Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 22. júní 1993 Tíminn 3 Athuganir á vetnisframleiðslu í samstarfi við þýska aðila. Vetnisvél sett upp í Áburðarverksmiðjunni: íslendingar gætu orðið óháðir innfluttri olíu Háskóli Islands og tvær Max- Planck stofnanir í Þýskalandi hafa gert samstarfssamning um athuganir á notkun vetnis sem elds- neytis. Vélskóli íslands og Áburðarverksmiðja ríkisins eru einnig aðilar að samningnum. islenski hluti verkefnisins felur f sér til- raunir þar sem dísel og jarðgasvélar verða keyrðar á vetni, en sem stendur er veríð að koma vélakostinum fyrír í húsakynnum Áburð- arverksmiðjunnar. Prestastefna 1993 sett: Biskup boðar endur- skoðun á skipulagi og stöðu kirkjunnar Ólafur Skúlason, biskup íslands, sagði við upphaf prestastefnu í gær að eðlilegt sé að endurskoða eigna- og skipulagsmál þjóð- kirkjunnar ásamt stöðu kirkjunnar í samtímanum. Biskup greindi frá því aö nú væru starfandi tvær nefndir, nefnd um samband ríkis og kirkju og kirkjueignanefnd, þar sem fjallað værí um grundvall- aratríði er iúta að skipulagi þjóðkirkjunnar. Bragi Amason og Valdimar K. Jónsson, prófessorar við Háskóla ís- lands, hafa unnið að rannsóknum á vetnisframleiðslu. í grein sem birt- ist nýverið í tímariti vélaverkfræð- inga við Háskóla íslands benda Valdimar og Bragi á, að í framtíðinni geti vetni orðið eitt megineldsneyti iðnvæddra þjóða og fyllsta ástæða sé Listahátíðin í Hafnarfirði: Ólafur Árni á tónleikum Ólafur Ámi Bjamason tenórsöngv- ari og Ólafur Vignir Albertsson pí- anóleikari halda tónleika í kvöld í Hafnarfoorg á vegum Listahátíðar- innar í Hafnarfírði. Ólafur Ami hefur starfað við ópem- hús í Þýskalandi sem og í uppfærsl- um Ópemsmiðjunnar frá því hann lauk námi við Tónlistarskólann í Bloomington f Indiana. Hann er nú ráðinn við ópemna í Gelsenkirchen í Þýskalandi til tveggja ára og hefur sungið þar aðal tenórhlutverkin í Don Giovanni og Sígaunabarónin- um. -GKG. Leiðtogafundurinn hófst með fundi utanríkisráðherra bandalags- ríkjanna á sunnudag, degi fyrr en áætlað var. Ástæðan var endalok friðaráætlunar sáttasemjara Sam- einuðu þjóðanna og EB í Bosníu- styrjöldinni. í gær viðurkennndi Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, að sáttaumleitanir EB í Bosníu hefðu mistekist. Hann sagðist draga af því þann lærdóm „...að samfélag þjóða heims réði ekki við að koma í veg fyrir blóðug átök þegar fólk væri vel vopnum búið og staðráðið í að drepa meintan óvin.“ Petersen sem er í forsæti utanríkis- ráðherra EB treysti sér ekki til að segja neitt um nýja stefnu banda- lagsins í Bosníumálinu. Petersen hitti Alija Izetbogvitz, forseta Bo- sníu, í gær að beiðni forsetans sem hefur hvað eftir annað manað ríki EB til að fá Sameinuðu þjóðimar til að aflétta vopnasölubanninu af Bo- sníu. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópubandalags- ins, kom til Kaupmannahafnar á sunnudag þrátt fyrir slæmt þursa- biL Fréttaskýrendum þótti ástand til þess að íslendingar hefji nú þegar vemlegar rannsóknir á því hvemig hægt sé að taka upp notkun vetnis í stað olíu. Þannig verði íslendingar reiðubúnir jafnskjótt og slíkt reynist skynsamlegt. Að mati Braga og Valdimars er það raunhæfur möguleiki að íslending- ar geti í fyrirsjáanlegri framtíð orðið óháðir innfluttri olíu og dregið þar með úr innflutningi sem nú nemur tæpum 10 milljörðum á ári. Vetni- svæðing fiskiskipaflotans er ein meginhugmynd þeirra. Einnig telja Bragi og Valdimar hugsanlegt að vetni geti orðið verðmæt útflutn- ingsvara. Á alþjóðlegri ráðstefnu í París í fyrra, flutti Bragi erindi um athug- anir þeirra Valdimars og vakti það mikla athygli. í kjölfarið var áður- nefndur samstarfssamningur undir- ritaður. Hugsanlegt er að stórfyrirtækið Thyssen Nordseewerk gerist aðili að verkefninu. Fyrir skömmu var verk- efnið rætt í samnorrænum starfs- hópi, sem starfar á vegum Norður- landaráðs, en þar kom fram áhugi á því að gera verkefnið að samnor- rænu-þýsku samstarfsverkefni með það fyrir augum að strætisvagnar og ferjur verði í framtíðinni knúnar vetni. GS. forsetans táknrænt fyrir ástand bandalagsins sem gerir heiðarlegar tilraunir til að hreyfa sig með eðli- legum hætti en virkar hálf hjákát- legt vegna stirðbusaháttar. Þó er tal- ið að leiðtogafundurinn verði árang- ursríkari en samskonar fundir hafa verið frá því að samið var um Evr- ópusamfélagið í Maastricht í desem- ber 1991. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú og litlar væntingar og úr- slit þjóðaratkvæðagreiðslu Dana um Maastrichtsamkomulagið. Efst á dagskrá fundarins er at- vinnuleysið í aðildarríkjum EB og samdráttur í efnahagslífl landanna. Ekki er búist við neinum patent- lausnum á vandanum en Delores ætlar að gera grein fyrir hugmynd- um sínum til lausnar á atvinnuleys- isvandanum. Rætt verður um tengslin við ríki Mið- og Austur- Evrópu og er reiknað með að þeim verði tilkynnt að aðild þeirra að bandalaginu sé fyrirsjánaleg án þess að nokkur dagsetning verði nefnd í því sambandi. Fundinum lýkur í dag og um mán- aðamótin tekur ríkisstjóm Belgíu við forystu í ráðherraráði Evrópu- bandalagsins. Tvö meginefni liggja fyrir presta- stefnunni að þessu sinni. Fjallað verður um embættin í kirkjunni og ' um kirkjueignir og þær viðræður milli ríkis og kirkju sem nú standa yfir. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð- herra hefúr sett fram þá ósk að kirkjan taki í sínar hendur umsjón og rekstur prestssetranna. Ólafur Skúlason sagði að hér væri á ferð- inni stærra mál en virtist vera í fyrstu. Prestssetrin séu ekki aðeins íbúðarhúsnæði viðkomandi prests heldur í mörgum tilvikum starfs- miðstöð safnaðarins þangað sem þeir leita sem eiga erindi við prest- inn. „Það gerði sjálfstæði kirkjunnar meira í eigin málum, ef hún tæki við forsjá prestssetra, en þá þarf einnig að tryggja fé til viðhalds og endur- bóta ásamt með nýsmíði. Ber þá einna hæst er litið er til baka, lög- gjöfina frá 1907, þar sem gerðar voru veigamiklar breytingar á kjör- um presta og kveðið á um kirkju- eignir og tilsjón með þeim. Margt af því sem var ákveðið í þessari laga- smíð frá síðustu aldamótum mótar enn starfsemi kirkjunnar. Það er því eðlilegt að þessir þættir allir komi til endurskoðunar: eignamálin og skipulagsmálin og staða þjóðkirkj- unnar í samtímanum ásamt með stöðu prestsins og samspili embætt- Harður árekstur á mótum Miklubrautar og Lönguhlíöar Ökumaður mikið slasaður Ökumaður fólksbíls slasaðist mikið á höfði sem og innvortis er hann lenti í hörðum árekstri við jeppabif- reið á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í hádeginu í gær. Að sögn lögreglunnar var skellur- inn allharður en þó slasaðist öku- maður jeppans ekki mikið. -GKG anna,“ sagði Ólafur. Þar sem ríkið hefur alfarið séð um rekstur og viðhald á prestsbústöð- um hefur ríkið einnig ráðstafað eignunum að eigin vild. Kirkjan hef- ur í gegnum árin verið óánægð með þetta og því var yfirlýsingu kirkju- málaráðherra á síðasta kirkjuþingi fagnað af kirkjunnar mönnum um að fleiri kirkjueignir yrðu ekki seld- ar meðan að kirkjueignanefrid væri að störfúm. Þrátt fyrir þetta ákvað landbúnaðarráðuneytið að selja eignir kirkjunnar á Garðaholti og Iýsti biskup yfir óánægju með söl- una á prestastefnunni í gær. -EÓ Skurðstofuhjúkrunarfræðingar Svæfingarhjúkrunarfræðingar Áhugaverð verkefni Við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus staða deildar- stjóra á skurðdeild og stöður svæfingarhjúkrunarfræðinga á svæfingadeild. Skurð- og svæfingadeild hefur 4 velbúnar skurðstofur þar sem sinnt er, auk almennra handlækninga, eftirfarandi sér- sviðum: Kvensjúkdóma, bæklunaraðgerða, augnaðgerða, háls-, nef- og eyrnaaðgerða ásamt bráðaþjónustu allan sólar- hringinn, allt árið. 1 / Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1993. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðnadóttir, starís- mannastjóri hjúkrunar. Sími FSA er 96-30273. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHIISIÐ A AKUREYRl Viðbrögð Evrópubandalagsins við aðsteðjandi vanda þykja öðru fremur stirðbusaleg. Þursabit Evrópu- bandalagsins Agúst Þór Amason Kaupmannahöfn: Leiðtogar ríkja Evrópubandalagsins komu í gær saman til fundar í Kaupmannahöfn. Helstu viðfangsefni fundaríns eru atvinnuleysi, efnahagssamdráttur og borgarastyrjöldin í Bosníu Herzegóvínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.