Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 22. júni 1993 Tímlnn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritsQóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vígvöllur umferðarinnar Sumarumferðin er ekki komin í hámark á vegum lands- ins, en eigi að síður berast þau ótíðindi að síðasta helgi hafí verið stórslysahelgi í umferðinni. Dauði, örkuml og eignatjón, sem umferðarslys hafa í för með sér, verða til þess að menn setur hljóða. Það liggur fyrir um það vitneskja að ein af algengustu orsökum umferðarslysa er sú að ekið er of hratt, miðað við aðstæður. Áfengi er allt of algengur orsakavaldur og sá hættulegasti. Hins vegar þarf ekki annað en aka út á þjóðvegina til þess að verða vitni að hraðakstrinum. Þeim, sem ekið hafa á íslenskum vegum síðasta áratug, dylst það ekki að stórstígar framfarir hafa orðið í vega- gerð. Vegir lagðir bundnu slitlagi lengjast með ári hverju. Viðbrigðin eru mikil frá gömlu malarvegunum, sem víða er þó að fínna enn, þrátt fyrir alla uppbygging- una. Hins vegar er ekki allt sem sýnist, þótt vegurinn virð- ist liggja fram undan beinn og breiður með bundnu slit- lagi. Vegir hér á íslandi eru fæstir þannig úr garði gerð- ir að þeir þoli þann hraðakstur sem víða er á hraðbraut- um erlendis. Þeir eru með einni akrein í hvora átt og ekki hannaðir fyrir hraða sem liggur vel yfir hundrað kílómetra á klukkustund. í upplýsingum, sem liggja fyrir hjá Umferðarráði um helstu orsakir slysa ungra ökumanna á árinu 1992, kemur fram að hraðinn er helsti orsakavaldurinn hjá ökumönnum á aldrinum 17-21 árs. Spyrja má hvað sé til ráða til úrbóta. Svo virðist sem ráðið sé að auka áróður og fræðslu um umferðarmál og efla þær stofnanir sem vinna á þessum vettvangi. Eitt atriði er sérstaklega mikilvægt í þessu sambandi, en það er einfaldlega að löggæslan sé meira á ferðinni úti á vegunum en raun ber vitni. Til þess þarf vafalaust að efla þann liðsafla sem tiltækur er í hinum einstöku umdæmum, en ljóst er að tilvist umferðarlög- reglunnar úti á þjóðvegunum hefur mikil áhrif. Eitt af því, sem hefur verið rætt, er með hverjum hætti sýna megi almenningi hörmulegar afleiðingar umferð- arslysa. Þetta er afar viðkvæmt mál og má þar nefna myndbirtingar í blöðum af illa útleiknum farartækjum. Það ber að fara varlega í þessu efni og forðast að valda fólki, sem á um sárt að binda, meiri þjáningum með þessum hætti, enda hefur Umferðarráð farið varlega í þessari tegund áróðurs. Undantekning var gerð, þar sem fyrir tilstilli Umferðarráðs var birt mynd í sjónvarpi af bfl erlends ferðamanns sem lét lífið í umferðarslysi hér- lendis. Vonandi er slíkt viðvörun. Hörmulegir atburðir helgarinnar í umferðinni ættu að vera öllum viðvörun. Nokkrar reglur er nauðsynlegt að hafa í huga þegar haldið er út á vegina. Sú fyrsta er að spenna beltin og kveikja ljósin og í öðru lagi að aka eft- ir aðstæðum og treysta ekki á að bundin slitlög séu þannig úr garði gerð að óhætt sé að aka eins og bfllinn kemst. í þriðja lagi að muna að akstur og áfengi fara ekki saman. Þjóðfélagið okkar er orðið þannig að það þarf að hafa hátt til þess að ná í gegnum allt upplýsingastreymið, sem dynur á almenningi í gegnum fjölmiðla. Þeir, sem reka áróður fyrir umferðaröryggi, þurfa að hafa hátt. Þeirra starf er mikilvægt hvernig sem á málið er litið. Nó þegar mesti hitmn er úr umræö* unni um þ*tti BaJdurs Hermannsson- arervertaðvíkjaað atriði sem fremur hefur dregist undan að gefe gaum — þ.e. orsök þess að efriið vakö svo snörp Vtðbrðgð sem raun varð á — og ekki síður hví þessir þættir myndu hafe orðið til. I Vikubiaðinu síðastliðinn fímmtudag getur að iíta athygiisverða grein rftir Kristján Jóhann Jónsson, þar sem hann í Ijósi kynna af viðhorf- um Norðmanna tii etgin sögu, skoðar einmitt þessa hiið á viðbrögðum okkar landa. Hér er því tílfterður kafli úr grein Kristjáns: in við þeim sýna einungis að sjálfs- mynd þjóðarinnar er að breytast Vtð erum að breytast úr iila uppiýstri út- Hjálkaþjóö f þokkaiega uppiýsta út- kjálkaþjóð. Samanburðurinn við um- heimmn er smám saman að koma tíl oWor og hann kastar sumum okkar niður í þungiyndi á borð við það sem birtisthjáBaldri. vtð Norðmenn, sem eni; etns og við og líkir okkur um margt þótt auðvitað sé hættulegt að alhæfe um siikt Norðmönnum varö það ijóst lörtgu á undanokkuraðútumallan heimeru þjóðir sem eru stærri og ríkari en heimamenn og tekst flest betur. begar norskir menntamenn viija sýna hve á milii fyrir stg þjóðemishroka sem útíendingi hlýtur að finnast vand- ræðalegur. Kjami málsins er auðvitað þessi: Síðustu áratugina hafe útkjálka- þjóðir á borö viö Norömenn og íslend- inga fengið æ þéttari og skjótari ur>- lýstngar um hvemig líRð gengur fýrir sig hjá riku þjóðunum í þ&tbýlu lönd- að þeir þekki glæsibrag annarra þjöða, sérstakiega í mið- Evrópu, en séu vei vitandi um Íágkúru norskrar sögu og fflslegan heimóttarbtag norskrar menningar. Um þetta tala Norðmerm reyndar mjög gjaman, bæði opinberlega og f unum. Þegar það rennur upp fyrir sjáifiimglöðum manni að hann er komínn af iátækri þjóð þá er ekkert ifklegra en að hann sverji hana af sér. Geri aDt tíl þessað hreinsa sig af því fe- tæka og smáa og flokka sig með þeim stóruogríku. Að borða ktrsuber með miloMmenniitn er þessi þörf sem er að koma upp an um Evrópusamstarfhefur að því er virðist tekið á sig sömu raynd hjá oidt- ur og öðntm fámennum þjóðum: ,J>að niðurdrepandi fesinni “ „Vtð skuhtm frekar borða kirsuber með mikilmennumJ“ svo vitnað sé til frænda okkar á Norðurlöndum. Þaö er erfitt að standa upp og segjæ t>essi þjóð er of lítíi og fetæk fyrir mig vegna þess að ég er mikilmenni. Ttl þess að koma þeirri skoðun á framfæri þarf krókaJetðfr. Tíi dæmis sjónvatps- lítilmennsku hinna. Fjöimiðlamir eru iíka miskunnar- iausir við okkur og gera það dæma- laust erfitt að verða íslenskt mikil- menrvi. Norðmenn hafe mátt þoia þessa stöðu miklu lengur en við, að nokkru Íeyti vegna nágrennisins við Svfþjóð. t>eir hafe brugðist við með tvfskinn- ungi gagnvart þjóðemi sfnu og við er- umnúáleiðí sama ferið..." Garri Listasafn Á stórafmælum er venjan að gera eitthvað til hátfðabrigða og era þá gjaman gefnar gjafir og þær þegnar. Sagt er að hver sé sínum gjöfum lík- astur og sannast það á Alþingi og Þjóðarbókltlöðunni sem gefin var á merkisafmæli þjóðarinnar, en verð- ur aldrei afhent þar sem löggjafer- samkundan telur sig aldrei þurfe að standa við gefin heit, bara lofa upp f ermina sem er sérgrein pólitíkusa. Á næsta ári verður haldið upp á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins ís- lands. Þá þarf þjóðin að fé gjöf. Hér með er stungið upp á að Lista- safn íslands verði endurreist og byggt yfir það hús sem hæfir ís- lenskri menningu og sérstaklega þeirri sem að myndlist lýtur. íslensk nútímamyndlist getur stát- að af glæsilegum tímaskeiðum og vora framkvöðlamir ungar konur og ungir menn sem settust í aka- demíur og lærðu. En það var sama hvort snúið var heim að loknu námi eða að listafólkið ílendist í útlönd- um, að til varð sérstæð íslensk list byggð á þekkingu og virðingu fyrir því sem telja má að best hafi verið gert meðal menningarþjóða. Kynslóðir íslenskra myndlistar- manna sköpuðu íslensk verk, án þess að vottaði fyrir naivisma eða heimaalningshætti. Tómthúsmenn íslenska ríldð á giæsilegt safri verka íslenskra listamanna og jafnframt þónokkur verk erlendra Iistamanna sem sóma sér vel á hvaða safni sem er í veröldinni. Þessi myndlistarverk era í vörslu einhvers menningarafturúrkreist- ings sem kosinn er af misvitra fólki og er kallaður LISTRÁÐ. Listaverkin era felin fyrir almenningi, eins og óhreinu bömin hennar Evu. Það er óbermið LISTRÁÐ sem stendur fyrir því að banna aðgang að íslenskri list í eigu ríkisins. Alþingi gaf byggingu yfir Þjóð- minjasafn til að fegna lýðveldistök- unni fyrir hálfri öld. Listasafnið fékk r Islands inni í húsinu. Síðar var byggt við gamalt íshús og tímbrað yfir Lista- safn íslands að kórbaki við Skál- holtsstíg. Það er dýr bygging og hreint ekki ósnotur þótt staðsetn- ingin sé afer þjóðleg. Nú mun vera um ár síðan öndveg- isverk fslenskra listamanna fengu inni f sölum íshússins gamla. Þar er ekki starfrækt Listasafn ís- lands, heldur er þama gallerí fyrir farandsýningar. í Reykjavík er eina þjóðlistasafnið í veröldinni sem er eingöngu rekið fyrir ferandsýningar og er þeim í LISTRÁÐI greinilega ekki flökur- gjamt þegar þeir era að láta sprelli- gosana í margniðurgreiddum list- heiminum prakka hugmyndasnauð- um skrípum sínum inn í sali Lista- safns ríkisins. Borealis er glæst heiti á sýningu sem leppalúðamir í LISTRÁÐI kok- gleyptu í bókstaflegri merkingu og fyllir núna galtóma sali þjóðlista- safnsins. Fjölmiðlakjánum er talin trú um að það séu svakalega ffægir listamenn f útlandinu sem bjuggu verkin til og þeir hlaupa með tíðind- in og flestum stendur nákvæmlega á sama um hvað sagt er um conseptið og að horfe á það vekur varla annað en leiðindi. Hundgömul framúrstefna Hugmyndalistin er fyrir löngu búin 3i stofnað að ganga sér til húðar. Súmmarar vora hressir fyrir 30 áram og hristu upp í okkar listaheimi. En ferskleik- inn er fyrir löngu horfinn og það era allt gamlar lummur og þreyttar sem LISTRÁÐ er að flytja inn frá öðram heimshomum. Gott ef eitthvað af dótinu hefur ekki áður rekið á fétæklegar spreka- fjörar Listasaíris íslands. Kunnug- lega fyrir sjónir koma td. skómir úr Þúsundogeinninótt sem undirstrika tómleikann á milli eyma LISTRÁÐS. En skór þessir era annars hluti af hugmyndasnauðri hugmyndalist. í gjörvöllu húsi Listasafns íslands era aðeins fjórar myndir eftir ís- lenska listamenn sem hafðar era á göngum þeim til háðungar. Era þar myndir eftir Sigutjón, Ásmund og Bertil. Nú er er sá tími ársins sem flestir ferðamenn koma til landsins og fjöldi fólks utan af landi kemur til Reykjavíkur í sumarleyfi. Ætla mætti að þá þætti tilvalið að kynna hið besta úr íslenskri myndlist og engum stendur það nær en Lista- safni íslands. En þess í stað kýs LISTRÁÐ að auglýsa lubbalega nesjamennsku sína og heldur að það sé heimsborgaralegt að vera úreltur. Þar sem LISTRÁÐ veit ekki hver er tilgangur með þvf að reka Listasafn íslands er augljóst að þjóðin þarf að fá nýtt safn til að fó að sjá listaverk sín og gleðja gesti sína með því að sýna þeim það sem best er gert af ís- lensku listafólki og jafnframt að kynna eitthvað bitastætt af erlendri list. Því er það alls ekki út í hött að byggt verði listahús yfir þau verk sem þjóðin á í myrkum kjölluram og ekki er hægt að sýna vegna ann- arra forgangsverka. Því er gráupplagt að þjóðin gefi sér listasafn í afínælisgjöf. En LISTRÁÐ og starfskraftar þess geta þjónað af- túrboralegum smekk sínum í sölum íshússins sem era hvort sem er gal- tómir af list og sýningargestum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.