Tíminn - 05.06.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.06.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 5. júní 1993 Daníel Friðrik Guðmundsson Fæddur 23. desember 1909 Diinn 29. maí 1993 í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, sem lést á Sjúkrahúsi Suður- lands eftir erfið veikindi áttatfu og þriggja ára gamali. Hann var bóndi að Efra-Seli í Hrunamannahreppi í hartnær 35 ár, en áður hafði hann verið til sjós og stundað ýmsa aðra vinnu. Afi kvæntist þann 24. október árið 1936 ömmu okkar, Astríði Guð- mundsdóttur. Þau eiga fjögur böm: Helga Erling f. 1938. Ásdísi f. 1940 og tvíburasystumar Astríði Guðnýju og Jóhönnu Sigríði f. 1948. Bama- bömin eru sex. Afi starfaði mikið að félagsmálum og var oddviti í mörg ár. Hann var besti vinur okkar og ráðgjafi, hafði gott lag á bömum, kunni frá mörgu að segja og glettnin og gamansemin voru aldrei langt undan. Við teljum okkur rík að hafa fengið að alast upp í samfélagi við afa og ömmu, enda höfðu þau alltaf tíma fyrir okkur. Á þeirra heimili var mjög gestkvæmt og gott að koma; þar dvöldu margir unglingar í vinnu yfir sumarið og héldu þeir tryggð við þau alla tfð. Afa þótti gaman að fara með vísur og kunni margar mjög skemmtilegar. Sérstaklega fannst honum falleg þessi vísa, sem við látum hér fylgja með: Kvöldblíðan lognvaera kyssir hvem reit, komið er sumar og hýrt er i sveit. Sól er að kveðja við bláfjallabrún, brosa við afíanskin fagurgraen tún. Seg mér, hvað indaella auga þitt leit tslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Cuðmundur Cuðmanduon) Fjölskyldan vill færa Sjúkrahúsi Suðurlands hjartans þakkir fyrir alla þá hlýju og góðu umönnun, sem það sýndi í veikindum hans. Veri elskulegur afi okkar kært kvaddur, hafi hann þökk fyrir allt ömmu okkar óskum við Guðs bless- unar um ókomin ár. Birgir Þór Jónsson Kristín Asta Jónsdóttir Daníel Halldórsson Halldóra Halldórsdóttir Barði Siguijónsson Ásta Sigurjónsdóttir í dag er til moldar borinn í Hruna- kirkju Daníel Friðrik Guðmundsson frá Efra-Seli, Hrunamannahreppi Daníel var fæddur á Hesti í Önund- arfirði 23. desember 1909 og var því á áttugasta og fjórða aldursári er hann lést þann 29. maí. Daníel var ótrúlega em fram til hins síðasta, en í lok apríl fékk hann áfall og átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi eftir það. Si óskast í eftirtaldar biffeiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 8. júní 1993 kl. 13-16 í porti'bakvið skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. 1 stk. Ford Explorer EB 4X4 bensfn 1991 1 stk. Jeep Wrangler 4X4 bensfn 1985 2stk Toyota Land-Cruiser 4X4 dfsel 1985-86 1 stk. Daihatsu Feroza 4X4 bensfn 1990 1 stk. Chevrolet pick-up 4X4 bensln 1982 1 stk. Mitsubishi L-300 4X4 bensfn 1986 6 stk. Subaru 1800 station 4X4 bensfn 1986-90 6 stk. Subaru Justy J-10 4X4 bensfn 1986 1 stk BMW 320 i bensfn 1989 3 stk Volvo 240 bensfn 1988-90 3 stk. Lada station bensln 1987-89 1 stk. Volvo F-610 sendibifreið meö lyftu dfsel 1984 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreiö bensfn 1988 4 stk. Mazda E-2000 sendibifreiö bensfn 1986-87 1 stk. Volvo F-10 vörubifreiö disel 1980 1 stk. tengivagn 1 stk. Ski-doo vélsleöi bensln 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð Grafarvogi: 2 tengivagnar til jámaflutninga 1968 1 dlselrafstöö 30 kw I skúr 1979 1 dfselrafstöö 20 kw I skúr (ógangfær) 1979 1 dfselrafstöö 30 kw f skúr á hjólum 1972 1 stk. Champion 740-A 6X4 veghefill dfsel 1981 1 stk. færíband Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Borgarnesi: 1 stk. Champion 740-A 6X4 veghefill 1980 1 stk. dlselrafstöö 32 kw f skúr á hjólum 1976 1 stk. 10.000 lltra vatnstankur með dreifibúnaði fyrir vörublla Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyrí: 1 stk. A. Barford Super 600 veghefill 6X6 með snjóvæng og -tönn 1 stk. Toyota Coaster 19 farþega dlsel Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins (safirði: 1 stk. Champion 740-A 6X4 veghefill dlsel 1976 1982 1980 Til sýnis hjá Rafmagnsveitum ríkisins Egilsstöðum: 1 stk. Snow Trac beltabifreiö bensln 1976 Tilboðin veröa opnuö á skrífstofu vorri sama dag kl. 16.30 aö viöstðddum bjóöendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboðum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK Á uppvaxtarárum sínum og allt fram til 1942 stundaði Daníel sjó- mennsku, en fór þá að vinna í landi. Þá fljótlega lenti hann í mjög alvar- legu vinnuslysi, sem leiddi til þess að hann missti mjög mátt í öðrum fæti og varð að búa við þá fötlun alla ævi. í Hrunamannahrepp fluttist Daníel 1945 og gerðist bóndi að Efra-Seli. Bjó hann myndarbúi til ársins 1967, en þá tóku við búinu sonur hans, dóttir og tengdasonur. Félagsmál voru honum alla tíð hugleikin og tók hann virkan þátt í þeim, fyrst félagsmálum bænda- stéttarinnar og síðan sveitarstjóm- armálum. Hafði hann ákveðnar skoðanir á hverju máli og lét þær koma fram í umræðum, enda fylgdi hann þeim einarðlega eftir og þurfti sterk rök til að breyta skoðunum hans. Daníel var því snemma falin forysta í hinum ýmsu félögum og í hrepps- nefnd Hrunamannahrepps var hann kosinn 1962. Sat hann í henni í 20 ár, þar af sem oddviti í 16 ár frá 1966 til 1982. Þau ár sem Daníel var odd- viti voru mikil uppgangsár í Hruna- mannahreppi. Þéttbýli var sem óð- ast að myndast á Flúðum, garð- yrkjustöðvar risu, iðnaðarmenn settust að og byggðu verkstæði, sveitarfélagið breyttist úr hreinu bændasamfélagi í blöndu af dreifbýli og þéttbýli. Nýr skóli var byggður, leiguíbúðir fyrir kennara og einnig almennar leiguíbúðir, því aukinn iðnaður kallaði á fleiri vinnandi hendur. Að mörgu var að hyggja. Byggja varð götur, leggja holræsi og skipu- leggja ný byggingarsvæði, keypt var laiid ur.dir nyjar löðir. Þá var ekki hvað minnst verkefni að Ieggja hitaveitu í hin nýju hverfi, svo og að útvega kalt neysluvatn. Að öllum þessum verkefnum vann Daníel af dugnaði og atorku og er með ólíkindum hve framsýnn og stórhuga hann var við uppbyggingu þéttbýliskjamans. Skildi hann flest- um mönnum betur hve mikill styrk- ur það er fyrir hvert sveitarfélag að þéttbýli myndist og sambúð við dreifbýli sé sem best. Daníel gætti þess vel að láta um- svifin á Flúðum ekki bitna á öðrum íbúum sveitarinnar. Beitti hann sér fyrir uppbyggingu sýsluvega á sveitabæi, svo og úrbótum á þjóð- vegakerfinu í heild. Afréttarmálin voru tekin föstum tökum, vegslóðar lagðir og hús byggð. Þá var einnig lagður grunnur að landgræðslu á afréttinum. Hér er aðeins minnst á örfá atriði sem unnið var að í oddvitatíð Daní- els. Það stóð ekki til að hafa langa upptalningu, enda væri slíkt ekki í hans anda, en í öllum þeim störfum sem honum var trúað fyrir sýndi hann einstaka samviskusemi. Hans verklag var að geyma það ekki til morguns sem hægt var að gera í Had ““O' Sá sem þessar línur ritar skilur kannski öðrum betur hversu mikils- vert er að opinber störf séu þannig unnin, að virðing myndist milli samskiptaaðila. Þegar ég tók við starfi Daníels 1982, var skemmtileg reynsla að kynnast því trausti sem Hruna- Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þríðjudaga Id. 20.30. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarf&ögin Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 17. mai verður skrifstofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20, III hæð, op- in frá Id. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags. Verið velkomin FramsóknarfkMarlan Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö and- lát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu Guðbjargar Annýjar Guðjónsdóttur Ijósmóður Vorsabæjarhjálelgu Inglmar Ottósson Hllmar Fr. Guöjónsson Guöbjörg Guömundsdóttir Guörún Guömundsdóttir Katrín Guömundsdóttlr Guömundur Guömundsson Guörún Þ. Jónsdóttlr bamaböm og bamabamaböm GARÐSLÁTTUR Tökum að okkur að slá garða. Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát Kantklippum og fjarlægjum heyið. og jaröarför Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Flosa bróður okkar Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. Systklnln á Kvfskerjum ' V J mannahreppur hafði í viðskiptum. Nafnið eitt opnaði allar dyr til lána- viðskipta í fyrirtækjum, vegna þess að allt, sem framkvæmdastjórí þessa sveitarfélags hafði lofað, stóð eins og stafur á bók. Þá var það mér ómetanlegt að leita til Daníels við úrlausnir verkefha sem mér voru ókunn á þeim árum, enda minni og eftirtekt Daníels slfk að engu var líkara en flett væri al- fræðiorðabók, er til hans var leitað varðandi sveitarstjómarmálefni. Oft varð ég að leita ráða og var Daníel alltaf jafn reiðubúinn að aðstoða og miðla mér af reynslu sinni. Færi ég honum alúðarþakkir fyrir. Daníel var mjög virtur meðal ann- arra sveitarstjómarmanna. Þóttu hans ráð ætíð góð, þegar sveitar- stjómarmenn funduðu um málefni er vörðuðu sveitarfélögin í heild og samskipti þeirra við ríkisvaldið. Daníel var í forystu oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs og í stjóm Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um árabil. Auk þeirra starfa, sem hér að fram- an er getið um, var Daníel umboðs- maður skattstjóra Suðurlandsum- dæmis í 27 ár, frá 1964 til 1991. í því starfi kom samviskusemi og vinnu- semi hans ekki hvað síst í ljós. Ég hef það eftir skattstjóra að í engu sveitarfélagi í hans umdæmi hafi verið eins góð skil á skattframtölum og meðan Daníel var umboðsmaður. Skýringin er kannski einföld: hann gerði allmiklu meira en skipunar- bréf hans gaf til kynna. Daníel tók til sín mikið af skýrslum nánast ógerðum, kallaði eftir þeim upplýsingum sem til þurfti, reiknaði út fyrningarskýrslur og gekk frá framtölum. Fyrir alla þessa þjón- ustu við framteljendur, sem lauslega áætlað var mánaðarvinna á vetri, tók hann aldrei krónu. Þá hafði hann fyrir reglu að heim- sækia nokkra aldraða framteliendur og aðstoða þá við skýrslugerðina heima hjá þeim. Tel ég að fátítt muni vera að umboðsmenn leggi svo mikið á sig til að aðstoða sveit- unga sína og halda skilum til síns yf- irmanns í sem bestu lagi. Eins og fram er komið voru störf Daníels viðamikil og kröfðust mik- illar fjarveru frá heimili. Það var því ómetanlegt að eiga dyggan lífsföru- naut Eftirlifandi kona Daníels, Ástríður Guðmundsdóttir, ættuð úr Súgandafirði, stóð ávallt sem klettur við hlið manns síns og studdi hann með atorku og umhyggju í erilsömu ævistarfi. Daníel og Ásta eignuðust fjögur böm: Helga f. 1938, ógiftan; Ásdísi f. 1940, gifta Sigurjóni Guðröðarsyni; og tvíburana Jóhönnu Sigríði, f. 1948 og ekkja eftir Jón H. Krist- ófersson, ogÁstríði Guðnýju, f. 1948 og gift Halldóri Elís Guðnasyni. Helgi, Ásta Guðný og Halldór eru nú ábúendur á Efra-Seli, en Daníel og Ásta hafa búið í sínu húsi og ekki rekið búskap síðan 1967. Fjölskyldan á Efra-Seli hefur verið ákaflega samhent og bömin einstak- lega natin við foreldra sína, ekki síst eftir að aldur færðist yfir og starfs- orkan þvarr. Við, sem áttum því láni að fagna að fá að starfa með Daníel að félagsmál- um, í hreppsnefnd og öðmm stjórn- um, emm minnug þess að störf sín vann hann af hógværð og festu og metum hann mikils. Ýmis mál vom erfið og viðkvæm og ekki öll auð- leysanleg. Við munum líka skemmtilegar samvemstundir með Daníel, þegar tóm gafst til að leggja frá sér vinnu og slá á léttari strengi. Hann kunni ógrynni af sögum og hafði einstakt lag á að segja skemmtilega frá. Við slík tækifæri var Daníel hrókur alls fagnaðar. Fæmm við honum bestu þakkir fyrir samstarfið. Ásta, börnin ykkar og fjölskyldur þeirra! Við Hanna vottum ykkur samúð okkar við fráfall Daníels, en gott er að eiga Ijúfar minningar um góðan fjölskylduföður og virtan borgara. Loftur Þorsteinsson, Haukholtum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.