Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. júní 1993 Tfminn 7 Kennaraháskólinn getur aðeins orðið viö þríðjungi umsókna um nám við skólann: Margir sækja um aftur eða fara í Háskólann „Við höfum fengið miklu fleiri umsóknir undangengin ár heldur en við höfum getað sinnt,“ segir Erla Krístjánsdóttir, kennslustjórí Kennaraháskóla fslands, í samtali við Tímann um mikínn flölda umsækjenda í almennt kennaranám við skólann. Umsóknarfrestur rann út 5. júní s.l. og alls voru umsækjendur 323 talsins. Vegna takmarkaðra Ijárveitinga og skorts á húsnæði er skólanum ekki fært að verða viö nema rúmum þríðjungi umsókna. í fyrra sóttu 293 um að komast í KHÍ og er því ekki um að ræða óvenjulega aukningu þetta árið, heldur þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. En hverjar eru skýr- ingamar? „Ég hugsa að það séu nokkuð margar skýringar," segir Erla. „Þó að þetta sé ekki sérlega vel borgað starf, þá hefur það verið tiltölulega öruggL Fólk eðlilega vegur það og metur þegar það leggur út í þennan kostnað og vinnu. Þar fyrir utan veit ég að þetta þykir mjög góð almenn menntun og undirstaða fyrir fram- haldsnám." — Hefur þú einhverja hugmynd um hvert þeir fara í nám sem ekki komast inn í Kennaraháskólann? „Við höfum ekkert getað fylgst með því. Það er alltaf ákveðinn hópur sem sækir um aftur. Margir hafa leitað í uppeldisfræðina við Háskól- ann eða tekið sér aðrar greinar þar.“ — Eftir hveiju er farið þegar um- sóknir eru metnar? J»að er farið eftir fyrri námsár- angri. Við horfum sérstaklega á það hvar umsækjendur standa í ís- lensku. Það er líka horft á reynslu þeirra. Þó svo við séum ekkert sér- staklega að sækjast eftir því að fá þá, sem hafa verið að kenna réttinda- lausir, þá skiptir reynsla af uppeldis- störfum eða vinnu með bömum og unglingum máli, sem og almennt góður námsárangur," svarar Erla. „Þetta er erfiður skóli með mikla tímasókn og einnig er mikið af námsefhinu á erlendum málum.“ Almennt kennaranám tekur þrjú ár og veitir kennararéttindi í grunn- skóla og alþjóðlega B.Ed.-gráðu. Alls verða við nám í Kennaraháskóla ís- lands á næsta skólaári um 800 stúd- entar, 550 í almennu kennaranámi og um 250 í námi til kennslurétt- inda í framhaldsskólum og við fram- haldsnám í uppeldis- og kennslu- fræðum. — Hvernig hefur útskrifuðum kennurum gengið að fá vinnu? „Þeim hefur gengið ágætlega. En við vitum að það er að þrengja að.“ GS. Sódóma tilnefnd til 6 verðlauna Kvikmyndin Sódóma Reykjavík hef- ur verið tilnefnd til sex verðlauna í keppni um Norrænu kvikmynda- verðlaunin „Amanda 93“ á kvik- myndahátíðinni í Haugesund í Nor- egi, sem fram fer dagana 23.-28. ág- úst n.k. Óskar Jónasson hlaut tilnefningu fyrir besta mynd og leikstjóm, Bjöm Jörundur Friðbjömsson sem besti karlleikari í aðalhlutverki, Eggert Þorleifsson sem besti leikari í auka- hlutverki, Óskar Jónasson fyrir besta handritið, Sigurður Sverrir Pálsson fyrir kvikmyndatöku og Sig- urjón Kjartansson er tilnefndur fyr- ir bestu kvikmyndatónlistina. GS. Ólafur B. Þórsson, Magnús Öm Úlfarsson og Kristján Eðvarðsson taka vlð vlðurkennlngarskjölum úr hendl Krlstínar Amalds skólamelstara. Ragnar Fjalar var einnlg (sigurllölnu, en hann vantar á myndina. Breiðhyltingar skákmeistarar Það bar til tíðinda sl. vor að Menntaskólinn við Hamrahlíð tap- aði í skákkeppni framhaldsskólanna fyrir Fjölbrautaskólanum í Breið- holti, en menntaskólinn hafði átt góðu gengi að fagna f fjölmörg ár í þessum skákkeppnum. Yfirvöld í FB kættust mjög og var skáksveit skólans heiðruð við skóla- slit 258 nemendum voru afhent loka- prófsskírteini. 54 vom af tæknisviði og 146 luku stúdentsprófi. Alls stunduðu 2257 nemendur nám í Fjölbrautaskólanum á vorönn. -GKG. Nýlega voru 30 rekstrarfræölngar útskrlfaölr frá Blfröst Samvinnuháskólinn á Bifröst á 75 ára afmæli. Eiríkur Grímsson nemandi segir námið vera strangt: MARGIR FA LÉTT ÁFALL Á þessu árí eru 75 ár liðin frá því að Samvinnuskólinn á Bifröst var stofnaður. Jafnframt eru fímm ár liðin frá því skólanum var breytt f Samvinnuháskólann á Bifröst og nám skólans fært af framhaldsskólastigi yfír á háskólastig. Á skólahátíð Samvinnuháskólans, sem haldin var 22. maí s.l., voru útskrifaðir rekstrarfræðingar í fjórða sinn frá því kennsla hófst þar á háskólastigi. Að þessu sinni útskrifuðust 30 rekstrarfræðingar eftir tveggja ára nám. í skólanum eru starfræktar tvær lánshæfar deildir, Rekstrarfræða- deild og Frumgreinadeild. Til vors stunduðu 89 nemendur nám við skólann, þar af 71 í Rekstrar- fræðadeild og 18 í Frumgreina- deild. Nám í Frumgreinadeild tekur einn vetur og er þar veittur sér- hæfður undirbúningur fyrir nám á Rekstrarfræðadeild. U.þ.b. 70 manns hafa farið í gegnum Frum- greinadeildina frá því deildin var sett á stofn fyrir fimm árum. „Það er fullt af fólki út um allt land, sem hefur lokið einhverju námi og farið síðan að vinna. Það langar kannski til að læra eitthvað meira, en hefur ekki möguleika til að fara í Háskóla íslands vegna þess að þar þarf að hafa stúdentspróf. Á Frumgreinadeild hefúr það mögu- leika á að komast inn á háskóla- stig á einum vetri," segir Eiríkur Grímsson, nemandi í Rekstrar- fræðadeild, í samtali við Tímann. Þeir, sem ljúka námi í Frum- greinadeild, fara yfirleitt áfram í nám í Rekstrarfræðadeild. Þaðan útskrifast menn með háskóla- gráðu sem rekstrarfræðingar. Á fimm árum hafa u.þ.b. 130 rekstr- arfræðingar verið útskrifaðir, að sögn Eiríks. Námið á Bifröst er nokkuð strangt. Nemendur í Rekstrar- fræðadeild vinna lokaverkefni á hverri önn og þurfa jafnframt að verja það fyrir kennurum og sam- nemendum sínum. í verkefninu taka nemendur eitthvað fyrir, sem tengist því námsefni sem kennt hefur verið á viðkomandi önn. Fimm greinar eru kenndar á hverri önn og er fyrirlestur í hverri grein vikulega, einn verk- efnatími með kennara og viðtals- tími þar sem spjallað er um efni fyrirlestrarins. Nemendur verða Elrfkur Grfmsson, rekstrarfræða- neml á Bifröst, seglr námlö vera ákaffega strangt að skila verkefni í hverri grein vikulega á nákvæmlega réttum tíma. „Þetta er mikið vinnuálag, skólinn gerir miklar kröfur. Hann kennir fólki að vinna og menn verða að gjöra svo vel að læra það,“ segir Eiríkur. „Maður verður var við það að margir fá létt áfall þegar þeir koma og kynnast því sem borið er á borð. En sem betur fer bíta langflestir á jaxlinn og halda áfram. Að fara í nám er tals- vert átak fyrir fólk sem er búið að vera í vinnu og vera með heimili sitt og fjölskyldu í föstum skorð- um í 10-20 ár.“ Eiríkur telur óhætt að segja að útskrifuðu fólki frá Bifröst hafi gengið vel í störfúm sfnum. „Það er sóst eftir því og það kemur vel ÚL Náttúrlega er besta auglýsing- in fyrir skólann fólgin í góðum af- urðum. Hann gerir miklar kröfur til árangurs og vinnu. Þetta er metnaðarfullur skóli og kennar- amir eru ungir, áhugasamir og metnaðarfullir. Skólinn lætur ekkert frá sér fara nema góða vöru,“ segir Eiríkur. — Til hverra höfðar þetta nám helst? „Það er verið að útskrifa þama fólk til stjómunarstarfa og það ætti þá að höfða fyrst og fremst til þeirra sem eru þannig náttúraðir. Nemendur koma alls staðar að og úr alls konar umhverfi. Þetta höfðar til allra sem vilja bæta við sig hagnýtu námi á ekki Iöngum tíma,“ segir Eiríkur. — Er verið að útskrifa friun- sóknarmenn og kaupfélagsstjóra? .J'íei, nei, þama er fólk úr öllum flokkum. Það sagði einn, sem kom í skólann í fyrra, að það sem hefði komið sér hvað mest á óvart var það að hann var ekki eini sjálf- stæðismaðurinn," segir Eiríkur. „En maður hefúr margoft verið spurður að því hvort þama séu ekki eingöngu framsóknarmenn og hvað það þýði að vera að fara í þennan skóla, þegar kaupfélögin séu að líða undir lok og ekki sé lengur verið að útskrifa kaupfé- lagsstjóra. En það bara er ekki þannig.“ Á Bifröst er heimavist þar sem 40-50 manns búa. Einnig leigir fjölskyldufólk gjaman sumarbú- staði í næsta nágrenni yfir vetur- inn. Bamaheimili er á staðnum og böm á skólaskyldualdri hafa að- gang að almennum skóla. Meðalaldur nemenda á Bifröst er um 30 ár. Nú, þegar eldra fólk er komið í skólann, er þá jafn mikið fjör og var e.Lv. áður? „Það má segja að félagsstarf sé ekki ýkja mikið. Það er það mikið vinnuálag að það er ekki mikill tími fyrir það. íþróttastarf er þó nokkuð öflugt, það er góð íþrótta- aðstaða," segir Eiríkur. ,Á haustin er farið í ferð til Akur- eyrar og fyrirtæki heimsótt og á vorönn er farið til Reykjavíkur. Einnig fara útskriftarnemendur í útskriftarferð og núna fór hópur- inn til Mexíkó." Að loknu námi í Rekstrarfræða- deild getur fólk haldið áfram námi í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands og einnig getur fólk bætt við sig tveimur ámm í Há- skólanum á Akureyri. Þá hefur fólk farið töluvert til Danmerkur og haldið áfram þar í viðskiptahá- skólum í Óðinsvéum og Árósum. Á prjónunum er að stofna ffarn- haldsdeild við Samvinnuháskól- ann, sem mun þá útskrifa fólk með B.S-gráðu. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.