Tíminn - 29.04.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 29.04.1993, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 29. apríl 1993 Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriöjudaga kl. 20.30. Komlð og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Fnmsóknaríélögln Stjómarfundur SUF Fundur veröur haldinn f stjóm SUF laugardaginn 8. mal nk. kl. 16:00. Fundar- staður er Framsóknarhúsið, Suöurgötu 3 á Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Starf SUF næstu mánuði. 2. Sveitarstjömarkosningamar 1994. 3. Alyktanir. 4. Önnur mál. Eftir fundinn um kl. 20 verður opið hús á sama stað. Þá fer fram 2. riöill undan- keppni NoNu-keppninnar og eru allir velkomnir þangaö. Framkvæmdastjóm SUF Breyttur afgreiðslutími Stjómarráðs íslands Frá og með 3. maí næstkomandi verður almennur af- greiðslutími Stjórnarráðs íslands ftá Id. 8.30 árdegis til kl. 16.00 síðdegis. Forsætisráðuneytið. RÆSTING Innkaupastofnun rlkisins fýrir hönd dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins óskar hér með eftir tilboðum I þrif (ræstingu og hrein- gemingu) húsnæðis embætta og stofnana, er undir ráðuneytið heyra á höfuðborgarsvæðinu. Alls er um að ræða 10 embætti og stofnanir og eru helstu kenni- tölur þrifa eftirfarandi: Árieg reglubundin ræsting 13.786 m2 Hreingeming, teppahreinsun og bónun gólfs á fyrsta ári 9.153 m2 Útboðsgögn verða seld hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavik, frá og meö fimmtudeginum 29. apríl 1993 og kosta gögnin 6.225,- m/vsk. Tilboð skulu hafa borist Innkaupastofnun ríkisins eigi siöaren þriöjudaginn 25. mai 1993, kl. 11:00 og verða þau þá opnuö I viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK Alúðarþakkirflyt égjjölda einstak- linga víðsvegar um land og félagasamtök- um, sem sýndu mér vináttu og hiýju við 80 ára aldursmörkin þann 18. mars s.l. með góðum gjöfum, heillaskeytum, bréfum og ýmsum öðrum hœtti. Með kærri kveðju og bestu sumaróskum. Akranesi, 22. apríl 1993 Daníel Agústínusson Bændur 16 ára strákur, vanur sveitastörfum (er úr sveit), óskar eftir vinnu í sveit. Upplýsingar í síma 98-65502. MUTTyfoin mrr l uos rgjZ uos/ J Eru yfirvöld að ganga af göflunum? Utanríkisráðherra íslands gerist nú all breiður á erlendum vettvangi og hvetur til loftárása og frekari mann- fóma á átakasvæðum á Balkan- skaga. Hið afar viðkvæma og flókna deilumál, sem þar hefur kostað þús- undir mannslífa, er og verður við- fangsefni meginlandsþjóðanna, sem allar götur frá því er þessi lönd byggðust hafa staðið í endalausum styrjöldum og óáran. Afskipti og hvatning hinnar vopnlausu íslensku þjóðar til enn frekari manndrápa í okkur óviðkomandi landi er bæði hættulegt og hrokafullt athæfi, ósamboðið íslendingum með öllu. íslendingar hafa skuldbundið sig til þess að greiða 0,1% af stofnfé svo- kallaðs þróunarbanka Evrópu. Þessi fúlga er einar litlar 750 milljónir og eiga 30% þess fjár að greiðast fyrir árið 1995. Höfum við efni á að sól- unda hundruðum milljóna í botn- lausa hít og lúxus ráðamanna þessa skrípa-banka, sem hefir eytt um 200 milljörðum í einkaþotur, lúxushótel Lesendur skrifa og annað brjálæði, í stað þess að veita fjármunum til uppbyggingar Austur-Evrópu? Loks hefur gengið fram af Bretum, sem hafa verið vitni að ósköpunum. íslendingar ættu að huga vel að hvemig íslensk stjóm- völd fara með fé landsmanna, með- an þau segja að velferðarkerfið sé okkur oíviða hér. Nú em blómasalar æfir yfir að geta ekki grætt á innflutningi blóma til landsins. Flestir munu álíta að ís- lensk blóm séu okkur nóg og því út í hött að hefja innflutning á erlend- um blómum. En er ekki að koma betur í ljós, að samningurinn um EES dregur okkur út í fen, sem þjóðin mun að lokum dmkkna í, en erlend fyrirtæki hirða auðlindimar? í Morgunblaðinu þann 1. apríl s.l. segir Friðrik Daníelsson efhaverk- fræðingur í grein m.a.: „Svo virðist sem yfirvöld orku- og iðnaðarmála og sérfræðingar þeirra séu farin að eyða tíma sínum og fé almennings í að koma auðlindum landsins ónýtt- um í hendur útlendinga..." Já, það er vissulega kominn tími til að íslensk þjóð vakni til meðvitund- ar um, að hér er veruleg hætta á ferðum, hætta sem án efa mun leiða til þess að íslendingar missi með öllu sjálfstæði sitt og fullveldi í hendur þeirra, sem síst skyldi. Stani Siðleysi Damage ★ ★★ Handrit: Davld Hare. Byggt í samnefndrl skáldsögu Josephine Hart Framlelöandi og leikstjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Jeremy Irons, Jullette Blnoche, Miranda Rlchardson, Rupert Graves, lan Bannen og Leslie Caron. Regnboglnn. Bönnuð Innan 12 ára. Franski leikstjórinn Louis Malle á nokkuð brokkgengan feril að baki, en hefur gert nokkrar mjög góðar myndir eins og Atlantic City (1980) og Au revoir, les enfants (1987). Myndir hans hafa stundum vakið hneykslan fólks og sjálfsagt er Pretty Baby (1978) þekktasta dæmið um það, en hún fjallaði um barnavændi. Siðleysi er byggð á metsölubók Josephine Hart, en það var breska leikritaskáldið Dav- id Hare sem gerði handritið upp úr henni. Efnið er allsérstætt og hefur vakið umræðu, þó ég dragi í efa að myndin hneyksli marga, eins og sagt er í auglýsingum um hana. Sagan er á þá leið að Stephen Fleming (Irons), þingmaður á uppleið f breska íhaldsflokknum, verður samstundis ástfanginn af hinni frönsku Önnu Barton (Binoche) þegar hann hittir hana fyrsta sinni. En málið er flóknara en það, því hann hefúr til margra ára verið giftur Ingrid (Richard- son) og Anna er kærasta Martyns (Graves), sonar hans. Anna endur- geldur ást hans, þau taka að hittast reglulega og elskast og Stephen verður algerlega heltekinn af sam- bandinu. Fortíð önnu er sveipuð Innan breska íhaldsflokksins eru uppi háværar kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um Ma- astricht- samninginn, sem nú er til umfjöllunar í þinginu. Því veldur einkum þrennL í nóvem- ber 1992 greiddu 26 þingmanna íhaldsflokksins atkvæði gegn samningnum, er honum var vís- að til nefndar, og andstæðingum hans innan flokksins fer fjölg- andi. í vikunni eftir páska kemur til atkvæðagreiðslu á þingi um þá tillögu frá Verkamannaflokkn- dulúð og Ingrid líkar ekki alls kostar við hana, en bæði Stephen og henni bregður í brún — ástæð- an er þó ekki sú sama — þegar Martyn tilkynnir þeim að þau ætli að giftast, og eftir það virðist upp- gjör óumflýjanlegt. Það er hægur stígandi í sögunni, en myndin verður samt aldrei langdregin og alltaf er nokkur spenna um hvað næst gerist. ( Viaskipti um, að félagsmálasamþykkt EBE (social chapter) verði tengd samningnum. Og þá eru nokkrar líkur á, að lávarðadeildin mæli í sumar með þjóðaratkvæða- greiðslu. Þótt neðri deildin geti hafnað þeim tilmælum, yrði það ekki vandkvæðalaust fyrir íhalds- flokkinn. (Skv. Sunday Times 4. apríl 1993, forsíðu). Helsti gallinn við söguna er að ást- arsamband Stephens og önnu verður á stundum dálítið tilgerð- arlegt og það er e.t.v. einum of mikið fært í stílinn. Að öðru leyti eru samskipti persónanna vel skrifuð og sérstaklega þá uppá- komumar sem óneitanlega verða þegar öll fjölskyldan hittist, en það er oft ansi fyndið að fylgjast með Martyn ræða um kærustuna sína fallegu við pabba sinn, sem hann heldur auðvitað að þekki hana lítið sem ekkert Siðleysi er unnin af fagmennsku tæknilega séð og Malle hefur feng- ið í lið með sér tökumanninn Pet- er Biziou (Mississippi Buming), sem vinnur verk sitt vel, og tónlist Zbigniews Preisner er góð og mjög í takti við efnið. Leikaramir em allir fyrsta flokks, en það mæðir auðvitað mest á Jer- emy Irons og Juliette Binoche (Óbærilegur léttleiki tilverunnar). Þau sýna bæði afbragðs leik í krefj- andi hlutverkum, en þegar upp er staðið er það þó Miranda Richard- son sem stendur upp úr. Hún er frábær f sínu hlutverki og var til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir bragðið. Að lokum vil ég gera að umkvört- unarefni nokkuð, sem fer í taug- amar á öllum kvikmyndahúsa- gestum. Það er þegar gert er hlé á myndum á viðkvæmum stöðum. Þegar undirritaður sá þessa mynd, var gert hlé í miðju ástaratriði, áhorfendum til mikillar gremju. Hlé þarf auðvitað ekki að vera ná- kvæmlega í miðri mynd og það á auðveldlega að vera hægt að finna góðan stað fyrir það í öllum mynd- um. örn Markússon Kröfur um þjóðar- atkvæðagreiðslu r innan breska íhaldsflokksins

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.