Tíminn - 21.04.1993, Side 3

Tíminn - 21.04.1993, Side 3
Miðvikudagur21. apríl 1993 Tíminn 3 Ljóst að neyðarástand getur skapast á Kvennadeild Landspítalans: Yfir 300 fæíingar áædaiar á Fæðinaardeikfinni í mai Áskorun til stjómvalda um að beita sér fyrir tafarlausum úrbót- um í málum fæðandi kvenna, hvar sem er á landinu, var sam- þykkt á málþingi sem haldið var á Hótel Sögu um síðustu helgi. Jafnframt er skorað á borgaiyfír- völd í Reykjavík að taka nú þegar upp viðræður við stjóraendur Landspítalans um framtíðarlausn A LÆKJARTORGI er ætlunin að koma fyrir sölutumi sem staðið hefur við vestanvert Austurstræti eða við „Hallæris- planið" svonefnda. Það mun er tímar líða fá virðulegra nafn og nefnist þá Ingólfstorg. Framkvæmdir viö torgið eru að hefjast og er flutningurinn á söluturninum liður í undirbúningsframkvæmdum. á málefnum Fæðingarheimilis Reykjavíkur þannig að þar megi áfram reka fæðingarstofnun. Mál- þing þetta var sótt af rúmlega hundrað manns, þeirra á meðal fulltrúum frá Kvenfélagasam- bandi íslands, Kvenréttindafélagi íslands og öllum stjóramála- fíokkum sem sæti eiga á Alþingi. í greinargerð segir m.a. að hafa verði í huga að Kvennadeild Land- spítalans sé eina fæðingarstofnun- in á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þjóni auk þess öllu landinu. Konur eigi því um fáa aðra kosti að velja þegar þær ala börn. En nú sé svo komið að fæðingum fari fjölgandi og deildin sé engan veginn í stakk búin til að sinna hlutverki sínu svo vel sé. í maímánuði séu t.d. áætlaðar um 300 fæðingar. Svo mörg böm hafi aldrei fæðst á deildinni á einum mánuði. Ljóst sé að neyðarástand geti skapast ef ekki verði nú þegar eitthvað að gert. Málþingið telur sömuleiðis mikil- vægt að fæðingarlæknar starfi í öllum landshlutum. Úrbóta er krafist og jafnframt að konum, hvar sem er á landinu, verði gert kleyft að velja hvar og við hvaða aðstæður þær fæða börn sín. Til þess verði heilbrigðisyfirvöld að endurskoða stefnu sína í fæðingar- málum í samvinnu við fagfólk sem annast fæðingarhjálp. Loftleiðir og Esja eitt Flugleiðahótelin Loftleiðir og Esja hafa verið færð undir eina stjóm, Einars Olgeirssonar, sem undanfarið hefúr stjómað Esju og þrem öðrum hótelum þar áð- ur. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs, hafa miklar endurbætur staðið yf- ir á hótelunum undanfarið ár. Herbergin hafi verið endumýjuð og breytingar gerðar á veitinga- rekstri. „Framundan er mikið markaðsstarf, bæði hér heima og erlendis. Við teljum hagkvæmast að þetta markaðsstarf verði undir einni stjóm. Jafnframt vinnum við að því markmiði fyrirtækisins að einfalda stjómskipun og stytta boðleiðir," sagði Pétur. Leikfélag Akureyrar: Atta um starf leikhússtjóra Alls sóttu átta einstaklingar um starf leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar og þar af óskaði helmingurinn, eða fjórir, nafnleyndar. Hinir eru þeir Jakob S. Jónsson, Hávar Sigurjónsson, Viðar Eggerts- son og Einar Þorbergsson. Umsókn- arfrestur um stöðuna rann út þann 1. aprfl sl. og er gert ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu í stöðuna seinna í þessu mánuði. Leikélag Akureyrar er eina at- vinnumannaleikhúsið á lands- byggðinni og undanfarin ár hefur Signý Pálsdóttir haldið þar um stjómvölinn en formaður stjómar er Sunna Borg. Um þessar mundir sýnir leikfélagið óperettuna Leðurblökuna eftir Jó- hann Strauss í leikstjóm Kolbrúnar Halldórsdóttur við góðar undirtekt- ir. -grh Innbrotum í bíla hefur fjölgað gífurlega mikið: Milljónatjón í tugum innbrota í bíla „Fjöldi innbrota í bíla hefur aukist gífurlega undanfama mánuði og hér er vafalaust um milljónatjón að ræða. Innbrotin skipta tugum í hverjum mánuði og þjófar eru slyngari en áður að opna bílhurðir án nokkurra vegsummerkja," segir Geirarður Geirarðsson, yfir- maöur eignatjónadeildar Sjóvá Almennra. Geirarður segir að þessi innbrot séu eins og önnur stunduð helst á kvöld- in og í skjóli nætur aðallega um helgar við heimili manna. Þá telur hann að innbrot á stómm bflastæð- um við fyrirtæki og stofhanir færist í vöxt. Hann segir tjón bfleigenda misjafnt sem verða fyrir barðinu á þjófunum. „Ég minnist atviks þegar sjö til átta ferðatöskum fullum af söluvamingi var stolið úr bfl fyrir- Arthúr Morthens, formaður Barnaheilla: Ofbeldi á börnum verulegt vandamál „Ofbeldi á böraum er verulegt vanda- mál,“ segir Arthúr Morthens, for- maður samtakanna Bamaheill. Of- beldi og áþján barna er yfírskrift ráð- stefnu sem samtökin Bamaheill gangast fyrir um næstu helgi en þar verður m.a. rætt um foreldrahlutverk, einelti, umhverfí baraa og ofbeldi í fjölmiðium. „Það er of mikið um vanrækt böm,“ bætir hann við og vísar m.a. til niður- stöðu rannsókna hér á landi sem sýna að algengt sé að böm séu skilin ein eft- ir heima. Arthúr segir að ofbeldi gegn bömum sé verulegt vandamál og nefnir þar til líkamlegar refsingar, kynferðislegt of- beldi svo og andlegt ofbeldi. Hann tekur undir þá skoðun að í sumum tilfellum Ieiði ofbeldi af sér aukið ofbeldi. „Rannsóknir í Banda- ríkjunum á alvarlegum afbrotum leiða í Ijós að afbrotamenn hafa átt erfiða bemsku,“ segir Arthúr. Hann álítur að ýmsir félagslegir þættir hafi einnig sitt að segja og nefnir þar til fátækt og atvinnuleysi sem dæmi. tækis. Þá kemur fyrir að engu er stolið," bætir Geirarður við. „Það virðist vera mikið sótt í betri bfltæki og radarvara," segir hann að- spurður um það hvað það sé sem freisti helst þjófanna. „Skilji fólk eft- ir töskur eða eitthvað sem sést er voðinn vís,“ bendir hann á og telur að bfleigendur verði að gæta þess að skilja helst ekki eftir verðmæti af neinu tagi í bflunum. „Ég veit dæmi þess að fólk skilur eftir myndavélatöskur með góðri myndavél og linsum yfir nótt," segir Geirarður og finnst þetta bera vott um mikið kæruleysi. Geirarður bendir á að fólk sé orðið gætnara með að læsa bflum sínum. ,Á móti kemur að þjófamir eru orðnir slyngari að opna bflana en áð- ur var og skilja ekki eftir sig nein verksummerki," bætir hann við. „Það er aðalreglan að skilja ekki eft- ir verðmæti í bflum og alls ekki þannig að það sjáist," segir Geirarð- ur um hvað fólk eigi helst að gera til að verjast ásókn þjófanna. „Þá væri eflaust mikil hjálp í svor.efndum þjófavörum sem eru sjaldgæfir í bfl- um hér á landi,“ segir Geirarður og á við vælur og annan slíkan búnað sem fer í gang við innbrot. „Til þess að tjón sem hlýst af inn- broti í bfl sé bótaskylt af hálfu trygg- ingafélags, þurfa vegsummerki að sjást á bifreiðinni og þá eru einungis bættir hlutir sem flokkast undir inn- bú,“ segir Ólafur Björnsson, af- greiðslustjóri í tjónadeild hjá sama fyrirtæki. Þetta þýðir að sögn Ólafs að ekki er bætt fyrir þjófnað á hljóm- flutningstækjum í bflum en sé skjalatösku t.d stolið er hún bætt þar sem hún flokkast undir innbú. „Þetta gildir hafi menn heimilis- tryggingu," bætir hann við. -HÞ LAX-GALLAR Loðfóðraðir og vattfóðraðir kuldagallar, einnig vinnusamfestingar til sölu, stærðir 48-60. Get sérsaumað. Framleiði einnig léttan galla fyrir . konur. Leitið upplýsinga! LAX-GALLAR Anna Eyjólfsdóttir I 371 Búðardalur Sámsstöoum I I ® 93-41296 BARNALEIKTÆKI ★ Aspar leiktæki eru ætluö börnum á öllum aldri. Þau eru sterk # endingargóö • hagkvæm # auöveld í uppsetningu • fjölbreytt # örugg og umfram allt skemmtileg. ★ Aspar leiktæki eru gerð úr gagnvaröri furu og lökkuðum krossviö í ýmsum litum, en leiktæki úr tré hafa marga kosti framyfir tæki úr öörum efnum. ★ Hlýlegur viðurinn og líflegir litirnir fegra umhverfið og auðga ímyndunarafl barnna. ★ Leiktækin henta jafnt á almennum leikvöllum, í skemmtigaröa sem á leiksvæðum íbúöarhúsa eöa í garðinn. ALLAR NÁNARI UPPL ÝSINEAR: Nesvegi 13 • Stykkishólmi S 93 - 81225 & 81179 - Fax: 93 - 81625 Verð 11.500,- m. VSK.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.