Tíminn - 05.06.1993, Síða 10
10 Tíminn
Laugardagur 5. júní 1993
Heiðursformaður
bridssambandsins
Einn öldunganna er þó áfram
engu síður voldugur en fyrr, eða
a.m.k. virðast flestir fréttaskýrend-
ur vera sammála um það. Sá er
Deng Xiaoping, helsti valdhafi
Kína síðan 1978. Hann er nú kom-
inn undir nírætt, flestum heimild-
um samkvæmt, en einnig hefúr
heyrst að hann sé þegar kominn
nokkur ár fram á tíræðisaldurinn.
Vissum erfiðleikum er raunar
bundið að henda reiður á hve
miklu þessi einkar úthaldsgóði öld-
ungur ræður í raun í fjölmennasta
ríki heims. Hann hefur sem sé ekk-
ert opinbert embætti eða stöðu,
nema ef telja skyldi að hann er
heiðursformaður kínverska brids-
sambandsins.
Eins og eðlilegt má kalla með
hliðsjón af háum aldri, er heym
leiðtoga þessa tekin að bila og mál
hans orðið fremur óskýrL Þar að
auki er hann ættaður frá Sichuan,
en mállýska íbúa þess fylkis kvað
vera mörgum öðrum Kínverjum
torskiljanleg. Að sögn heimsfjöl-
miðlanna fylgir gamla manninum
því gjaman dóttir hans ein (eða
tvær) og túlka á milli hans og ann-
arra.
Ýmissa ætlan er að þetta véfréttar-
kennda samband Kínvetja við leið-
toga sinn gefi dætmm hans og öðr-
um hans nánustu tækifærí til mik-
illa áhrifa, og bæta við að það væri
þá ekkert einsdæmi í sögu landsins
síðustu áratugina. Samband Maos
við umheiminn síðustu ár hans
hafi þannig verið eitthvað með
svipuðu móti.
Valdahópar
peningamanna
Sögur sem þessi em stundum
sagðar til dæmis um, að margt sé
það f stjómmálum og valdatafli
Kfnaveldis sem utanaðkomandi
gleymi stundum að reikna með eða
taki ekki eftir. Því er haldið fram að
stjómmálaráð og miðstjóm
kommúnistaflokksins, sem menn
em vanir að ganga út frá að séu
valdamestu stofnanimar í ríkjum
sem kommúnistar ráða, hafi aldrei
haft eins mikil völd í Kína og var í
Sovétríkjunum. Og með breyting-
um þeim, sem orðið hafa á Deng-
tímanum, hafi enn dregið úr völd-
um stofnana þessara. Persónuleg
sambönd skipti í Kína miklu meira
máli en var í Sovétblökkinni, þótt
þau vissulega væm einnig stað-
reynd til að reikna með þar. í Kína
nú á dögum em þesskonar sam-
bönd „ringulreið af tilfinningaleg-
um tengslum, fjölskyldusambönd-
um“ og bandalögum, sem á einn
eða annan hátt em sprottin út frá
hinum og þessum atburðum í
Kínasögu á þessari öld, skrifar
Hans Schmidt Petersen, danskur
hagfræðingur kunnugur þarlendis.
í þessu kerfi fyrir bragðarefi sé
Deng sannarlega eins og kóngur í
ríki sínu, bætir sami maður við.
Með geysihraðri þenslunni í efna-
hagslífinu hafa þar að auki komið
til sögunnar nýir valdahópar ný-
ríkra fjármálamanna og atvinnu-
rekenda og ráðamanna í ríkis-
flokki, miðstjómarkerfi eða í borg-
um og fylkjum í tengslum við þá.
Deng ætti að hafa ástæðu til að
líta með nokkurri ánægju yfir far-
inn veg og ekki síst allrasíðustu ár-
in. Hagvöxtur í Kína s.l. ár varð
næstum 13% og bandarískir sér-
fræðingar um efnahagsmál spá því
að hann verði 14% í ár. Með því
áframhaldi ætti ekki að líða á
löngu áður en Kína yrði ekki ein-
ungis risaveldi í krafti mannfjölda
síns, heldur og (í bandalagi við
Kínveija „erlendis") efnahagsmátt-
ar.
Suöurfylkin
græða mest
Vestrænir hagfræðingar segja
þetta efnahagslega kraftaverk, eins
Herinn er öflugur f Flokknum.
Kapítalískt efnahagsundur kommúnista:
14% hag-
vöxtur í Kína
íár
Frá í haust sem leið hafa orðið kynslóða-
skipti í forustukjarna Kínaveldis, eða þannig
orða það ýmsir sem fylgjast með gangi mála
þar. Öldungar um áttrætt og þaðan af eldri
hafa látið af stöðum, embættum og völdum,
ekki þó endilega fyrir aldurs sakir. Við af
þeim hafa tekið menn á sjötugs- og jafnvel
sextugsaldri. Á kínverskan mælikvarða telj-
ast stjómmálamenn á þeim aldri bráðungir.
Nú er meðalaldurinn í kínverska forustu-
kjarnanum aðeins lægri en á venjulegu
dönsku elliheimili, stendur um þetta
í Politiken.
Vestræn lýöræöisgyöja á Himinsfriö-
artorgi.
og þeir kalla það, hafa hafist þegar
árið 1978, er Deng hafði tryggt sér
æðstu völd. Hann byrjaði með því
að afleggja áætlunarbúskap í land-
búnaði og draga úr verðlagshöftum
á landbúnaðarvörum. Við það
stórjókst framleiðsla á landbúnað-
arvörum og tekjur sveitafólks
hækkuðu þrefalt á sex árum. Yfir
100 milljónir manna hófust á þess-
um árum úr mikilli fátækt til
sæmilegra efna á kínverskan mæli-
kvarða.
Lagt var í næsta áfanga „kínverska
efnahagsundursins" um miojan s.l.
áratug með þvf að upp spratt mikil
mergð smárra fyrirtækja, sem
framleiddu allt sem nöfnum tjáir
að nefna. Þetta voru einkafyrirtæki
öðrum þræði, en einnig var hér um
að ræða einskonar samvinnurekst-
ur. Ríkisbankamir, sérstaklega í
dreifbýlinu, voru lítt undir það
búnir að beina peningum, sem al-
menningur var allt í einu kominn
með á milli handa, til atvinnu-
reksturs og varð það til þess að fólk
myndaði eigin samtök til fjárfest-
inga. Þessi margvíslega grein
einka- og samvinnureksturs er nú
farin að slaga hátt upp í ríkisgeir-
ann í iðnaðinum.
Vandræðalaust gengu þessi um-
skipti í þjóðarbúskapnum ekki fyrir
sig. Syðri strandfylkin hafa haft
mest upp úr þeim, Mið-Kína hefúr
dregist aftur úr. Því hefur verið
haldið fram að í stórum dráttum
hafi þetta orðið þannig að strand-
fylki og borgir hafi grætt, fylki inni
í landi og dreifbýli staðið í stað eða
jafnvel tapað. Aðrir, þeirra á meðal
áðumefndur Petersen, telja þessa
mynd einföldun og hana jafhvel
grófa. Mörg dreifbýlissvæði hafi
þannig staðið sig betur í umskipt-
unum en margar borganna.
Menntunarbylting
Verðbólga hefur verið einn mesti
höfuðverkurinn út frá efriahags-
undrinu. Hún varð það þegar 1985
og næstu ár á eftir. Verðbólgan olli
kjararýmun hjá mörgum og sömu-
leiðis ráðstafanir sem stjómin
gerði til að draga úr henni. Úr
óánægju út af því reis hreyfing
undir forustu stúdenta, sem krafð-
ist lýðræðis. Efnahags- og kjaramál
vom raunar ekki það eina þar á bak
við. Með framfömm þeim, sem
kommúnistastjómin kom til leiðar
f skólamálum, margfaldaðist fjöldi
menntamanna og stúdenta í land-
inu. Þar sem skólamenntun okkar
tíma um allan heim er í eðli sínu
fyrst og fremst vestræn, fór ekki
hjá því að með þessari gífúrlegu
stækkun menntakerfisins slæddust
inn í þjóðarhugarfarið hugmyndir
um lýðræði og mannréttindi í vest-
rænum skilningi þeirra orða. Það
sama gerðist í Sovétblökkinni og
átti drjúgan hlut að hmni hennar.
Kínverska lýðræðishreyfingin, sem
náði hámarki vorið 1989, krafðist
einmitt lýðræðis að vestrænni fyr-
irmynd og lagði áherslu á það með
því að reisa á Himinsfríðartorgi
styttu í mynd Frelsisstyttunnar í
New York, er hafði m.a.s. andlits-
drætti evrópída. Með svo þjóð-
hverfú fólki sem Kínveijar em,
mátti það kallast stórviðburður.
Herinn bældi sem alkunnugt er
niður „vorið í Peking" með miklum
manndrápum á götunum umhverf-
is Himinsfriðartorg 3.-4. júní 1989;
giskað hefur verið á að um 2000
manneskjur hafi þá látið lífið, en
enginn — nema líklega fáeinir kín-
verskir ráðamenn — veit töluna
um það með vissu. Skelfdir leiðtog-
ar Kína hertu þá um skeið eitthvað
á miðstýringu í efnahagsmálum á
ný, manndrápin við Himinsfriðar-
torg og kúgun sem fylgdi í kjörfar
þeirra vakti reiði og hneykslun á
Vesturlöndum og víðar, með þeim
afleiðingum að aðstoð við Kína var
fryst. Einnig dró úr (járfestingum
erlendis frá, meira þó líklega af ótta
við áframhaldandi ókyrrð en í mót-
mælaskyni vegna aðfara kínversku
forustunnar við andófsmenn.
Sjang kominn aftur?
En þessi vísir að einangrun Kína
stóð ekki lengi. Til þess var landið
með efnahagsundri Dengs orðið of
arðvænlegur markaður og gimi-
legur vettvangur fyrir fjárfesta.
Japan varð fyrst meiriháttar ríkja
til að taka upp að nýju fúllt sam-
band við Kína, og Vesturlönd
fylgdu á eftir, meðffam af ótta við
að annars næðu Japanir „óhóflega"
miklu af risamarkaði þessum undir
sig á þeirra kostnað.
Þar með hélt kínverska efriahags-
undrið áfram og varð enn meira en
fyrir „Pekingvorið". En aftur hefúr
því fylgt verðbólga. Bandarískur
fréttamaður í Peking segir verð-
bólguna til komna af því að stjóm-
in láti prenta of mikið af peningum
til að standa undir ríkisfyrirtækj-
um, sem mörg em rekin með tapi,
og einnig í þeim tilgangi að sjá al-
menningi fýrir peningum, með það
fyrir augum að ekki dragi úr eftir-
spurn. Sagt er að ráðamenn séu