Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1993, Blaðsíða 1
FréttaT(mnnFrétta-síminn...68-76-48...Frétta-TíminnFrétta-síminn,..68-76-48...FréttaTíminnFrétta-síminn...68-76-48. Lútfiskur frá Selfossi til Svíþjóöar Fyrirtækiö Sjávarfang á Selfossi hefur hafiö framleiöslu á lútfiski, en hann er þurrkuð langa bleytt upp í sérstakrí tegund af lút Fram- leidd veröa 50 tonn af lútfiski hjá Sjávarfangi á þessu árí og fér öll framleiöslan til Svíþjóðar. Aö sögn Grétars Péturssonar hjá Sjáv- arfangi er veröið þokkalegt Langan gegnir svipuðu hlutverki ( matarmenningu Svía og hangikjöt gegnir í matarhefð islendinga. Hún er aðallega borðuð um jól. Framleiðslan hér á landi er einföld. Langan er flökuð, sett í kalt vatn og þurTkuð þannig að rakinn í flakinu er um 16%. Vinnslan tekur um 14 daga. Efdr að fiskurinn hefur verið fluttur út til Svíþjóðar er hann settur í ákveðna tegund af lút sem veldur því að hann bólgnar út og fær hið sér- staka bragð sem Svíar sækjast sem mest eftir. Framleiðslan á Selfossi er nýlega haf- in og sagðist Grétar gera ráð fyrir að henni yrði haldið áfram fram á haust, en Svíar vilja vera búnir að fá ársfram- Ieiðsluna þremur mánuðum fyrir jól. Fram að þessu hafa Norðmenn nær einir setið að lútfiskmarkaðinum. Samningar Sjávarfangs á Selfossi gera ráð fyrir að fyrirtækið framleiði 50 tonn af fullverkuðum lútfiski. Um 360 tonn af löngu upp úr sjó þarf til að framleiða þetta magn. Grétar sagði að verðið sem fengist fyrir lútfiskinn væri þokkalegt, a.m.k. vonuðust menn eftir að þessi fram- leiðsla gengi upp rekstrarlega. Við ffamleiðsluna starfa 6-7 manns. í dag er framleiðslan á lútfiski eina fram- leiðsluvara fyrirtækisins. Grétar sagði að ekki væru uppi áform um að bjóða íslendingum upp á lút- fisk, a.m.k. ekki á næstunni. -EÓ Sjö umsækjendur um stöðu Seðlabankastjóra. Ákvörðun tekin í næstu viku: Spennan magnast Sjö einstaklingar hafa sótt um stöðu Seðlabankastjóra, en um- sóknarfrestur rann út sl. þríðjudag. Umsækjendur eru Bjami Einarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Byggða- stofnunar, Eiríkur Guðnason, aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans, Ingi- mundur Friðriksson, forstöðumaður í alþjóðadeild Seðlabankans, Jón Sig- urðsson, fyrrverandi alþingismaður, Kristján Kristjánsson rafvirkjameist- ari, Már Guðmundsson, forstöðumað- ur í hagfræðideild Seðlabankans og Ingvi Öm Kristinsson, forstöðumaður tölffæðisviðs Seðlabankans. Á bankaráðsfundi í gær var farið yfir umsóknimar og þær ræddar. Að sögn Ágústs Einarssonar, formanns banka- ráðs, verður málið afgreitt á banka- ráðsfundi á mánudaginn. — Verða umsækjendur kallaðir í við- tal? JVei, umsóknimar sjálfar em mjög ítarlegar og góðar og við áttum okkur vel á umsækjendum,“ segir Ágúst „Þetta eru allt góðir menn og við er- um mjög ánægðir með það hvað vel hefur tekist til.“ í kjölfar atkvæðagreiðslu innan bankaráðsins verða gerðar tillögur til viðskiptaráðherra, sem skipar síðan í stöðuna. Þangað til bíða menn spenntir. GS. Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda: Versnandi ástand í prentiðn í sjónmáli „Búast má við að virðisaukaskatturínn auki atvinnuleysi og bága afkomu fyrírtækja í prentiðnaðinum," segir Þorgeir Baldursson, prentsmiðjustjórí Prentsmiöjunnar Odda. Hann segir álögumar vera skelfi- lega ráðstöfun af hendi stjómvalda. „Það hefur verið minna að gera hér en oft áður það sem af er árinu í greininni og menn óttast auðvitað að skatturinn skemmi enn meira fyrir henni. Ég held að þegar upp er staðið verði enginn hagnaður af þessu fyrir þjóðarbúið heldur aukist kostnaður bara annars staðar," segir Þorgeir. -GKG. Reykjavfk mun Ifklega lettun að IJótara tró en þessu grenitré sem „prýðlr" baklóð stjómarráöshússlns, embstt- Ishúss forseta (slands og forsætisráöherra. Annar hrfsluræflll stendur sfðan vlð þann enda hússins sem snýr að Hverfisgötu og Amarhóll og er þar með upptalin trjársktin á stjómarráöslóðlnni. Timamynd Aml Bjama. Garðyrkjustjóri segir borgina annast umhirðu stjórnarráðslóðar- innar en húsameistari ákveði breytingar: Ekki óskað eftir því að við fjarlægðum þetta tré „Þvi miður verð ég að segja það, að mér finnst þessi tré ekki hæfa húsinu eöa vera því til sóma, hvorugt þeirra. Og raun- verulega held ég að það sé nú orðið tlmabært aö búa þessu húsi fallegt umhverfi, því húsiö er fallegt. Nú er veríð að hefj- ast handa við að ganga frá Amarhóli og ég held að það værí mjög gaman ef tekið yröi til hendinni við umhverfi þessa húss líka,“ sagöi garðyrkjustjórínn í Reykjavík, Jóhann Pálsson. Hann var spurður um umhirðu lóðar stjómarráöshússins og hvort þeim sem hana annast þætti virkilega prýði að þeim trjá- ræksnum sem þar standa. Hvort ekki værí til bóta að fjaríægja þær. Jóhann sagðist vera sammála því að prýði yrði tæpast talin af þessum trjágróðri. Gömul hefð væri fyrir því að Reykjvíkurborg sæi um fram- kvæmdir og árlegt viðhald á nokkr- um opinberum lóðum ríkisins og þar á meðal stjómarráðslóðinni. En það sem hins vegar flokkaðist sem skipulagsbreytingar á henni eða slíkt mundi að öllum líkindum falla undir húsameistara ríkisins að ákveða. „Og það hefur ekki verið óskað eftir þvf að við fjarlægðum þessi tré,“ sagði garðyrkjustjóri. Hann sagði að stundum væri talað um rétt tré á réttum stað. Þessi tré hefðu augsýnilega ekki verið sett á réttan stað á sínum tíma og þama væri kannski heldur ekki alveg heppilegasti staðurinn til trjáræktar. „Ég veit ekki hvað er að þessu grenitré, það hefur aldrei þrifist þama. Ég man eftir ákaflega falleg- um vfði þama í gamla daga þegar ég var strákur, sem einhver kallaði líf- víðinn, þó ekki viti ég hvemig það var til komið. Það tré var fjarlægt fyrir löngu sfðan. Síðar var fluttur þangað áskaflega fallegur silfurreyn- ir, nokkuð stór, og var mjög sjald- gæft á þeim tíma að svo stór tré væru flutt Þetta tré fór mjög vel þama og silfurreynirinn þolir allvel sjávarrok og kulda. En hann dó þó fýrir nokkrum árum og ekki veit ég hvers vegna. Þar með hefúr lfklega þetta grenitré verið sett þama og sennilega ekki verið nógu vel frá því gengið f þann tíð,“ sagði Jóhann. Þetta hefði enda allt þetta gerst fyrir sfna tíð sem garðyrkjustjóra borgar- innar. „Við fjarlægjum ekki svona tré nema að þess sé óskað af þeim sem sjá um framkvæmdir við húsið eða embætti húsameistara ríkisins," sagði garðyrkjustjóri. Húsameistari var upptekinn á fundum þegar Tím- inn reyndi að hafa tal af honum í gær. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.