Tíminn - 29.04.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.04.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. apríl 1993 Tíminn 7 Leikur að vonum í Hótel Selfoss: Labbi í Mánum leikur og syngur Leikur að vonum heitir söngskemmtun, sem frumsýnd var í Hótel Selfoss á laugardagskvöld.Tdagskránni flytur Ólafur Þórarínsson, sem margir þekkja efalítið betur undir nafninu Labbi í Mánum, mörg af þeim lögum sem hann hefur samið og sungið gegnum ár- in, en Ólafur hefur veríð í eldlfnu dægurtónlistar á Suðuríandi í tæp 30 ár. Flutt eru 30 lög í bessari sýningu og eru þau öll eftir Olaf, að tveimur undanskildum. Elstu lögin eru af fyrstu plötu hljómsveitarinnar Mána, sem kom út árið 1967, Yngstu lögin eru nýlega samin. Dag- skráin er mjög fjölbreytt og lögin sum hver í klassískum útsetning- um. Jafnframt eru fluttar ballöður og rokkslagarar. Ólafúr Þórarinsson hefur eins og áður sagði verið lengi í fremstu fylk- ingu í dægurtónlistinni á Suður- landi, samhliða öðrum störfúm, en hann er nú svínabóndi á bænum Glóru í Hraungerðishreppi, skammt frá Selfossi. „Það er margt fólk, sem tekur þátt í þessari sýningu, og það gott fólk,“ segir Ólafur um þá sem með honum starfa. Þar má nefna söngkonuna Kristjönu Stefánsdóttur, sem syng- ur við píanóundirleik Jónasar Ingi- mundarsonar, blandaður kór syngur nokkur lög og blásarar úr Lúðra- sveit Selfoss þeyta hom sín í bar- áttusöng stuðningsmanna hand- knattleiksliðs Selfoss. í síðari hluta sýningarinnar leikur stórhljómsveit og þar syngja feðgin- in Ólafur og Guðlaug Dröfn saman, en Guðlaug hefur verið að hasla sér völl sem söngkona á síðustu misser- um. Hún söng meðal annars lag Geirmundar Valtýssonar í Söngva- keppni Sjónvarpsins og náði þar ágætis árangri. Næsta sýning á Leik að vonum verður 8. maí. —SBS, Selfossi Feðglnln Guðlaug Dröfn og Ólafur syngja saman. í fjárhagsáætlun Bolungarvíkurbæjar 1993 er gert ráð fyrir 10 milljón króna lækkun skatttekna frá fyrra ári, eða úr 134 í 124 milljónir. Bæjarstjórinn: Sveitarfélög frá Þingeyri að Djúpi verða að sameinast „Ég er nú einn af þeim, sem sjá það fýrir sér að ef við ætlum að fara að sækja fram aftur, þá getum við ekki búið við óbreytt ástand. Það verður að tengja saman og sameina sveitarfélögin frá Þingeyrí og hingað norður að Djúpi, en þó ekki með neinu offorsi," segir Ólaf- ur Krístjánsson, bæjarstjórí í Bolungarvík. í úttekt, sem Byggðastofnun gerði fyrir Bolungarvíkurbæ um áhrif þess ef báðir togaramir fæm úr bænum ásamt veiðiheimildum, kemur fram að það mundi hafa í för með sér að allt að 200 ársverk hyrfú úr plássinu. Það er um einn þriðji af ársverkum í bænum, sem vom um 570 árið 1990. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1993 fékk bæjarstjómin mánaðar- frest til að ganga frá síðari umræðu vegna ástandsins í atvinnumálunum. Á síðasta ári námu skatttekjur bæjar- ins um 134 milljónum króna, en í ár er hinsvegar gert ráð fyrir þær minnki um allt að 10 milljónir og verði 124 milljónir. Bæjarstjórinn segist vera í vafa um hvort áætlunin hafi verið lækkuð nægjanlega mikið, vegna eftirá álagningar á atvinnuleysisbætur og laun með ríkisábyrgð, sem skila sér því ekki í bæjarsjóð fyrr en á næsta ári. Þá hefur hægt á öllu innstreymi til bæjarsjóðs, en þótt fjárhagsstaðan sé mjög erfið em vansldl nánast eng- in. Ólafur Kristjánsson segir að í við- ræðum við aðila í nágrannabyggðar- lögunum hafi komið fram af þeirra hálfú, að þeir eiga fullt í fangi með sjálfa sig og em því ekki reiðubúnir til að standa í fjárfestingum í Víkinni að svo stöddu. En til lengri tíma litið, þá sé það næsta víst að það verður meira eða minna samstarf á milli byggðarlaganna. „Það, sem hér hefur gersL er óskap- legt og skelfilegt áfall, sem við stönd- um nánast berskjaldaðir fyrir. Þegar ég kom hingað fyrst í sveitarstjóm fyrir 28 ámm, vom hér malargötur, það vantaði sundlaug, skóla, íþrótta- hús o.fl. Á þessum tíma höfum við byggt hér upp góðan bæ og Iagt meira af mörkum til uppbyggingar hans en við kannski máttum gera.“ -grh Reyklaus dagur í dag: Rætt um reykingar kvenna á Borginni Reyklaus dagur er í dag, fimmtudag, i níunda sinn og sjöunda áríð f röö hérlendis. Dagurinn hefur veríð tímamótadagur og margt reykingafólkið hafið reykingabindindi sitt þennan dag. Rannsóknir sýna að flest reykinga- Nefndin vill enn hvetja fólk til að nýta reyklausa daginn til þess að ræða og skipuleggja tóbaksvamir á vinnu- stöðum, einkum þar sem enn er reykt í dag verður opin ráðstefna um kon- ur og reykingar á Hótel Borg á vegum Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Þá verður opið hús kl. 12-16 hjá Krabba- meinsfélagi Akureyrar að Glerárgötu 24,2. hæð, krabbameinsfélögunum á Austurlandi í heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. fólk vill hætta að reykja, en er ekki til- búið að stíga skrefið til fulls. Reyklaus dagur getur orðið þeim sá hvati sem dugar til að losa um þrælatök reyk- tóbaksins. Mikilvægur þáttur reyklauss dags er sá að vekja athygli á afleiðingum reykinga og þá ekki síður óbeinna reykinga. Undanfarin ár hefur Tóbaksvama- nefnd lagt áherslu á að berjast fyrir því að vinnustaðir verði reyklausir. Halldór Bjömsson, forstjórl Gúmmlvlnnustofunnar (Lv.), afhendlr Svelnl Runólfssynl landgræðslustjóra ávfsun upp á 435.750 krónur, en Gúmmfvlnnustofan hefúr ákveöiö að tfkall af hveiju Norödekki næstu tvö árin rennl til landgræöslu. Við hllð Halldórs stendur Vlöar Halldórsson, framkvæmdastjóri Gúmmfvinnustofunnar, og vlð hllð hans Pétur Guöjónsson, sem geról könnun fyrí r Gúmmívinnustofuna á vlöhorfl fólks til Landgræöslunnar og land- græðslu á fslandi almennt Tlmamynd Aml Bjama Landgræðslunni berst liðsauki frá Gúmmívinnustofunni: Tíkall af hverju Norð- dekki til landgræðslu Halldór Bjömsson, forstjóri Gúmmívinnustofunnar hf., afhenti í fyrradag Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra ávísun upp á 435.750,- kr. Fyrírtækið hefur ákveðið að láta 10 krónur af sölu sér- hvers sóiaðs hjólbarða af gerðinni Norðdekk næstu tvö árín renna til Landgræðslunnar. Norðdekk eru mest seldu dekk á íslandi. Fýrir réttu ári síðan ákvað ÓIi Kr. græðsluna, svo hægt yrði að koma til Sigurðsson heitinn, forstjóri Olís hf., að láta hluta af andvirði seldra lítra af bensíni á stöðvum Olís renna til Landgræðslunnar og hvatti jafnframt önnur fyrirtæki til að láta einnig eitt- hvað af hendi rakna til landgræðslu á íslandi. Aðstandendur Gúmmívinnustof- unnar ákváðu að gera það með fyrr- nefndum hætti, en einnig að kosta gerð skoðanakönnunar fyrir Land- móts við viðhorf almennings. Skoðanakönnun Gúmmívinnustof- unnar var gerð af fyrirtækinu IMG stjómunarfræðsla. Fólk af Suður- landi og Reykjavíkursvæðinu var spurt hver ímynd Landgræðslunnar væri í hugum þess, hvað því fyndist um starfsemi og áherslur og hvem árangur af starfsemi hennar það teldi hafa náðst. Þá var spurt hvort fólk væri sátt við fjárframlög stjómvalda Geisladiskur Kristjáns í DAS-vinninga Happdrætti DAS og Kristján Jó- hannsson tenór hafa gert með sér samkomulag um útgáfu á safndiski með Kristjáni Jóhannssyni, þar sem hann syngur einsöngslög og þekktar óperuaríur eftir helstu óperutónskáld sögunnar. Líklegt er að diskurinn verði í stærra upplagi en áður hefur þekkst hér á landi og verður hann ekki seld- ur í verslunum, heldur verður eina leiðin til að eignast hann að spila og vinna í happdrætti DAS. Geisladiskurinn verður í vinninga í 1. flokki hjá Happdrætti DAS, sem dregið verður í þann 7. maí næst- komandi. Þar sem í útdrættinum eru 80 þúsund miðar alls og heildar- útgáfa geisladisksins er 79.964 ein- tök, fá allir þeir, sem ekki hreppa stærri vinninga, geisladisk. Stærri vinningar eru 35 ferðavinningar og íbúðarvinningur að verðmæti 3 milljónir króna. Kristján hefur sjálfur valið allt efti- ið á geisladiskinn, sem er það vin- sælasta af þremur eldri diskum. Hann gefur eftir allar flytjenda- greiðslur af efninu og leggur þannig milljónir króna til DAS og málefna aldraðra. Kristján Jóhannsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri DAS, undirrituðu samninginn um útgáf- una í Toulouse í Frakklandi fyrir nokkmm dögum. til landgræðslu, viðhorf til umhverf- ismála almennt, samskipta Land- græðslunnar við önnur félagasamtök og hvemig kynning á starfi stofnun- arinnar hefði skilað sér. Af svömm má ráða að fólk telji að Landgræðslan sé almennt á réttri leið í starfsemi sinni, en þurfi að efla tengsl við félagasamtök og einstak- linga sem vilja leggja hönd á plóg. Það þurfi að gera með aukinni kynn- ingu og auglýsingum. Þá telur mikill meirihluti að stjómvöld ættu að auka framlög til landgræðslu. Aðeins 1% taldi að þau ætti að minnka. „Ég tel að þessi könnun komi okkur að miklum notum,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. „Við störfum að sjálfsögðu fyrir þjóðina að því að græða og vemda landið okkar, og viðhorf hennar er því okkur mjög mikils virði," sagði Sveinn. Sveinn segir að þrátt fyrir að Landgræðslan hafi lagt meiri áherslu á kynningar- starf en margar aðrar stofnanir, þá hafi sér komið þægilega á óvart að fólk virtist óska eftir meiri kynningu og upplýsingum. „Við emm greini- lega á réttri braut, en betur má ef duga skal í þessum efnum,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.