Tíminn - 29.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.06.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síininn...68-76-48 Þriðjudagur 29. júní 1993 119. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Aðgerðir ríkisstjórnar í kjölfar ákvörðunar um hámarksafla s.s. 7,5% gengisfelling, afborganir lána frystar, ókeypis úthlutun aflaheimilda hag- ræðingarsjóðs og boðað frumvarp um þróunarsjóð: Kvalastillandi til skamms tíma Vinnuslys í Vestmanna- eyjum: Varð undir hjólaskóflu Maður á fimmtugsaldri lést í vinnuslysi í Vestmannaeyjum um kl. 10:30 í gærmorgun. Hann var að stjóma svokall- aðri hjólaskóflu í nýrækt við Eldfell þar sem verið er að græða upp land. Vélin var í nokkrum halla þegar hún valt með þeim afleiðingum að mað- urinn varð undir henni. Tálið er að hann hafi látist sam- stundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -GKG. Svo virðist sem þær sértæku aðgerðir sem ríkisstjómin hefur gripið til í tengslum við niöurskurð aflaheimilda í þorski fyrir næsta fiskiveiðiár, s.s. með því að lækka gengi krónunnar um 7,5%, frysta tímabundið afborganir af lánum sjávarútvegs og skuldbreyta lánum ásamt því að úthluta aflaheimildum hagræð- ingarsjóðs ókeypis til jöfnunar og boðað frumvarp um þróunar- sjóðinn, séu í mesta lagi kvalastillandi til skamms tíma fyrir sjáv- arútveginn. Að hinu Ieytinu virðist sem afleið- ingum niðurskurðarins í aflaheimild- um sé skotið á frest til haustsins. Við- búið er að afleiðingamar verða gríð- arlegar í sjávarplássum landsins með tilheyrandi atvinnuleysi og byggða- röskun. Tálið er að 7,5% gengisfelling muni hafa í för með sér allt 3% kjararýmun fyrir launafólk á þessu ári og miðað við líklega tekjuþróun er gert ráð fyr- ir því að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann verði um 4% minni á næsta ári en á þessu ári. Auk þess mun gengisfellingin koma til með að auka á erlendar skuldir sjávarútvegs- ins og leiða til kostnaðarhækkana innanlands og spenna upp vexti í kjöl- far aukinnar verðbólgu. Á móti kem- ur að sjávarútvegurinn fær tíma- bimdið auknar tekjur sem nemur gengislækkuninni en ekki er búist við að afurðaverð munui hækka á næst- unni. Það mim m.a. bæta afkomu hans tímabundið um 3,5% þannig að halli á vinnslu og veiðum er áætlaður að verði um 4,5%-5%. í stað 8%. Aft- ur á móti þykir einsýnt að öllu óbreyttu að tap á rekstri atvinnu- greinarinnar fari í sama horfið þegar áhrifa af niðurskurði aflaheimilda fer að gæta af fullum þunga á næsta fisk- veiðiári Þá er talið að frestun afborgana á lánum sjávarútvegs muni minnka greiðslubyrði fyrirtækjanna um 1800- 2000 miljónir hvort ár, 1994 og 1995. En ætlunin er að afborganir af lánum Atvinnutryggingadeildar Byggða- stofnunar til sjávarútvegsfyrirtækja áðumefnd ár verði færðar aftur fyrir aðrar afborganir og lánstími lánanna lengdur um 4 ár. Ennfremur mun rík- isstjómin beina þeim tilmælum til Fiskveiðasjóðs að hluti afborgana verði færður til á hliðstæðan hátt. Þá verði einnig athugað með skuldbreyt- ingu lána hjá Byggðastofnun og í Rík- isábyrgðarsjóði. Á þessu ári er búist við að landsfram- leiðsla dragist saman um 1% og um 2% á því næsta. Þá benda áætlanir til þess að viðskiptahallinn í ár verði um 2,5% af landsframleiðslu sem er helmingi minna en árið 1991. -grh Sjá nánar á bls. 2,3 og 11. Yflrfýslng ríklsstjómarínnar skoöuð á fundi hjð ASÍ (gærmorgun. F.v. Guömundur Gylfl Guömundsson hagfræö- Ingur, Arl Skúlason hagfræðlngur og Benedikt Davfösson fbrseti ASÍ. Tlmamynd Ami Bjama ■ Heimsþingi Sameinuðu þjóð- anna um mannréttindi sem hófst fyrir háifum mánuði í Vín, fauk á miðnætti sfðastliðinn ins. Þingfulltrúar urðu ásáttir um að geta umboðsmanns mannréttinda f ályktuninni og vfsa málinu tíl alsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Einnig náðíst samkomulag um að komáá ftit éftírlitsstofríun öl að kanna ásakanir um mannrétt- Indabrot á konum og verulegar réttarbætur náðust fyriir frum- byggja, þjóðarbrot og minni- ekki samkomuiag um stofnun alþjóðamannréttindadómstóls. stöður þingsins í blaðinu á Guðmundur Arni Stefánsson heilbrigðisráðherra um útgjaldaramma ráðuneytisins: Utilokar ekki þjónustugjöld „Þetta verður heitt sumar hér í hellbrigðisráðuneytinu og því er ekki að neita að þetta verður dálítið erfitt viðfangsefni," segir Guð- mundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráöherra um væntanlegan út- gjaldaramma ráðuneytisins. Hann hafnar ekkl þjónustugjöldum sem leið til spamaðar. Ráðherrann ætlar að flýta sér hægt í að koma á tilvísunarkerfi. Samhliða efnahagsaðgerðum ríkisstjómarinnar var hverju ráðu- neyti ákveðinn gárlagarammi. Það er ljóst að mikið mun mæða á nýj- um heilbrigðisráðherra þar sem út- gjöld til heilbrigðismála eru fyrir- ferðamest ríkisútgjalda. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir tæpum 46 og hálfum milljarði til þessa mála- flokks. „Við erum að fara yfir allt sviðið f saumnálaleiL Nú eru menn á þessu frumstigi að yfirfara alla mögulega og ómögulega þætti í stöðunni. Þetta skýrist ekkert að marki fyrr en um miðjan ágústmánuð," segir Guðmundur Ámi aðspurður um niðurskurð í heilbrigðismálum. Á honum er samt að heyra að fjár- veiting til heilbrigðismála verði lík- lega nær óbreytt frá síðasta ári „Það er ljóst að ramminn er með þeim hætti að það sem á að fara í gang á næsta ári verður að Qármagna af upphæðum sem em þekktar frá síð- asta ári,“ segir Guðmundur Ámi. Hann vill þó ekki greina frá þeim fjárveitingum sem ráðuneytið hafi úr að spila á næsta ári. „Ég vil fyrst kynna það fyrir hlutaðeigandi aðil- um innan kerfis áður en farið er að veifa þeim tölum. Ég ætla fjármála- ráðherra að gera nánari grein fyrir því ef hann telur ástæðu til þess,“ segir Guðmundur Ámi. Um það hvort komi til greina að leggja þjónustugjöld á sjúklinga í einhverri mynd segir Guðmundur Ámi: „Ég er ekki sérstakur aðdá- andi þjónustugjalda. Sérstaklega hef ég varað við hugmyndum í þá vem að koma á innritunargjöldum á sjúkrahús. Hins vegar em þjón- ustugjöld ekkert „tabú“ í mínum huga. Þau gegna því hlutverki fyrst og fremst að vera langvirkasti eftir- litsþáttur í heilbrigðiskerfi og raun- ar í allri þjónustustarfsemi. Gallamir em þeir að í jafrívið- kvæmum málaflokki og heilbrigð- ismálum gangi menn svo langt að fólk þurfi að horfa í budduna áður en bráðnauðsynlegrar þjónustu er leitað. Það er þessi þrönga millileið sem ég ætla mér að reyna að feta," segir Guðmundur Ámi. Áður en Guðmundur Ámi tók við embætti hafði forveri hans, Sig- hvatur Björgvinsson, ákveðið að taka upp tilvísunarkerfi en hafði ekki tiltekið gildistíma þess. „Ég ætla að flýta mér hægt í því og skoða það mjög gaumgæfilega og vil ekki nefría neinar dagsetningar í því,“ segir Guðmundur Ámi. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.