Tíminn - 05.06.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 5. júní 1993
Tíminn 13
Höggvin í
hundrað parta
Helgin nálgaðist og Maria Caputo, fráskilin tveggja
barna móðir, hlakkaði til tveggja næstu daga.
Frændi hennar ætlaði að taka börnin í fósturyfir
helgina, 3ja og 11 ára gömul og þar með fengi Mar-
ia tækifæri til að gera sér dagamun. Það var ekkert
sérstakt á döfinni hjá henni en hún hugðist kíkja á
næturlífið, annað kvöldið a.m.k.
María Caputo var ein af fáum sem óttabist ekki Walter þrátt fyrir hótanir hans.
Hún var umhyggjusöm móðir en
félagslynd og mannamót voru henni
mjög að skapi.
Ættingjar hennar höfðu verið henni
hjálpsamir við umönnun bamanna
þegar hún vildi létta sér aðeins upp.
Það ríkti gagnkvæmt traust á milli
hennar og þeirra og hún hikaði ekki
við að leita til þeirra ef hana langaði
til að taka sér frí.
Hún var álitin skemmtileg og blíð-
lynd kona af þeim sem til þekktu og
tók ætíð málstað lítilmagnans ef upp
risu deilur.
Þessi helgi ákvað bróðir Maríu,
Walter, að kíkja til hennar í litlu íbúð-
ina við Webster Avenue, New Roc-
helle. Hann var 26 ára gamall og
hafði átt við vanheilsu að stríða.
Hann hafði oft heimsótt systur sína
og hún bar það mikið traust til hans
að hann hafði sjálfur eigin lykla að
íbúðinni.-----
Róleg helgi?
Þau ákváðu að fara saman um kvöld-
ið, föstudagskvöldið 15. júní, 1991,
og fá sér bjór og pizzu.
Þau fóru á stað sem Maria þekkti vel
og á meðan hún var hrókur alls fagn-
aðar sat Walter hljóður og drakk.
Þegar leið á kvöldið hitti hún fyrr-
verandi manninn sinn. Hún benti
honum á að koma og tala við sig og
hann settist við hlið hennar. Hún var
farin að finna á sér og gamlar minn-
ingar rifjuðust upp.Þau sátu saman
um hríð og spjölluðu um liðna tíma.
Bróðir Mariu virtist nú orðinn mjög
pirraður og ákvað að fara heim.
Skömmu eftir það kvöddust Maria
og fyrrverandi maðurinn hennar. Það
sem gerðist á næstu klukkustundum
veit enginn til fullnustu.
Samkvæmt lögregluskýrslum var
helgin róleg hjá lögreglunni í New
Rochelle. Nokkur minni háttar
vandamál komu upp en engir alvar-
legir glæpir voru framdir, eða það
héldu menn allt fram á mánudag.
Mánudaginn eftir, 17. júní 1991,
hringdi Walter, bróðir Mariu, á lög-
reglustöðina í New Rochelle og sagði
að systur hans væri saknað. Hann
lýsti klæðaburði hennar, útliti og
heimilishögum og sagðist sfðast hafa
séð hana föstudagskvöldið áður.
Hann sagði að Maria hefði reyndar
litið við heima, eftir að þau sátu sam-
an á veitingahúsinu, en hún hafði far-
ið fljótlega í þeim tilgangi að kaupa
eiturlyf að sögn Walters en ekki snú-
ið aftur. Hann hafði beðið með að til-
kynna hvarfið í rúman sólarhring eft-
ir að hann byrjaði að óttast um hana
en nú gat hann ekki lengur á sér set-
ið.
Bruno Daniel lögreglufulltrúi tók
við upplýsingunum um mannshvarf-
ið. Hann byrjaði á að reyna að róa
Walter sem virtist mjög miður sín og
hughreysti hann um að ekki væri öll
nótt úti enn.
Ferðataska á
fíoti
Sama kvöld sigldi árvökull sjómaður
inn höfnina í New Rochelle. Er hann
var að leggja að bryggju kom hann
auga á eitthvað svart sem lá og mar-
Waiter Caputo losaöi sig vió systurina
íeinni ferðatösku og þremur kössum.
aði í sjónum. Við nánari athugun
kom í ljós að þetts var svört ferðat-
aska. Hann náði að krækja í töskuna,
sigldi með hana í land og opnaði. í
henni voru kvenmannsföt, lak,
ábreiða og hvítt handklæði merkt
Hilton hótelkeðjunni. Þegar hann
fjarlægði klæðin til að athuga hvort
eitthvað væri á botni töskunnar,
blasti við honum hræðileg sjón. Und-
ir fötunum voru tveir kvenfætur,
lausir frá bolnum en bæði hendur og
höfuð vantaði.
Eftir að lögreglan kom á staðinn
spurðist hún fyrir en enginn hafði
orðið vitni að því þegar töskunni var
varpað í sjóinn. Rannsóknarlæknir
lögreglunnar gat lítið sagt eftir fyrstu
skoðun annað en að líkamshlutamir
væru af tiltölulega ungum kven-
manni, annað kæmi ekki í ljós fyrr en
að lokinni ítarlegri skoðun.
Það vildi til að Bruno fúlltrúi fékk
málið í sínar hendur og þar sem hann
hafði nýlokið við að fylla út skýrslur
um hvarf Mariu, grunaði hann strax
af hverjum líkið væri.
Upplýsingafulltrúi lögreglunnar til-
kynnti fjölmiðlum málið sem vakti
mikinn hrylling hjá íbúum New Roc-
helle og lögreglan kom á ákveðnum
upplýsingasíma í von um að einhver
gæti gefið upplýsingar um hinn
skelfilega glæp.
„Ég heyrí raddir“
Daginn eftir gaf frændi Mariu asig
fram við lögregluna og veitti eftirfar-
andi upplýsingar: Hann hafði passað
böm Mariu ásamt komu sinni yfir
helgina. Er þau hugðust skila böm-
unum aftur til móður þeirra á sunnu-
dagskvöldið, hafði hún ekki verið
heima. Bróðir hennar kom til dyra og
virtist mjög taugaóstyrkur. Hann
sagðist ekki hafa séð Mariu síðan á
föstudagskvöldið.
Frændinn hafði tekið sérstaklega
eftir því að Walter var með sárabindi
á vintri handlegg. Þegar hann spurði
hvort allt væri í lagi með hann, svar-
aði Walter að hann hefði skorið sig á
kjöthnífi tveimur dögum áður, en bú-
ið sjálfur um sárið og ekki séð ástæðu
til að leita læknis. Það var þetta sem
stakk frænda þeirra. Hann hefði
þekkt Walter ámm saman, og vissi að
hann var þvílíkt snyrtimenni að nán-
ast óhugsandi var að hann bæri skít-
ugar, illa hreinsaðar sáraumbúðir dag
eftir dag. Hann sagði lögreglunni að
Walter hefði undir venjulegum
kringumstæðum leitað sér læknisað-
stoðar strax, ekki síst vegna þess að
Walter hafði alltaf verið nánast sjúk-
lega lífhræddur. Þá þegar hafði
frændann gmnað að eitthvað alvar-
legt hefði komið fyrir Mariu og eftir
að hann heyrði um líkfúndinn í út-
varpinu fór hann rakleiðis til lögregl-
unnar.
Þrátt fyrir að maðurinn væri í mik-
illi geðshræringu neyddist Bmno til
að leggja fyrir hann frekari spuming-
ar. Hann sýndi honum ljósmyndir af
fötunum og ábreiðunum sem fund-
ust í töskunni. Eftir stutta skoðun
staðfesti frændinn að þetta væm eig-
ur Mariu. Þá kannaðist hann einnig
við ferðatöskuna.
Með þessum upplýsingum þótti lög-
reglunni nánast sannað að líkið væri
af Mariu. Næsta skref var að halda til
fbúðar hennar og kanna málið.
Bróðir nennar kom tii uyra. Það var
þrennt sem Bmno fúlltrúi tók sér-
staklega eftir við Walter. í fyrsta lagi
var hann nauðarakaður og bar nokk-
urs konar túrban á höfðinu, í öðm
lagi var hann með blóðugt og velkt
sárabindi á vinstri handlegg og f
þriðja lagi var eitthvað sjúklegt við
augnaráðið. Augun vom starandi og
gljáðu, líkt og hann væri með sótt-
hita eða undir áhrifum fíkniefna.
Því lengur sem Bmno yfirheyrði
Walter, því minni glóra var í því sem
hann sagði. Hann óð úr einu í annað
og virtist ekki eiga auðvelt með að
átta sig á tilgangi heimsóknar lög-
reglunnar. Meðal þess sem hann þrá-
stagaðist á var að hann hefði eytt síð-
ustu 9 mánuðum á geðsjúkrahúsi en
neyðst til að yfirgefa stofnunina þar
sem læknamir þar hefðu látið ætt-
ingja hans hverfa og útvegað „stað-
gengla" þeirra í stað. Hann sagðist
hafa leitað til FBI í von um að þeir
skyldu vandann en þeir höfðu ekki
viljað taka málið að sér. Nú byggi
hann hjá systur sinni til þess að
læknamir næðu ekki til hans.
„Ég heyri raddir og þær segja mér
hvað gera þarf,“ sagði Walter m.a.
Það sem kom málinu við var mjög
óskýrt en samt hélt Walter fast við
fyrri framburð um að hann vissi ekki
um afdrif systurinnar. Hann benti á
tvær vinkonur Mariu sem lögreglan
gæti haft samband við ef ske kynni að
þær gætu gefið einhverjar upplýsing-
ar.
Þegar hér var komið sögu, var
Bmno þess fullviss um að hinn geð-
veili bróðir bæri sök á dauða Mariu
en hann hefði engin áþreifanleg
sönnunargögn og yfigaf því Walter
við svo búið með þeim orðum að
hann myndi hafa samband síðar.
Hann náði í vinkonumar tvær en
þær höfðu ekkert séð til Mariu frá því
á fimmtudaginn.
I hundraö hlutum
Seint um kvöldið fundust síðari lík-
amsleifar Mariu. Þrír kassar fundust í
Mamaroneck ánni og innihéldu þeir
höfuð, handleggi og líffæri Mariu.
Daginn eftir var Dr. Ashar, rann-
sóknarlæknir lögreglunnar, tilbúinn
neð skýrslu. Hin látna hafði verið
‘barin og stungin alla vega 24 sinnum.
Eftir dauða hennar hafði hún verið
rist á kvið og líkami hennar síðan
hlutaður sundur í meira en 100
stykki. Að auki staðhæfði læknarinn
að etanól hefði fundist í heila fómar-
lambsins og kókaín í lifur.
Fyrrverandi eiginmaður Mariu var
kallaður til og staðfesti endanlega að
Maria væri fómarlambið.
Bmno lögreglufulltrúi fékk heimild
hjá yfirvöldum til húsleitar hjá hinni
Iátnu. Walter var enn í íbúðinni þeg-
ar Bmno og menn hans mættu til
rannsóknar.
Eftir því var strax tekið að engin
sængurföt vom í einu herbergjanna.
En áþreifanlegustu og jafnframt
óhugnanlegustu sönnunargögnin
vom örsmáar holdtætlur og blóð-
blettir sem höfðu greipst inn í múr-
húðina á veggjum baðherbergisins.
Nú þurfti Bmno ekki lengur að bíða,
hann gat handtekið Walter og sakað
hann um morð.
Þegar á stöðina var komið var hann
spurður hvort honum fyndist í lagi að
tekin yrðu sýni undan nöglum hans.
,Auðvitað,“ sagði Walter „ég hef
ekkert að fela. Eg drap ekki systur
mína og þið hafið engar sannanir. Að
auki er ég ekki heill heilsu og ég
krefst þess að fá lögfræðimg áður en
ég segi meira auk þess sem ég vil tala
við sálfræðinginn sem hefúr verið
með mig í meðferð".
Á sama tíma gaf leigubflstjóri sig
fram sem minntist þess að hafa ekið
ungum manni með þrjá þunga kassa
að Mamaroneck ánni, aðfaranótt
sunnudagsins. Honum hafði þótt at-
hæfi farþegans harla undarlegt og því
lagði hann útlit hans á minnið. Þegar
leigubflstjóranum vom sýndar
myndir af Walter ásamt tugum ann-
arra manna, benti hann strax á Walt-
er og sagði að þetta væri maðurinn
sem hann hefði ekið.
Það sem Bmno og mönnum hans
fannst hvað ógeðfelldast var að Walt-
er hafði losað sig við síðari líkamsleif-
amar rétt við landareign foreldra
þeirra, þar sem þau höfðu alist upp.
Daginn eftir kom í ljós að vefjasýni
vom þau sömu í íbúðinni og fúndust
undir nöglum Walters. Þeim bar
saman við líkamsleifar Mariu. Henni
hefði auðsjáanlega verið slátrað á
sínu eigin heimili af einkabróðum-
um.
Sakhæfur eöa ei
Þrátt fyri að Ijóst væri hver morð-
inginn væri vantaði ásetning. Sér í
lagi skipti ástæða morðsins máli þeg-
ar taka þurfti tillit til hvort Walter
væri sakhæfur eða ekki.
Við eftirgrennslan kom í Ijós að
Walter hafði áður setið inni fyrir
vopnaða árás á samstarfsmann sinn,
þremur ámm áður. Svo virtist sem
hann hefði truflast við að sitja inni.
Hann kenndi ættingjum sínum um
hvemig komið var og skrifaði fjöl-
skyldu sinni bréf þar sem hann sagð-
ist vita að þau væm í mafíunni og
hann myndi koma upp um þau síðar.
Ef honum tækist það ekki myndi
hann „saxa þau í smátt".
Eftir þetta hafði hann hótað fjöl-
skyldu sinni árum saman, en Maria
var sú eina sem ekkert óttaðist af
hans hálfu, hún tók honum bara sem
léttgeggjuðu meinleysisskinni.
Löng réttarhöld hófust þar sem
meginmálið snerist um hvort rétt
væri að ákæra Walter fyrir morð af yf-
irlöguðu ráði eða manndráp vegna
tímabundinnar sturlunar. Yfirvöld-
um þótti sem álag aðstandendanna
væri nóg fyrir og því varð niðurstað-
an sú að Walter var ákærður fyrir
manndráp.
í vitnastúku var hann spurður hvort
hann hefði banað systur sinni og við-
urkenndi hann það. Þegar hann var
spurður um ástæðu þess sagði hann
að þegar hún kom heim, hefði hon-
um fundist sem þetta væri ekki systir
hans, heldur „staðgengill". Hann var
ekki enn sannfærðurr um að það
hefði verið hin raunverulega systir
hans sem hann myrti.
Við yfirheyrslur báru fagmenn vitni
um það að maður sem Walter mætti
ekki undir neinum kringumstæðum
smakka áfengi eða neyta eiturlyfja.
Hann hafði hvort tveggja verið undir
ákrifum kókaíns og áfengis og senni-
lega þvingaði hann systur sína til að
taka inn kókaínið áður en hann myrti
hana. Til þessa var tekið og hann naut
vemdar þeirra sérfræðinga sem höfú
annast andlega heilsu hans fram að
þessu. Hann sagðist muna eftir því er
hann hlutaði líkið í sundur en of-
skynjanir hans voru það miklar að
hann er ekki talinn hafa greint skil á
milli raunveruleika og ímyndunar.
Walter verður vistaður á heimili fyr-
ir geðsjúka afbrotamenn næstu 25
árin hið minnsta.