Tíminn - 29.06.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 29.06.1993, Qupperneq 7
Þriðjudagur 29. júní 1993 Tíminn 11 Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að mæta aflasamdrætti: Af lasamdráttur og 7,5% gengisfelling heildarafla Á undanfömum vikum hefur farið fram undirbúningur að ákvörðun- um um leyfilegan heildarafla kvóta- bundinna fisktegunda á næsta fisk- veiðiári. Tillögur Hafrannsókna- stofnunar gáfú til kynna að verulega yrði að draga úr þorskafla og því ljóst að um samdrátt yrði að ræða í heildarafla, þrátt fyrir aukningu í ýmsum öðrum tegundum. Að undangenginni umfjöllun í rík- isstjóm hefur sjávarútvegsráðherra nú ákveðið leyfilegan heildarafla helstu fisktegunda á næsta fiskveiði- ári. Samkvæmt ákvörðuninni má gera ráð fyrir að þorskafli verði 165 þúsund lestir samanborið við um 230 þúsund lestir á yfirstandandi fiskveiðiári. Afli ýmissa annarra botnfisktegunda gæti aukist nokk- uð, en í heild má gera ráð fyrir að botnfiskafli dragist saman um nær 15% milli ára, mælt í þorskígildum. Verði loðnuafli rúmlega 1 milljón lestir og aukist úthafskarfaafli úr 25 þúsund lestum í ár f 40 þúsund lest- ir á næsta ári, eins og vonir standa til, mun heildarafli og framleiðsla sjávarafurða dragast saman um 6% á næsta ári, að mati Þjóðhagsstofn- unar. Aflasamdrátturinn á næsta ári mun hafa vemleg áhrif á hag sjávarút- vegsins og þjóðarbúskapinn. Af- koma sjávarútvegs er nú þegar erfið vegna lækkunar afurðaverðs að undanfömu, en verðlag sjávarafurða hefur lækkað um 9% frá því gengi krónunnar var lækkað í nóvember s.I. Verð á botnfiskafurðum er nú 12% lægra, mælt í SDR, en meðaltal síðustu 5 ára. Halli á rekstri botnfiskveiða og - vinnslu er nú áætlaður um 8% og aflasamdráttur á næsta ári mun valda auknum halla. Afkoma ein- stakra greina er afar misjöfn, þar sem samdráttur í afla og verðlækk- un afurða bitnar mjög misjafnlega á einstökum greinum og fyrirtækj- um. Samdráttur í útflutningstekjum mun leiða til vaxandi viðskiptahalla að öðm óbreyttu og landsfram- leiðsla mun dragast saman, þriðja árið í röð. Yfiriit Horfur um afkomu sjávar- útvegs og þjóðarbús em nú þannig að nauðsynlegt er að bregðast við þeim þegar í stað. Bæta þarf rekstr- arstöðu sjávarútvegsins, létta greiðslubyrði fyrirtækja, stuðla að aukinni hagræðingu og jafna nokk- uð áhrif aflasamdráttar á einstakar útgerðir. Það er ekki síður nauðsyn- legt að treysta samkeppnisstöðu annarra útflutnings- ogsamkeppn- isgreina, draga úr innflutningi til að koma f veg fyrir vaxandi viðskipta- halla og erlenda skuldasöfnun og spoma gegn vaxandi atvinnuleysi í kjölfar samdráttar. Jafnframt þarf að gæta þess að stofna ekki stöðugleika í hættu og halda óhjákvæmilegri kjararýmun í lágmarki. í ljósi þessara markmiða hafa eftir- farandi aðgerðir verið ákveðnar: 1. Gengi krónunnar verður Iækkað um 7,5%. Áfram verður fylgt stefnu stöðugs meðalgengis miðað við hið nýja gengi, með óbreyttum fráviks- mörkum. 2. Afborganir af lánum Atvinnu- tryggingadeildar Byggðastofnunar til sjávarútvegsfyrirtækja árin 1994 og 1995 verða færðar aftur fyrir aðr- ar afborganir og lánstími lánanna lengdur um 4 ár. Ríkisstjómin mun beina þeim tilmælum til Fiskveiða- sjóðs að hluti afborgana verði færð- ur til á hliðstæðan hátt. Þá verði skuldbreyting lána hjá Byggðastofn- un og í Ríkisábyrgðasjóði einnig at- huguð í þessu samhengi. 3. Frumvarp til laga um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins verð- ur lagt fram strax í upphafi þings og afgreitt sem sjálfstætt þingmál og forgangsmál. Meginhlutverk sjóðs- ins verður að stuðla að aukinni hag- kvæmni í veiðum og vinnslu. Ríkis- stjómin mun nú þegar gera ráðstaf- anir til þess að afla fjár til sjóðsins í samræmi við hlutverk hans, þannig að unnt sé að undirbúa aðgerðir af hálfú sjóðsins um leið og hann verð- ur formlega stofnsettur. 4. Til að jafna mismunandi áhrif aflaskerðingar á útgerðariyrirtæki verður aflaheimildum Hagræðing- arsjóðs ráðstafað með sama hætti og gert var í kjölfar kjarasamninga í vor. Verði öllum aflaheimildum sjóðsins varið í þessu skyni, mun aflamark einstakra skipa ekki skerð- ast um meira en rúmlega 9% milli fiskveiðiára. Bætt staða atvinnulífs — minni viðskiptahalli. í nóvember síðast- liðnum var gengi krónunnar lækkað í ljósi versnandi þjóðarhags, m.a. vegna mikillar lækkunar á gengi mikilvægra viðskiptamynta og verð- lækkunar á sjávarafurðum. Við gengislækkunina batnaði sam- keppnisstaða útflutnings- og sam- keppnisgreina, þ.e. raungengi krón- unnar lækkaði og horfur voru á áframhaldandi lækkun raungengis vegna þess að verðlags- og launa- breytingar hér á landi yrðu minni en í helstu samkeppnislöndum. Samdráttur sjávarafla um 6% og verðlækkun á afurðum breytir veru- lega þeim forsendum, sem miðað var við í nóvember, og hefur afdrifa- ríkar afleiðingar fýrir íslenskt þjóð- arbú. Framleiðsla landsmanna mun dragast saman og halli á utanríkis- viðskiptum aukast Við þessu verður að bregðast á þann hátt að það styrki samkeppnisstöðu allra útflutnings- og samkeppnisgreina og dragi úr viðskiptahalla. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að lækka gengi krónunn- ar nú. Brýnt er hins vegar að fara eins var- lega í þessa breytingu og unnt er vegna verðlagsáhrifa innanlands. Einungis á þann hátt er unnt að tryggja áframhaldandi stöðugleika og frið á vinnumarkaði, en slíkt er forsenda þess að aðgerðin hafi til- ætluð áhrif til lengri tíma Iitið. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru í gildi til loka næsta árs og þær aðgerðir, sem nú hefur verið gripið til, raska ekki kjarasamningum, með tilliti til þeirra forsendna sem þar var miðað við. Gengisbreytingin er langtíma- aðgerð sem bætir hag sjávarútvegs til frambúðar, en veldur hins vegar óhjákvæmilega hækkun á erlendum skuldum hans í krónum talið og veikir þess vegna skuldugustu fyrir- tækin til skemmri tíma litið. Á móti því vegur skuldbreyting á stofnlán- um sjávarútvegsins. Gengislækkun krónunnar mun bæta afkomu sjávarútvegs um allt að 3 1/2% og má því áætla halla á botnfiskveiðum og -vinnslu um 4 1/2% í kjölfar gengislækkunarinnar. Lfklegt er að nokkur hagnaður hafi verið í öðrum greinum sjávarútvegs og eykst hann vegna áhrifa gengis- breytingarinnar. Þegar líður á kom- andi fiskveiðiár mun afkoma botn- fiskveiða og -vinnslu versna um nær 3 1/2% vegna skerðingar aflaheim- ilda ef aðstæður á mörkuðum fyrir sjávarafurðir batna ekki. Frestun af- borgana mun á hinn bóginn minnka greiðslubyrði fyrirtækjanna og er talið að hún geti minnkað um 1800- 2000 milljónir króna hvort ár 1994 og 1995. Hagræðing í sjávarútvegi. Þróunar- sjóðurinn mun stuðla verulega að hagræðingu í sjávarútvegi og út- hlutun aflaheimilda Hagræðinga- sjóðs til jöfnunar mun milda áhrifin af mikilli skerðingu þorskaflans. Ríkisstjómin mun einnig beita sér fyrir því að treysta atvinnu í sjávar- útvegi með því að efla starf við þró- un og nýsköpun í greininni, jafnt með nýtingu þeirra tegunda, sem nú eru vannýttar, sem með aukningu verðmæta úr þeim stofnum, sem nú eru nýttir. Með þeim aðgerðum, sem nú hafa verið ákveðnar, eru sjávarútvegin- um sköpuð skilyrði og möguleikar til að takast á við erfiðleika vegna aflaminnkunar á næstu misserum. Sjávarútvegurinn og atvinnulífið allt veit nú við hvaða skilyrði hann mun búa af hálfu stjómvalda. Ríkisfjármál — vextir. Vegna sam- dráttar útflutningstekna mun við- skiptahalli fara vaxandi að öðru óbreyttu. Þess vegna er mikilvægt að aðgerðir miði að því að koma í veg fyrir slíkt Þetta er eitt megin- markmiðið með gengislækkun krónunnar, eins og áður sagði. Jafn- framt er nú enn brýnna en áður að draga úr ríkisútgjöldum og halla á ríkissjóði, svo opinber Iánsfiárþörf leiði ekki til hækkunar á raunvöxt- um. Með þeim aðgerðum, sem nú hafa verið ákveðnar, eiga að skapast for- sendur þess að raunvextir geti lækk- að á næstu misserum. Ríkisstjómin hefur ákveðið að skipa nefnd sér- fræðinga til að kanna vaxtamyndun á lánsfjármarkaði, einkum með til- liti til þess hvort uppbygging og skipulag markaðarins, Ld. víðtæk verðtrygging, hindri eðlilega vaxta- myndun. Ríkisstjómin hefur ítrekað fyrri markmið um að fjárlagahalli næsta árs verði verulega minni en áætlað- ur halli á þessu ári. Á næstu vikum verður unnið að endaniegum undir- búningi fjárlagafrumvarps í sam- ræmi við þau markmið. í tengslum við kjarasamninga f maf var ákveðið að auka útgjöld ríkis- sjóðs til atvinnuskapandi aðgerða, einkum fjárfestinga og viðhalds, um 1000 milljónir króna frá því sem ákveðið var f fjárlögum ársins. Þessu fé verður einkum varið til viðhalds og endurbóta á opinberum bygging- um og til nýbygginga. Ríkisstjómin mun á næstunni gera nánari grein fyrir hvemig þessu fé verður ráðstaf- að. Á síðastliðnu hausti var einnig ákveðið sérstakt átak til atvinnu- skapandi framkvæmda, alls 1850 milljónir, og stærstum hluta þeirrar fjárhæðar var varið til vegafram- kvæmda. Áhrif af þessum aðgerðum á atvinnuástand munu halda áfram að koma fram á næstu mánuðum og vinna þannig gegn áhrifum af al- mennum samdrætti í þjóðarbú- skapnum. Gert er ráð fyrir að at- vinnuleysi á árinu 1993 verði að meðaltali um 5% af mannafla, en tölur síðustu mánaða vekja þó vonir um að það geti orðið heldur minna. Á vegum þriggja ráðuneyta eru hafnarviðræður við Húsnæðisstoín- un, viðskiptabanka, sparisjóði og líf- eyrissjóði um greiðsluerfiðleika fólks, sem misst hefur atvinnu sína vegna langvarandi veikinda eða at- vinnubrests. Þrátt fyrir áframhaldandi samdrátt er ekki búist við að atvinnuleysi aukist að marki. Mikilvægast er nú að stemma stigu við aukningu at- vinnuleysis og búa í haginn fyrir næstu ár, þannig að hagvöxtur geti hafist á ný og atvinnuástand batnað þegar ytri skilyrði þjóðarbúsins lag- ast og aðstæður í viðskiptalöndum okkar batna. Við gerð kjarasamninga í vor lýsti ríkisstjómin sig reiðubúna til sam- starfs við samtök launafólks og at- vinnurekenda með það að markmiði að treysta íslenskt atvinnulíf. Þar var m.a. haft í huga að efla rann- sókna- og þróunarstarf, bæta skipu- lag kynningar á íslenskum vömm og þjónustu á erlendum vettvangi og stuðla að fjárfestingu erlendra fyrirtækja á íslandi. Undirbúningur að þessum aðgerð- um er hafinn og stefnt er að því að mótaðar tillögur, sem unnið verður að í samvinnu við samtök launafólks og vinnuveitenda, liggi fyrir í hausL í því sambandi mun ríkisstjómin m.a. auka framlag til rannsókna með sérstakri áherslu á nýsköpun. Einnig verður komið á vettvangi til umfjöllunar um nýjungar í atvinnu- lífi og hvað gera þurfi til þess að nýj- ar atvinnugreinar geti vaxið og dafn- að hér á landi. Þær ákvarðanir um afla, gengi og ríkisfjármál, sem nú hafa verið tekn- ar, em mikilvægar forsendur um af- komu þjóðarbúsins á næsta ári. Þótt önnur framleiðsla til útflutn- ings en sjávarafurðir gæti aukist eitthvað á næsta ári, er Ijóst að út- flutningur vöm og þjónustu í heild mun dragast saman. Þróun viðskiptakjara hefur verið óhagstæð að undanfömu, einkum vegna mikillar lækkunar á verði sjávarafurða. Mikil óvissa ríkir um verðþróun á næstunni, en nokkur von er þó til þess að markaðir fyrir sjávaraftirðir verði í betra jafnvægi á næsta ári og verðlag sjávarafurða geti hækkað fremur en lækkað. Þannig standa vonir til þess að við- skiptakjör geti batnað lítilsháttar eftir mikla rýmun á þessu ári. Eftir breytingu á gengi nú verður gengi krónunnar haldið stöðugu innan sömu fráviksmarka og áður hafa gilt, þ.e. 2 1/4% til hvorrar átt- ar. Á þessum forsendum og miðað við líklega verðlagsþróun á íslandi og í helstu viðskiptalöndum mun raungengi krónunnar lækka um- talsvert. Þannig er reiknað að raun- gengið á mælikvarða verðlags verði rúmlega 7% lægra á þessu ári en í fyrra og lækki enn um 3 1/2% milli áranna 1993 og 1994. Samkeppnis- staða íslenskra atvinnuvega á hinn almenna mælikvarða raungengis mun því batna verulega á þessum tveimur árum og verður reyndar betri á þennan kvarða mælt en allan síðasta áratug og það sem af er þess- um áratug. Mikilvægt er að þessum árangri verði ekki fómað á næstu árum, svo unnt verði að nýta þessa stöðu til aukinnar sóknar í atvinnu- málum. Verðlagshorfúr mótast annars veg- ar af nýgerðum kjarasamningum og ráðstöfúnum ríkisstjómarinnar í tengslum við þá og hins vegar af gengislækkun krónunnar nú. Sam- kvæmt þessum forsendum má reikna með að vísitala framfærslu- kostnaðar hækki um rúmlega 4% milli áranna 1992 og 1993 og um rúmlega 3% milli áranna 1993 og 1994. Þetta em heldur meiri verðbreyt- ingar en gert hefur verið ráð fyrir og stafar það af gengislækkun krón- unnar. Hins vegar er rétt að vekja at- hygli á því að OECD spáir 4,1% verðbólgu í Evrópu á þessu ári og 3,9% á því næsta. Af þessu má sjá að gangi spá OECD eftir, verður verð- bólgan hér á landi á þessu ári svipuð og í Evrópu og nokkru minni á ár- inu 1994. Gert er ráð fyrir því að almenn launaþróun á árinu 1994 verði í samræmi við nýgerða kjarasamn- inga. Miðað við líklega tekjuþróun að öðm leyti felur þetta í sér að kaupmáttur ráðstöfúnartekna á mann verði um 4% minni 1994 en á þessu ári. Útgjöld þjóðarinnar munu dragast saman á næsta ári, enda er slíkt óhjákvæmilegt í kjölfar rýmandi þjóðartekna. Áætlanir benda til þess að viðskiptahalli á árinu 1993 nemi 2,5% af landsframleiðslu, sem er nokkm minna en árið 1992 og nær helmingi minna en árið 1991. Á þeim forsendum, sem hér hefúr ver- ið Iýst, má gera ráð fyrir að við- skiptahalli minnki á næsta ári og verði innan við 2,5% af landsfram- leiðslu. Síðustu áætlanir benda til þess að landsframleiðslan dragist saman um nálægt 1% á árinu 1993. Samdrátt- urinn verður meiri á næsta ári vegna meiri samdráttar útflutnings en í ár. Þjóðartekjur em taldar minnka um rúmlega 2 1/2% á þessu ári vegna mikillar rýmunar við- skiptakjara. Á árinu 1994 gæti landsframleiðslan orðið um 2% minni en á þessu ári og rýmun þjóð- artekna yrði svipuð eða heldur minni ef viðskiptakjör batna. Áframhaldandi samdráttur mun óhjákvæmilega hafa áhrif á atvinnu- ástandið. Síðustu tvo mánuði hefúr heldur dregið úr atvinnuleysi. Þann- ig vom 6700 manns skráðir at- vinnulausir í mars s.I. eða 5,4% af mannafla, en 5200 manns f maf eða 4% af mannafla. Að nokkm leyti stafar þessi fækkun af því að at- vinnuástand batnar árstíðabundið á vorin, en einkum má þó rekja þetta til átaksverkefna sveitarfélaga og At- vinnuleysistryggingasjóðs. Akvðröun um

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.