Tíminn - 29.06.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.06.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. júní 1993 Tíminn 13 Félag ehhi borgara í Reyfcjavík Opið hús f Risinu Íd. 13-17 f dag. Spil, kaffi og spjall. Danskennsla Sigvaida kl. 20. Athugið að allt félagsstarf í Risinu fellur niður vegna sumarleyfa ffá og með 1. júlí. Opnað aftur 3. ágúst rútubílstjðra og aðra sem fara mikið um óbyggðir landsins. Þeir, sem hafa áhuga á að komast á of- angreind námskeið, geta skráð sig í síma 688188 frákl. 8-16. Tekið skal fram að Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda nám- skeið fyrir þá sem þess óska. Þriöjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólaf ssonar Þriðjudagstónleikamir f Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 verða ljóðatónleikar. Þar koma fram Björk Jónsdóttir sópran og Svana Víkingsdóttir pfanóleikari. Á efhisskrá eru lög eftir Jean Sibelius, Pál ísólfsson, Gustav Mah- ler, Erik Satie og ensk þjóðiög útsett af Benjamin Britten. Björk Jónsdóttir, sem hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann f Kópavogi, lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Síðan stundaði Björk nám við Söngskólann f Reykjavfk til vorsins 1990. Hún hefur notið leið- sagnar prófessors Susanne Eken og Friedrichs Giirtler við Tónlistarháskól- ann f Kaupmannahöfn, auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða. Björk hefur komið fram sem einsöngvari með kór Langholtskirkju, Kvennakór Reykja- víkur, Ffiharmónfukómum og hefur haldið sjálfstæða tónleika. Síðastliðið sumar keppti Björk til úrslita um tónlist- arverðlaun Ríkisútvarpsins. Björk starfar nú sem kennari við Nýja Tónlistarskól- ann f Reykjavík. Svana Vfldngsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk ein- leikaraprófi árið 1977. Á árunum 1978- 83 var hún í framhaldsnámi við Hoch- schule der Kúnste í Berlfn og lauk þaðan diplomaprófi í píanóleik. Kennarar hennar þar vom Klaus Schilde og Georg Sava. Svana er píanókennari við Nýja Tónlistarskólann f Reykjavfk og er undir- leikari Kvennakórs Reykjavfkur. Námskeiö RKÍ í skyndihjálp Reykjavfkurdeild RKÍ gengst fyrir nám- skeiði í almennri skyndihjálp, sem hefst miðvikudaginn 30. júnf. Kennt verður 4 kvöld. Kennsludagar verða 30. júní, 1. júlí, 5. og 7. júlí. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Námskeiðið telst vera 16 kennslu- stundir. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11,2. hæð. Meðal þess, sem kennt verður á nám- skeiðinu, er blástursaðferðin, endurlífg- un með hjartahnoði, hjálp við bruna og mörgu öðm. Einnig verður fjallað um það hvemig má reyna að koma í veg fyr- ir helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem haegt er að fá metið f ýmsum skólum. Þann 6. júlí verður haldið námskeið um það hvemig á að taka á móti þyrlu á slys- stað. Leiðbeinandi verður Kristján Þ. Jónsson. Þegar slys eiga sér stað eða maður veikist alvarlega, getur það haft úrslitaþýðingu fyrir hann að komast f hendur læknis sem fyrst Þetta gildir sér- staklega þegar slys verða utan þeirra svæða sem njóta þjónustu sjúkrabfla. Þá getur sjúkraflutningur með þyrlu verið nauðsynlegur. Þetta er námskeið sem er gott íyrir fararstjóra, leiðsögumenn, Happdrætti heymarlausra Dregið var í happdrætti heymarlausra þann 24. júnf s.l. og em vinningsnúmer eftirfarandi: I. 7091 2.2979 3.6668 4.8965 5.17720 6. 282 7. 547 8.1152 9.1452 10.1596 II. 2348 12.3408 13.4423 14.4725 15.5319 16.5745 17.8798 18.9108 19.9618 20.9849 21.10164 22.11216 23.11480 24.11541 25.15662 26.15950 27.16290 28.16780 29.17436 30.17628 31.18362 32.19364 33.19689 34.3316 35. 5736 36.8535 37.10696 38.13296 39.14976 40.15317 41.17522 42.17554 43.18532 44. 5331 45. 7276 46. 7476 47.9446 48.10567 49.10626 50.12571 51.15215 52.16333 53.18578 Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra að Klapparstíg 28, alla virka daga. Félagið þakkar veittan stuðn- ing. Námskeið Stjómunarfélags íslands: Þekkir þú „leiðina til árangurs"? Stjómunarfélag íslands hefur ákveðið að bjóða þeim, sem enn hafa ekki fengið at- vinnu, til hins vinsæla námskeiðs „Phoe- nix“, sem hlotið hefur íslenska heitið „Leiðin til árangurs". Námskeiðið fer fram 5.-9. júlí frá kl. 15.30 tíl 19.30. Á námskeiðinu er fjallað um undirstöðu þess að menn nái árangri, jafnt í einkalffi sem starfi. Námskeiðið hefur notið mik- illa vinsælda um allan heim og hlotíð einstaklega góðar móttökur hér á landi. Það þykir skýra á mjög hnitmiðaðan og auðskilinn hátt undirstöður þess að menn nái árangri í Iífinu með jákvæðu hugarfari, réttum aðferðum og vilja tíl þess að taikast á við ný verkefni. Námskeiðið byggir á myndbandasýn- ingum hins þekkta kanadíska fyrirlesara Brians Tracy, en myndböndin, sem eru á ensku, hafa íslenska skýringartexta og þeim fylgir vinnubók á íslensku. Fanny Jónmundsdóttír, leiðbeinandi hjá SFÍ, leiðbeinir á námskeiðinu, en hún hefur ákveðið að gefa vinnu sfna tíl þessa verk- eftiis. Þátttakendafjöldi takmarkast við 25 manns. Þeir, sem áhuga hafa, hafi sam- band við Miðstöð fólks í atvinnuleit, Lækjargötu 14, síma 628180, fyrir 2. júlí n.k. RAUTT LJÓS RAUTT LJOS! yUMFERÐAR RÁÐ ___ > A/ú leikur allt I lyndi hjá Brigitte Nielsen og Raoul Ortolani Meyer. Sonurinn ungi, Douglas, er kominn yfir erfiðasta hjallann, en hann var f llfshættu um skeið. Brigitte Nielsen eign- ast þriöja soninn meö harmkvælum Danska Ieikkonan og kynbomban Brigitte Nielsen er ekki nema þrí- tug að aldri, en hefur þó nú þeg- ar átt fjölskrúðugra líf en margur sem á tvöfalt fleiri ævidaga að baki. Hún hefur nýverið alið þriðja soninn, mað jafnmörgum bamsfeðrum, og á að auki tvö bamlaus hjónabönd að baki. Elstur sona Brigitte er Julian, 9 ára, úr fyrsta hjónabandinu sem var með Kasper Winding. Killian er fjögurra ára, ávöxtur tveggja ára stormasams ástarsambands hennar og bandarísku fótbolta- stjörnunnar Marks Gastineau. Faðir þriðja sonarins, hins ný- fædda Douglas Nielsen Meyer, er Svisslendingurinn Raoul Ortolani Meyer, fyrrum toppskíðahetja. Auk þessara þriggja frjósömu sambanda eru tvö bamlaus hjóna- bönd í fortíð Brigitte, með Syl- vester Stallone og Sebastian Copeland. Og nú lýsir Brigitte því yfir að fyrir dyrum standi að gift- ast Raoul þegar tími gefst til. Þetta er heilmikill afrekaferill á ekki Iengri tíma og varla hefur Brigitte alveg komist hjá tilfinn- ingaróti í öllu þessu stússi. Hún segir þó að erfiðastar stundir hafi hún átt þegar Douglas litli var í skyndingu tekinn með keisara- skurði tveim mánuðum fyrir tím- ann og settur í hitakassa. öndun- arerfiðleikar komu fram á þriðja degi og varð að flytja drenginn á annað sjúkrahús og ná í tækni- búnað með þyrlu. Sá flutningur tók marga klukkutíma og má nærri geta hvemig nýbökuðu for- eldrunum leið á meðan. Brigitte segist vera ánægð með að geta nú talað um þennan tíma, þegar nýfædda drengnum hennar var vart hugað líf og hún gat ekk- ert gert annað en gráta. En nú er sem sagt Douglas litli kominn heim í faðm fjölskyld- unnar í Morcote við Lugano-vatn og ekkert virðist því til fyrirstöðu að hann eigi eftir að dafna vel. Killian er fjðgurra ára gamall sonur Brigitte og Marks Gastineau. Hann kallar Raoul pabba og hefur nú vonandi loks fast land undir fótum l fjölskyldumálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.