Tíminn - 29.06.1993, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 29. júní 1932
Tíminn 5
Ámi Benediktsson:
Stofiilánadeild landbúnað-
arins og sj ömannanefhd
Stjórnarformaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins kom af stað um-
ræðu um tillögur sjömannanefndar um breytingar á vaxtakjörum deild-
arinnar og hefur haldið umræðunni áfriun eftir að framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda gerði tilraun til þess að leiðrétta það sem miss-
agt hafði verið. Stjórnarformaðurinn gerir nokkuð erfitt um vik að ræða
málið á vitrænan hátt, þar sem hann kýs td. að segja að sá háttprúði
maður, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, hafi sent sér tóninn,
reyni að klóra yfir mistök sín og fleira í þeim dúr. Engu að síður verður
hér reynt að kafa öriítið undir yflrborðið á því sem hér er um að ræða.
Sá ágreiningur, sem virðist vera
uppi um tillögur sjömannanefndar,
skiptist í tvennt Annars vegar að
með tillögunum sé stefnt að gjald-
þroti Stofnlánadeildarinnar árið
2004, eða í besta falli nokkrum ár-
um síðar. Hins vegar hvort eðlilegt
sé að afnema þá mismunun sem
felst í núverandi skipulagi. Sú mis-
munun felst í því að lántakendur
greiða vextina hver fyrir annan í
gegnum sjóðagjöld. En fyrst er að
snúa sér að hugsanlegu gjaldþroti
Stofnlánadeildarinnar.
Verður Stofnlána-
deildin gjaldþrota?
Þeirri spumingu svaraði sjö-
mannanefnd ekki og tók enga af-
stöðu til þess. Tillögur nefndarinnar
fela ekki í sér neina breytingu á hög-
um Stofhlánadeildarinnar, ef frá er
talið að gert er ráð fyrir að hún
dragi úr rekstrarkostnaði í sam-
ræmi við minnkandi umsvif og með
tilliti til þess sem almennt er að ger-
ast f rekstri lánastofnana.
Tekjur Stofnlánadeildar em í meg-
inatriðum tvíþættar: annars vegar
em teknir lágir vextir af veittum
lánum og hins vegar em lögð gjöld
á bændur og á framleiðsluna. Til-
lögur sjömannanefndar fjalla um að
hækka vextina og leggja niður gjöld
á framleiðsluna og bændur. Gert er
ráð fyrir að þessi aðlögun taki nokk-
ur ár. Tillögur nefndarinnar gera
ráð fyrir lítið breyttum nettótekjum
Stofnlánadeildar til lengri tíma lit-
ið, þó að breytingar verði milli ára á
meðan breytingamar ganga yfir. Til-
lögur sjömannanefndar fjalla held-
ur ekki um að veikja eiginfjárstöðu
Stofnlánadeildar. Framan af því
tímabili, sem reiknað er út, veikist
eiginfjárstaðan, en hún styrkist þeg-
ar á líður og í lok tímabilsins er hún
hlutfallslega nokkm sterkari en í
upphafi. Þessar tillögur em byggðar
á útreikningum Stofnlánadeildar-
innar sjálfrar. Efist formaður Stofn-
lánadeildarinnar um réttmæti
þeirra, hefur deildin ennþá tækifæri
til þess að gera leiðréttingar.
Vegna þess að margt getur breyst á
löngum tíma féllst nefndin á að
festa ekki vaxtaferilinn lengur en til
ársloka 1997. Staðan gæti hafa
breyst fram að þeim tíma og því rétt
að endurmeta stöðuna. Sú staða
kynni til dæmis að vera uppi að
bændur sjálfir vildu leggja eitthvað
fram til þess að jafna vextina, án
þess að gjöld væm lögð á fram-
leiðsluna. Ekki sýndist nein ástæða
til þess að ætla að þegar þar að
kæmi væri ekki hægt að finna menn
sem gætu metið stöðuna af skyn-
semi. Hins vegar tekur niðurstaða
nefndarinnar af öll tvímæli um hvað
flestir töldu að gerast myndi árið
1998. Sú niðurstaða er svona:
„Rekstur Stofnlánadeildar verði
endurskoðaður og vaxtaákvarðanir
endurmetnar með það að markmiði
að álögur á búvömframleiðslu í
þágu deildarinnar verði lagðar af
eigi síðar en 1. janúar 1998“ Það
þarf ekki mikið á sig að leggja til
þess að sjá að ekki felast í þessu
neinar hugmyndir um að veikja
stöðu Stoftilánadeildarinnar. Allir
útreikningar, sem sjömannanefnd
notaði í þessu efni, em frá Stofn-
lánadeildinni og endurskoðanda
hennar komnar, eins og áður sagði.
Og það skal líka endurtekið að allar
niðurstöður em byggðar á þeim út-
reikningum og gera ráð fyrir að
staða deildarinnar styrkist fremur
en hitt á aðlögunartímanum. Það er
því ekki hægt að finna neitt í tillög-
um sjömannanefndar sem gefi hið
minnsta tilefni til hugleiðinga um
gjaldþrot deildarinnar.
En verður Stofnlána-
deildin samt gjald-
þrota?
Þrátt fyrir að tillögur sjömanna-
nefndar miði á engan hátt að því að
veikja Stofnlánadeildina, gæti hún
samt sem áður orðið gjaldþrota. Ef
sú hætta er fyrir hendi, er það vegna
annarra ákvarðana. Ákvarðana sem
þegar hafa verið teknar, eða verða
teknar síðar. Stjómarformaður
Stofnlánadeildar byggir málflutning
sinn að miklu leyti á „bláköldu"
mati endurskoðanda deildarinnar. í
því mati kynni því einhverjar vís-
bendingar að vera að finna.
Endurskoðandinn segir: „Frá og
með 1. janúar 1988 þurfa útlán
deildarinnar að vera með markaðs-
vöxtum, þar sem neytenda- og jöfn-
unargjald verður fellt niður frá
þeim tíma....“ Þetta er einmitt það
sem sjömannanefnd ætlast til að
gert verði, eða annað jaftigilL Þama
er því enga gjaldþrotahættu að
finna af völdum sjömannanefndar.
Endurskoðandinn segir einnig:
„Samkvæmt tillögum sjömanna-
nefndar verður hallarekstur á deild-
inni frá og með árinu 1994, og
deildin illa í stakk búin til þess að
mæta áföllum, svo sem ef gengi
hækkar meira en sem nemur inn-
lendum verðlagsbreytingum, eða að
loðdýrarækt verður fyrir meiri áföll-
um en þegar hefur verið mætt“ í
þessari athugasemd endurskoðand-
ans er það rétt að á næstu átta ámm
er gert ráð fyrir um það bil 200
milljón króna halla á meðan aðlög-
unin stendur yfir. Eiginfjárstaða
myndi lækka úr 22.7% í 21.0% og
gefur það ekki tilefni til þess að hafa
þungar áhyggjur, sérstaklega ekki
þegar haft er í huga að frá þeim tíma
er gert ráð fyrir að staðan fari batn-
andi að nýju. Halli deildarinnar á ár-
inu 1992 einu nam 74 milljónum
króna og kom sjömannanefnd þar
hvergi nærri. En allt annað í at-
hugasemd endurskoðandans er
vegna ákvarðana annarra en sjö-
mannanefndar, þar á meðal stjóm-
arinnar, sem virðist hafa farið mjög
óvarlega að tryggja sig ekki fyrir
áhrifum af gengisbreytingum. Aföll
af loðdýrarækt stafa einnig af fyrri
ákvörðunum stjómar Stofnlána-
deildar og em tillögum sjömanna-
nefndar óviðkomandi.
Og endurskoðandinn segir enn-
fremur: „Rétt er að benda á að fram-
angreindar ábendingar, sem og
skýrsla sjömannanefndar, byggjast á
áætluðum vaxtakjörum, rekstrar-
kostnaði o.fl. Frávik frá þessum
áætlunum geta því gerbreytt þeirri
mynd, sem hér hefur verið dregin
upp, td. ef vaxtagjöld verða önnur
en 8%, eða ef 1% framlag í afskrift-
arsjóð dugir ekki til að mæta út-
lánatöpum deildarinnar." Með þess-
um orðum er endurskoðandinn al-
farið að vísa til þess sem gerist og
getur gerst í rekstri deildarinnar, án
tillits til tillagna sjömannanefndar.
Þar er ekkert samhengi á milli og
tillögum sjömannanefndar því al-
gjörlega óviðkomandi. Það má
raunar furðulegt heita að endur-
skoðandinn skuli sjá ástæðu tii að
benda á þetta og verður ekki betur
séð en að hann sé að hæðast að
stjóm Stofnlánadeildarinnar.
Ef breytingar verða í starfsum-
hverfi Stofnlánadeildar, verður að
taka tillit til þess þegar þar að kem-
ur. Ef innvextir verða hærri en gert
er ráð fyrir í áætlunum, verða út-
lánsvextir að sjálfsögðu að hækka í
samræmi við það. Stjóm Stofnlána-
deildar hlýtur að þurfa að bregðast
við þessu á hverjum tíma, enda er
hún til þess kjörin. Það á jafnt við
hvort sem vextir eru greiddir í einu
lagi eða tvennu. Ef 1% framlag í af-
skriftarsjóð dugar ekki, er það
vegna vandamála sem em óviðkom-
andi tillögum sjömannanefndar.
Þau geta að sjálfsögðu verið jafn erf-
ið fyrir deildina þrátt fyrir það. En
karlmannlegra væri að bregðast
öðruvísi við en að kenna öðmm um.
Eins og af þessu má sjá em hug-
leiðingar endurskoðandans og
stjómarformannsins um hugsan-
legt gjaldþrot Stofnlánadeildarinnar
tilkomnar vegna annars en þess sem
felst í tillögum sjömannanefndar.
Þær hljóta því að byggjast á ótta við
afleiðingar af þeim ráðstöfunum
sem sjóðurinn hefur gert og mun
gera, eða láta ógert að gera, eins og
til dæmis að ekki verði bmgðist rétt
við aðstæðum á hveijum tíma.
Hagræni og félagslegi
þátturínn
Eins og fram hefur komið hér að
framan skerða tillögur sjömanna-
nefndar hag Stofnlánadeildar land-
búnaðarins á engan hátt. Hins vegar
gera þær ráð fyrir vemlegum til-
færslum milli einstakra lántakenda,
eða raunar að hverfa frá slíkum til-
færslum. Um það má deila hvort
með þessu sé verið að færa málin í
rétt horf, eða hverfa frá réttu horfi.
Víða í heiminum em vextir til Iand-
búnaðar niðurgreiddir og gerir það
íslenskum landbúnaði erfitt fyrir í
samkeppni á heimsmarkaði. En sú
tilfærsla, sem hér er um að ræða, er
ekki niðurgreiðsla heldur tilfærsla
úr einum vasa í annan og tilfærsla
frá einum bónda til annars.
Það sjónarmið varð ofan á í sjö-
mannanefnd að ef horfið yrði frá
slíkum tilfærslum, væri það í sam-
ræmi við markmið nefndarinnar
um að lækka verð til neytenda,
lækka kostnað hins opinbera, en
jafnframt að tryggja bændum líf-
vænlegri rekstrarskilyrði. Hefð-
bundinn landbúnaður hefur verið
að dragast saman og er enn að drag-
ast saman. Við þær aðstæður er
varla rétt að auðvelda fjárfestingu
með því að úthluta fjármagni á
lægra verði en það kostar í raun og
vem, færa fjármagn frá þeim, sem
ekki skuldar, til þess að annar geti
skuldað meira. Með því að taka upp
markaðsvexti er því líklegt að fjár-
festingu verði fremur í hóf stillt og
kostnaður verði minni og afkoma
bænda betri.
Stjómarformaður Stofnlánadeild-
arinnar segir á einum stað: „Ég finn
að eldri bændur óttast stöðu yngri
bænda, verði vaxtasprengja sjö-
mannanefndar að vemleika. Bænd-
ur skilja vel félagslega samhjálp...."
Þessi orð um félagslega samhjálp
munu eiga að skiljast á þann veg að
eldri bændur, sem skuldi lítið eða
ekkert, séu fúsir til þess að greiða
gjald til þess að hægt sé að greiða
niður vexti fyrir yngri bændur og
gera þeim auðveldara að taka á sig
fjárskuldbindingar, sem búrekstrin-
um fylgja.
Nú er mörgum kunnugt að mark-
aðsverð eigna fer gjaman efdr þeim
kjömm sem í boði em. Sá, sem
kaupir fjármuni til rekstrar, tekur
mið af hvaða skuldbindingum rekst-
urinn getur staðið undir. Mismunur
á kaupverði getur verið allt að 50%
eftir því hvort vextir em 2% eða 9%.
Nú er það svo að landbúnaður er að
dragast saman og því er fremur
kaupendamarkaður á rekstrarfjár-
munum hans. Það er því óþarfi að
hafa áhyggjur af yngri bændum í
þessu samhengi. Þeir þurfa ekki að
greiða umfram það sem ætla má að
þeir geti staðið undir.
Það er meira áhyggjuefni að eignir
eldri bænda rýma. Það hefur verið
einn meginþráður þess starfs, sem
unnið hefur verið í sjömannanefnd,
að styrkja innviði landbúnaðarins,
gera hann samkeppnishæfari í því
viðskiptaumhverfi sem við búum
við og að sumu leyti er heimatilbú-
ið, því miður; koma þannig í veg fyr-
ir að eignir rými. Landbúnaðurinn
þarf á sókn að halda, en ekki milli-
færslum sem láta hlutina líta út
öðruvísi en þeir em í raun og vem.
Það er ekki endilega víst að það sé
skynsamlegt fyrir eldri bændur að
halda uppi verði eigna sinna með
því að greiða sjálfir fyrir það með
sérstöku gjaldi.
Höfundur hefur starfað f sjömanna-
nefnd.
Um nýtingu fiskimiða
Crfsls In the World's Flsheries eftlr
James R. McGoodwin. Stanford Unl-
verslty Press, 235 bls.
„Um hnöttinn allan, frá íshöfum
heimskautanna til heitra hafa hita-
beltisins, kreppir að fiskveiðum ...
Til skamms tíma var vænst, að
sjávarafla yrðu naumast nokkrar
skorður settar, enda hafði heildar-
afli heimsins aukist jafnt og þétt úr
tæplega 2 milljónum tonna 1850
upp í 55 milljónir tonna (1969) og
benti fátt til, að nein efri mörk
væm skammt undan. Samt sem
áður tók snögglega fyrir aukningu
heildarafla við 70 milljónir tonna
snemma á áttunda áratugnum og
hélst hann í því magni út þann ára-
tug... Jafnframt minnkaði stöðugt
afli á sóknareiningu og (fjármuna),
sem til fiskveiða var varið, jafnvel
þótt fiskiskipum fjölgaði og fiski-
tækni miðaði fram. — Hvað olli
því? Þegar liðið var fram á áttunda
áratuginn vom margir fiskstofnar
við strendur ofveiddir. Og fisk-
stofnar úthafanna, sem einungis
tveimur áratugum áður hafði verið
tekið að veiða á nýjum miðum,
vom líka famir að gjalda ofveiði.“
„Við þennan fyrsta ávæning um
að kreppti að, fóm fiskiskip á ní-
unda áratugnum að leita víðar
fanga en áður, að beita enn öflugri
tækni og að veiða enn fleiri teg-
undir. Að auki tóku sum fiskiskip
líka að veiða ... tegundir neðar í
fæðukeðjunni. Fyrir sakir þessa
jókst heimsaflinn á ný og komst
upp í 90 milljónir tonna í lok ní-
unda áratugarins. Veiði á sóknar-
einingu ... féll þó stöðugt. — Þótt
ýmsum fiskifræðingum þyki góðar
horfur á, að fiskafla heimsins verði
haldið við 100 milljónir tonna á
ári, leggja þeir áherslu á, að þörf sé
bættrar umhverfisverndar til að
það megi verða og ennfremur
bættrar fiskveiðistjómunar ...
Leggur sjávarafli nú til um 13% af
öllum eggjahvítuefnum, sem
mannkynið neytir." Þannig farast
höfundi orð í formála bókarinnar.
Ofveiði komst á dagskrá þjóðmála
1893, er bresk þingnefnd ræddi
um minnkandi afla og smækkandi
veiddan fisk. Nú, nær öld síðar,
segir til hvors tveggja á nær öllum
miðum. En hvernig ber ofveiði að?
Til að afla verði uppi haldið, kvað
enskur fiskifræðingur, E.W. Holt,
1895 fiska þurfa að hrygna a.m.k.
einu sinni (og lagði hann að auki
til fiskklak). Ari áður, í ritgerð um
flatfisk, hafði danskur fiskifræð-
ingur, C. Petersen, talið ofveiði
hljótast af veiði smáfiska og lagði
hann þannig drög að vaxtarkenn-
ingunni svonefndu, sem að lokum
varð ofan á. Gaf Milner B. Schaefer
henni kunnan stærðfræðilegan
búning 1954. Um ofveiði ræddi M.
Graham ítarlega 1943 í bók sinni
The Fi*h Gate, sem aukin var end-
urútgefin 1949. í tveimur ritgerð-
um, 1953 og 1954, færði H. Gord-
on-Scott rök að því, að á opnum
fiskimiðum (þ.e. við ótakmarkaðar
veiðar) yrði sókn ávallt meiri en
svaraði til hámarks afrakstrar
(maximum economic yield, MEY).
Samfelldar eru kenningar hans og
Schaefers nefhdar Gordon- Schae-
fer-líkanið.