Tíminn - 05.06.1993, Qupperneq 15
Laugardagur 5.júní1993
Tíminn 15
Petra Jóhanna
Þórðardóttir
Fædd 9. desember 1911
Dáin 30. maí 1993
í dag, 5. júní, verður borin til graf-
ar frá Fáskrúðsfj arðarki rkj u tengda-
móðir mín, hún Petra. Kynni okkar
hófust fyrir tæpum 22 árum, þegar
ég fór að skjóta mig í dóttur hennar.
í fyrstu virtist mér hún vera hörð
kona, en strax og ég fór að kynnast
henni og komast inn fyrir skelina
birtist mér hlý, góðhjörtuð og gam-
ansöm kona. Petra var vel hagmælt,
en vildi lítið láta á því bera; hún
kunni ógrynni af málsháttum og
notaði þá oft Það var ekki ónýtt að
eiga þessa góðu konu sem ömmu,
sem sýndi sig best í því hve bama-
bömin voru dugleg að heimsækja
hana. Það var ekki bara að sælgætis-
skálin væri alltaf á sfnum stað full af
góðgæti, heldur sú hlýja og notaleg-
heit sem hún sýndi ömmubömun-
um, eins og öllum bömum sem
komu í Melgerði. Þær em ófáar
hendumar eða fætumir sem pijón-
lesið frá henni Petru hefur veitt yl,
og þá ekki bara hennar nánustu, það
var með ólíkindum hvað hún afkast-
aði þegar hún sat með prjónana
sína. Dýravinur var hún mikill og
virtust flest dýr hænast að henni,
enda fóru þau ekki svöng frá húsi,
hvort sem það vom kettir eða fuglar.
Petra var mjög hreinskiptin, sagði
álit sitt á mönnum og málefnum
umbúðalausL Æðmleysi Petm var
einstakt og kom það vel í Ijós f þeim
veikindum sem að lokum færðu
hana yfir í betri heim. Mér hefur
dottið í hug hvort æðmleysi eins og
hennar og það að vita hlutina áður
en þeir gerasL sé samtengL Það var
aðdáunarvert og í raun mikil lífs-
reynsla að sjá hvemig Petra tók
veikindum sínum, enda var hún
ekki rúmliggjandi nema tiltölulega
stuttan tfma, miðað við veikindi
hennar.
Petra er feedd að Kleifarstekk í
Breiðdal, en flutti þaðan að Víkur-
gerði í Fáskrúðsfirði með foreldmm
sínum þegar hún var á öðm ári. Ólst
hún þar upp í faðmi foreldra sinna
og systkina, en fluttist inn að Búð-
um 1936. Foreldrar hennar vom
Guðrún Jónasdóttir og Þórður
Gunnarsson. 22. nóvember 1936
giftist Petra Níelsi Lúðvíkssyni, út-
gerðarmanni frá Hafnamesi, en Ní-
els lést 22. apríl 1984. Petra bjó
þeim Nfelsi og bömunum fallegt og
hlýlegt heimili að Melgerði á Búð-
um og áttu þau þar heima alla tíð.
Petm og Níelsi varð sex bama auðið
og lifa þau öll foreldra sína. En Petra
átti dóttur fyrir hjónaband, sem hét
Soffía Alfreðsdóttir, en hún lést 7.
júlí 1991. Átti hún 3 böm. Eftirlif-
andi maður hennar er Skúli Þórðar-
son skrifstofumaður. Böm Petm og
Níelsar em: Reynir sjómaður, sem
bjó með móður sinni; Sigurveig
fiskiðnaðarmaður, býr á Fáskrúðs-
firði og á hún 4 böm, hennar maður
er Vignir Jóhannesson verslunar-
maður; Svavar iðnverkamaður, býr í
Reykjavík; Aðalbjörg saumakona,
býr á Akranesi og á hún 4 böm,
hennar maður er Georg Einarsson
netagerðarmeistari; Sævar sjómað-
ur, býr á Fáskrúðsfirði; Guðrún
skrifstofumaður, á hún 3 böm, býr á
Fáskrúðsfirði og er gift undirrituð-
um. Einnig ólu þau Níels og Petra
upp dótturson sinn, Níels Pétur.
Fyrir hönd aðstandenda vil ég
þakka starfsfólki Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaupstað fyrir frábæra
umönnun síðustu vikumar.
Petra mín, við kveðjum þig með
trega og söknuði, en ég veit að þín
bíður nýtt líf í betri heimi. Þær létta
okkur kveðjustundina, góðar minn-
ingar um þig, sem ekki verða frá
okkur teknar. Áð lokum vil ég þakka
allar þær góðu stundir sem þú gafst
bömunum okkar.
Blessuð sé minning þín.
Eiríkur Ólafsson
Gröfueigend ur
Dýptarmælir fyrir gröfur
Dýptarmælinn má nota við beltis-, hjóla- eða trakt-
orsgröfur. Mælirinn sýnir dýpt skóflunnar upp á
sentimeter. Þú sparar tíma, fyrirhöfn og fyllingarefni.
Mælirinn nýtist vel við skurðgröft með eða án halla,
við gröft húsgrunna og við að slétta plön í rétta
hæð. Hann hentar afar vel í slæmu skyggni, vondu
veðri og foræði.
Við höfum fyrirliggjandi örfá tæki til afgreiðslu strax.
Mælirinn er íslensk uppfinning.
Leitið nánari upplýsinga í síma 91-683675.
ÍSLENSK TÆKI,
Grensásvegi 13, Reykjavík.
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Fundur um stöðu og
framtíðarsýn íslenskrar
sauðfjárframleiðslu
verður haldinn í félagsheimilinu á Hvammstanga
miðvikudaginn 9. júní 1993
Fundarstjóri: Pálmi Jónsson alþingismaður.
Dagskrá:
KI. 13.00 Ávarp landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals.
Kl. 13.15 Alþjóðasamningar og áhrif þeirra á sauðfjárframleiðslu:
Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráð-
herra.
KI. 13.30 Búvörusamningamir, viðskipti með greiðslumark, fram-
leíðnikrafa og verðlagning. Haukur Halldórsson, formaður
Stéttasambands bænda.
Kl. 13.45 Umræður og fyrirspumir.
Kl. 14.00 Staða sauðfjárbænda i nýjum búvörusamningi: Amór
Karlsson, formaður Landsambands sauðfjárbænda.
Kl. 14.10 Staða afuröastöðva og ffamtíðarhorfur: Hreiðar Karlsson,
formaöur Landsambands sláturleyfishafa.
Kl. 14.20 Umræður og fýrirspumir.
Kl. 14.30 Gæði og hreinleiki íslenskra landbúnaðarvara: Brynjólfur
Sandholt yfirdýralæknir.
Kl. 14.40 Rannsóknir, menntun og leiðbeiningar I sauöfjárffam-
leiðslu: Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur og stjómar
formaður RALA.
Kl. 14.50 Umræður og fyrirspumir.
KI. 15.00 Viðhorf verslana til sölu landbúnaðarafurða: Þorsteinn
Pálsson, sölustjóri Hagkaups.
Kl. 15.10 Viðhorf neytenda til framleiðslu og sölu sauðflárafurða:
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Kl. 15.20 Umræður og fyrirspumir
Kl. 15.30 Kaffihlé
Kl. 16.00 Útflutningsmöguleikar á kindakjöti: Erfendur Garöarsson
markaðsstjórí.
Kl. 16.10 (slenskur ullariðnaður: Guðjón Kristinsson, ffamkvæmda-
stjóri Istex hf.
Kl. 16.20 Skinnaiðnaður á Islandi: Bjami Jónasson, framkvæmda-
stjóri Islensks skinnaiðnaðar hf.
Kl. 16.30 Umræður og fýrirspumir.
Kl. 16.40 Staða og þróun sauðfjárræktar I héruðum: Gunnar
Þórarinsson héraðsráðunautur.
Kl. 16.50 Staða byggðanna f kjölfar samdráttar I sauðfjárfram
leiöslu: Gunnar Sæmundsson, formaður BSVH.
Kl. 17.00 Umræður og fyrirspumir.
Kl. 17.10 Fundarslit: Halldór Blöndal landbúnaöarTáðherra.
Landbúnaðarráðuneytið.
Innkaupastofriun Reykjavlkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavlkur,
óskar eftir tilboðum I lagningu aðalæðar VR II, 6. áfanga: Höfða-
bakki-Smálönd.
Helstu magntölur eru:
Þvermál plpna 800 mm
Lengd 1.000 m
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn 15.000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama staö miðvikudaginn 16. júnf 1993
kl. 15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
^MIÐIR í
SIIMIM
Minnumst þess aðásumrin
fjölgar að mun óvönum
ökumönnum á vegum
landsins. I þeim hópi eru
margir útlendingar sem
ekki hafa reynslu í akstri á
malarvegum. Sýnum þeim
gott fordæmi, og verum
ávallt viðbúin óvæntum
viðbrögðum þeirra sem við
mætum eða förum fram úr.
||U^ERQW
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Innritun fyrir skólaárið
1993-1994 stendur yfir
Sími 13194 frá kl. 8.00-14.00
daglega
Endurmenntunarnámskeiö:
Umsóknarfrestur til 30. júnl.
1. Siglingasamlíkir — ARPA
2. Siglingatæki — notkun, greining
3. Stöðugleiki (flutningaskip, farskip
4. Flutningafræöi (Shipping)
5. Stööugleiki — undirstöðuatriði fýrir smábátamenn
6. Fjarskipti — GMDSS
7. Siglingatæki — (ratsjár, lóran GPS, ferilritar, dýptar-
mælar) — notkun
8. Hafnsögumenn — formei^hjálparbáta.
Umsóknum svarað I slmeH3194 frá kl. 8.00-14.00 daa-
lega.
Skólameistarí
Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar, f.h. gatnamálastjórans I
Reykjavlk, óskar eftir tilboðum I eftirfarandi verk:
Grensásvegur og Skeiöarvogur
Endurbætur gatnamóta
Gatnagerð og lagnir
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 2.500 m3
Fylling 2.000 ms
Púkk 1.700 m2
Steyptar gangstéttir 450 m2
Ræktun 750 m2
Verkinu skal lokiö fýrir 15. september 1993.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3,
Reykjavfk, frá og með þríðjudeginum 8. júní gegn 15.000
króna skilatryggingu.
Tiiboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. júnl 1993
kl. 14.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800