Tíminn - 21.04.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 21.04.1993, Qupperneq 5
Miðvikudagur 21. aprfl 1993 Tíminn 5 Þorsteinn Antonsson: Stj ómarskráin Dönsku lögin um sérstööu íslands í Danaveldi, svokölluð Stöðulög, gengu í gildi árið 1871. Eftir þeim að dæma og því hvernig til þeirra var efnt töldu Danir sig hafa rétt á að koma nýrri stjórnskipun á með valdboðum hériendis, þótt einveldið hefði verið afnumið. Jón Sigurðsson var andsnúinn þessu sjónarmiði, sjálfstæðisbaráttu sína byggði hann á því áliti að réttar- staða Islendinga í Danmörku væri eftir einveldisafsalið hin sama og hún var í Noregi, að gerðum Gamla sátt- mála. íslendingar hefðu aldrei lofað Dönum öðru en að hlýða dönskum einvaldskóngi. Rétt eins og þjóðin ákvað á sínum tíma að hlýða norsk- um kóngi. Höfðu íslendingar þó sjálf- ir lýst Gamla sáttmála ógild- an við erfðahyllinguna, að minnsta kosti jafn fúslega og þeir höfðu hyllt einvald- inn. En Jón virti erfðahyllinguna, fyrst hann taldi að hægt væri að ómerkja hana með einveldisafsalinu. Hið foma samkomulag við Noregs- konung kom því í rauninni málinu ekki lengur við, þegar komið var fram á miðja 19. öld. í öðru lagi var samningurinn löngu týndur, og í þeim efnum ekki við ann- að að styðjast en miklu yngri skrif. Nær réttu lagi er að einvaldurinn Friðrik 6. hafi brotið samkomulag á íslendingum með því að hætta að vera einvaldur og íslendingar því ekki á snærum Dana úr því. En það var ekki baráttumál Haftiar-landa á 19. öld að ijúfa samband íslensku þjóðar- innar við Danakonung, þótt Alþingi hlyti sjálfstæði. Þeir voru á sömu línu og Þjóðveldismenn — og við. ÖIl áhersla á hina fomu frægð þingsins, en framkvæmdaarmurinn jafn mátt- laus og alltaf. Það hefði verið jafn óhagsýnt á tíð Jóns Sigurðssonar að krefjast sambandsslita við kónginn og fyrir okkur að segja upp vamar- samningum við Bandaríkjamenn nú á þeirri forsendu að kalda stríðinu sé lokið. Eða fyrir útgerðina á líðandi stund að líta til hagsmuna bænda- stéttarinnar og gagnkvæmt. Stjómarskráin var afhent íslending- um árið 1874. Samkvæmt henni var íslendingum heimilt að ráðstafa sér- málefnum sínum með sömu tak- mörkunum og aðrir danskir þegnar sínum málum. Framkvæmdavaldið var hjá konungi, dómsvaldið hjá dómendum í Höfn, Iöggjöfin hjá AI- þingi, en þó ekki nema að nafninu til, því að konungur hafði úrskurðarvald um gildi laganna. í stjómarskránni voru almenn ákvæði um mannrétt- indi og friðhelgi, eignarrétt og prent- frelsi og annað ámóta sem varðar byggingu vestræns þjóðfélags á nú- tímavísu. Á Þingvallafúndi 1851 var því lýst yf- ir að ísland væri þjóð í frjálsu ríkja- sambandi við Danmörku, en ekki hluti af danska ríkinu, hvorki ný- lenda né herfang. Stjómarskráin 1874 gerði aftur á móti ráð fyrir að konungur hefði úrskurðarvald um gildi laga Alþingis. Né gátu íslending- ar takmarkað vald landstjórans, sem stjómaði í umboði konungs. Land- stjórinn heyrði undir ráðgjafa í danska dómsmálaráðuneytinu. Danska ríkisþingið réði öllu í hinum sameiginlegu málefnum Dana og íslend- inga. Þrátt fyrir að ekki hafði gengið betur saman en þetta um tillögur og framkvæmdir, var hér um áfangasigur að ræða eftir 45 ára baráttu fyrir viðurkenningu á sjálf- stjómarréttindum íslendinga. íslendingar fengu ráðherra í stað landshöfðingja. Það sem af er öldinni hefúr kosningaréttur til Alþingis orð- ið almennari og að því er menn vildu ætla réttlátari. Konungskjör þing- manna var afnumið og eftirstöðvar þess, efri deild Alþingis, var lögð nið- ur á þessu ári. ísiendingar notfærðu sér vanmátt Dana í heimsstyrjöldun- um tveimur, 1918 og aftur 1944, til að koma sér upp forsætisráðherra í staðinn fyrir kóng. Að þessum form- breytingum frátöldum er stjómar- skráin úr konungs hendi 1874 uppi- staða hins endurreista íslenska þjóð- veldis. Umskiptin Forfeður okkar bættu sér upp ótrygg lífsskilyrði með trú á almættisöfl, sem skapað hefðu og hugsað fyrir- fram allt í mannsins gerð. Þeim var hvaðeina hluti af heilmikilli áætlun, sem þeir sjálfir gætu haft áhrif á með réttri breytni. Svo týndist guð úr myndinni og um hríð taldist hún vél- geng en skiljanleg, a.m.k. þeim sem skynsemi hefðu til þess að skilja hana. En sá rammi hélt ekki heldur innihaldinu. Nú dugir ekkert minna en hagsmunasamtök til að bægja frá framandleika og óvissu. Nú er það sjálf aðferðin sem gildir, aðhald al- menningsálits, afþreyjan og hraðinn sem hamlar gegn tilfinningu um að öll séum við leiksoppar einhvers sem við ekki þekkjum. Á því skriði verður að tala og skrifa, ef skiljast á. Og þá helst um hin kunnuglegri eftú. f veraldlegum efnum eigum við enn eftir að koma okkur upp samfélags- skipun sem kallast geti með réttu ís- lensk. Um Ieið og sjálfstæðið var fengið hófst fálmkennd Ieit að nýju erlendu yfirvaldi. í stað trúar á al- mættisöflin kom bælt óöryggi borg- arastéttarinnar og þar með komu hlutverk í stað sjálfsvildar. í stað reynsluþekkingar kom trú jafnaðar- manna á aðferð. í stað hamingju kom lífsstíll. Frumstæð samfylgd manns og náttúruafla vék fyrir ofvexti og sérhæfingu. í stað galdurs kom kjamorka. f stað innra jafnvægis menningarkvillar. í stað upplýsts al- menningsálits markaðssjónarmið. Kaupsýslufrelsið gerðist eignaraðili að hinu viðsættanlega frelsishugtaki leiksviðs og tilgerðar og náði að móta frelsi íslendinga algerlega í þeirri mynd. Þar með fylgir ritstýring vold- ugs almenningsálits, sem heldur að mönnum hugvitssnauðri einfeldni. Höfundur er rithöfundur. Fnjóská í Eyj afírði Náttúrulegur laxastofn hefur vafa- laust verið í meiri hluta laxveiðiánna hér á landi alla tíð, að því er best verður séð. En í aðrar hefur hann verið innleiddur af mannavöldum seinustu áratugi. Þá hefúr fiskinum verið gefið aukið rými en hann hafði áður, með fiskvegagerð og annarri fiskrækt. Sem dæmi um þetta síð- astnefnda má nefna Fnjóská í Eyja- firði. Góðar silungsár í Eyjafírði í Eyjafjörð falla nokkrar góðar veiði- ár, auk Fnjóskár, eins og Eyjafjarð- ará, Hörgá og Svarfaðardalsá. í þeim er fyrst og fremst um silungsveiði að ræða, enda árvatn í þeim með lægra hitastig en f laxveiðiánum yfirleitt. Þó gengur alltaf eitthvað af laxi í ámar og laxveiði er þar óveruleg yf- irleitt. Fnjóská hefur þó sérstöðu í þessu efni, því þar veiðast árlega um 240 laxar, ef tekið er meðaltal ár- anna 1974 til 1991, en á þessu tíma- bili fengust mest á einu ári 554 laxar og var það árið 1978. Auk þess gefur Fnjóská mjög góða sjóbleikjuveiði, eins og hinar ámar við Eyjafjörð. Eitt af því, sem stuðlað hefur að góðri silungsveiði í ánum í Eyjafirði, er að netafriðun í sjó er í Eyjafjarð- arsýslu og að hluta við austanverðan fjörðinn. Sett var inn í lög um lax- og silungsveiði 1942 ákvæði, sem heimilaði ráðherra að setja reglur um netabann í sjó. Slík reglugerð kom 1943, með friðunarsvæði í sjó fýrir netum úti frá ósum Fnjósk-ár, á strandlengjunni frá Sæbóli að Kljá- strönd að báðum jörðum meðtöld- um. Hins vegar tókst síðar ekki að ná fram friðun austan fjarðar að öðru leyti, því að í sýslunefnd var ekki nægjanlegan stuðning að fá til þess að slík friðun kæmist á. Fyrr- greint netaveiðibann kom í Eyja- fjarðarsýslu 1979. Fnjóská er öflug á Á sínum tíma var Fnjóská aðeins geng laxi og silungi að Laufásfoss- um, sem em í 6 km fjarlægð frá sjó, en lengd árinnar er um 117 km, en aðrennslissvæðið 1310 ferkílómetr- ar. Skömmu fyrir seinustu heims- styrjöld var hafist handa við að gera Laufásfossa fiskgenga að tilstuðlan Englendings, L. Fortescue, sem var háskólakennarí og hafði ána á leigu. Hann hafði tekið sérstaka tryggð við Fnjóská, sem hann kynntist fyrst á öðrum tugi aldarinnar við heim- sókn hingað til lands og dvöl að Laufási, og var eftir það tíður gestur hér á landi. Hann lærði og talaði ís- lensku vel. :___/ Að öðru leyti á Fortescue athyglis- verða sögu hér á landi, sem ekki verður rakin að þessu sinni. Það sem Fortescue gerði m.a. var að fá Menzies, skoska veiðimála- stjórann, hingað til skrafs og ráða- gerða um fiskrækt í Fnjóská. Að laxastiga var unnið í Fnjóská ár- ið 1937. Þá var sleppt á þessum ár- um verulegu magni af Iaxakviðpoka- seiðum. Skotinn hafði orð á því að það myndi taka um 40 ár að fá ör- uggan laxastofn í Fnjóská ofán Lauf- ásfossa. Efri-Laufásfossar í Fnjóská. Laufásfossar gerðir flskgengir Tálið var, að ef tækist að gera Lauf- ásfossa laxgenga, myndi opnast um 50 km langt svæði í ánni ofán þeirra. Eftir aðgerðina 1937 urðu menn strax sumarið 1938 varir við sjó- bleikju ofarlega í ánni. Næst var haf- ist handa um fiskvegagerð í Laufás- fossum 1970 og þá 1978 og loks 1985, að gerður er nýr og fullkom- inn fiskvegur. Auk þess hefur á seinni áratugum verið sleppt göngu- seiðum af laxi í ána. Reynslan af fiskrækt og veiðiskap í Fnjóská hefur sýnt, að lax gengur efst í ána um 40 km frá sjó að stað í ánni hjá Hlugastöðum. Þar er ekki sjáanleg venjuleg hindrun fyrir lax, heldur mun lágur vatnshiti stöðva frekara landnám laxins. Þó að laxinn fari ekki lengra upp ána en fyrr var nefnt, fer sjóbleikjan hins vegar um 70 km Ieið upp ána. Við Fnjóská starfar veiðifélag og er það í hópi eldri slíkra félaga, stofnað 1938. Það ber nafn árinnar og er for- maður þess Jón Sigurðsson, bóndi í Hjarðarholti. f ánni er eingöngu stunduð stangaveiði. Stangaveiðifé- lagið Flúðir á Akureyri hefur um langt skeið leigt Fnjóská, en félagið á veiðihús við ána hjá Böðvarsnesi, þar sem veiðimenn geta haft sína hentisemi með gistingu og fæði. Ljósm. Þór Guöjónsson 518 laxar 1992 Athyglisvert er að svo virðist sem að fyrrgreind spá Skotans hafi ræst, því um það bil 40 árum síðar en hann var hér á ferð, fer að kveða að meiri laxveiði í ánni en áður hafði þekkst, og hefur svo verið síðan. Veiðin hef- ur verið breytileg frá ári til árs og sumarið 1992 veiddust alls 518 laxar í Fnjóská, sem verður að teljast frá- bær útkoma, sem vonandi boðar skemmtilega framtíð fyrir laxveiði í þessu glæsilega straumvatni, sem fellur um Fnjóskadal í Suður-Þing- eyjarsýslu. Einar Hannesson Snj allyrði og bænir Almenna bókafélagið hefúr nýlega mála fyrir bókinni: „Ekki verður /f sent frá sér nýjar prentanir af tveimur afar vinsælum bókum, sem báðar hafa verið ófáanlegar all- lengi. KRISTALLAR eru safn eftir- minnilegra snjallyrða víðsvegar að úr heiminum og frá öllum öldum ritunartímans. Höfúndamir eru harla mislitur hópur, allt frá ólæs- um alþýðuvitringum til skörpustu heimspekinga og stórskálda. Séra Gunnar Ámason segir í for- því neitað að sú bók sem hér um ræðir sé íhugunarverð að efninu til. Hún felur í sér mikla marg- breytni, fegurð og snilli, visku og leiðsögu, jafnvel harm og gleði og annað margvíslegt. En þar sem um þýðingu mína er að ræða að mestu leyti bið ég velvirðingar á þeim göllum, sem á henni kunna að vera." Kristallar eru 272 bls., prentun og bókband annaðist Prentsmiðja ■II Áma Valdemarssonar. Kápu gerði Hvíta húsið hf. Verð kr. 2.495,-. BÖRN OG BÆNIR — Sigurður Pálsson safnaði og þýddi er kynnt svo á bókarkápu: „í þessari bók eru: Alkunn íslensk bamavers. Ýmsar órímaðar bænir sem samdar hafa verið fyrir munn bama. Bænir sem böm frá ýmsum löndum hafa samið. Kafli ætlaður foreldrum um skírn, böm og bæn- ir. Bókin er fagurlega myndskreytt. Kjörbók þeirra sem vilja kenna börnum sínum að biðja og góður förunautur bama sem þegar hafa lært að biðja.“ Böm og bænir er 62 bls. í allstóru broti. Um útlit hennar hefúr Búi Kristjánsson myndlistarmaður séð, en prentun hefur prentsmiðjan Steinholt annast. Verð kr. 1.495,-. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.