðan hagnaöur uppá u.þ.b. 10 mifljónir. Samkvæmt nýjum samvinnulög- um ber samvinnufélögum að gera samstæöureikninga þar sem dótt- urfyrirtæki eru tekin með, en því verid er ekki lokið enn. Þó er ljóst að verulegur halfl er á sumum dótturíyrirtækjanna og að verður á samstæðunni í belld. -E' SIGRIÐUR DUNA VERÐ- UR FULLTRÚIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.