Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 17. júnf 1993 Tíminn RIÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofun Lynghálsi 9.110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Land, þjóð og tunga Snorri Hjartarson skáld tjáði mörgum öðrum skáld- um betur tilfinningar sínar til fósturjarðarinnar í hnitmiðuðu og knöppu formi. í einu af sínum þekkt- ustu ljóðum segist hann sem barn hafa gefist landinu, þjóðinni og tungunni og beri skylda til að verja heið- ur þess og líf gegn trylltri öld. í dag, 17. júní, er það áreiðanlega ofarlega í huga þjóðhollra manna hvernig sé hægt að verja sjálfstæði þjóðarinnar, landið og gæði þess og tunguna á öld breytinganna. Sjaldan hefur þjóðin staðið frammi fyr- ir svo afdrifaríkum spurningum um stöðu sína í um- heiminum eins og um þessar mundir. Á nær hálfri öld, en næsta ár eru 50 ár frá stofnun lýðveldis, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Stofnun lýðveldis á íslandi í kjölfar fullveldis 1918 fyllti þjóð- ina af bjartsýni og framkvæmdahug sem enst hefur fram á þennan dag. Það væri illa farið ef breyttir og óvissir tímar tækju frá þjóðinni bjartsýnina. Nær all- an lýðveldistímann hefur friðurinn í heiminum hvílt á spjótsoddum. Þetta hafði ekki áhrif á hug okkar ís- lendinga til að byggja upp fyrir framtíðina. Hugurinn var slíkur að kappið var stundum á seinni árum meira en forsjáin. Við íslendingar höfum tileinkað okkur tæknifram- farir í ríkum mæli. Tæknin hefur tekið við af manns- höndinni á ýmsum sviðum og afköstin eru slík að stórhætta er á að gengið verði óhóflega á auðlindir og jafnvægi náttúrunnar raskað svo ekki verði um bætt. Nýting náttúruauðlinda verður að byggjast á rann- v sóknum, þekkingu, virðingu fyrir umhverfinu og greiðum samskiptum við aðrar þjóðir á sem flestum sviðum, ef nokkur leið á að vera að komast af. í þessu umhverfi reynir á þjóðlegar rætur og tunguna, sem gerir okkur öðru fremur að þjóð meðal þjóða. Við íslendingar eigum ekki það val að vera í einangr- un. Tilvera okkar sem nútímaþjóðar byggir á sýn til umheimsins og samskiptum við aðrar þjóðir á sem flestum sviðum. Þjóðina kann að greina á um það hvernig þeim samskiptum skuli vera háttað, en stað- reyndin er samt þessi. Þrátt fyrir þetta þarf ekki að örvænta um okkar þjóð- legu rætur. Þær liggja djúpt í þjóðarsálinni og það er hægt að hlúa að þeim með því að leggja enn meiri rækt við menntun og menningu en gert hefur verið. Vaxandi erlend samskipti auka þörfina fyrir þjóðfé- lagsþegnana að finna sér skjól í uppruna sínum og þjóðlegum sérkennum. Slíkt er jafn heilbrigt og of- stækisfull þjóðernishyggja er óheilbrigð. Fordóma- laus yfirsýn er nauðsynleg jafnhliða rækt við þjóð- menninguna. Tíminn á þá ósk til þjóðarinnar nú á þjóðhátíðardeg- inum 17. júní að henni auðnist að verja gögn og gæði landsins, standa vörð um þjóðleg verðmæti og menn- ingu, ekki síst þjóðtunguna. Þetta verður ekki gert í einangrun, heldur með samstarfi þjóða. Ungt fólk í dag fær þetta hlutverk á næstu öld og um þess þátt þarf ekkert að örvænta, þótt umhverfið sé annað en áður var. Lýðveldið ísland er 49 ára í dag svo ekki er um að villast að æskuárin eru aðbakiogánasstaári nærþaðform- legum aldri hins miðaldra. Of snemrnt er að spá í hvað gert veríkir tii að minnast þeirra tímamóta, en ef að Jík- um laetur verður fundið upp á ein- hverri þjóðargiöf. Kannske stórbygg- ingu sem ekki mun verða Iokiö við fyrr en um raiðia næstu öid? Hver veit, eo trúlega verður efht í einhvem „mónú- mental" kross handa óbomum kyn- slóðum að axla í viðbót við þá sem fyr- íreru. Fyrri gjafír haía ferið handaskoium á einn eða annan hátt og orðið henni mesta glaðningnum sem vérlandar ferðum sjálfum oss við fyðveldisstofeunina— hjóöminjasafninu. Cjafaborðamir eru nú heidur betur teknir að feyskna, því húsið kvað vera orðið svo óþétt í rign- ingum að þótt allir sáir, askar, kimur og mysukeröld frá umliðnum öldum væru sett undir lekabunumar nægðu mál hvort ódýrara muni að byggja nýtt fylgt þeim sprotum sem náðist að tésta „vormönnum íslands" í skógræktarfé- tögunum vera iítil gieði að vitja þeirra haidið innan girðingar sem allra lengstan tíma af árinu. Til þess að hafa skepnumar til friðs má hengja áþær verðlaunapeninga með reglulegu millibili ogsjátílað hver ogefeinhrút- anna verði sæmdur hefðaiheitinu sem hafe verið að rella yfir að of mikl- um óarðbærum peningum sé varið til Svo eru það hinar góðu gjafir fitá þús- und ára afraælinu 1974, Þjóðarbók- hlaðan kúrir bóklaus vestur á Melum og verðuráreiðanlega bóklaus enn um sinn, því alltaf finnst eitthvað þariara hana. En það má bókhlaðan eiga að þessi galtómi vindasalur er þó sýnileg- ur, þótt engin séu af honum notin. Hið sama verður ekki sagt um land- græðslugjöfina sem vér landar stung- þarf að vanda til er næsta þjóðargjöf verður valinog ferastrax að hyggja að hvaða vanda muni brýnast að bregðast við með myndarlegu átald. Allir ættu að geta orðið sammála um að það er fé í þágu umhverfis sem er í stórhættu. Ef þetta skilar tilætíuðum árangri er ríkari þjóðargjöf en nokkurt þjóð- minjasafo og nokkur þjóðaibókhlaða. hver óspilltur sproti í þjóðarlundinum af taumlausum upprekstri vambmik- andi Iangiðrum, laka og jórturvömb- illa hrúta Alþýðuflokksins á aimanna- um kratafjárins. afrétt. GARRI Stórt verður smátt Úti í stóra kapitalistaheiminum hafe menn ekki alveg misst sjónar á mikilvægi minni fyrirtækja og smárekstrar ýmiss konar. Við- skiptafrelsi og markaðslögmálin eiga ekki síður við um lítil fyrirtæki í einkaeign en í einhvers konar sameignarformi. Á tímum sam- dráttar og atvinnuleysis er lögð enn meiri áhersla á mikilvægi smærri eininga í atvinnurekstri og er reynt að ýta undir slíka þróun austan hafs og vestan. Á íslandi er einnig farinn að berast endurómur af borgaralegum at- vinnurekstur þar sem hið eiginlega markaðsfrelsi og einkaframtak á að fá að njóta sín. Er það afturhvarf frá þeirri hugsanavillu að allt eigi að vera stórt í sniðum og rosalega vél- vætt. Ekki er þó þróunin komin lengra en svo að haldin eru föndur- námskeið fyrir konur í dreifðum byggðum til að búa til sitthvað smálegt fyrir túrista að kaupa. Kleinubakstur og hýsing ferða- manna eru og ágætir kostir til að amla ofan af fyrir sér og sínum. Óðagot Á sama tíma og talað er fjálglega um kosti smáatvinnurekstrar er mikið Iagt upp úr hagræðingu og samruna fyrirtækja, sem þýðir ekki annað en að fyrirtækjum fækkar og þau minni verða stærri og svo þyk- ir mikil dyggð og spamaður að segja upp starfsfólki til að byggja fyrirtækin upp. Ekki vantar svo óðagotið í postula tæknivæðingar- innar sem ávallt ryðja fólki frá til að rýma fyrir vélum hvað sem það kostar. Það em ekki fá gjaldþrotin sem rekja má til þeirrar áráttu. Nóg um það að sinni. Það hljómar dálítið ankannalega þegar verið er að tala um eflingu smáfyrirtækja nú á tíunda áratugn- um. Um alllangt skeið hafa stjórn- völd, lánastofnanir og fjármálavitið bundist samtökum um að telja sjálfum sér og öðmm trú um að stórt sé hagkvæmt og arðvænlegt en smátt lítið og leiðinlegt. Það gleymist gjaman að ekki er langt um liðið síðan atvinnulífið byggðist að mestu á smáfyrirtækj- um, sem hin stærri hafa síðan gleypt eða þeim gert ómögulegt að starfa. Hver bóndi er sjálfstæður at- vinnurekandi. Þegar tæknivæðing- in var komin yfir æskilegt stig og framieiðslan orðin of mikil varð að grípa til framleiðslukvóta til vemd- ar atvinnugreininni og fara búin minnkandi hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Einu sinni nutu handverksmenn nokkurrar vemdar og komust VIII oii liroitt takkbærilega af. Svo var iðnlöggjöf- inni að mestu kastað fyrir róða og stór verktakafyrirtæki og innflytj- endur tóku að miklu leyti við þeirri þjónustu sem sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn veittu áður. Nokkrar atvinnugreinar hafa hreinlega horfið úr athafnalífinu og aðrar veslast upp, svo sem hús- gagnasmíði, svo þekkt dæmi sé tek- ið. Á sama tíma og löggjafinn ónýtir starfsréttindi iðnaðarmanna er hert á atvinnuréttindum langskóla- fólks og má benda á kennara í því sambandi. Kollsteypur í versluninni velta stórmarkaðim- ir á hausinn hver af öðmm og margir aftur og aftur. En trúin á þessi risafyrirtæki er söm við sig og alltaf er reynt enn á ný að láta þau lafa á brauðfótunum og árangurinn er hinn sami. En auk þess að gera sjálfa sig fall- ítt upp á milljarða em stórverslan- imar búnar að eyðileggja afkomu fjölda smákaupmanna og koll- steypa öllum delluhugmyndunum um einkaframtak og hagkvæmni hins stóra og mikla. Oft em það hinir sömu og gala hvað hæst um ágæti einkafram- taksins sem vinna því mestan skaða. Stórathafnamenn sem ekki þola samkeppni em ekki í rónni fyrr en þeir em búnir að gleypa smáfyrirtækin eða koma þeim fýrir kattarnef með öðmm hætti. Pyrir- tækjasamsteypur teygja arma sína eins og kolkrabbi um athafnalífð og ráðskast með það að vild. Öflug fyrirtæki em fámennri þjóð nauðsyn og varast ber að dreifa kröftunum um of. En aldrei má vanmeta framtak einstaklingsins, sem hvergi nýtur sín betur en í rekstri eigin fyrirtækis, og afkoman fer eftir því hve hagkvæmur hann er. Hrikaleg ofljárfesting stórfyrir- tækjanna og ótrúlegt ofmat stjóm- enda þeirra á íbúatölu ísalands ætti að færa heim sanninn um að það er ekki hollt að hugsa of stórt At- vinnuvegunum verður að lærast að sníða sér stakk eftir vexti og viður- kenna að þeir em heldur smávaxn- ir fyrir alla þá yfirbyggingu og silki- húfur sem þeim er gert að bera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.