Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 17. júní 1993 Sjúklingum fjölgaði um rúm 12% á Borgarspítala á fýrstu mánuðum ársins samanborið við í fýrra: Reksturinn er í járnum Á fyrstu fjórum mánuðum ársins fjölgaði sjúklingum á Borgarspí- tala um rúm 12% boríð saman við sama tímabil í fyrra. „Það er Ijóst aö reksturínn er í jámum,“ segir Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjórí Borgarspítalans. Hann rekur ástæður þessa til yfir- töku spítalans á bráðaaögerðum Landakotspítalans I apríl í fyrra. Hann vill ekki greina frá upphæð hallans að svo stöddu né til hvaða aðgerða þurfi að grípa til. „Það er alveg ljóst að við stöndum á bremsunni eins og við mögulega getum. Við ætlum okkur að láta spít- alann vera innan þess ramma sem Alþingi hefur ákveðið," segir Jó- hannes. Hann telur að erfitt sé að bera sam- an fyrstu mánuði ársins í ár við sama tímabil síðasta árs. „Við fengum bráðavaktimar frá Landakotspítala 1. apríl í fyrra. Aðsóknin og fiöldi sjúklinga hefur því aukist mikið fyrstu mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra," segir Jóhannes og bendir á að af þessum sökum hafi kostnaður vaxið. Legudögum fjölgaði um 5,5% að sögn Jóhannesar á samanburðar- tímabilinu og þá fjölgaði sjúklingum jafnframt um 12,2% eða 463. Þeir voru 3.795 í fyrra en voru orðnir 4.258 á tímabilinu janúar til aprfl. Hann bætir við að aukningin hafi verið hlutfallslega mest á Borgar- spftalanum sjálfum en undir hann heyra stofnanir eins og Grensás- deild. Þá segir Jóhannes að aðgerðum hafi fjölgað f kjölfar þessa. „Afköst spítalans eru aukin milli ára og það hleður á sig kostnaði og rekstraraf- koma spítalans er talsvert erfið af þeim sökum,“ segir Jóhannes. Það er greinilega mikið annríki á slysadeild spítalans og til marks um það segir jóhannes að yfirleitt sé Qöldi bama yngri en 15 ára sem leit- að er með til spítalans um 16.000 böm á ári. -HÞ Tímanum hefúr borist eftirfarandi stjórans f Reykjavík, undirritað af Elfnu Vigdísi Hallvarðsdóttur: eða reglugerða. ins um að fella ákvörðun lögreglu- stjórans í Reykjavík um afturköll- un skemmtanaleyfis í veitingahús- inu Rósenbergkjallarinn, Austur- stræti 22b, úr gildi, koma ýmsar rangfærslur fram, sem lögreglu- stjórinn í Reykjavík vill gera at- í fréttinni kemur fram, að ákvörðun ráðuneytisins sé byggð á því álití umboðsmanns Alþingis, ið eftír í málum sem þessum, sé ekki næg.“ Lögreglustjórinn í Reykjavík vill taka fram, að „regl- ur" þær sem hér er mínnst á, er reglugerð nr. 587 frá 1987, sett af dómsmálaráðuneytinu á stjóm- skipunarlegan hátt þann 23. des- ember 1987. Ef reglugerðin hefur ekki næga lagastsoð er það mál ráðuneytisins, en ekki lögreglu- stjóra. Lögum samkvæmt ber lög- reglunni að halda uppi lögum og reglum, settura af þar til bærum yfirvöldum, en það er ekki lögregl- fram, að embætti lögreglustjóra hafi verið .frdlkunnugt um það um nokkurt skeið að ekki sé næg lagastoð fyTÍr fyrirvaralausri svipt- ingu skemmtanaleyfis f tilvikum sem þessum. Þrátt fyrir það hefur embættið haldið áfram að vinna eins og þaðhafi slíkt umboð.“ Hér er mjög ómaklega vegið að emb- ætti iögreglustjórans í Reykajvík. Eins og að ofan er rakið, ber lög- reglunni að framfylgja lögum og reglugerðum. Fyrmefhd reglu- gerð nr, 587,1987 er enn f gildi og breytir álit umboðsmanns Alþing- is engu um gildi hennar. Reglu- gerð þessi verður í gildi þar til dómsmálaráðuneytið fellir hana formlega úr gildi. Þangað til ber lögreglunni að framfylgja henni eins og öðrum reglugerðum. í þessu tiltekna máli, sem og öðr- um, hefur embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík kappkostað að fara að lögum í allri starfsemi sinni. Ákvarðanir embættisins, sem eru fþyngjandi fyrir þá sem fyrir þeim verða, eru teknar að vei ígrund- uðu máli og aldrei án þess að eiga beina heimifd f lögum og reglum. Varðandi aðrar hliðar þessa máis er bent á dómsmálaráðuneytið. Þorgerður Halldórsdóttir og Þórstfna Jóhannsdóttlr vlnna í eldhúsl Landakotsspltala I Hafnarbúðum. Þ»r mlssa vlnnuna vegna bágrar efnahagsstöðu Landakotsspítala. Starfsmönnum á Landakoti sagt upp í kjölfarið á allt að 118 milljóna halla undanfarna 17 mánuði: llla staðið að uppsögnunum Fækkun aðgerða, sameining deilda, útboð á vöru og þjónustu, fækkun starfsfólks um tíu manns er meðal aðgerða sem stefnt er aö til að rétta við rekstur Landakotsspítala sem var rekinn með 96 milljón króna halla í fyrra og hartnær 22 milljóna halla fyrstu fimm mánuði þessa árs. Þetta eru mikil umskipti frá árinu 1991 þegar 22ja milljóna rekstrarafgangur varð. Formaður starfsmannafélags kennir um litlu aðhaldi með fjölda læknisaðgerða. Hann segir að illa sé staðið að uppsögnum starfsmanna. Miklar breytingar í rekstri spítalans undanfarin ár virðast ætla að draga dilk á eftir sér. í frétt frá St. Jósefsspít- ala Landakoti segir að í ljósi þessara staðreynda sé óumflýjanlegt að grípa tíl aðgerða til að draga úr rekstrar- halla. Þá segir að undanfarin tvö ár hafi fjárveitingar til spítalans verið skomar niður um 420 milljónir króna. Kristinn Sigurjónsson, formaður starfsmannafélags spítalans, segir að f gær hafi ekki verið búið að tilkynna um uppsagnir þeirra sem sagt var upp til félagsmálaráðuneytisins eins og reglur gera ráð fyrir. Hann segir að mikil óánægja sé meðal starfsmanna hvemig staðið hafi verið að málum en þeim sem sagt var upp var fyrst til- kynnt um það í gærmorgun um leið og fjölmiðlum var tilkynnt um málið. Að sögn Kristins er um að ræða starfs- menn á skiptiborði og vaktmenn. Þá verður eldhúsi spítalans í Hafriarbúð- um lokað en ætlunin er að dreifa mat- arbökkum þess í stað. Kristinn heyrði fyrst um áformaðar uppsagnir á fundi með stjómendum spítalans í fyrrakvöld. Hann segir að þar hafi komið fram að læknisaðgerðum hafi ekki fækkað eins og að var stefnt og að dýrari að- gerðum hafi í raun fjölgað. Það segir hann að hafi gerst þegar Landakots- spítali hættí að sinna bráðavöktum en Borgarspítali tók við því hlutverki á síðasta ári. Eins og kunnugt er starfii Iæknar á Landakotsspítala sem verktakar. Kristinn segist því ekkert skilja í af hverju ekki hafi fyrr verið gripið til þess ráðs að fækka aðgerðum og finnst stjóm spítalans taka seint við sér. í frétt frá stjóm spítalans segir að nú hafi læknum verið úthlutað ákveðnum fiölda aðgerðaeininga á ári eins og það er orðað. í frétt spítalans er greint frá því að verið sé að íhuga sameiningu legu- deilda. Kristinn telur að þar sé lfldega verið að tala um að færa gjörgæslu- deild spítalans og sameina hana lyf- læknisdeild. Kristinn segir að niðurskurður og óvissa starfsmanna hafi ýtt undir rót- leysi og verri starfsanda en ella. Hann segir að spítalinn hafi þurft að sjá að baki mörgu af sínu besta fólki undan- farin ár. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra spítalans í gær. -HÞ Sjómaður staðinn að smygli í ísafirði: Smirnoff staðinn að vodkasmygli Rússi að nafni Smimoff var sektaður í gær af lögreglunnl á ísafirði fyrir að reiða fram flöskur af vodka, sem hann hafði smyglað f land, í skiptum fyrir Lödubíl. Smimoff, sem er af rússneskum togara sem sigldi út frá ísafirði i gær- kvöldi, bauð 400 dollara ásamt sex vodkaflöskum fyrir bifreiðina. Þegar ærlega hafði verið leitað um borð í togaranum og fundust þrjár flöskur til viðbótar. íslendingurinn sem seldi Rússanum Löduna varð því að láta sér 400 dollar- ana nægja og báðir þurftu þeir að borga um 4000 krónur í sekt sem er hátt gjald fyrir rússneskan sjómann. Fleiri sjómenn af rússneska togaran- um keyptu Lödur í landi og að sögn lögreglunnar á ísafirði hafii rækjusjó- menn kvartað yfir því þeir séu famir að veiða grindur af Lödum í Barents- hafi. Rússamir fá nefnilega meira fyrir að rífa bflana og selja þá f varahlutí en að selja þá f heilu lagi. Norskir sjómenn hafa haft orð á því að Lödumar sem finnist í sjónum hafi íslensk númer. Lögreglan dregur það þó í efa því bflnúmerin em yfirleitt skilin eftir heima þótt biffeiðamar fái að sigla sinn sjó. -GKG. Hafnfirðingar spá og bollaleggja um hver verði næsti bæjarstjóri: Margir útvaldir en einn kallaður JÞetta er auðvitað mil málanna hér í bænum og ekkert óeðlilegt við það nema síður sé. Það eru allir að spá og bollaleggja um það bver verður næsti bæjarstjóri. Maður kemst ekki hænu- fet hér eftír götunum án þess að hitta einbvem sem er að spá í spilin, flokksfólk og aðra. Maður verður svo sem var við fólk sem kemur og klappar manni á öxlina og segir: Jlvað, þú ferð nú ekki að gefa þetta eftir" svo ekki sé talað um þá sem segja: „Þú lætur nú ekki karl- ana troða þér um tær“,“ segir Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjar- stjómar í Hafnarfirði. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það innan meirihluta krata í bæj- arstjóm Hafnarfjarðar hver verður eft- irmaður Guðmundar Áma, sem tók við embætti heilbrigðis- og trygginga- ráðherra í byrjun vikunnar. Það hefur þó ekki aftrað honum frá því að gegna bæjarstjóraembættinu því strax á þriðjudag var hann með viðtalstíma á bæjarskrifstofunum. Sömuleiðis mun hann sitja sem bæjarfulltrúi út kjör- tímabilið. Þó er gert ráð fyrir að ákvörðun um næsta bæjarstjóra verði tekin fyrir um næstkomandi mánaðamót, áður en bæjarstjóm fer í sumarleyfi. Það kann þó að gerast fyrr og jafnvel í þessari viku. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að síðasti bæjarstjómarfundur fyrir sumarfrí verði haldinn þriðju- daginn 29. júní. Það er þó hægara sagt en gert að velja skipstjóra á skútuna því ekki aðeins er verið að velja bæjarstjóra til að gegna starfinu út kjörtímabilið heldur og oddvita flokksins í næstu bæjar- og sveitarstjómarkosningum sem fram faranæstavor. Allir bæjarfulltrúar hafnfirskra krata gefa kost á sér til embættisins. Af þeim hefur TVyggvi Harðarson oft verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Guðmundar Áma, en ennig mun Ámi Hjörleifsson njóta stuðnings til emb- ættisins. En hann mun hafa fengið næstflest atkvæði í fyrsta sæti á lista krata í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningar. Aðrir telja vænlegt fyrir flokkinn að Jóna Ósk hreppi hnossið. Sömuleiðis hafei stuðningsmenn Ing- vars Viktorssonar ekki gefið upp alla von um að hann verði næsti bæjar- stjóri. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.