Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. júnf 1993 Tfminn 5 Guðmundur P. Valgeirsson: Blaðran er sprungin Morgunblaftið, 27. maí, veltir fyrir sér í forustugrein sinni fylgistapi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt skoðanakönnunum. Og blaðið mynd- ast við að flnna orsakir þess. Augfjóst er að ritstjóri blaðsins, sem þessa grein skrifar, er skelflngu sleginn, en virðist eÚd skflja ástæðuna. Japlað er á þeirri gömlu tuggu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafl verið og sé enn flokkur allra stétta þjóðfé- lagsins og því sameiginlegt afl og tákn allrar þjóðarinnar. Því ætti þjóð- in að geta verið ánægft meft þá ríkisstjóm, sem nú situr, og hagsmuna- gæslu hennar, sem birtist í gerðum hennar. Þetta er ekki ný söguskýring flokksforustunnar og fylgismanna hennar á eðli Sjálfstæðisflokksins. En þetta er argasta blekking og hef- ur alltaf verið. Sú skýring er annað hvort algert skilningsleysi á eðli flokksins eða tilraun til að villa um fyrir almenningi, nema hvort tveggja sé og það mun sönnu nær. Þeir sem trúa þessu eru aðeins nyt- samir sakleysingjar. Hugsanlegt er að augu almennings séu nú að opnast fyrir hver blekking þetta er, þegar forráðamenn flokks- ins telja sig komna í þá aðstöðu að hægt sé að hrinda grundvallarsjón- armiðum þeirra í framkvæmd og nýta sér það. Það hefur alla tíð verið augljóst hverjum hugsandi manni að „botn- stykki Sjálfstæðisflokksins" (eins og sterkir fylgismenn hans eru famir að kalla forkólfa hans) hafa frá upp- hafi verið fjárplógsmenn og prang- arar, sem sumir hverjir hafa einskis svifist til að tryggja hagsmuni sína og fjáröflunaraðstöðu í þjóðfélag- inu. Hugsjónir þeirra eru lögmál frumskógarins þar sem sá sterki og sterkasti „étur“ þann sem minni máttar er. Með því safnast auður og völd á férra hendur, því þangað sæk- ir valdið sem auðurinn er. Það er lögmál sem flestir þekkja þar sem kapítalið ræður ríkjum. Þetta fyrirbæri birtist skýrast í því sem kallað er Kolkrabbinn og stend- ur saman af „fjölskyldunum fimm- tán“, sem talið er að eigi nálega all- an þjóðarauðinn, þegar nánar er skoðað, og hafi völdin í öllum fyrir- tækjum og stofnunum sem gefa gróða í hönd. Þau „botnstykki" Sjálfstæðisflokks- ins skapa sérstöðu hans og hann stendur vörð um þau og gera Sjálf- stæðisflokkinn ÚL Þetta skýrist með því að athuga hvaða skjaldborg Sjálfstæðisflokkurinn hefur slegið um skattfrelsi þeirra sem hafa kom- ist yfir peninga og fjármuni; sama með hvaða hætti það er. Þetta hefúr komið hvað skýrast fram nú á síð- ustu og verstu tímum þegar at- vinnuleysi er orðið þjóðarböl og hundruðum manna er kastað út frá störfum sínum, samkvæmt fyrir- skipunum stjómvalda, og þeirra bíður ekki annað en „ölmusa" at- vinnuleysisbótanna meðan þær end- asL Jafnframt því stendur forusta Sjálfstæðisflokksins, dyggilega studd af flokki alþýðunnar, flokki ,jafnaðarmanna“ (!) á íslandi, undir forustu þeirra Jónanna, óhvikulan vörð um skattfrelsi slíkra fjár- magnseigenda, á sama tíma og af sömu mönnum eru sjúkir, gamal- menni og fátæklingar féflettir með allskonar álögum. Reynt er að blekkja það fólk með því að halda því blákalt fram, að slík gjaldtaka sé ekki skattur, jafnvel náðarbrauð sem þeir megi þakka fyrir. Verra sé þetta hjá öðmm þjóðum. Þessir stjómarherrar verða að læra að skilja það, að aldrei verður friður um slíka mismunun í gjaldabyrði, eftir því hvort það em ríkir eða fé- tækir sem eiga í hlut. Jafnvel þó það standi í kokkabókum Sjálfstæðis- flokksins, að hann sé flokkur allra stétta og geri öllum jafn hátt undir höfði. Undir fomstu núverandi ríkis- stjómar hafa þessar „hugsjónir" (!) sjálfstæðisstefnunnar blómstrað og dafnað svo að varla em dæmi um annað eins í annan tíma. Enda þarf flokkurinn ekki að semja um neitt í þá átt við félagshyggjufólk og félags- hyggjuflokka á Alþingi. Þar tala verk þeirra ským máli. Svo á að telja al- menningi trú um að þetta sé flokkur allra stétta, sem geri öllum jafn hátt undir höfði. Undir vemdarvæng hans geti allir hreiðrað sig ömggir um sinn hag, eins og ungar undir vængjum ungamóður. TVúi því hver sem vill. Þær skoðanakannanir, sem Morg- unblaðið er að reifé og reyna að finna skýringu á, sýna það svo ekki verður um villst, að almenningur, sem hafði glæpst til að veita Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sín út á þessa kenningu, er farinn að sjá í gegnum þann blekkingavef. Og Morgunblaðið kveinar fyrir hönd flokkseigendanna, sem sjá hvert stefhir. Óljúgfróðasti vitnisburðurinn um árangur af stefnumiðum og starfs- háttum Sjálfstæðisflokksins, frjáls- hyggjunni og markaðslögmálinu óhindmðu, má lesa í Pressunni þar sem sagt er tæpitungulaust um þá fjármálasnilli, sem sprettur upp af þeim lögmálum fjármagnsins, og á hvem hátt er barist á þeim vígstöðv- um, þar sem hver reynir til hins ýtr- asta að hlunnfara annan og skara eld að sinni köku, með samkeppnina að Ieiðarljósi. Þetta kjörorð nútímans. Það er þess vert að almenningur hugsi út í þetta. Það hefur hann líka gert. Árangurinn af þeirri umhugs- un lýsir sér í þeim skoðanakönnun- um, sem birtar hafa verið og fara svo fyrir brjóstið á „botnstykkjum“ Sjálfstæðisflokksins, að sjálft Morg- unblaðið veit ekki sitt rjúkandi ráð og stendur skelfingu lostið. Skilur ekki upp né niður í því sem er að gerast. En mitt í örvilnan sinni sér það þó ljósglætu í myrkrinu: „Sambandið er dautt". Þetta kemur sem fegins- stuna frá brjósti innsta kjama Sjálf- stæðisflokksins. En það er eins og í þessu fagnaðarópi megi kenna hræ- fuglshljóð, sem segir annað og meira um eðli og innræti flokksins en fjasið um flokk allra stétta segir til um. Sambandið þvælist ekki lengur fyrir hinni frjálsu samkeppni og einstaklingshyggjuhugsjón, sem nú ræður ríkjum og fjöldinn keppist um að lofsyngja. Annað er ekki í takt við tímann. Því er von til, að Eyjólf- ur hressist og þessar mannfélags- hugsjónir fái að dafna með dyggum stuðningi Alþýðuflokksins og fylgið streymi aftur til flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn og þar með ríkisstjómin er í sámm. Óvíst er hvort honum/henni tekst að koma í framkvæmd fyrirhugaðri sölu á þeim stofnunum og fyrirtækjum, sem hún hefur sett á söluskrá, reiðubúin að leggja þær í hendur einkabrasksins og öölskyldnanna fimmtán svo þær geti síðan skammtað sér hvaða þjónustu þær veita og á hvaða verði, til ávinnings einkahagsmuna sinna. Þar er um að ræða fyrirtæki og stofnanir, sem hingað til hafa verið taldar undir- stöður í þjóðfélagsskipan okkar, al- menningseign, undir yfirstjóm ráð- andi stjómmálaafla til almennings- heilla og almannaþarfa, sem varla er hægt að hugsa sér í vargaklóm einkabrasksins eins og það birtist okkur undir vemdarvæng núver- andi ríkisstjómar. Það er margt í upplausn í þessu þjóðfélagi og við margvíslegan vanda að glíma og því þörf á að- gæslu. En forráðamenn ríkisstjóm- arinnar hafa hagað sér eins og varg- fuglar í varplandi. Allt er tætt í sundur og allt er á rúi og stúi í öll- um greinum. Þjóðin er vissulega í vanda stödd. Að því þarf hver einstaklingur að hyggja, ef takast á að komast út úr þeim vanda. En það er eins og ráð- herrar ríkisstjómarinnar hafi gert sitt til að auka á vandann, í þeim til- gangi að rótfesta pólitískar kenni- setningar flokka sinna í sessi með margvíslegum hætti. Meðal annars, að bola hverjum hugsanlegum and- stæðingi úr starfi og troða þar inn sínum mönnum og búa til nýjar stöður handa þeim, ef með þarf. Allt er á ringulreið. Sjálfur forsæt- isráðherrann, Davíð Oddsson, stendur eins og ráðlaus vingull. Blaðrar eitt í dag og annað á morg- un og leitast helst eftir að koma höggi á þá samráðherra sína sem helst hafa sýnt einhverja ábyrgðar- tilfinningu í starfi sínu. Oflæti hans hefur orðið honum að falli. Honum dugir ekki lengur að beina puta sín- um upp í loftið: Skopparakringla þar og Ráðhús þar (úti í forarpolli) án þess að gera sér grein fyrir fjárhags- hliðum málsins. Og honum nægir ekki að kvaka til almættisins, hvað sig langi afskaplega í karamellur. Þeim rignir ekki yfir hann sem eins- konar „mannabrauði" af himnum ofan. Enda sá hann á dögunum það ráð sitt vænst að varpa þeim vanda, sem hann hafði í oflæti sínu tekið á sig einan, í fang Þorsteins Pálssonar. Og síðasta fangaráð hans er að leita á náðir þeirra manna um úrlausnir, sem hann var í mestum vandræðum með að fá dæmda í tugthús fyrir stjómmálaafskipti sín í byrjun for- sætisráðherraferils síns. Þá vantaði hann helst nýja refsilöggjöf og meira tugthúsrými til að hýsa þá. Nú eiga þessir „drengir", sem ekki voru hæfir til að vera í nokkrum skóla, að hans dómi, að leysa þann vanda sem hann hefur engin tök á og hefur aldrei haft tök á að leysa. Blaðra þeirra Viðeyjarfélaga er sprungin. Þjóðin þarf annarra manna og annarra úrræða við ef hún á að komast út úr því öngþveiti sem hún býr við. Hinn alltumfaðm- andi náðarfaðmur Sjálfstæðisflokks- ins hefur enn einu sinni sannað sig sem skrum og blekking. Þær skoð- anakannanir, sem farið hafa fyrir brjóstið á Morgunblaðsritstjóran- um, sanna það. Davíð Oddsson hef- ur rekið sig á, að það er annað að vera spaugari í .Jdatthildi" en að vera forsætisráðherra ríkisstjómar á erfiðleikatímum. Bæ, 5. júní 1993 Höfundur er bóndi i Bæ f ÁmeshreppL Þorsteinn Antonsson: Unglingauppreisnin Á sjötta áratugnum hófst uppreisn ungu kynslóðarinnar gegn borgara- legum lifnaðarháttum. Upp úr sauð einkum fyrir það að þörfinni fyrir andstæður hafði ekki verið sinnt og þeim yngri ofbauft flatneskjan sem af því leiddi. Hinum uppivöðslusömustu var mætt með sömu aftferð- um og reynst höfðu sigurstranglegastar tíl verndar borgaralegum lifn- aðarháttum; það var villt um fyrir ungu kynslóðinni, hún einangruð og andmælin þöguft í hel. Jafnframt tóku markaftsöflin við sér og gerftu þetta umrót aft undirrót framleiðslu á afþreyingar- og átakaefni fyrir unglinga. Unglingauppreisnin hafði brotist út á krítísku stigi hinnar sálfars- legu þarfar fyrir andstæður og því varla meðvituð. Öllu fremur var hún ósjálfráð og að sama skapi ómarkviss. Hið eina, sem þessir unglingar áttu sameiginlegt, var þörfin fyrir eflingu sjálfsvitundar. Þeir voru milli vita, en við ríkjandi lífsskilyrði sín firrtir skilyrðum til að brjótast frá unglingi til manns. Átakapunktar voru engir sem þeir gætu tekið mark á. Vitundariðnað- urinn var þá miklu ófullkomnari en hann nú er. Innræting skólanna hispurslausari. Og foreldravaldið algjörara. Við blöstu dræsur af ar- istókratískum hugsjónum sem hinir fullorðnu hentu blygðunar- Iaust á milli sín. Hofgeldingamir voru þar en ekki goðin. Embættis- menn voru þar en ekki réttlætið. Ekkert nema efnishyggjan var þar. Unga fólkið, sem á annað borð hafði þörf fyrir uppsteit, gerði sér andstæðu úr kerfinu, sem það kall- aði svo, og varð það kerfi víst ekki nema að nokkru heimfært til al- mennari veruleika en þess sem hálfkæfður maður sér fyrir sér. Vert er að leggja áherslu á að þörf- in fyrir andstæður er líffræðileg. Hún er því breytileg eftir aldri, þótt hún hljóti alltaf að vera misrík í fari manna hvers um sig á hvaða aldri sem þeir em. Búast má við að úr þessari þörf dragi með aldrinum af sömu ástæðum; á líkamsstarf- seminni hægir eftir því sem menn eldast. Af þessari ástæðu sáu ung- lingar fyrir sér annmarka sem margir hinna eldri sáu alls ekki og gátu ekki með nokkm móti greint þótt þeir vildu. Eftir að lygnt var orðið kom upp ný staða. Samfélagskerfið hafði fært út kvíamar, það tók nú til allra sem komnir vom á kyn- þroskaaldur. Og hefur nú verið í útþenslu í áratug; það nær með tísku sinni og vitundariðnaði til manna á öllum aldursstigum nema hinum efstu. Fundist hafa leiðir til að verða við því metnaðar- máli unglinganna á áttunda ára- tugnum, að koma gamlingjunum úr umferð, enda unga kynslóðin komin til áhrifa. Þörf núverandi unglinga fyrir andstæður hefur reynst örðugra að koma fyrir í skipulaginu þrátt fyrir tómstunda- hallir; vandinn er viðvarandi en söluhvetjandi oftar en ekki. Ung- lingar nú um stundir spila dauða- rokk og drepa sig, en það er tísku- fyrirbrigði. Jafnvel líf og dauði get- ur orðið tískufyrirbrigði í borgara- legu samfélagi. Unglingar taka ímyndaða áhættu samkvæmt þörf við spilakassana. En farast ella fyr- ir tilviljun vegna uppátækja en ekki uppreisnar eða meðvitaðrar andstöðu við eitt eða neitt. Þeir góna á átta mynda seríu um draug- inn Freddy Kmger sem drepur unglinga fyrir Iygar foreldra þeirra — og þola þess heldur foreldmm sínum óheilindin sem þeir fúll- orðnu verða að tileinka sér með fullri þátttöku í borgaralegu lífi. Hina hefðbundnu tvöfeldni. Lík- ami hinna yngri verður að and- stæðu hugarins sem temja þarf í líkamsræktarstöðvum og við ámóta aðstæður fyrir skort á öðr- um andstæðum. Sérkennileg hóf- semd fylgir ofgnóttarsamfélaginu þannig að mönnum nægir að fullnuma sig f listinni að fleyta kerlingar gegnum lífið fremur en setjast niður og brjóta mál til mergjar. Menn komast frá bami til manns með því að horfa á bíó- myndir. Læra að forðast sterk til- finningasambönd með steingeldu tali um kynlíf. Á þessu nýja stigi borgaralegra liínaðarhátta er lista- mönnum auðveldlega fúndinn staður: þeir eru einfaldlega keyptir til innihaldsleysis og fyrirsjáan- leika. En ella beittir sömu afar- kostum og hafa reynst svo árang- ursríkir til eflingar stéttarinnar. Höfundur er rtthöfundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.