Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 5. mars 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300.
Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Böm með
krabbamein
Það eru áreiðanlega fæstir sem hugsa út í það
í önn dagsins hve stutt getur verið á milli þess
að allt leiki í lyndi og erfiðleikanna. Þegar
heilsan brestur er grundvellinum kippt undan
venjubundinni tilveru hversdagsins. Slíkt get-
ur valdið ómældri kvöl og erfiðleikum og
röskun á högum þeirra fjölskyldna sem eiga í
hlut.
Heilbrigðismál hafa verið mjög til umræðu
að undanförnu vegna þeirra þjónustugjalda og
aukinnar hlutdeildar sjúklinga í lyfjakostnaði
sem nú er verið að taka upp.
Hitt ber að undirstrika að samhjálp og sam-
hugur hefur ætíð verið með íslensku þjóðinni
um að rétta þeim hjálparhönd sem standa
höllum fæti. Það er miður ef sá eiginleiki í
samskiptum fólks er á undanhaldi. Hér skal
fullyrt að svo er ekki, þrátt fyrir allt. Almenn-
ingur hefur ætíð verið reiðubúinn að leggja
sitt af mörkum til góðra málefna. Það sýna þau
mörgu söfnunarátök sem átt hafa sér stað til
hinna margvíslegustu mála. Með aðstoð fjöld-
ans og framlögum hefur verið safnað miklum
fjárhæðum og fyrir þeirra tilstilli hefur ýms-
um framfaramálum verið þokað fram á veg.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
gengst í dag fyrir söfnun til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum, í félagi við Bylgjuna og
Stöð 2. Þetta er þarft framtak og er ekki að efa
að almenningur í landinu bregst vel við að
venju. Þrátt fyrir að kreppt hafi að í þjóðfélag-
inu eru sem betur fer margir sem ráða við að
láta framlag af hendi rakna eftir efnum og
ástæðum og hafa hug á því.
Árlega greinast 6-8 börn yngri en 14 ára með
krabbamein. Þessi hræðilegi sjúkdómur er
nógu þungbær þegar fullorðnir eiga í hlut,
hvað þá börn. Þau þurfa allan þann stuðning
sem foreldrar þeirra og aðrir aðstandendur
geta veitt.
Margar fjölskyldur, sem berjast við þessar að-
stæður, eiga við mjög mikla fjárhagserfiðleika
að stríða, sem bætast við það andstreymi og
angist sem sjúkdómurinn veldur.
Tilgangurinn með söfnuninni er að efla neyð-
arsjóð sem hafi það hlutverk að styrkja fjöl-
skyldur krabbameinssjúkra barna. Þetta er
forgangsverkefni, þótt fleira sé óunnið á þessu
sviði.
Tíminn flytur hinu unga Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna óskir um góðan ár-
angur í sínu mikilvæga starfi og hvetur fólkið
í landinu til þess að leggja því lið.
Nú er margt um það rætt að bók-
lestri fari hrakandi með þjóðinni
og þá einknm meðal ungu kyn-
slóðarinnar. Hér er um þróun að
ræða, sem er engan veginn ein-
skorðuð við íslenskt samfélag, en
segja má að bergmáli það er verið
hefur að gerast í fjölmiólaefnum
um heim allan. Þessi þrónn hófst
eiginlega með útvarpinu, en nú
ber haest sjónvarps- „neysluna“,
sem orðin er svo risavaxin sem
raun er á. Þar hefur hið ritaða orð
enga þýðingu meir —- nema þá
hvað varðar þýdda texta eða prent-
aða endurtekningu á hinu talaða
banda heyrnardaufum. f þessu
efni munu íslenskir myndmiðlar
meira að segja standa erlendum
framar, sbr. þýðingarskyiduna á
eriendu efni. Þó er í meira iagi
ólíklegt að það „lesmálu, sem hér
er getið, hafl einhveija þýðingu í
þá veru að efla iestrarkunnáttu.
Sama á við um réttritun, en tæpt
stendur því verr með margan
manninn að hann geti talist vera
skrifandi, þótt hann sé kes sér tii
gagns.
Eftir sem áður er mikið prentaö
i íslandi, en nú þykir horfa í að
eftirspumin hafi mmnkað veru-
lega og verður „sök“ myndmiðl-
anna þar ekki ofmetin sem að ofan
greinir. Umtalsverður samdráttur
í bóksölu um síðustu jól hefur
líka verið túlkaður sem svo af
mörgum að þjóðin sé ekki jafn
lestrarfíkin og hún var, þótt einn-
ig sé bent á að þrengri fjáriiagur
almennings hafi leitt til þess að
bókin hafi ekki þótt jafn álitleg
lausn á heppilegri jólagjöf og lyrr.
Séiríslenskt fyrírbærí
að hverfa
Þessi mál leiða hugann að fleiri
hliðum. Skyldi geta verið að, jóla-
bókaflóðið“, sem verið hefur sér-
stakt fyrirbaeri hér á landi og varla
átt sér hliðstæðu annars staðar,
heyri bráðum sögunni til? Þetta
fyrirhæri hefur oft verið gagnrýnt
og kvartað yfir að það hafi miður
góð áhrif á bókmenninguna, er
merk rit kom út innan um stóra
þvögu af því sem þeir gagnrýnu
nefna „rusl“ — að hið veigameira
bókstaflega týnist. Mikið af því
sem út er gefið hefur vissulega til-
■r« ..........................
Vi'i'i'i'i'i'i'i'ii i'i Vi i iV 111' '.i i i m ■ ..h-T„i, t.i i'i i m 11 -11 i .1,
hneigingu til að gleymast skjótt
og er það áhyggjuefni fyrir vand-
vírka rithöfunda er þessi flaumur
hrifúr erflði þeirra með sér í $æ
gleymskunnar. Þótt stundum sé
sagt að tíminn muni veija og
hafna, þá er ekki ailtaf að reiða sig
á áreiðanleika þerrra orða fremur
en svo margrar vinsællrar speki.
MarkmiÖið aðeins að
Dnem jólabókasaia um sfðustu
jól og skattur sá, sem boðaður er á
bækur og annað prent, hefnr að
undanfómu verið settur í beint
samhengi við spár um að þjóðin
muni taka að lesa minna en hún
gerði og að iestrarkunnáttu hrald.
Vissulega er það áhyggjaefni, ef
hér á landi tekur að stefna í sömu
átt og raunin er orðin á svo víða
annars staðar að svo og svo stór
hundraðshluti landsiýðsins sé
ekki læs. Að svo kunni að fara og
að sú þróun sé hafin má samt
marka af fullyrðingum um að um
fjórðungur grunnskólanema getí
vart eða ekki talist lesandi, hvað
þá skrifandi.
Ekki er verið að mæla skattlagn-
ingu á bækur bót, þótt spurt sé
hvort bókaútgáfa í þeim mæli,
sem hér hefur verið, minnid eða
vinní gegn iæsi æsfaifóiksins.
Þurrð á hvers kyns prentuðu máli
mun varia biasa við þótt bókum
fækki — sé litið til þess eins að
það sldptí öllu að fóik „lesi“, sama
hvað þaö er. Ætla má að þverrandi
bókaútgáfa komi verst niður á
þeim sem að ritun bóka og bóka-
gerð hafa unnið, en það er fjöl-
menn stétt á fslandi og atvinnu-
mál hennar eni sist minna
áhyggjueíni en annarra stétta.
Þetta er fjölmennur hópur, sem
vissuiega hefur orðið til vegna
nokkuð stöðugrar eftirspumar
eftir kröftúm þeirra cr hann skipa.
Raunin mun sú að þegar að
hættunni á auknu ólæsi kemur, er
við alþjóðlega þróun að etja, sem á
rætur að reiqa til nýrrar þróunar í
flölmiðlum og boðskiptum sem
tekur fimalegum framförum —
en þvíverr í átt til síaukmnar ein-
íoldunar.
Að undanlomu hafa margvísleg
átök verið í gangi til andófs og er
lestrarkeppni grunnskólanna nýj-
asta dæmið. En hvort þama sem
víðar muni vera fremur um tákn-
rænt andóf að ræða en raunhæfa
aðgerð, sem skili sér f áþreifan-
legri gagnsemi, má vitanlega deila
Bræðrabönd vinnumarkaðarins
Samninganefndir Alþýðusambandsins
og atvinnurekenda eru runnar saman í
eitt og sameiginleg atvinnumálanefrid
hefúr tekið að sér forystuhlutverkið að
kljást við sameiginlegan andstæðing,
ríidsstjómina. Ekki er nóg með að þessi
tvíeini aðili vinnumarkaðarins heiji af
fullum þunga á ríkisvaldið og geri kröf-
ur á hendur því, heldur er hann einnig
farinn að taka að sér hlutverk fram-
kvæmdavaldsins og ákvarða hvaða
tekju- og útgjaldaliðum ríkisfjármál-
anna þarf að breyta til að glæða at-
vinnulífið.
En mesta kjarabótin, sem tvíeinn aðili
vinnumarkaðar getur fengið, er að ráð-
herraliðinu verði hrókerað út og suður.
Mörgum í stjómarliðinu á Alþingi líst
einnig mætavel á þá hugmynd, því hver
veit nema raðherrastólar losni ef á ann-
að borð verður farið að msla
til á stjómpalli þjóðarskút-
unnar.
Fátt mun ákveðið um hvaða
raðherrar verða látnir víkja
eða hver endalok hrókeringarinnar
verða yfirleitt En fyrir aðila vinnu-
markaðarins skiptir það minnstu máli,
því að í hans augum sem margra ann-
arra getur breyting aldrei orðið nema
til batnaðar.
Kennslustund
Atvinnumálanefnd bræðralags ASÍ og
VSÍ hefúr tekið að sér erfitt verkefni,
sem er að kenna ríkisstjóminni svolítið
í stjómun. Fyrsta lexían er að ríkis-
stjómin taki til baka nokkrar af vitlaus-
ustu ráðstöfunum sem gerðar vom til
að bjarga efnahagnum, svo sem lækk-
un skattleysismarka. Ríki og höfúðborg
eiga að taka ný lán til framkvæmda og
tilgreinir braeðralagið þær í smáatrið-
um, rétt eins og þegar þingmenn eru
að útdeila vegarspottum í kjördæmum
sínum.
Nýtt og betra bensíngjald verður lagt
á, efnt til happdrættis og áhættufiár-
magn tekið að láni til að leggja vegi og
byggja hús.
Útvegun íjármagns og kostnaðaráætl-
anir einstakra verkþátta em nákvæm-
ari en jafnvel í sjálfú fjárlagafrumvarp-
inu.
Ef eitthvað er að marka fréttir af tillög-
um fóstbræðranna við Garðastraeti og
Grensásveg, þá er ein tekjuöflunarleið-
in að spara hálfan milljarð í rekstri rík-
isins. Honum á svo að veija í atvinnu-
bótavinnu.
Eins væri upplagt að leggja til að
Reykjavíkurborg spari einhver hundr-
uð milljóna króna til að spandera í
draumaverkefni atvinnurekenda til að
uppmælingaþegamir hans Benedikts
þurfi ekki að lifa á snöpum.
Vopnin skekin
Þegar litið er yfir sviðið, er ljóst að
kjarabaráttan beinist öll að ríkisstjóm-
inni og ráðuneytum hennar, og svo em
launþegasamtökin eitthvað að hnota-
bítast um hvemig henni verði best
háttað til að ná árangri, hver sem hann
svokannaðverða.
Alþýðusambandið og Vinnuveitenda-
sambandið koma fram sem ein heild og
gæti daðrið allt eins endað í sambýli
annað hvort við Garðastræti eða Grens-
ásveg eftir því hvor híbýlin henta betur.
Dagsbrún og Verkamannasambandið
þykjast vera með einhveijar sérþarfir,
en mega sín lítils gegn nýjum efna-
hagsraðstöfúnum bræðralagsins.
Kennarasambandið er fyrir löngu bú-
ið að rífa sig úr tengslum við minni-
háttar samtök og blæs til verkfalls, en
sjúkraliðar, sem ekki vilja vera í sam-
floti, kæra sig ekkert um vopnaskak að
sinni. BSRB kastar stríðs-
hanskanum framan í stjóm-
völdin hvenær sem formaður-
inn opnar á sér munninn —
og það er ærið oft — og
heimtar að samtökin afhendi honum
verkfallsvopnið svo hann geti lamið á
yfirvöldunum svo gagn verði að. En allt
er enn í óvissu um hvort formaður nær
vopnum sínum eða hveiju það breytir
þótt hann skaki brandi.
Á meðan gjörvallur vinnumaikaður-
inn bítur í skjaldarrendur og sendir fyr-
irskipanir um tilhögun atvinnumála
inn í stjómarráðið, sitja formenn
stjómarflokkanna í Ósló að hlusta á
ræður Hjörleifs á þingi Norðurlanda-
ráðs, og Alþingi starir í forundran á
stjómarfrumvarp um lagasetningu
varðandi skipgengar vatnaleiðir á landi
og flutninga með jámbrautum.
Og óðum styttist í blessað vorið.
OÓ