Tíminn - 05.06.1993, Qupperneq 3
Laugardagur 5. júní 1993
Tíminn 3
Þeir sem stjómuðu samningagerð aðila vinnumarkaðarins voru þeir sem vilja gera minnstar
kröfur til kjarajöfnunar í landinu. BSRB:
Afleiðingin er
aukin misskipting
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að þeir sem stjómuðu
samningagerð aöila vinnumaritaðarlns hafi verið þeir sem vilja gera
minnstar kröfur til Iqarajöfounar í landinu. Hann segir einníg að samfé-
lagið súpi nú seyðið af því með aukinni misskiptingu. Jafnframt sé það
að koma æ betur i Ijós sem opinberir starfsmenn vöniðu rtrekað við að
samningamir myndu hafia í för með sér enn frekari niðurskurð í sam-
neyslunni og þaðan sé verið að ftytja störf yfir í verktakabransann.
ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir að þeir sem stjómuðu
samningagerð aðila vinnumarkaðar-
ins hafi verið þeir sem vilja gera
minnstar kröfur til kjarajöfnunar í
landinu. Hann segir einnig að sam-
félagið súpi nú seyðið af því með
aukinni misskiptingu. Jafnframt sé
það að koma æ betur í ljós sem opin-
berir starfsmenn vöruðu ítrekað við
að samningamir myndu hafa í för
með sér enn frekari niðurskurð í
samneyslunni og þaðan sé verið að
flytja störf yfir í verktakabransann.
j'jármálaráðherra hefur sagt að
það þurfi að skera niður hjá rikinu,
sameina stofnanir og leggja aðrir
niður. Hann hefur jafnframt látið
hafa eftir sér opinberlega að hann
hvorki geti né vilji segja hvaða stofn-
anir þetta séu. Svona þýðir auðvitað
ekki að tala. Menn verða að koma
hreint til dyranna og segja hvað það
er sem fyrir þeim vakir. Hér er um
að ræða störf fólks og það þýðir ekk-
ert að tala í svona véfréttarstfl. Við
viljum fá að vita hvað stjómvöld eru
að hugsa og hvaða ákvarðanir hafa
verið teknar," segir ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB.
Forysta BSRB, BHMR, Kennara-
sambands íslands og bankamanna
hefur verið boðuð til fúndar við full-
trúa ríkisstjómar á mánudag klukk-
an 14. Á þeim fundi verður rætt um
atvinnumál, kjör og réttindi félags-
manna ofangreindra samtaka f Ijósi
aðildar ríkisins að kjarasamningi á
almennum vinnumarkaði. En skuld-
binding ríkissjóðs vegna kjarasamn-
ingsins er talin nema allt að á 3,5
milljörðum króna á samningstím-
anum, eða til ársloka 1994.
Jlaður hlýtur að gera ráð fyrir því
að þetta sé byggt á einhverri rök-
hugsun og það sé einnig búið að
kannað málið til hlítar og menn séu
búnir að hugsa hvemig þeir ætli sér
að bregðast við þessu. Það er það
sem við viljum fá að vita á þessum
fundi, en síðast en ekki síst hvernig
þeir ætla sér að fjármagna þær
skuldbindingar sem ríkissjóður hef-
ur tekið á sig,“ segir formaður
BSRB.
Aðildarfélög starfsmanna í opin-
berri þjónustu og stéttarfélag banka-
manna hafa verið með lausa samn-
inga frá því snemma á þessu ári.
Þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar sl.
haust um nauðsyn þess að allt
launafólk stæði saman í kröfugerð
um tekjujöfnun og varðstöðu um
velferðarkerfið, þá reyndist það
meira og minna byggt á sandi. Þess í
stað fóm leikar þannig að ASÍ og VSÍ
sömdu sín á milli um kröfugerð á
hendur ríkinu án þátttöku opin-
berra starfsmanna.
„Það sem virðist hinsvegar vera að
gerast er að menn em að færa til
störi úr samneyslunni yfir í verk-
takabransann. Þannig að það er allt
að ganga eftir sem við vömðum við.
í rauninni var það mikill ábyrgðar-
hluti af hálfu ASÍ að ganga frá kjara-
samningum sem em samfélagslegir
að því leyti að þeir snerta allt þjóðfé-
lagið, án þess að leita eftir breiðri
samstöðu launafólks í landinu. Þetta
er að sjálfsögðu algjörlega ósættan-
leg vinnubrögð og til þess eins að
kljúfa samstöðu launafólks í land-
inu.“
Ögmundur Jónasson segir að það
sé afar slæmt að samstaða launa-
fólks skuli hafá verið klofin með
þessum hætti. Hann segir að ef litið
sé um öxl þá virðist það hafa verið
aðalmarkmið forystu ASÍ að halda
Alþýðusambandinu saman.
„Þeir sem réðu svo taktinum vom
þeir sem vildu gera hvað minnstar
kröfúr til kjarajöfnunar í landinu.
Þetta stjómaði samningagerð aðila
vinnumarkaðarins og sá sem sýpur
seyðið af þessu er samfélagið allt
sem horfir uppá aukna misskipt-
ingu.“ -grh
Knatt-
spyrna um
helgina
Laugardagur
1. deild karla
Þór A.-ÍA..........kl. 16
1. deild kvenna
KR-Þróttur N.......kl. 14
Stjaman-Valur......kl. 14
ÍBV-UBK ............kl. 14
ÍBA-ÍA.............kl. 14
2. deild karla
UBK-Þróttur R......kl. 14
2. deild kvenna
Bf-FH..............kl. 14
Reynir S.-Selfoss ..kl.14
Leiftur-Tindastóll .kl. 17.30
3. deild
Reynir S.- Magni ...kl. 14
4. deild
Léttir-Hamar.......kl. 13.30
HB-Víkingur Ó......kl. 14
Árvakur-Snæfell ....kl. 17
Hafnir-Emir ........kl. 14
HSÞ.B-Hvöt.........kl. 14
KS-Dagsbrún........kl. 14
Sutmudagur
1. deðd karla
KR-Víkingur........kl. 20
Mánudagur
1. deild karh
ÍBK-Fram ...........kl. 20
Valur-ÍBV..........kl. 20
FH-Fylkir..........kl. 20
Ferðir SL með eldri borgurum:
... ....«iiiiMMiiewinmMIIHI«IIfflr
f
Hressari, friskari
m j i.j ra ■ ■ ■ * nr
Megin markmið „Kátra daga“,
ferða eldri borgara, erað
farþegarnir komi heim hressari,
frískari og um fram allt kátari en
hair \/nrii f\/rir
jjoii vuiu iy i n.
kátari!
Þess vegna er dagskráin létt,
mikið sungið og dansað, málin
rædd í rólegheitum og rómantíkin
blómstrar.
Asthildur Pétursdóttir
fararstjórinn vinsæli.
Mallerca 7. - 28. sept.
Gist á Ponent Mar, glæsilegu íbúðarhóteli á Palma Nova ströndinni.
Öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar og loftslagið hressir bætir og kætir!
De Vossemeren, SAureitur í Belgíu
13. - 27. dgúst.
Þessi sæluhúsagarðurer „bróðir" hinna hollensku sæluhúsa í Kempervennen.
Gistingin er fyrsta flokks og ótal möguleikar til upplyftingar og dægradvalar.
Kátir haustdagar á Flórída, 16. okt. - 2. nóv.
Sigling um Karíbahafið og dvöl á glæsihótelum á Flórídaskaganum.
Ferð sem sæmir höfðingjum!
Kempervennen Eldri en 60 - Legra verð
f júní og ágúst gefum við farþegum okkar kost á tilboði sem er vel til þess fallið að
treysta fjölskylduböndin: Ef einn eða fleiri í hópnum er eldri en 60 ára veitum við
veglegan afslátt á gistingu í hollensku sæluhúsunum í Kempervennen.
írland 19.júlí - 2 ágúst.
Skemmtileg rútuferð um alla fegurstu staði írlands
þar sem íslendingum er tekið með brosi á vör.
Sam viiiniiferðir-L anðs ýn
i'erði fyrir þ'f1
0ATLAS/®
EUROCARD.
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 6910 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60
Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 -5 11 55 • Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 - 13 490 • Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 - 1 10 35
Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92