Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. mars 1993 Tíminn 7 íbúðaverð hækkaði töluvert á Suðurnesjum á sama tímabili og at- vinnuleysi þar margfaldaðist: Ibúðaverð snar- hækkaði á Suóur- nesjum í fyrra Nýlegar íbúöir fyrir aldraða í Keflavík. Raunverð íbúðarhúsa á Suðumesj- um hækkaði þó nokkuð, eða um 5- 7% umfram lánskjaravísitölu, frá fyrri heimingi ársins 1991 til sama tímabils 1992. Upplýsingar Fast- eignamats ríkisins benda til þess að verð hafi hækkað meira á Suður- nesjum en í Reykjavík á sama tíma. Enda hafi verð íbúða á Suðumesj- um, sem hlutfall af verði í Reykja- vík, verið með hæsta móti á fyrri hluta ársins 1992. Söluverð einbýlishúsa á Suðumesj- um var þá orðið um 55.200 kr. að meðaltali á fermetra, sem var tæp- lega 80% af einbýlishúsaverði (69.200 kr.) í Reykjavík. íbúðaverð í fjölbýli var um 58.200 kr. að meðal- tali á fermetra, en það var rúmlega 73% af fermetraverði (79.300 kr) íbúða í Reykjavík. Á þessu eina ári hafði raunverð á hvem fermetra íbúða í fjölbýlishús- um hækkað um 4,6% og í einbýlis- húsum um 6,8% umfram hækkun lánskjaravísitölu. Þessi umfram- hækkun samsvarar t.d. meira en hálfri milljón króna að meðaltali á Sif syng- ur lög Marlene Dietrich íslenskir aðdáendur leik- og söngkonunnar Marlene Dietrich sem lést á síðasta ári ættu nú að geta tekið gleði sína á ný því að söngkonan Sif Ragnhildardóttir hefur ákveðið að heiðra minn- ingu hennar með því að koma fram á ný eftir nokkurra ára hlé og syngja lögin vinsælu Lili Mar- lene, Lola, Ich bin von Kopf bis Fuss auf Liebe angestellt og Johnny, en Sif hefur bætt fieiri lögum sem kunn hafa orðið í flutningi Marlene Dietrich við dagskrá sína. Undirleikarar hjá Sif Ragnhild- ardóttur em Tómas R. Einarsson sem leikur á kontrabassa og Jó- hann Kristinsson á píanó. Frum- flutningur söngdagskrárinnar verður á veitingastaðnum Ömmu Lú í Kringlunni föstudagskvöldið 12. mars. Sif Ragnhildardóttir hverju seldu einbýlishúsi á Suður- nesjum í fyrra. Þessi þróun vekur ekki síst athygli í ljósi þess að atvinnuleysi margfald- aðist á Suðumesjum á sama tíma. Sérhæfð hljómsveit í flutningi bar- okktónlistar, sem undanfarin ár hefur verið að mótast í tengslum við sumartónleika í Skálholti, held- ur tónleika í Hallgrímskirkju kl. 20.30 nk. þriðjudagskvöld. Fluttir verða fjórir virtúósa- eða snillinga- konsertar fyrir blokkflautu og strengjasveit eftir George Philipp Telemann og Antonio Vivaldi. Flytjendur eru Camilla Söderberg Þannig var skráð atvinnuleysi lengst af innan við 1% á fyrri hluta ársins 1991 en á bilinu frá rúmlega 4% til rúmlega 5% á sama tímabili í 1992. - HEI blokkflautuleikari og Bachsveitin í Skálholti ásamt konsertmeistara sínum, Ann Wallström fiðluleikara. Leikið er á hljóðfæri af uppruna- legri gerð en undanfarin fjögur ár hefur Þjóðhátíðarsjóður styrkt kaup á þessum hljóðfærum. Á tónleikun- um á þriðjudagskvöld verður leikið á blokkflautu, fiðlu, lágfiðlu, knéfiðlu, bassafiðlu og sembal. —sá Camilla Söderberg blokkflautuleikari þriöja frá vinstrí ásamt meö- limum Bachsveitarinnar í Skálholti. Tónleikará þriðjudagskvöld í Hallgrímskirkju: Barokk leikið á uppruna- leg hljóðfæri BORGARMAL Ályktunartillaga Sigrúnar Magnúsdóttur á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær: Vinnuskólinn verði virkari „Borgarstjóm telur starfsemi vinnuskóla borgarinnar hafa mikla þýðingu fyrir þá unglinga sem hennar njóta,“ segir í álykt- unartillögu sem Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokks, flutti í borgarstjóm Reykjavíkur í gær. I tillögunni segir ennfremur að starfsemi skólans skuli vera sem þroskavænlegust og tengjast eftir því sem unnt sé raunverulegri menningu og atvinnustarfsemi í borginni. Með ráðningu skóla- stjóra Vinnuskólans í heilsársstarf hafi opnast fleiri möguleikar á að finna fleiri og skapandi verkefni fyrir skólann. Þá er því beint til stjórnar Vinnu- skólans að athugað verði hvernig hægt sé að tengja Vmnuskólann og verkkunnáttu eldra fólks á ýmsum sviðum þjóðmenningar. Gott dæmi um slíkt hefði verið þegar vinnuskóli Jökuldælinga stóð fyrir því að byggja upp bæinn að Sæ- nautaseli á Jökuldalsheiði í sam- vinnu ungra og aldinna. síðan seg- ir í tillögu Sigrúnar: ,Athugað verði að koma upp fær- anlegu reiðhjólaverkstæði í borg- inni. E.t.v. er hægt að innrétta gamlan strætisvagn sem verkstæði sem æki á milli hverfa. Þar gætu börn komið með hjól sín og unnið sjálf að viðgerðum umdir hand- leiðslu fagmanna. Þennan þátt er hægt að starfrækja allt árið. Athugað verði hvort ekki sé æski- legt að efla og styrkja störf hóp- stjóra Vinnuskólans betur, t.d. Sigrún Magnúsdóttir með því að halda námskeið með þeim áður en starfsemi skólans hefst í vor. Athugað verði hvort ekki sé hægt að gefa nemendum kost á því að dvelja eina eða tvær vikur í sumar- búðum þar sem fram fari kennsla í náttúrufræði og íþróttum undir leiðsögn kennara. Við staðarval verði höfð hliðsjón af gróðurfari, dýralífi, landslagi og jarðfræði staðarins ásamt möguleikum til útivistar. Athugað verði að haga hefð- bundnum verkefnum sem eru uppistaðan í starfsemi skólans á þann veg að þau stuðli að skilningi og gildi vinnunnar og auki ábyrgð- artilfmningu, stundvísi og sam- viskusemi." Hitalögn undir Leiknisvöllinn Iþrótta- og tómstundaráð hefur gert samning við nokkur íþrótta- félög um gerð gervigrasvalla, þeirra á meðal Leikni í Breiðholti. Nú hefur Leiknir farið fram á að fá að leggja hitalagnir undir sinn völl, enda þýði lítið annað þar sem völlurinn liggur talsvert hátt. Séu ekki hitalagnir undir honum verði Leiknismenn jafnvel eða betur settir með venjulegan malarvöll. Borgarráð samþykkti hitalagnim- ar á dögunum. Ekki voru hins vegar allir borgar- ráðsmenn jafn kátir yfir þessu og töldu að þar með mundu allir hin- ir líka heimta hitalagnir undir sína velli og það yrði borginni dýrt. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarráði auk Sjálfstæðisfólksins Vilhjálms Vilhjálmssonar og Katr- ínar Fjeldsted sögðu já, hjá sátu Júlíus Hafstein og Ámi Sigfússon. Aðrir Sjálfstæðismenn sögðu nei. SKÓLAMÁLARÁÐ ÍHUGAR AÐ KOMA A „KVOTAKERFI" Skólamálaráð Reykjavflfur veltir fyrir sér hugmyndum um að gera fleiri þætti í starfí skóla kvótatæka í þeim til- gangi m.a. að efla sjálfstæði skólanna í tengslum við dag- legan rekstur. Samkvæmt þeim munu t.d. einstakir skólar fá úthlutað ákveðnum fjárupphæðum til daglegs rekstrar í hlutfalli við fjölda nemenda. Tákist skóla að draga úr viðhaldskostnaði á húsnæði, tækjum og búnaði, t.d. í samvinnu við nemendur, þá njóti bæði skóli og nemend- ur góðs af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.