Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 22. júní 1993 Hraðakstur helsta orsök alvarlegra umferðarslysa helgarinnar. Óli H. Þórðarson, formaður umferöarráðs: Það þarf að stórhækka sektir Einn lést og tíu slösuðust og þar af tveir alvarlega I umferðarslys- um helgarinnar sem m.a. eru rakin til hraðaksturs og glæfralegs framúraksturs. „Glæfralegur framúrakstur er ekkert nema rúss- nesk rúlletta," segir Óli H. Þóröarson, formaður umferðarráðs. Hann telur aö hækka þurfl sektir fyrlr glæfralegan framúrakstur sem og alvarleg umferðarlagabrot. „Ég er talsmaður mjög hárra sekta I þvf tllviki," segir Óll. Óli segir að helgamar séu oft ógn- vekjandi tími umferðarslysa og segist fyllast skelfingu þegar nær dregur hádegisfréttum um helgar. „Þá eru fréttár af alvarlegum slys- um gegnumgangandi og oft af imgu fólki,“ segir Óli og vísar til þess að þá sé margt ungt fólk á ferð. óli bendir á að vegir hér á landi séu ekki hannaðir fyrir mikinn ökuhraða og bendir á að hönnun- arhraði vega hérlendis sé yfirleitt miðaður við 90 km hámarkshraða. „FVrsta skilyrði fyrir meiri hraða er Slys á Suðurlandsvegi: Grunur um ölvun að það séu minnsta kosti tvær ak- reinar í báðar akstursáttir," segir Óli. Hann telur að lögreglan eigi erfitt með að sinna nauðsynlegu eftirliti og vísar til þess að henni sé naumt skammtað fé. „Nú þarf virkilega aukna löggæslu fyrir sumarum- ferðina en lögregla er víða í gífur- lega miklu fjársvelti," bætir hann við. Óli telur að almennt vanti mikið upp á virðingu manna fyrir lögum og reglum og segir að þess sjáist glögg merki í umferðinni. -HÞ Brotist inn f verslun f Garðabænum: ökumaður i jeppabifreið ók yfir i rangan vegarhelming i Suftur- landsvegi rétt austan vift Þrengsla- veg meft þehn afleiðingum aft hann skall i fólksbifreið sem var aft koma úr gagnstæftri ítt. ökumaður jeppans segist hafa sofnað undir stýri en grunur leikur áölvun. Kona sem var í fólksbifreiðinni, brotnaði í andliti auk þess að hljóta fleiri áverka. Tveir farþegar sem í bflnum sátu hlutu minniháttar mar og skurði og bam fékk skurð í and- liti. Bifreiðamar em taldar gjörónýtar og vom fluttar á brott með krana. -GKG. Jón Slgurösson, nýsklpaður seðlabankastjórl. að verki Ritsafni Indriða G. hafnað Borgaibókasafnlft hefur á ný tetóft þá afstöðu að kaupa ektó ritsafn Indriða G. Þorsteinssonar, en eins og Tímlnn greindi frí um helglna telur safnið sig eiga nógu mðrg eintök af bókum Indriða. Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Reykholts, sagft- ist afar undrandi á þessari afstöðu forráftamanna safnsins. Hann sagði Borgarhókasafnift eina bóka- safnift sem hafi hafnaft ritsafni Indrifta G. Reynir sagði að samskipti bóka- forlagsins við Borgarbókasafn væm komin í afar einkennilegan farveg. Sem dæmi um það sagði hann að nú þættust þeir sem með þessi mál fara fyrir safnið ekki kannast við að hafa nokkum tím- ann séð eða talað við sölumann for- lagsins, sem á sfnum tíma fékk vil- yrði fyrir kaupum á fjórum settum af ritsafninu og var síðar endur- sendur með þau þegar hann hugð- ist fá ritsafnið greitt Reynir sagði að Borgarbókasafnið hafi fram að þessu keypt ritsöfn eft- ir þekkta íslenska höfunda. Hann sagði það ekki hvetja bókaforlög að ráðast í að gefa út ritsöfn þegar þau mættu svona viðbrögðum. Þess má geta að ritsafn Indriða G. fékk nýlega verðlaun fyrir útlit -EÓ Brotist var inn f verslun í Garðabænum aðfaranótt mánudags og náðust þjófernír litlu sfðar. Um kl. 01:00 sást til tveggja manna að fela eitthvað suður f hrauni og þegar að var komið reyndust það vera verkfæra- kistur sem þeir höfðu rænt í Kópavoginum. Mennimir komu sér undan en lýsing á bíl þeirra náðist Rúmum klukkutíma síðar Jón Sigurðsson hreppti hnossið: Kemur mér ekki á óvart „Ég tel að þetta komi mér ekki á óvart, enda hefði ég varla sótt um . , .. starfið hefði ég ekki talið á því líkur að ég kæmi þar til grelna," seg- sást syo til bflsins á Reykjanes- jr j^n Sigurðsson nýskipaður seðlabankastjóri, aöspurður um brautinniogvoruþarþásömu hvort ákvöröun viöskiptaráöherra heföi komiö honum áóvart menn á ferð með þýfi úr versl uninni f Garðabæ. Þeir voru látnir sitja inni um - Heldur þú að þátttaka þín í stjóm- málum hafi vegið þungt við at- nóttina og sendir f yfirheyrslu kvæðagreiðslu í bankaráði og til RLR daginn eftir. Annar mannanna er fæddur 1976 og hinn 1975. Þeir hafa áður komið við sögu iögregl- unnar. -GKG. ákvörðun ráðherra? „Ég held að hún hafi a.m.k. ekki spillt fyrir mér. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þátttaka í stjórnmálum eigi að vera til frádráttar þegar menn sækja um störf. Þvert á móti tel ég Húsnæðismálastjórn afgreiðir umsóknir vegna félagslegra íbúða: Lán samþykkt til 300 íbúöa af 1.688 sem sótt var um Húsnæðismálastjóm hefur samþykkt aö lána 50 aöilum 1,8 milljaröa króna til byggingar eöa kaupa á 300 félagslegum (búðum (að meðaltali 6 milljónir á íbúð). Gert er ráð fyrir að þessi framkvæmdalán úr Bygg- Ingarsjóði verkamanna verðl greidd út mánaöarlega á 15 mánuðum. Alls bámst 89 umsóknir um lán til byggingar eða kaupa á 1.688 íbúð- um, eða hátt í sex sinnum fleiri en samþykktar vom. íbú&afloldoR Umsóknin Samþj Fél. eignaríbúðir 427 108 Fél. leiguíbúðir 332 47 Fél. kaupl.íbúðir 714 97 Alm. kaupl.íbúðir 202 48 Húsnæðismálastjóm gerir að vísu fastlega ráð fyrir að fá meira fjármagn til ráðstöfunar á næstu mánuðum og Óháða listahátíöin: Hanastél í Faxaskála Boðið verður upp á Hanastél f Faxaskálanum í kvöld en það er heiti dagskrár sem fjölmargir listamenn standa að. Skáld lesa upp og meðal þeirra em þau Margrét Gústavsdótt- ir, Ingólfur Ámason, Didda, Elísabet Þorgeirsdóttir og Þórarinn Eldjám. Jón Sæmundur og Valgarður Braga- son fremja gjöming og Agnar Jón Egilsson og Auður flytja samlestur- inn „Almennilegt fólk“. -GKG. að geta veitt lán fyrir 200 íbúðum til viðbótar, eða 500 íbúða alls eins og fyrirhugað var. Vegna þessarar væntanlegu skipting- ar ákvað húsnæðismálastjóm að taka við úthlutun nú sérstakt tillit til byggðarlaga þar sem framkvæmdir em hvað mest háðar veðurferi. Mark- miðið er að skoða umsóknir frá byggðarlögum á suðvesturhominu sérstaklega þegar/ef kemur að síðari úthlutun ársins. Umsóknir vom langflestar um lán vegna félagslegra kaupleiguíbúða. Flest fyrirheit um framkvæmdalán vom hins vegar vegna félagslegra eignaríbúða (verkamannabústaða). Skipting gildra lánsumsókna annars vegar og úthlutunar hins vegar á íbúðaflokka vom sem hér segir: Óskilgreint 13 Samtals íbúðin 1.688 300 Á síðasta ári vom gildar umsóknir um 2.044 íbúðir hvar af 597 íbúðir vom samþykktar. Árið þar áður var sótt um 1.716 íbúðir og 533 samþykktar. Áður en ákvörðun er tekin um bygg- ingu nýrra íbúða em allir fram- kvæmdaaðilar skyldugir til að ganga úr skugga um það hvort hagkvæmt sé að kaupa fremur eldra húsnæði eða íbúðir í smíðum til umræddra nota. Áskilið er að íbúðir sem keyptar verða á almennum markaði séu í Fjölbýlis-, sambýlis- eða raðhúsum. í þeim til- vikum sem Byggingarsjóður ríkisins á íbúð/íbúðir í hlutaðeigandi byggðar- lagi verður mælst til þess að athugað- ir verði möguleikar til kaupa á þeim. Húsnæðismálastjóm hefur samþykkt að eftirleiðis muni hún ekki fallast á beiðnir frá félagslegum framkvæmda- aðilum um að breyta almennum kaupleiguíbúðum í önnur félagsleg eignarform. Stærðir félagslegra íbúða og bygg- ingarkostnaður verða að vera undir ákveðnu hámarki. í fjölbýlishúsi er t.d. hámarksstæð 2ja herbergja íbúða 70 fermetrar brút- tó og verðið tæpar 5,6 milljónir. Þriggja herbergja íbúða 90 fermetrar og 6,5 milljónir, 4ra herbergja íbúða 105 fermetrar og 7,2 milljónir króna. Og hámarksstærð 6 herbergja íbúða er 130 fermetrar á tæplega 8,4 millj- ónir. Sömu hámarksstærðir gilda þegar um par/raðhús er að ræða. En há- marksverðið má vera allt að 22% hærra. Hámarksverð er þannig rúm- lega 9,6 milljónir á 120 fermetra húsi og 10,2 milljónir á 130 fermetra húsi. - HEI að reynsla á sviði stjómmálanna, sem kjörinn fúlltrúi og ráðherra í ríkisstjóm, sé mikilvæg reynsla sem bætist við mitt nám og starf. En að sjálfsögðu tel ég að í mínum fyrri störfum og námi hafi ég fengið góð- an undirbúning til þess að gegna þessu starfi vel og það ætla ég sann- arlega að reyna," segir Jón. „Og ég er þakklátur fyrir það traust sem bankaráð og ráðherrann hefur sýnt mér.“ - Verða einhveijar breytingar á Seölabankanum í þinni tíð? „Égvil ekki hafa uppi neinar yfirlýs- ingar um það. Ég bendi á að það hef- ur verið mikil framþróun á íslensk- um fjármagnsmarkaði á síðustu ár- um, fjölþjóðasamstarf fer vaxandi, opin viðskipti setja svip sinn á fjár- magnsmarkaðinn bæði milli landa og innanlands og þessar aðstæður kalla á breytt vinnubrögð og bætt stjómtæki Seðlabankans í gengis-, vaxta- og peningamálum," segir Jón. „Ég hygg gott til þess að takast á við þessi verkefni, sem að sjálfsögðu þjóna því meginmarkmiði að trygga stöðugleika í verðlagsmálum og varðveita verðgildi krónunnar um leið og það er mjög mikilvægt að því frelsi sem á ný ríkir á fjármagns- markaði fylgi ábyrgð og að öruggt eftirlit sé með lánastarfseminni. Reyndar verður það eftirlit mikil- vægara eftir því sem viðskiptafrelsið færist í vöxt Það er líka mjög mikil- vægt á næstu misserum að halda vel á þessum verkefnum vegna þeirra erfiðleika sem steðja að okkar þjóð- arbúskap og ég vonast til þess að eiga gott samstarf við alla sem koma að því máli. Ég er reyndar svo hepp- inn að þekkja marga sem starfe í Seðlabankanum og ég hygg gott til samstarfs við þá, eins og við aðra bankastjóra og bankaráðið." GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.