Tíminn - 29.04.1993, Síða 3
Fimmtudagur 29. apríl 1993
Tíminn 3
Ríkisstjórnin gagnrýnd á Alþingi fyrir aðgerðarleysi og stefnuleysi í
sjávarútvegsmálum:
Flokkarnir ósammála
um stjóm fiskveiða
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað í fyrrakvöld að Þorsteinn sagði að í þjóðfélaginu
hætta við að leggja fram frumvarp um stjóm fiskveiða. Hann sagði væri sæmileg samstaða um að nota
að fyrirvarar einstakra þingmanna Alþýðuflokksins við frumvarpið aflamarkskerfið við stjóm fiskveiða.
væru of miklir. Össur Skarphéöinsson, formaður þingflokks Al- Hann sagði eðlilegt að það væri
þýðuflokksins, visar þessu á bug og segist vera tilbúinn til sam- ágreiningur um útfærslu á einstök-
komulags um þau atríði sem ágreiningur sé um en þau lúta aö um atriðum. Leitað yrði málamiðl-
sókn smábáta. ana um þessi atriði.
Tallð frá vlnstri: Gylfl Þ. Glslason, Bergljót Jónsdóttir (fyrlr hönd Æsu
Bjarkar Þorstelnsdóttur), Jóhann Tómas Sigurðsson, Þórdls Hadda Yng-
vadóttir (fyrir hönd Ketlls Slgurjónssonar), Páll Matthfasson, Dóra Helða
Halldórsdóttlr, Jóna Valdls Ólafsdóttlr og Sverrir Hermannsson.
Timamynd Ama Bjama
Ríkisstjómin heimilaði sjávarút-
vegsráðherra að leggja frumvarp um
stjóm fiskveiða, frumvarp um þróun-
arsjóð og frumvarp um verðjöfhunar-
sjóð fram. Frumvarpið um stjóm
fiskveiða er í meginatriðum byggt á
tillögum tvíhöfðanefndarinnar. Vikið
er frá þeim í tveimur atriðum sem
snerta smábáta. Lagt er til að smábát-
ar búi við blöndu af sóknarmarki og
aflamarki. Frumvarpið gerir ráð fyrir
að ákveðinn verði heildarkvóti fýrir
krókabáta sem nemi 70% af afla bát-
anna á fiskveiðiárinu 1991-1992.
Samkvæmt þessu yrði heildarkvóti
krókabátanna tæplega 14.000 þorsk-
ígildislestir. Gert er ráð fyrir veiði-
banni í desember og janúar en að
öðm leyti verði fiskveiðiárinu skipt í
þrjú tímabil. Fyrsta tímabil yrði sept-
ember til og með nóvember, næsta
tímabil janúar til og með maí en það
þriðja frá júní til og með ágúst. Á
fyrsta tímabilinu yrði heildarkvótinn
20% af árskvótanum, á öðm tímabil-
inu 25% en á því þriðja 55%. Ef
heildarkvóta einhvers veiðitímabils
er náð áður en því líkur skulu allar
veiðar krókabátanna óheimilar það
sem eftir er tímabilsins. Varðandi
línuveiðar miða hugmyndimar að því
að koma í veg fyrir að aflamark þeirra
skipa sem ekki stunda línuveiðar
skerðist meira en orðið er vegna línu-
veiðanna.
Fmmvarpið um verðjöfnunarsjóð
gerir ráð fyrir að sjóðurinn verði
lagður niður. Innistæður sem enn
em í sjóðnum og em á nafni ein-
stakra framleiðanda verði greiddar út
en aðrar eignir renni til reksturs Haf-
rannsóknarstofnunar. Áður hefur
verið gerð grein fyrir frumvarpi um
þróunarsjóðinn í Tímanum.
Þingfiokkar stjómarinnar fjölluðu
um frumvörpin í fyrrakvöld og sam-
þykktu sjálfstæðismenn þau. Nokkrir
þingmenn Alþýðuflokksins gerðu at-
hugasemdir við ákvæði um smábáta.
Sjávarútvegsráðherra taldi fyrirvar-
ana svo mikla að sér væri ekki fært að
leggja frumvörpin fram.
Málið var rætt milli flokkanna í gær
í óformlegum viðræðum en enn sem
komið er hafa þær ekki breytt þeirri
niðurstöðu Þorsteins að leggja frum-
vörpin ekki fram. Flest bendir því til
að þau verði ekki lögð fram og að
þinghaldi ljúki í fyrstu eða annarri
viku maímánaðar eins og upphaflega
var gert ráð fyrir.
Össur segir ekki ég
Svo virtist sem Össuri Skarphéðins-
syni hefði komið ákvörðun Þorsteins
um að hætta við að leggja frumvörp-
in fram á óvart Hann mótmælti því
að hann einn hefði stöðvað málið.
Andstaðan væri víðtækari.
„í meginatriðum ríkir bærileg sátt
innan stjómarflokkanna um lang-
stærstu atriðin, þróunarsjóðinn, afla-
markið og að aflaheimildir skuli vera
framseljanlegar. Ég eins og fleiri tel
að löggjafinn eigi að sjá til þess að
með engu móti verði hægt að mis-
nota framsal aflaheimildanna til að
skerða kjör sjómanna og ég á von á að
það verði gert En um meginatriðin
ersátt
Einstakir þingmenn hafa hins vegar
gert fyrirvara við þann þátt sem lítur
að smábátum og slíka fyrirvara er
ekki einvörðungu að finna hjá mér og
ekki heldur aðeins innan Alþýðu-
flokksins. Ég vil ekki liggja á þeirri
skoðun minni að ég tel að það sé
þjóðhagslega hagkvæmt að hlúa að
smábátaútgerð og það kemur raunar
mjög skýrt fram í samþykkt síðasta
flokksþings Alþýðuflokksins. Ég og
aðrir sem eru sömu skoðunar höfum
lýst því yfir að við erum reiðubúin til
að finna ásættanlega málamiðlun.
Þannig að yfirlýsingar góðra manna í
fjölmiðlum um skyndilegan dauða
þessara tillagna af þessum sökum eru
afskaplega ótímabærar svo ekki sé
meira sagt,“ sagði Össur.
Alþýðubandalagið vill
að Alþingi sjálft móti
stefnuna
Össur sagði þetta í umræðu um
þingsályktunartillögu Alþýðubanda-
lagsins um mótun fiskveiðistefnu.
Tillagan gerir ráð fyrir að sjávarút-
vegsnefnd Alþingis endurskoði lögin
um stjóm fiskveiða. Fyrsti flutnings-
maður er Jóhann Ársælsson og mælti
hann fyrir tillögunni í gær.
Jóhann sagði að það væri full þörf á
því að Alþingi tæki frumkvæði í þessu
máli. Ríkisstjómin hefði reynst ófær
um að ná fram niðurstöðu um málið.
Jóhann gagnrýndi harðlega tillögur
tvíhöfðanefndarinnar og sagði: „Það
er orðið deginum ljósara að öll end-
urskoðun laganna um stjóm fisk-
veiða er sýndarmennska sem átti frá
upphafi aldrei að bera annan árangur
en að festa núgildandi kerfi í sessi.“
Jóhann sagði að verstu gallar kvóta-
kerfisins væri byggðaröskun, kjara-
skerðing sjómanna og fiskverkafólks
og óeðlilegir viðskiptahættir með
kvóta. Hann sagði að endurskoðun
lagana um stjóm fiskveiða sem ekki
tæki á þessum göllum væri engin
endurskoðun.
Þorsteinn segir Alþýðu-
bandalagið stefnulaust í
sjávarútvegsmálum
Þorsteinn Pálsson gagnrýndi til-
löguflutning Alþýðubandalagsins
harðlega og sagði hann ekkert annað
en auglýsingu á stefnuleysi flokksins
í sjávarútvegsmálum. Hann minnti á
að Jóhann Ársælsson og sjávarút-
vegsráð Alþýðubandalagins hefðu
samið frumvarp um nýja stjóm fisk-
veiða. Fmmvarpið hefði hins vegar
ekki verið samþykkt í flokknum og
því hefði flokkurinn lagt fram þings-
ályktun um að sjávarútvegsnefhd Al-
þingis mótaði sjávarútvegsstefnu
flokksins. Fmmvarpið væri hins veg-
ar prentað sem fylgisskjal við tillög-
una. Þorsteinn hrósaði Álþýðubanda-
laginu hins vegar fyrir að hafa hafnað
frumvarpi Jóhanns því það væri della.
Hann sagðist raunar aldrei hafa lesið
frumvarp sem væri önnur eins della.
Fleiri þingmenn tóku undir gagnrýni
Þorsteins á Alþýðubandalagið.
Steingrímur J. Sigfússon (Alb.)
sagði Þorsteini ekki fara vel að gagn-
rýna aðra fyrir stefnuleysi í sjávarút-
vegsmálum. Engin samstaða væri í
ríkisstjómarflokkunum um stjóm
fiskveiða eins og berlega hefði komið
í Ijós síðasta sólarhring.
Rddsstjómin stefnu-
laus og gerír ekkert
meðan fyrirtækin tapa
Framsóknarmenn hafa lýst yfir
stuðningi við aflamarkskerfið. Jón
Kristjánsson (Frfl.) sagði hins vegar
að það þýddi ekki fyrir stjómarflokk-
ana að treysta á að framsóknarmenn
kæmu þeim til bjargar. Stjómin bæri
ábyrgð á þeirri stöðu sem sjávarút-
vegurinn væri kominn í og það þýddi
ekki fyrir stjómarþingmenn að reyna
að koma þeirri ábyrgð yfir á fram-
sóknarmenn með því að leggja á
flótta.
Jón vék að ískyggilegum fréttum af
rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og
sagði: „Það eykur ekki bjartsýni á
þessum dimmu dögum í rekstri sjáv-
arútvegsfyrirtækja að ríkisstjómar-
flokkamir skuli ekki einu sinni koma
sér saman um að leggja fram frum-
varp um nauðsynlegar breytingar á
fiskveiðistefnunni, hvað þá aðgerðir
gagnvart aðsteðjandi vanda.
Núverandi stjómarflokkar lögðu
upp með það vegamesti að atvinnu-
lífið í landinu ætti að bjarga sér án af-
skipta stjómvalda. Þessi trúarbrögð
virðast enn vera við Iýði. íslenskur
sjávarútvegur er sveiflukennd at-
vinnugrein og allt of stór þáttur í
okkar þjóðabúskap til þess að ríkis-
stjóm á hverjum tíma geti verið
stikkfrí af erfiðleikum hans. Hvemig
hyggst ríkisstjómin taka á þeim
vanda sem nú er uppi? Á að fara nið-
urfærsluleið? Á að breyta skráningu
gengis? Á að fara leið skuldbreytinga
og fjárhagslegrar endurskipulagning-
ar eða á ekkert að hafast að og fara
gjaldþrotaleiðina sem mun setja
þjóðfélagið á annan endann?“ spurði
Jón.
„Mér er það ljóst að núverandi kerfi
er ekki fullkomið enda byggt á vissri
sáttagjörð þeirra sem við eiga að búa.
Því tel ég að við núverandi aðstæður
sé skynsamlegt að bæta núverandi
kerfi fremur en að umbylta því. Auð-
vitað er það svo, ef af sanngimi er
skoðað, að það er ekki sjálf fiskveiði-
stjómunin sem vandanum veltur.
Það er fyrst og fremst minnkandi afli
og alveg afleit rekstrarskilyrði," sagði
Stefán Guðmundsson (Frfl.).
Stefán ræddi um smábátana og
sagði að Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn hefðu komið í veg
fyrir það á sínum tíma að fjöldi smá-
báta yrði takmarkaður. -EÓ
Landsbanki
veitir sjö
Námustyrki
Landsbankinn hefur veitt sjö styrki
úr Námunni, námsmannaþjónustu
Landsbankans, en þetta er í fjórða
sinn sem bankinn veitir slíka
styrki. Tæplega 500 umsóknir bár-
ust að þessu sinni en félagar í Nám-
unni eru um tíu þúsund.
Þeir sem styrki hlutu em: Brynjar
Skúlason sem er í skógræktamámi
Heimir Steinsson og
Hrafn Gunnlaugsson:
Tímanum barst í gær eftirfar-
andi yfirlýsing sem dagsett er
28. ajprfl 1993, undirrituð af
Heimi Steinssyni útvarpsstjóra
og Hrafni Gunnlaugssyní fram-
kvæmdastjóra Sjónvarps:
„Undirrítaðir hafa sammælst
um að leggja tii hliðar fyrri deil-
ur og vinna saman af fullum
heilindum að framgangi Rflds-
útvarpsins-Sjónvarps. Fyrri
skrif og deilur munu látnar
liggja f þagnargildl. Hvor aðila
mun virða starfssvið hins.
Þetta samkomulag er gert til
eflingar íslensku sjónvarpi og
til þess að stuðla að góðum
starfsanda meðal starfsmanna
Rfldsútvarpsins- Sjónvarps
þannig að notið fái sln við upp-
byggingu góðrar dagskrár,
áhorfendum tfl fróðleiks og
yndisauka.
Við væntum þess að þessi yflr-
iýsing okkar geti orðið öðrum
aðilum, hvort sem þeir standa
innan eða utan vébanda stofn-
unarínnar, hvatning tii þess að
láta frið rfkja um starfseml Rflc-
isútvarpsins.
Aöalfundur
Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands
verður haldinn miðvikudaginn 5. maí 1993
kl. 20.30 í „Múlabae", Ármúla 34.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum
félagsins.
Félagsmenn sýni félagsskírteini 1992
við innganginn.
Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ.
við Landbúnaðarháskólann í Ási í
Noregi, Ketill Sigurjónsson sem er í
mastersnámi í Evrópurétti og þjóð-
arrétti við London School of Econ-
omics, Dóra Heiða Halldórsdóttir
nemandi á öðru ári við Þroskaþjálfa-
skóla íslands, Páll Matthíasson nem-
andi á fimmta ári í læknisfræði við
Háskóla íslands, Jóhann Tómas Sig-
urðsson nemandi á öðru ári við
Menntaskólann á Akureyri og jafn-
framt í múraranámi við Verk-
menntaskólann á Akureyri, Jóna
Valdís Ólafsdóttir nemandi við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands og Æsa
Björk Þorsteinsdóttir glerlistamemi
við Myndlistarskólann í Edinborg.
í dómnefndinni sem sá um val á
styrkþegum vom dr Gylfi Þ. Gísla-
son fýrrverandi ráðherra, Almar Ei-
ríksson, formaður BÍSN, Sverrir
Hermannsson bankastjóri, Kjartan
Gunnarsson starfandi formaður
bankaráðs og Kristín Rafnar útibú-
stjóri Vesturbæjarútibús Lands-
bankans. -EÓ