Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 8
Föstudagur 5. mars 1993 Tíminn 5 Haglega ort ljóð Ivar Bjömsson frá Steöja: Llljublóm, útg. höf. Rvk. 1992 Höfundur þessarar bókar, ívar Bjömsson, er íslenskufræðingur. Hann var um árabil kennari, síðast við Verslunarskólann, og lét þar af störfum nýlega vegna aldurs. Ég hygg að þeir sem þekkja höf- undinn hafi ekki talið hann manna líklegastan til að vera að daðra við Ijóðagyðjuna í frístundum. En hér sannast það sem oftar að fleiri fást við að setja saman ljóð en þeir ein- ir sem setja stefnuna ungir mark- visst á þjóðskáldaheitið. Hér hefur ívar sent frá sér ljóðabók þar sem margt kemur á óvart fyrir þá sem þó hafa talið sig vera manninum kunnugir. ívar yrkir hér að mestu í hefð- bundnum stíl og leynir sér ekki að hann kann vel að fara með gamla góða ljóðformið með ljóðstöfum, reglubundinni hrynjandi og rími. Að þeim hlutum kann ég ekki að finna hjá honum. Aðeins hnaut ég um það að á nokkrum stöðum yrkir hann undir bragarhætti sem að formi til er sá sami og er á fyrri tveimur erindun- um á hefðbundinni sonnettu. Hins vegar kom ég ekki auga á að hann héldi þessu áffarn svo að úr yrðu hreinar sonnettur. Mörg af kvæð- unum hefðu þó sómt sér vel í því formi og hefði verið áhugavert að sjá hann spreyta sig á því. Efni ljóðanna kemur einnig um margt á óvart Hér er víða komið við í allstórri bók; meðal annars yrkir hann um margvísleg efni sem tengjast íslenskri náttúru, landinu og einstökum stöðum á því. Þá eru hér gamankvæði, ástarkvæði og einnig er áberandi að nálægð dauð- ans er höfundi oft hugstæð. Hér er að sjálfsögðu ekki rúm til að gera einstökum kvæðum eða bókinni f heild nein fullnægjandi skil. Þó vil ég geta þess að á nokkr- um stöðum verða kvæðin spak- mælakennd og fer það vel. Eitt af ástarkvæðunum í bókinni heitir einfaldlega Astin og þar segir með- al annars: En ástin sýðurþann sára hlekk, ersorgum og harmi veldur, því sá, sem aldrei neinn elskað fékk, þarf engan að syrgja heldur. KpOMkftKlCpMHiUli Ivar Björnsson frá Steöja. Hér er vel og smekklega komist að orði og ekki efi á sannindum boð- skaparins. í öðru Ijóði gegnir svip- uðu en það nefnist einfaldlega Stríð, fjallar um styrjaldir mann- kyns, og í niðurlagi segir: Og til að veitast völd i andans heimi verða menn að þreyta og vinna stríð. En sd er munur þess og hinna, að það er til þroska oggæfu öllum heimsins lýð. Og enn má nefna ljóð sem nefnist Hugvekja á páskum, fjallar um Jesú Krist og endar á þessu erindi: Það sagan vottar, að framtíðin fyrst þá virðir, er fremstir að verðleikum stóðu, -ogsvoerenn, Síðustu dagar gerska ævintýrisins Arliady Vaksberg: The Sovlet Mafía. Weidenfeld and Nicolson 1991. Fjölmargar bækur hafa komið út undanfarin misseri, bæði í Sam- veldinu, Evrópu og Bandaríkjun- um, um atburðarásina í fyrrverandi alþýðulýðveldum og í Sovétríkjun- um á þessari öld. Vaksberg skrifar bók sína fyrir valdaránið í ágúst- mánuði 1991. Hann hóf söfnun heimilda um spillinguna innan sov- étkerfisins á dögum Breshnevs. Rit Vaksbergs er óhugnanleg lýsing á gjörspilltu stjómarfari. Mútur og mútuþægni var eitt af höfúðein- kennunum á þeirri tíð og reyndar áfram og áður. Menn urðu að nota mútur til þess að skapa sér velvilja valdaklíkunnar til þess að fá góð embætti; mútan gilti einnig í skóla- kerfinu og í lokin ofan í jörðina. Þeir, sem sáu um sölu útfararklæða á vegum ríkisvaldsins, heimtuðu sitt, líkkistufyrirtækin og forstjórar þeirra heimtuðu sitt og bfistjórinn og grafaramir töldu aukagreiðslur fyrir viðvikin sjálfsögð. Hann lýsir umboðsstjóminni í fyrrum Sovét- ríkjum, þar sem hreinir glæpamenn sátu í hæstu embættum og rændu beinlínis lýðveldin. Dæmin, sem höfundur segir frá, eru stórfurðuleg. Sem dæmi má nefna að eitt sinn þegar aðalritarinn Breshnev kom í heimsókn til eins lýðveldanna, var höll reist til að hýsa hann sómasamlega; við komuna vom honum færðar stórgjafir. Dag- inn eftir komuna var honum boðið að draga fyrir fisk í fljóti í nágrenn- inu. Aðalritari kastaði og sjá, stærð- ar fiskur beit þegar á agnið og gekk svo í ein fjögur, fimm skipti. Köfur- um hafði nefnilega verið fyrirskipað að kafa í fljótið með nokkra fiska í búri og síðan krækti kafarinn ein- um fiski eftir annan á öngul aðalrit- ara. Fengsæld aðalritara þótti ein- stök. Einhvem næstu daga var farið í veiðiferð út í skógana. Veiðimaður- inn og fylgdarliðið komu sér fyrir og biðu bráðarinnar, og hún lét ekki á sér standa: elgsdýr tóku að skokka fyrir framan byssukjaftana. Þessar hálftömdu skepnur urðu því auð- veld bráð og þegar aðalritarinn hélt áleiðis til Moskvu eftir vel heppnað- ar veiðiferðir, gjafir og höfðinglegar móttökur og velvild, var hann enn hliðhollari gestgjafa sínum en nokkm sinni fyrr. Höfundurinn lýs- ir einnig viðbrögðum sama um- boðsstjóra við gagnrýni, þá lukust upp pyntingaklefamir og síðan af- tökur. Eftir ágúst ‘91 hvarf gullforði Sov- étríkjanna og margvísleg önnur verðmæti. Þegar stjóm Jeltsíns lét innsigla aðalstöðvar fyrrum mið- stjómar, framdi efnahagsráðunaut- ur sovéska kommúnistaflokksins sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga. Vaksberg lýsir valdabar- áttu Gorbasjoffs og öllum þeim undirmálum og klækjum sem hafð- ir vom í frammi til þess að tryggja sigur hans. Það leiðinlega kemur í ljós að hann starfaði í anda forvera sinna eftir embættistökuna og áður en hann hvarf úr valdastóli kom hann vænum fjárfúlgum til franska kommúnistaflokksins af efhahags- aðstoð þeirri sem Mitterrand hafði veitt til Sovétríkjanna. Síðan lýsir Vaksberg aðferðum fyrmrn ríkisglæpamanna eftir hmn og bann kommúnisíaflokksins. Þeir stálu, mútuðu og rændu og hófu ýmiskonar starfsemi á eigin vegum; aðferðimar vom af sama toga og mafi'ósanna á Sikiley. Auk þess vom Vaksberg lýsir valdabaráttu Gorbasjoffs og öllum þeim undirmálum og klækjum sem haföir voru I frammi til aö tryggja sigur hans. og svo mun það verða, að meðan heimurinn myrðir þá myrðir hann alltaf sína göfgustu menn. Líka er þarna nokkuð skemmti- lega spakmælakennt smáljóð sem heitir Að standa undir regnbog- anum: Regnboginn oss löngum heillað hefur og honum varþað léð, að sá á ósk, sem undir honum stendur, að öðlast hamingjuna með. En því er ver, að þetta hefur ekki, svo það sé vitað, skeð. Það stendur enginn undir honum nema frá öðrum mönnum séð. Máski vilja einhverjir segja að menn sem yrkja eins og hér er gert séu gamaldags, standi eigin- lega aftur í nítjándu öldinni og séu úr takti við allt sem heitir nú- tími í ljóðlist. En sannleikurinn er sá að það eru svona bækur sem vekja upp þá hugsun hvort ekki fari að koma að því bráðum að skáldin fari aftur að leggja svip- aða rækt við ytri búning ljóða sinna og hér var gert í ellefu ald- ir. Það þýðir ekkert að reyna að draga fjöður yfir það að frjálsa forminu hefur það fylgt að hér er nú síðustu ár og áratugi búið að yrkja hreinustu ókjör af óhemju lélegum ljóðum sem engum eru til ánægju eða gagns. Eysteinn Sigurðsson Siglaugur Brynieifsson. sjálfstæðar mafi'ur starfandi á dög- um Breshnevs og ekki er annað vit- að en þær dafni og blómgist Þar sem dómsvald, framkvæmda- vald og löggjafarvald er í höndum sjálfstæðra aðila, þ.e. valdinu skipt og er ekki á nokkum hátt tengt, má heita að réttarríki sé við lýði. í Sov- étríkjunum fyrrverandi var allt vald í höndum flokksins og þeirra manna sem réðu flokksapparatinu. Sovétríkin voru því aldrei réttarríki, ríkisglæpamenn fóm með völdin. Umhverfiseyðing er nú mjög á döf- inni og samkvæmt lýsingum Vaks- bergs og fleiri rússneskra höfunda var ástandið í þeim efnum hrika- legra í Sovétríkjunum en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Sum svæði verða óbyggileg um ald- ir sökum geislavirkni frá kjamorku- tilraunum og kjamorkuvemm. fbú- ar þessara svæða telja að þeir og af- komendur þeirra séu þegar bráð geislavirkninnar og næstu kynslóð- ir verði afskræmdar, vanskapningar, og öðlist þar með ekki mennska mynd, hvorki líkamlega né andlega. Thla hinna fordæmdu skiptir millj- ónum. Það væri full ástæða fyrir umhverf- isvemdarsinna og friðarsinna að minnast þessa næst þegar þeir fleyta flotkertum á tjöminni í Reykjavík í minningu fómarlambanna frá Nagasaki og Hírósíma; þeir gætu bætt Úralsvæðum Sovétríkjanna fyrrverandi við. Siglaugur Brynleifsson FRIÐÞJÓFARNIR islendingum hefur teklst vel að halda friðinn í landi sínu frá þvf fyrstu landnemarnir sögðu sig úr logum við norsku skatt- heimtuna. Að vlsu voru nokkr- ar væringar með mönnum á Sturlungaöld og einstaka kappi er þekktur fyrir að hafa bitiö I skjaldarrendur eftir það viö hátiðleg tækifæri. En þjóð- inni tókst að skipta tvisvar um trúarbrögó f íandinu ári þess aÖ skaka vopnum. Þaö er vei Skáldin hafa fundið þessa djúpu friðsemd I þjóðarsálinni og ort dýran kveðskap um þjóö sem þekkir hvorki sverð né blóð. Aörar þjóðir eru ekki jafn lánsamarog hafa mátt þola að erlendur her þramm- aðl öldum saman yfír löndin meö báli og brandi. íslending- ar hafa aldrei upplifað þessar hörmungar og eru þvl nánast utangátta á málþingum um stríð og frið. Hér á iandi er gott fólk stöð- ugt að koma saman til að efla friðinn og oftast af hjartans einlægni, en hóparnir verða aldreí stórir. Þjóðin hafnar ekkí með því friðnum heldur hitt. Friðarvilji fólksins er svo ein- lægur að það telur sig ekki þurfa neinn sérstakan féiags skap af þvi tilefni. Ekki frekar en stofna þurfi samtök um að draga sjálfan iífsandann. Ekki er öll sagan sögð. Ti! eru fámennir hópar fólks sem slá eign sinni á hitt og þetta og þar meó talinn friðinn. Sið- an er friðurinn misnotaður til að koma öðrum boðskap á framfæri f þjóðféiaginu. Frægt dæmi um friðartökufólk af þessu tagi eru Samtðk her- námsándstæðinga. Samtökin unnu áratugum saman að þvf að afvopna Vestmenn á sama tíma og Austmenn hervæddu sig I frlðl gráir fyrir járnum. Svona er hægt að einangra friðinn. Islenska þjóðin fann strax að Samtökin voru ekki sá hópur fólks sem hún trúði til.aö efla frlðinn. Þó að Sam- tökin þrömmuðu fótrök til Keflavíkurflugvatlar í nafni íriðar og annarra háleitari markmiða. Landsmenn létu því fólk þetta afskiptalaust á miðri Reykjanesbraut meö kröfuspjöldin og sneru sér að brýnni verkefnum. En skaðinn einn stóð eftir. Samtökum hernámsandstæð- inga tókst aö einangra hugtak- ið friður með því að ganga til Keflavfkur fyrir hönd Sovétrfkj- anna f nafni friðar. Aðrir lands- menn kærðu sig varia um að koma saman í nafni friðar eftlr það. Fólk óttaöíst að verða spyrt saman við göngumenn og aðra hópa sem fóru um þjóöfélagið á fölskum forsend- um. Svona samtök hafa þvf unnið friðnum bæði ómæit tjón og skaða. Döpur saga hemámsand- stæöinga er rifjuð upp f dag af þvl fólkið á Balkanskaga þolir nú mestu hörmungar. Verstu hvatir mannskepnunnar hafa losnað úr læðingi i þessu fyrir- heitna landi Samtaka her- námsandstæöinga. Margir Islendingar vilja af einlægni ieggja sitt af mörkum til hjálp- ar Balkanþjóðum, þó að hljótl fari og kröfuspjöld séu ekki á loftt. En örlögin eru kaldhæðin. Þjóðir heims kalla ekki á Sam- tök hernámsandstæðinga þeg- ar hallar á friðinn I heiminum. Þær kalla á sjálfan erkiljand- ann, Atlantshafsbandalagiö. Fleiri orða gerist ekki þörf um fólkið sem stal friðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.