Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 8
12Tíminn Þriðjudagur 22. júnf 1993 Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregið veröur I Sumarfiappdrætti Framsóknarflokksins 9. júll 1993. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda giröseðia fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91-28408 og 91-624480. Framsóknarmenn Nl. eystra Muniö útivistarfielgina f Vaglaskógi 25.-27. júni n.k. Gróðursett verður að lllugastöðum laugardag. Nánar augiýst siöar. NeAxfln Landsþing LFK 6. landsþing Landssambands framsóknarkvenna veröur haldið 8.-10. október n.k. á Austurtandi. Nánar auglýst slðar. r~,.Iiijimiili rln i «I|T„. I rramKvæmaasgom Lrt\ Þórsmerkurferð Sambands ungra framsóknarmanna Hin ártega Þórsmerkurferö SUF og FUF á Suöuriandi verðurfarin heigina 2.-4. júlf. Lagt veröur af staö frá Umferðarmiðstöðinni (BS() föstudaginn 2. júll ki. 20.00. Þar sem sætaframboð er takmarkaö, er fólki bent á að panta tfmanlega I slma 91-624480. Framkvæmdasifóm SUF Frystihús til sölu Fiskveiöasjóður Islands auglýsir til sölu fiskvinnslu- og frysti- hús aö Brimbrjótsgötu 10, Bolungarvík (áöur eign Einars Guö- finnssonar hf.). Húsið selst með öllum tækjum og búnaöi sem i þvl er, þ.e. með öllu því fylgifé sem sjóöurinn eignaöist meö kaupsamn- ingi við þrotabú Einars Guðfinnssonar hf. Um er að ræða ca. 30.000 mmmetra hús með frystivélum, fry- stiklefum, fiskvinnslutækjum og öðmm búnaði, þ.á m. tækjum til rækjuvinnslu. Frestur til að skila tilboðum rennur út 12. júli 1993 kl. 15:00. Tilboð skulu send á skrifstofu sjóðsins i lokuöu umslagi merkt „Frystihús i Bolungarvlk”. Allar nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu F.Í., Suöur- Iandsbraut4, Reykjavlk (slmi 679100). Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboöi sem er eða hafria öll- um. Fiskveiöasjóður blands. Síldar- og fiskimjöls- verksmiðja til sölu Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu slldar- og fiskimjöls- verksmiðju austan Gmndarstlgs (Þurlöarbraut 15), Bolungar- vík (áður eign Hóla hf.). Eignin selst með öllum mannvirkjum, tækjum og búnaði, sem henni tilheyra, þ.e. meö öllu þvl tylgifé sem sjóöurinn eignaöist með kaupsamningi við þrotabú Hóla hf. Um er að ræða verksmiðjuhús, byggt 1963, um 11.250 rúm- metra, hráefnisþrær (1963) um 4.830 rúmmetra, meltuvinnslu (1985) um 1.970 rúmmetra, meltugeymi (1985) um 170 rúm- metra, mjölgeymslu (1977) um 5.300 rúmmetra, lýsistanka (1963) um 1.040 rúmmetra, lýsistank (1978) um 1.190 rúm- metra, beinaþró (1963) um 340 rúmmetra, auk dæluhúss o.fl. Einnig fylgir Grundarstlgur 13 (baðhús), byggt 1956, 52 fer- metrareða um 161 rúmmetri. Frestur til að skila tilboðum rennur út 12. júlí 1993 kl. 15:00. Tilboö skulu send á skrifstofu sjóðsins I lokuöu umslagi merkt „fiskimjölsverksmiöja I Bolungarvík". Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu F.Í., Suöur- Iandsbraut4, Reykjavik (slmi 679100). Áskilinn er réttur til aö taka hvaða tilboði sem er eöa hafna öll- um. Ftskveiöasjóður (stands. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigríðar Elínar Þorkelsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða. Þorkell Jóhannesson Vera Tómasdótör Jóhanna J. Thoriaclus ÓfafurThoriadus bamaböm og bamabamaböm Baldur Hólmgeirsson Fæddur 14. maí 1930 Dáinn 9. júní 1993 Föstudaginn 18. júní var jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju Baldur Hólmgeirsson, Bragagötu 38, Reykjavík. Hann andaðist á Borgar- sjúkrahúsinu aðfaranótt 9. júní s.l. eftir Ianga og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Baldur var fæddur 14. maí 1930 að Kálfagerði í Saurbæjarhreppi, Eyja- fjarðarsýslu, sonur hjónanna Hólm- geirs Pálssonar bónda þar og konu hans, Freygerðar Júlíusdóttur. Að grunnskólanámi loknu fór Bald- ur í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi; hann var einnig í leiklistarnámi meðfram skólanámi. Síðan stundaði hann nám í íslenskum fræðum við Há- skóla íslands. Hann hóf nám í prentiðn, Iauk þar sveinsprófi og fékk síðar meistara- réttindi í þeirri grein. Ævistarf Baldurs tengdist að mestu leyti prentun og útgáfustörfum. Hann starfaði einnig við bama- kennslu og um tíma sem fréttamað- ur og öryggiseftirlitsmaður hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann annaðist um árabil erlendar bréfaskriftir tyrir innflutningstyrir- tæki, enda hafði hann góða þekk- ingu á mörgum erlendum tungu- málum. Hann starfaði lengi sem setjari hjá prentsmiðjum hér á landi og erlend- is og hlaut sérstaka viðurkenningu í Svíþjóð vegna þekkingar sinnar á grafískum fræðum. Útgáfustörf voru honum hugleikin og var hann útgefandi og ritstjóri margra blaða og tímarita, s.s. Nýrra vikutíðinda í Reykjavík, Suðumesja- tíðinda í Keflavík, vikublaðsins Am- ar í Keflavík, auk margra annarra fræðslu- og skemmtirita. Hann var afkastamikill þýðandi er- lendra bóka og rita og virtist oft ekki skipta máli á hvaða tungumáli bæk- umar vom ritaðar, hann snéri þeim óðar á íslensku. Þekking hans og skarpur skilningur á máli og fram- setningu var sérstök. Hann var um árabil blaðamaður á dagblaðinu Tímanum og naut þar álits og vinsælda fyrir störf sín sem annarstaðar. Leiklist var honum kær og tók hann þátt í fjölda sýninga, bæði leik- rita, skemmtiþátta og söngleikja. Oft kom fyrir, ef efnivið vantaði, að hann settist niður og samdi ýmist í lausu máli eða orti ljóð, því allt lék honum í hug og hönd, enda átti hann ekki Iangt að sækja skáldskap- argáfuna, amma hans var Kristín Sigfúsdóttir skáldkona og margir góðir hagyrðingar I ættinni. Má þar til nefna eitt ástsælasta ljóðskáldið, Jónas Hallgrímsson. Baldur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Valgerður Bára Guð- mundsdóttir. Þau skildu. Þeirra son- ur er Guðmundur lögreglumaður í Reykjavík. 23. desember giftist Baldur Þuríði Sveinbjörgu Vilhelmsdóttur. Hún er nú verslunareigandi og kaupmaður í Reykjavík. Synir Baldurs og Þuríð- ar eru Hólmgeir, f. 6.8.1963, frkvstj. og Birgir Ragnar, f. 23.10.1965, for- stjóri. Þeir búa báðir í Reykjavík. Sambúð þeirra Baldurs og Þuríðar var farsæl. Fjölskyldan var mjög samhent, áhugamál hvers einstak- lings voru jafn rétthá, hvort sem það voru áhugamál sonanna eða for- eldra. Öll mál voru rædd af virðingu og vinsemd og teknar ákvarðanir sem öll fjölskyldan virti. í erfiðum veikindum síðustu árin auðsýndu synirnir föður sínum um- hyggju og kona hans reyndist sem ætíð áður hin styrka stoð og veitti honum kraft til að berjast til hinstu stundar. Baldur mat konu sína mik- ils, enda Þuríður mikil mannkosta- kona. Sá er þetta ritar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Baldri og vera í vináttusambandi við fiölskyldu hans um árabil. Það lætur engan ósnortinn að kynnast manni eins og Baldur var. Persónuleiki hans var slíkur að sam- ferðamenn hans hlutu að hrífasL Hugur hans var einlægur, hreinn og opinn. Lífsviðhorf hans einkenndist af bjartsýni og trú á það góða í til- verunni. í návist hans virtust áhyggjur af daglegu amstri næsta óþarfar. Lífið væri of stutt og of dýrmætt til að sóa því með neikvæðum lífsmáta. Það væri ætíð hægt að horfa til sólar og ef hún byrgði sig bak við ský um stund mætti treysta því að hún birt- ist á ný og þá enn fegurri en áður. Eg minnist margra stunda í návist Baldurs. Oft leitaði eg til hans varð- andi útgáfu á blöðum sem voru gef- in út við ýmis tækifæri. Þó að hann væri jafnan önnum kafinn, þá leit hann yfir efniviðinn og innan stund- ar var blaðið fullunnið og prentað. Það skipti ekki máli þó hann sæi ekki út úr verkefnum, hann hafði alltaf tíma til að rétta öðrum hjálp- arhönd. Lífsviðhorf hans var þannig að erf- iðleikar væru ekki til að óttasL held- ur takast á við þá og gera gott úr öllu sem að höndum ber. Þó að eitthvað gæfi á skipið af og til, væri ekki ástæða til að æðrasL heldur skyldi hver taka sínum forlögum með reisn og bros á vör. Eftir kynni mín af Baldri skil eg betur en áður hvað felst f orðtakinu að lifa lífinu Iifandi. Nú, þegar Baldur er horfinn héðan úr heimi, er efst í huga söknuður, en einnig þakklæti fyrir samfylgdina á liðnum árum. Eg og fjölskyldan vottum Þuríði og sonum þeirra ásamt fjölskyldum innilega samúð. Þó að þau hafi vitað um stund hvert stefndi, þá er sökn- uður eftir eiginmann og föður sár. Minningin um lífsskoðanir Baldurs mun verða þeim styrkur. Blessuð sé minning hans. Ari Sigurðsson Osiðlegt tilboð Indecent Proposal ★★ Handrít: Amy Holden Jones. Byggt á samnefndrí skáldsögu Jack Engelhard. Framlelðandl: Sherry Lansing. Lelkstjórí: Adrían Lyne. Aðalhlutverk: Robert Redford, Deml Mo- ore, Woody Harrelson, Ollver Platt og Seymour Cassel. Háskólabíó og Blóhöllln. Öllum leyfð. Það er sjaldan að Adrian Lyne sendi frá sér mynd án þess að eitthvert fjaðrafok fylgi í kjölfarið og Ósiðlegt tilboð er engin undantekning. Bæði Fatal Attraction og 9 1/2 Weeks vöktu mikla athygli og þá sérstak- lega fyrir efnistök. Sú fyrmefnda var mjög góð spennumynd, en sú síðar- nefnda var yfirborðskennd og vit- laus uppáferðamynd. Eins og áður sagði þá hefur efrii Ósiðlegs tilboðs vakið athygli og vakið upp ýmsar spumingar, en hún byggir á krafti nokkurra siðferðilegra spurninga sem em nokkuð sniðugar. Úrvinnsl- an er hins vegar ekki upp á marga fiska og vandamálin eru leyst á ein- staklega bamalegan hátt. Hér segir af David (Harrelson) og Díönu (Moore) sem eru hamingju- söm ung hjón, en þau eru hins veg- ar með miklar skuldir á bakinu. Þau fara í spilavítin í Las Vegas þar sem þau reyna fyrir sér, en enda algerlega gjaldþrota. Þau hitta milljónamær- inginn John Gage (Redford) sem býður þeim eina milljón dollara gegn því að fá að sofa hjá Díönu eina nótt. Eftir umhugsun ganga þau að tilboði hans og Gage og Díana sofa saman eina nótt, en sambúð Davids og Díönu fer hríðversnandi eftir þennan atburð sem þau héldu að yrði lítið mál að takast á við. David getur engan veginn hætt að hugsa um nóttina, en Díana vill gleyma henni og aldrei um hana tala. Af- brýðisemin nær svo tökum á David og John Gage hefur ekki sagt sitt síðasta í málinu. Eins og sést er efni myndarinnar athyglisvert og án efa hefði verið hægt að gera betri mynd en hér er raunin. Sagan verður aldrei nógu trúverðug, hvort sem um er að kenna vondum leik eða handriti, endirinn er verulega ósannfærandi og aldrei næst upp almennileg spenna með nokkrum undantekn- ingum. Það er hreint og beint ömur- legt á að horfa hve illa er unnið úr verulega góðri hugmynd. Allt ytra útlit er hins vegar í góðu lagi og kvikmyndatakan einn besti hluti myndarinnar. Það eru frægar stjörnur í aðalhlut- verkunum með sjálfan Robert Red- ford í fararbroddi. Hann leikur greif- ann John Gage stórslysalaust, en þó án mikilla tilþrifa. Samleikur Demi Moore og Woody Harrelsons er ágætur, en líklegt er að Woody í Staupasteini og leigulíkamar verði í hugum margra áhorfenda myndar- innar þegar fylgst er með leik þeirra. Eftir fréttum frá Bandaríkjunum að dæma var þessi mynd mjög vinsæl þar í landi, en þær vinsældir eru lítt verðskuldaðar og sjálfsagt á auglýs- ingaskrum einhvem þátt f þeim. Ósiðlegt tilboð er dæmigert fyrir kreppuna í Hollywoodframleiðsl- unni, en fagmennska skýtur upp kollinum öðru hverju í myndinni, en þó allt of sjaldan. öm Markússon í RAUTT Luhin, RAUTT } UOS cŒZ, UOS! I Uráð J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.