Tíminn - 04.06.1993, Síða 8
8 Tíminn
Föstudagur4. júní 1993
Sjötugur:
Gunnar Dal
Mér er tjáð að vinur minn, Gunnar
Dal, sé að verða sjötugur 4. júní í ár.
Sá maður hefur lagt mikið af mörk-
um til skáldskapar og heimspekisögu.
Núna seinast hefiir hann auk annars
sent frá sér 5 bæklinga um heims-
myndir hinna ýmsu fræðigreina. Lýs-
ir hann þar þróunarferli heimsmynd-
arinnar hjá manninum frá því að
hann fyrst byijaði að hugsa þangað til
aðrar greinar höfðu bæst við. Þetta er
framhald af bókinni „Heimsmynd
okkar tírna" sem hann gaf út fyrir tfu
árum (1983) og lýsti þróun heims-
myndarinnar frá árinu 1965, en það
ár markaði viss tímamót. Því tala ég
fyrst um þetta, að þegar ég stundaði
nám í guðfræði um 1965 var hörgull
á bókum sem sögðu okkur frá heims-
myndum aldanna. Á þann skort
reyndi stundum í tímum í trúar-
bragðaheimspeki hjá séra Jóhanni
Hannessyni prófessor. Úr þessari þörf
hefur Gunnar bætt á þann einfalda
hátt, sem honum einum virðist
mögulegL
Þegar fólk á um sárt að binda, hef ég
tekið eftir, leitar það oft huggunar í
ljóðabók sem Gunnar þýddi eftir
kristið skáld að nafni Kahlil Gibran.
Þar er um að ræða „Spámanninn",
sem selst hefur í 30 þús. eintökum og
oft er vísað til f minningargreinum
við hlið versa eftir séra Valdimar Bri-
em.
Þetta á ekki að verða bókatal, heldur
nefni ég þetta til að benda á spor sem
Cunnar hefur skilið eftir sig, og eins
og Ágústínus kirkjufaðir segir, eru
sporin merki um einhverja lifandi
veru. Gunnar hefur verið mér og
mörgum öðrum, sem sitjum á Café
Hressó („Skálanum" hinum eina og
sanna) á morgnana, slík lifandi vera,
sem hefur mótað fótspor sfn f sálir
okkar. Hann er platónisti fram í fing-
urgóma, hughyggjumaður sem hefur
þurft að berjast við efnishyggjutrúar-
brögð liðinnar aldar, og oft hefur hon-
um sámað þegar fulltrúar þeirra trú-
arbragða hafa beint að honum spjót-
um sínum. Ég hefi tekið eftir því, að
margir hafa talið sér skylt að ráðast á
þennan fulltrúa hughyggjunnar, en
hann hefur brugðið skjótum brandi
mót slíkum öflum.
FVrstu bækur Gunnars Dal las ég
þegar systir mín keypti sér „Rödd Ind-
lands“ (1953) og „Þeir spáðu í stjöm-
umar“ (1954). Þá strax tók ég eftir
einfaldleikanum f frásagnarstíl hans,
sem allir leikmenn eiga að geta skilið.
En það er fyrst síðustu 15 árin eða
svo, sem ég hefi notið daglegra sam-
vista við manninn um lengri eða
skemmri tíma. Mér em minnisstæðar
margar frásagnir úr Indlandsför hans
um 1950, en þar lenti hann að sjálf-
sögðu í merkilegum ævintýrum. Einu
sinni villtist hann inn í glæpahverfi í
Bombay, en það varð honum til lífs að
bera á höfðinu einkennishúfu lög-
reglustjórans í Bombay, sem af ein-
hverju undarlegu tilefni hafði lent á
fomsölu í London, þar sem fslending-
urinn ungi fékk hana ódýrt — Auð-
vitað án þess að hafa hugmynd um
hverslags höfuðfat þetta væri!
Gunnar Dal er kunnáttumaður í
ljóðagerð. Hann stendur föstum fót-
um f íslenskri skáidskaparhefð. Hann
er sálufélagi Davíðs Stefánssonar, sem
hann hyllti, að mér skilst, í nafnlausri
grein í Mbl. á sextugsafmæli skálds-
ins. Hann forsmáir þó ekki önnur
Ijóðform, ef honum þykir þau ein-
hvers virði, svo sem þýðingar hans á
Ijóðum Gibrans og Tagores bera vott
um. („Spámaðurinn" (10 útgáfur frá
1958) og „Mannssonurinn" (2 útgáfur
frá 1986) eftir Gibran, en „Móðir og
bam“ (1964) eftir Tágore). Nýjasta
dæmið er í ljóðabók hans sjálfs: „Hús
Evrópu" (1991). Gunnar hefur flokk-
að ljóðagerð í nokkra flokka efdr gæð-
um, formi og innihaldi. í efsta flokkn-
um trónir „Faðirvorið" einsamalt.
Það er best að segja honum núna, að
nýlega las ég lærða þýska bók um
upphaf endaríms. Höfundurinn telur
þar, að „Faðirvorið" hafi upphaflega
verið með endarími, og leiðir hann til
þess rök frá Samverjum og úr Alex-
andríu-kristni. Þessi rannsókn bendir
á endarímið sem þróað form í Jerúsal-
em á dögum Krists.
Gunnar Dal er kristinn maður, en
það jafngildir engan veginn því að við-
urkenna danska, norska eða sænska
guðfræði (en þær hafa mótað kenni-
menn þjóðkirkjunnar á þessari öld).
Nei, trú hans er trú heimspekings,
sem mótaður er af kynnum við þrjá
menningarheima: grískan, vesturevr-
ópskan og fom- indverskan, einkum
búddískan. Þess vegna talar hann um
„öxulöldina": tímann sem ól Pýþagór-
as, Plató, Búdda, Lao Tse og Jesaja.
Hann heldur því meira að segja fram,
að það geti ekki verið tiiviljun að nöfn
Pýþagórasar, Búddas og Lao Tses
merkja öll „hinn uppljómaði". Það
segir hann að minnsta kosti. Honum
líst ekkert á ýmsan misskilning Vest-
ur-Evrópumanna á búddisma, sem
grundvallast á slæmri franskri þýð-
ingu í upphafi nítjándu aldar, en
Schopenhauer las þessa þýðingu og
bjó sér til túlkun á „Nirvana", sem á
sér enga stoð í veruleikanum, en hef-
ur engu að síður riðið húsum í há-
skólum Vesturlanda síðan og farið inn
í menntaskólabækur að auki. Kristin-
dómur Gunnars birtist m.a. í jólaljóði
hans, sem Jón Ásgeirsson samdi kór-
lag við, sem mig minnir að hafi verið
flutt í alþjóðlegri jóladagskrá fyrir
nokkrum árum. Ljóð þetta, ,Á jóla-
nótt“, birtist fyrst í bókinni „Kastið
ekki steinum" (1977). Önnur ljóð um
kristna trú eru m.a. „TVú mín“ („Öld
fíflsins“ 1981) og „í Péturskirkju"
(„Land minna mæðra" 1988).
Sjálfur á ég Gunnari Dal að þakka
ábendingar hans um guðshugtakið
„fs“, sem ég að vísu gleypti ekki við
svo auðveldlega, fyrr en ég eftir nokk-
ur ár hafði komist á snoðir um ýmis
atriði, sem studdu orð hans. Greinar
mínar birtust síðan í Mbl. árið 1987
og síðar í Alþýðublaðinu og Tíman-
um. Ég hefi safnað fleiru í sarpinn
þann.
Skáldsögur hans eru athyglisverðar
að ýmsu leyti. Má ég minnast á sögu
hans úr stúdentabyltingunni, ,Á
heitu sumri" (1970). Tvær bækur
hans eru sögur úr indversku þorpi,
þar sem nútíminn kveður sér hljóðs í
formi samvinnuhreyfingan „Kamaia"
(1976); „Gúru Góvinda" (1980). í
þessum bókum, einkum þeirri síðari,
má finna einhver spámæli um nútíma
sögu. Önnur þessara bóka var send til
UNESCO, Menningar- og fræðslu-
samtaka Sameinuðu þjóðanna, f
þeirri von að þeir vildu setja hana á
bókalista sinn yfir góðar bækur. UN-
ESCO veitti þá umsögn, að þeir gætu
engan veginn mælt með henni, því að
í henni væri ráðist á yfirvald í þriðja
heiminum, en það var fjöldamorðing-
inn Pol Pot í Kambódíu (Ég hefi séð
bréfið). Fjórða skáldsaga hans heitir
„Orðstír og auður" og fjallar um
dramatíska atburði í einhverri skáld-
legri Reykjavík og skáidlegu Amar-
felli, og endar bókin sú á gosi f fellinu.
Nú sendir útgefandi hans frá sér
fimmtu skáldsögu hans.
Fyrir tíu árum var Gunnari Reykja-
vík einkar hugleikin, og orti hann þá
tvær ljóðabækur: „Hundrað ljóð um
Lækjartorg (1982) og „Borgarljóð"
(1986). Áður hafði hann ort bók um
„Lífið á Stapa“ (1979). Allar þessar
bækur geyma stemningar um einstök
atriði í menningu og lífi á þessum
stöðum. Mér þykir Ld. skemmtileg
samlíking spörfuglsins í pollinum og
kaffikarlanna á „Skálanum".
Seinasta ljóðabókin hans er ort í
skugga Evrópubandalagsins: „Hús
Evrópu" (1991), og spáir framrás
mánans (múslíma) til norðurs á
næstu áratugum. Hann býr til lík-
ingamál um hús mannsins, sem fellur
þegar hús Evrópu verður til og „feg-
urð heimsins / fölnar / í mósku tím-
ans“ (þ.e. tilvísun til mengunarinn-
ar). Þama segir hann eftirfarandi orð
um landið okkar:
J?nn veður heimurim
i skýjum sínum.
Landokkarfs
hvílir i svölum draumi. “
Megi þessu landi, íslandi, verða forð-
að frá þeim óblíðu örlögum sem Evr-
ópu bíða samkvæmt þessari bók.
Ég og aðrir kaffifélagar á „Skálan-
um“ óskum Gunnari Dal til hamingju
með sjötugsafmælið.
Kolbeinn Þorieifsson
Framsóknarfélögin í Hafnarfirði
Opiö hús aö Hverfisgötu 25 alla þriöjudaga Id. 20.30.
Komiö og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö.
Fnrnsóknarfótögln
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 17. mal veröur skrifstofa Framsöknarflokksins I Hafnarstrœti 20, III hœð, op-
ln frá kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags.
Veriö velkomin FnmsóhnartloUaMim
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
Daníel Fríðrík Guðmundsson
fynverandl bóndi og oddvW
Efra-Sell, Hrunamannahreppl
veröur Jarösunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 5. júni kl. 14. Blóm vin-
samlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarfé-
lag aldraöra, Hrunamannahreppi, eöa Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra.
Ástriöur Guðmundsdóttfr
Helgl E. Danfelsson
Ásdfs Danfetsdóttir
Ástríður G. DanfelsdótUr
Jóhanna S. DanfelsdótUr
" ___________________________________________J
Eiginmaður minn
Óskar Helgason
fyrrverandi stöövarsfyóri Pósts og sfma
Höfri, Homaflröl
andaöist á gjörgæsludeild Borgarspltalans miövikudaginn 2. júnf s.l.
Guöbjörg GisladótUr
r
Asa Jónsdóttir
uppeldisfrœðingur og kennari
Fædd 28. febrúar 1919
Díin 20. maí 1993
Fallin er f valinn þjóðkunn kona á
efri árum. Þannig er þessu lífi varið,
að kemur að því, að hjartað hættir
að slá. Til hvers lifum við hér á
jörðu? Til að ná sjötíu ára aldri eða
ríflega það? Til að eignast íbúð? Til
að mennta okkur og vinna eins og
víkingar í um fjóra áratugi, áður en
okkur er sagt að nóg sé komið af svo
góðu? ÖIlu verðum við að skila við
leiðarlokin. Er nema von, að margir
efist um að lífið hafi tilgang, þegar
svona er í pottinn búið?
Ása Jónsdóttir fæddist á sveitabæn-
um Ásum í Svínavatnshreppi í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Þar ólst hún
upp f hópi systkina. Systur átti Ása
þrjár: Guðrúnu ljósmóður, fædda
1915, dána 1946; Helgu saumakonu,
fædda 1911, dána 1989; og Soffíu
húsmóður, fædda 1916, dána 1991;
einnig bróðurinn Gísla, bónda á
Stóra-Búrfelli í Svínadal, fæddan
1912, dáinn 1985. Með Ásu er nú
þessi systkinahópur genginn þá
götu, sem til grafar liggur.
Foreldrar Ásu voru Anna Jónsdótt-
ir frá Sauðanesi f Torfalækjarhreppi,
systir Páls bónda þar, föður Páls Sig-
þórs lögmanns og þeirra mörgu
systkina, og Jón Gíslason frá Austur-
hlíð í Blöndudal. Hann lést 1936,
aðeins 55 ára, af afleiðingum slyss,
en Anna lést 1948,67 ára. Ekki varð
þeim aldurinn að meini.
Bæinn Ása ber hátt á Ásum, vestan
Blöndu. Líklega hefur það verið
fyrsti bærinn sem ég leit, er ég hélt
niður Strjúgsskarð frá Refsstöðum á
vit byggðar og þjóðleiðar.
Hún lauk almennu kennaraprófi
frá Kennaraskóla íslands vorið 1942,
fyrir rúmlega hálfri öld, en það ár
útskrifuðust 30 kennarar og einn
stúdent. Kennaraviðkoman var ekki
meiri en þetta um langt árabil. Úr
þessum hópi eru nú allnokkrir falln-
ir frá, og enginn lengur við keijnslu-
störf.
En Ása lét ekki staðar numið við að
mennta sig, er náminu í Kennara-
skólanum lauk. Hún hélt til Banda-
ríkjanna á miðjum stríðstímanum
(1943) og stundaði nám í uppeldis-
og sálarfræði við háskóla í Minnes-
ota og Norður-Dakota. Hún lauk
MS-prófi frá síðamefnda skólanum
árið 1947. Auk þessa náms sótti hún
námskeið, bæði austan hafs og vest-
an. Eftir að heim kom, vann Ása við
gáfnapróf hjá dr. Matthíasi Jónas-
syni um tíma. Stundakennari var
hún um árabil við Kvennaskólann í
Reykjavík og við Húsmæðraskólann
á Staðarfelli. Hún var stundakennari
og fastur kennari um tíma og tíma
við aðra skóla. Sést af þessari upp-
talningu, að kennslaÁsu var nokkuð
brotakennd framan af.
Heildstæðasta kennslutímabil Ásu
var, er hún stýrði og rak einkaskóla
fyrir ung böm í Breiðholti og bar
nafn hennar. Áreiðanlega minnast
margir nemenda þessa skóla og víð-
ar frá, Ásu við leiðarlokin. Mér
skilst, að hún hafi notað sálfræði-
kunnáttu sína skólakennslu sinni til
framgangs. Einhvem tíma spurði ég
Ásu að því, hvemig hún faeri að því
að halda aga, sem mér skilst að hafi
verið góður hjá henni. Þá sagði hún
þau orð, sem ég aldrei gleymi: ,Álað-
ur verður að hafa stálklær í silki-
hönskum!" Og sannarlega er góð
stjóm og skynsamlegur agi forsenda
alls gengis í skóla. Það skildi Ása vel.
í gegnum kennslu sína og skóla-
stjóm eignaðist Ása marga trygga
vini, en þess þarfnaðist hún sannar-
lega, einkum seinni árin, er hún var
orðin ein á báti, eftir að hjónabandið
leystist upp. Hún var góð og hlý sál,
og viðkvæm í lund.
Ása var Iöngum fjárhagslega sjálf-
stæð og bjó í eigin íbúð. Þó brá hún
á það ráð á s.l. hausti að flytjast til
Sauðárkróks tímabundið, að Skag-
firðingabraut 49, en þar býr Þorvald-
ur Erlendsson frá Tungunesi, næsta
bæ við æskuheimili Ásu. Þar kunni
hún vel við sig, átti góða vini og
blandaði við þá geði.
Nokkur síðustu árin var heilsufar
Ásu ekki upp á það besta. Hún hélt
til Bandaríkjanna, dvaldist þar um
tæpt ár og gekkst undir miklar
læknisaðgerðir á æðakerfinu. Þá lá
hún nokkrum sinnum í sjúkrahús-
um hér heima, vegna sams konar
veikinda. Seinast í vetur var hún um
skeið til lækninga.
Margar ferðimar hélt Ása til út-
landa um sína daga, aðallega til
enskumælandi Ianda, sem eðlilegt
var, þar eð tunga þeirra var henni
töm. Er hún lésL var hún nýkomin
frá Florida, þar sem hitastigið er oft
býsna hátL Mun Ása ekki hafa þolað
þann mikla hitamun sem er þar og
hér á norðurslóð. Hún andaðist, eft-
ir að hafa fengið slag, í Sjúkrahúsi
Skagfirðinga á Sauðárkróki aðfara-
nótt 20. maí s.l., 74 ára að aldri. Hún
var barnlaus.
Oft barst tal okkar Ásu að dauðan-
um, þessum fylginaut mannlegs lífs.
Ekki var hún sátt við hann. Þrátt
fyrir margt mótdrægt var henni lífið
þetta kærL Hún nam staðar alllanga
ævi á bakkanum héma megin. Mér
fannst mér skylt að minnast hennar.
Fari hún í friði, friður Guðs hana
blessi.
Auðunn Bragi Sveinsson