Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. júní 1993 Tíminn 13 ■I DAGBÓK Sigurður Flosason. Jazzað á Jónsmessu áHvammstanga Miðvikudagskvöldið 23. júní verða jazz- tónleikar á Hótel Vertshúsi, Hvamms- tanga, á vegum Tónlistarfélags V-Hún. Þessir tónleikar eru fyrir utan föstu mán- aðarlegu tónleika félagsins, en eiginlegu starfsári þess lauk f maí sl. Það er Sigurður Flosason saxófónleikari sem hefur sett saman kvintett sem hann kallar Norraena jazzkvintettinn. í Nor- ræna kvintettnum eru íslendingamir Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson sem leikur á pfanó, trommuleikarinn Pétur Östlund sem búsettur er f Svfþjóð, sænski trompetleikarinn Ulf Adáker en hann hefur verið máttarstólpi í sænsku jazzlffi undanfama þrjá áratugi og jafn- framt komið tvisvar áður og spilað á ís- landi, og sfðast en ekki sfst danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman, en hann er talinn einn fremsti kontra- bassaleikari Dana af yngri kynslóðinni. Norræni jazzkvintettinn mun flytja ný og eldri lög eftir saxófónleikarann Sig- urð Flosason, en stefnt er að útkomu geisladisks f nóvember á þessu ári. Tónleikamir eru haldnir sem fyrr segir á Hótel Vertshúsi, Hvammstanga, og hefjast þeir kl. 21 stundvíslega. Þetta gullna tækifæri gefst ekki oft og því hvet- ur Tónlistarfélagið alla sem eiga heiman- gengt að láta sjá sig. OCI/TID otK 1IK fyrir nokkur umferöarlagabrot: Umleröarráð n vekur athygli á nokkrum neöangrelndum sektarfjárhæöum, sem eru samkvæmt leiöbeiningum rikissaksóknara til lögreglustjóra fra 22. lebrúar 1991. 1 Akstur gegn rauðu Ijósi -alltaö 7000 kr. 1 1 Biöskylda ekki virt 7000 kr. 1 Ekiö gegn einstefnu 7000 kr. 1 Ekiö hraöar en leyfilegt er 9000 kr. I I Framúrakstur viö gangbraut 5000 kr. I 1 Framurakstur þar sem bannaö er “ 7000 kr. 1 „Hægri reglan" ekki virt 7000 kr. 11 Lögboöin ökuljós ekki kveikt 1500 kr. 1 Stöövunarskyldubrot - allt aö 7000 kr. 1 1 Vanrækt aö fara meö ökutæki til skoðunar 4500 kr. I || Óryggisbelti ekki notuö 3000 kr. 1 MJÓG ALVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - | FORÐUMST SLYS! ulUMFERÐAR . Féiag eldri borgara í Reykjavík Opið hús í Risinu kl. 13-17 f dag. Dans- kennsla Sigvalda kl. 20. Á morgun, 23. júní, verður farinn Blá- fjallahringur. Farið kl. 18 frá Risinu. Leiðsögumaður Sigurður Kristinsson. Skrásetning f sfma 28812. Mióstðð fóiks í atvinnuleit Miðvikudaginn 23. júní kl. 15 kemur fulltrúi frá Krabbameinsfélaginu og ræð- ir um reykingar og leiðir til þess að hætta. Miðstöðin er til húsa í Lækjargötu 14A (gamla Iðnskólanum). Opið er mánu- daga-föstudaga kl. 14 til 17. Sfminn er 628180. Sumamámskeió NHF Dagana 25. júní til 1. júlí verður haldið norrænt sumamámskeið á íslandi á veg- um Nordens Husmoderforbund. Kvenfé- lagasamband íslands er aðili að Nordens Husmoderforbund (Norræna hús- mæðrasambandinu) og eru norrænu námskeiðin haidin ár hvert, til skiptis á öllum Norðurlöndunum. Skipuleggjendur námskeiðsins hér á landi er Kvenfélagasamband íslands f samvinnu við Samband sunnlenskra kvenna. Að þessu sinni verður námskeiðið hald- ið á Laugarvatni og auk íslenskra og nor- rænna gesta koma þrjár konur frá balt- ísku löndunum, sem eru sérstaklega boðnar hingað með styrk frá norrænu ráðherranefndinni. Yfirskrift námskeiðsins að þessu sinni er „Framtíð fjölskyldunnar — hugmynd- ir tveggja kynslóða". Auk umræðna og fyrirlestra um þema námskeiðsins verða famar skoðunarferðir um Suðurland og m.a. mimu kvenfélagskonur úr héraðinu bjóða þátttakendum á sveitaheimili f ná- grenni Laugarvatns. Farið verður að Gullfossi og Geysi og til guðsþjónustu f Skálholti. Einnig verður farið á Þingvelli og þjóðgarðurinn skoðaður undir leið- sögn sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur. Sfð- asta dag námskeiðsins verða pallborð- sumræður um „Samvinnu og samábyrgð kvenna og mikilvægi norræns og alþjóð- legs samstarfs". í þeim umræðum taka þátt konur frá öllum Norðurlöndunum. Sumamámskeið NHF hafa verið mjög vinsæl og má segja að gildi þeirra sé margþætt Boðið er upp á fræðslu um tiltekin málefhi með fyrirlestrum og um- ræðum og gefur þetta norrænum kon- um gott tækifæri til að hittast, kynnast og skiptast á skoðunum. Allar nánari upplýsingar um sumar- námskeiðið eru veittar á skrifstofu K.Í. Háskólahátíö Háskólahátfð verður haldin í Háskóla- bfói laugardaginn 26. júnf kl. 14. Athöfn- in hefst með því að Strauss-kvartettinn fiytur Vínarvalsa eftir Jóhann Strauss. Þá verður kjöri tveggja heiðursdoktora lýst, en þeir Ármann Snævarr, fv. hæstarétt- ardómari og háskólarektor, og Hans G. Andersen, fv. sendiherra, verða sæmdir heiðursdoktorsnafnbótum frá lagadeild. Háskólarektor, Sveinbjöm Bjömsson, ávarpar kandfdata og að ávarpi hans loknu afhenda deildaforsetar prófskír- teini. Að þessu sinni verða brautskráðir rúmlega 450 kandídatar frá átta af níu deildum Háskóia íslands. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjóm Hákonar 1\ima Leifssonar. Áthöfnin fer fram f aðalsal Háskólabfós, en sökum fjölda kandfdata og boðsgesta þeirra er ljóst að ekki komast allir hátíð- argestir fyrir f salnum. Vegna þessa verð- ur bmgðið á það ráð að sýna beint frá há- tfðinni f öðmm sýningarsal bíósins. Þá verður bömum hátíðargesta boðið upp á teiknimyndasýningu í einum af minni sýningarsölunum. ■Q efitit Ifolta lamut Irctnl lUMFERÐAR Iráð Jennifer Grant giftist handritshöfundinum og leikstjóranum Randy Zisk, sem er alinn upp f Dallas, á dögunum. Þau hafa þekkst þriöjunginn af ævi Jennifer (hún er 27 ára, hann 34), svo að aödragandinn er langur. Einkadóttir Carys Grant: Jennifer er ný- gift og upprenn- andi leikkona Jennifer Grant hefur alla sína ævi, árin 27 sem hún á nú að baki, ver- ið þekktust fyrir að vera dóttir Carys Grant, reyndar einkabam hans og augasteinn pabba síns. Cary Grant giftist alls fimm sinn- um, en það var ekki fyrr en í fjórða hjónabandinu, með leikkon- unni Dyan Cannon, sem hann kynntist fððurhamingjunni. Það virðist líka hafa verið næstum því eina hamingjan sem tengdist því hjónabandi, því að þau hjónin voru eins og hundur og köttur þau þtjú ár sem þau voru gift og skiln- aðurinn fór fram með illindum og illskeyttri forræðisbaráttu. Cary var orðinn 62ja ára þegar hann varð pabbi og upp frá því var ljóst að hans aðaláhugamál var að fylgjast með dóttur sinni vaxa úr grasi og stjana og dútia við hana eins og honum var mögulegt. Fimmta kona hans, Barbara, og Jennifer urðu líka mjög góðar vin- konur. En Cary vildi líka hafa hönd í bagga með hnátunni og helst stjóma allri hennar framtíð. Hann viðurkenndi í viðtali að hann óskaði þess að hún yrði hin fuli- Cary Grant og Dyan Cannon voru gift f þrjú ár og slógust og rifust mestafþeim tlma. En hjónabandiö bar ávöxtinn Jennifer og hún var þaö dýrmætasta sem Cary áskotn- aöist um dagana. Hann var 62ja ára þegar hún fæddist. komna kona og hann vildi ekki að hún yrði leikkona. Hann sagði að kvikmyndaheimurinn væri ekki staður fyrir konu, sá harði heimur legði yfirleitt tilfinningalíf kvenna í rúst. Jennifer kannast við þessi um- mæli föðurins, en þó fór nú svo að hún lagði stund á leiklistamám og útskrifaðist í þeirri grein sem faðir hennar hefði allt viljað vinna til að hún hefði forðast. En Jennifer var ekki nema tvítug þegar pabbi hennar dó og framtíð hennar óráð- in. Hún er nú farin að leika í sjón- varpsþáttunum Beverly Hilis 90210. Og hvað heldur hún þá að pabbi hennar hefði sagt? „Ég held að það færi eftir því hversu ánægð ég væri. Ég held að báðir foreldrar mínir hefðu viljað að ég gerði hvað sem er, bara ég væri ánægð með það. Það er vissu- iega ekki hægt að lifa lífinu alla tfð bara til að láta óskir föður sfns rætast," sagði Jennifer rétt í þann mund sem hún var að leggja af stað í brúðkaupsferð, sem var svo leynileg að jafnvel brúðurin sjálf hafði ekki hugmynd um hvert hún var að faral Adam Faith syngur á ný Adam Faith, rokksöngvari sem gerðist leikari sem gerðist kaup- sýslumaður, ætlar nú að taka til við rokksönginn aftur og gá hvemig til tekst. Síðasta plötualbúmið hans, „I Survived", kom út fyrir 10 ár- um og seldist eldd mjög vel. Adam er orðinn 53ja ára og hefur verið giftur sömu konunni, Jackie, í meira en 25 ár. Hann naut mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum og ætlar nú að taka aftur upp sam- vinnu við fyrrum félaga sinn, David Courtney, sem áður aðstoðaði Adam við að framleiða plötur fyrir aðrar stjörnur. Greinilega er Adam óhræddur við að takast á við eitt- hvað nýtt. BBC hefur einmitt nýlok- ið sýningum á vinsælum þáttum, „Love Hurts", þar sem hann fór með aðalhlutverk á móti Zoe Wan- amaker. Nú lítur hann á væntanlega plötuútgáfu sem endurfæðingu og hann hlakkar mikið til. Adam Faith er einn fárra breskra söngvara, sem hafa stokkið úr rokk- bransanum í leikbransann með góðum árangri. Nú er eftir að sjá hvort stökkið úr leikbransanum í rokkbransann tekst eins vel. Adam Faith er kominn aftur á byrj- unarreit. Hann ætlar nú aö blása nýju Iffi í söngferilinn eftir velheppn- aöa viökomu á öörum sviöum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.