Tíminn - 05.03.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. mars 1993
Tíminn 3
Rannsókn á hitastigi og seltu-
hann hefur verið síðustu ár. Hiti
er undir meðallagi og má heist
1981-ÍS^og Vlð 1989-U199oI
Kannsóknimar voru gerðar á
rannsóknaskipinu Bjama Sæ-
mundssyni 10.-24. febrúar. Slðdr
leíðangrar hafa verið famir á
þessutn árstíma allt frá árinu
1970. Rannsókniraar fo'kja gefa
góða vfsbendingu um hfsskil>'rði
fiskistofna við Island.
Sjávarhiti og selta f hlýsjónum
fyrir Suður- og Vesturiandi var
undir meðaliagi (4,5-6,50C/
35,11%). Hiýsjórinn náði fyrír
Kögur (3-4°C) en austur á Norð-
kaldur svalsjór (1,5°C). Er það
breyting til hins verra frá því sem
var veturinn 1991 og 1992 og
munar um 1-2DC í hitastigi.
Sömu sögu er að segja frá Aust-
fjarðamiðum. Þar var hitastig í
vetur 0-1,2°C, og hlýsjávar gactti
heldur ekki djúpí út af Austur-
Íandi, þ.c.a.s. á
svokaliaða. Djúpt út af Norðaust-
uriandi í Austur-íslandsstrauml
var selta í vetur tiltöluiega há sem
bendir hvorid
né ísreks úr þeirri átt Sldlin miili
kalda og hlýja sjávarins við Suð-
austuriand vom að vanda við
Lónsbug. Hitastig gmnnt með
Suðuriandi á Íoðnuslóð var frem-
ur iágt (6°C) og svo var einnig
vestar á Selvogsbanka (4,5-
6,5DC). Ferskvatnsáhrif virtust
vera Jítil við Suðvesturland, eink-
um f Faxafióa.
í leiðangrinum f vetur var einn-
átu í sjónum fyrir Norður- og
Suðurlandi, einnig á kolefni í sjó
á nokkrum stöðum í heita o;
•Ei
Af hverju ekki bara að skjóta hreindýrið með
netadræsuna? Páll Hersteinsson veiðistjóri:
Ekki verið að
láta undan
dýravinunum
PáU Hersteinsson veiðistjóri
segir að ekki sé verið að hopa
fyrir dýravemdunarfélögum og
-sinnum með því að gera til-
raun til að ná netadræsu af
hreindýri í Lóni með því að
skjóta það með deyfilyfi í stað
íslenskt fyrirtæki haslar sér völl í A-Evrópu:
ÞÝZK-ÍSLENZKA MEÐ
SKRIFSTOFU í MOSKVU
Þýzk-íslenzka hf. hefur sett á fót
eigin verslunarskrifstofu í Moskvu
sem annast mun viðskipti fýrirtæk-
isins í löndum A-Evrópu í framtíð-
inni.
Forstöðumaður skrifstofunnar hef-
ur verið ráðinn. Hann heitir Yuri
Kudinov og var til skamms tíma yf-
irmaður viðskiptadeildar rússneska
sendiráðsins á íslandi og áður þess
sovéska. Hann hafði um árabil um-
sjón með viðskiptasamningum ís-
lands og Sovétríkjanna en gegndi
áður sams konar störfum í Svíþjóð,
Belgíu og víðar.
Með tilkomu verslunarskrifstof-
unnar sem rekin verður sem sérstök
deild innan fyrirtækisins undir
nafninu A- Evrópudeild Þýzk-ís-
lenzka hf, hyggst fyrirtækið stór-
auka viðskipti sín við A-Evrópulönd
með sérstakri áherslu á Rússland.
Meðal vörutegunda sem Þýzk-ís-
lenzka hyggst bjóða frá Rússlandi á
þessu ári verður timbur til bygginga
og smíða.
Mikið framboð er á öðmm vömm
ýmsum og verða viðskiptamöguleik-
ar með þær kannaðir, ýmist með til-
liti til beinna kaupa, vöruskipta eða
þríhliða viðskipta. —sá
Höfuöstöðvar Þýzk-íslenzka
í Reykjavík.
þess að farga því. „Vissulega
koma þó einnig dýravemdunar-
sjónarmið inn í málið,“ segir
Páll.
„Líkurnar fyrir því að netadræsan
verði hreindýrinu að aldurtila eru
mjög litlar," segir Páll. Hann segir
að dýrið sé vel á sig komið og því
fylgi tveir hreindýrskálfar. Þetta
ásamt því að nú er ekki hefðbund-
inn veiðitími segir hann ástæðu
þess að ekki sé farið út í það að farga
dýrinu.
Fyrr í vikunni var sagt frá hrein-
dýri í Lóni sem flækt hefði horn sín
í netadræsu. Eftirlitsmaður á veg-
um veiðistjóra gerði tilraun til að
nálgast dýrið, sem er með nokkrum
öðmm í hóp, til að reyna að komast
að raun um hvort um tarf eða kú
væri að ræða þar sem tarfar fella
horn fljótlega en kýr ekki fyrr en í
vor.
Páll telur að líkurnar séu ekki
miklar á því að dýrið festist nema
annað horn þess detti af á undan
hinu. Þá gæti það átt á hættu að
stíga í dræsuna eða festa hana í vír.
Hann segir að ekki sé endanlega
ákveðið hvort og hvenær verði
reynt að skjóta deyfiefni í dýrið.
„Það á að athuga það mál en það er
ekkert endanlega ákveðið. Aðstæð-
ur þurfa að vera alveg réttar því það
þarf að vera bæði logn og frost,"
segir Páll. Það skýrist af því að til að
ná að deyfa dýrið þarf að komast í
minnst 40 metra færi við það. Til
samanburðar nær skytta að fella
hreindýr á 150 metra færi -HÞ
Söfnunarátak vegna krabbameinssjúkra barna er í dag. Nauðsynlegt er að vinna gegn þekkingarskorti
á högum krabbameinssjúkra barna. Þau einangrast oft frá öðrum börnum sem trúa hinu ómögulega
og segja: „Ég gæti smitast af þér“:
Otrúleg þolraun fyrir
börnin og aðstandendur
Samtök aðstandenda krabbameinssjúkra barna gangast í dag fyrir
söfnun í neyðarsjóð sem gæti styrkt foreldra og forráðamenn barn-
anna. Jóhanna Guðbrandsdóttir er einn af talsmönnum söfnunar-
innar. Hún átti sjálf krabbameinssjúkt barn sem nú er látið. Hún
telur umfjöllun um krabbaneinssjúk börn af hinu góða þó ekki væri
til annars en draga úr fordómum og skilningsleysi sem ekki síst
birtist í viðhorfum bama. „Ég get ekki farið heim með þér; ég gæti
smitast," sögðu böm við dóttur hennar þegar bróðir hennar lá veik-
ur heima.
Milli sex og átta börn greinast með
krabbamein á ári og segir Jóhanna
að talið sé að börn sem greinist eigi
helmings lífslíkur. Hún segir það
samt vera misjafnt eftir áhættuhóp-
um. Hún nefnir hvítblæði sem
dæmi og segir að það sé hægt að
hjálpa flestum. „Framfarirnar eru
miklar og það er alltaf eitthvað að
gerast í þessum málum," bætir hún
við.
Hún bendir á að hvítblæði sé al-
gengast og um þriðjungur krabba-
meinssjúkra barna greinist með
þann sjúkdóm sem er samt á mjög
misjöfnu stigi. „Það er til margs
konar hvítblæði eftir því hvaða
frumur era sýktar," segir Jóhanna.
Hún segir að þótt söfnunin byrji
formlega í dag hafi viðbrögð nú
þegar verið ótrúlega góð. „Fólk
hringir hingað allan daginn, bæði
einstaklingar og fyrirtæki. Það er
verið að bjóða alls konar aðstoð og
viðtökurnar fara fram úr okkar
björtustu vonum,“ bætir hún við.
Samtök aðstandenda krabba-
meinssjúkra barna eru frekar ungt
félag sem var stofnað fyrir tæpum
tveimur árum. Nú era félagsmenn
um hundrað að sögn Jóhönnu. Hún
segir að markmið félagsins sé að
standa við bakið á krabbameins-
sjúkum börnum og fjölskyldum
þeirra. „Þá eigum við bæði við inni
á sjúkrahúsum og utan þeirra," seg-
ir Jóhanna.
Hún segir að yfirleitt þurfi börn að
gangast undir tveggja til þriggja ára
lyfja- og geislameðferð þegar um
hvítblæði sé að ræða. Það sé á þeim
tíma sem foreldrar þyrftu að eiga
aðgang að styrktarsjóði. „Sú aðstoð
sem fæst frá ríkinu er svo takmörk-
uð að það er nauðsynlegt að gera
eitthvað í þessum málum. Fólk
ræður ekki bæði við tilfinninga-
stríðið og fjárhagsáhyggjumar,"
segir Jóhanna.
Gott á þig að bróðir
þinn fékk krabbamein
Jóhanna vonast til að átakið verði
jafnframt til þess að opna umræðu
um þessi mál. „Það er ótrúlega
margt fólk sem veit ekki að börn fá
krabbamein og hefur einnig rang-
hugmyndir um hvað krabbamein
er sérstaklega í börnum,“ segir Jó-
hanna. Þar talar hún út frá eigin
reynslu þar sem hún átti son sem
lést af völdum krabbameins. Hún
segir ranghugmyndirnar birtast
með ýmsum hætti. „Þótt ótrúlegt
megi virðast heldur fólk að það geti
smitast af krabbameini," segir Jó-
hanna.
Þá segir hún að veikindin snerti
ekki aðeins veika barnið og for-
eldra þess heldur ekki síður systk-
ini þess sem jafnvel verði fyrir að-
kasti. „Þetta er ótrúlegt en satt því
þau verða jafnvel fyrir aðkasti frá
félögum sínum og kunningjahóp-
um í skólum. Krakkarnir eru svo
illa upplýstir um þetta og halda
jafnvel að hægt sé að smitast af
krabbameini," segir Jóhanna.
Dóttir hennar upplifði að sagt var
við hana: „Ég get ekki farið heim til
þín því ég gæti fengið krabba-
mein.“
„Hún var átta ára þegar bróðir
hennar greindist með krabbamein.
Börn geta verið miskunnarlaus.
Það er ekki mjög langt síðan þetta
var sagt við hana: „Það er gott á þig
að bróðir þinn fékk krabbamein.“
Þau vissu að þarna gátu þau sært
hana,“ segir Jóhanna.
Hún segist hafa haft samband við
skólann sem tók á málinu en það
dugði skammt. „Það var bara í
augnablik því umræðan stóð í einn
dag og síðan ekki söguna meir.
Manni finnst ósanngjarnt hvað
börnin eru ómeðvituð um þetta
inni í skólunum. í þessu tilviki er
það krabbameinssjúka barnið sem
er í hættu vegna þess að varnar-
kerfi þess er í molum og það gæti
sýkst af minnsta kvefi af skólafé-
lögunum," segir Jóhanna.
-HÞ