Tíminn - 01.07.1993, Side 2

Tíminn - 01.07.1993, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 1. júlí 1993 Viðbúið að atvinnuleysi aukist til muna á Norðurlandi vegna minni afla. Formaður Alþýðusambands Norðurlands: Allt að 600 störf í hættu „Það eru eitthvað ríflega þrjú þúsund störf í veiðum og vinnslu á Norðuríandi. Ef samdrátturínn í þessum greinum verður Jafn mikill og kvótaskerðlngln þá er um aö ræöa 200 störf. Síöan er það spuming hvaða áhríf samdrátturínn hefur á atvinnustigiö i þjón- ustugreinum og boðaður niðurskurður f ríkisfjármálum. Þannig að i heildina tekið má gera ráð fyrir aö atvinnulausum geti Qölgað á Noröuríandi um allt aö 600 manns,“ seglr Kárí A. Kárason, formað- ur Alþýðusambands Norðuríands. Niðurskurður aflaheimilda kemur afar illa niður á sjávarplássum á öllu Norðurlandi, enda vel flest fisk- vinnsluhús á svæðinu sérhæfð í vinnslu þorsks. Þegar aflaheimildir eru skomar jafn mikið niður og raun ber vitni, eða 6,32% á Norður- landi eystra og 7,57% á Norðurlandi vestra og þegar tillit hefur verið tek- ið til úthlutunar úr hagræðinga- sjóði, standa byggðimar og íbúamir berskjölduð fýrir áhrifúm niður- skurðarins. í atvinnulegu tilliti er ekki um neinn annan valkost að ræða og því viðbúið að áhrifin af niðurskurðinum verði gríðarleg. Að hinu leytinu er búist við að kvótahandhafar muni flytja umtals- verðar aflaheimildir á milli fiskveiði- ára og þá aðallega í ýsu og þorski. Þannig að ekki er víst að samdrátt- urinn verði eins mikill á næsta ári og líkur benda til. Kári segir að Norðlendingar muni reyna hvað þeir geta til að örva at- vinnulífið á svæðinu og því geti svo farið að áhrifin verði kannski ekki eins mikil þegar öll kurl verða kom- in til grafar. Hinsvegar sé útlitið afar dökkt að öllu óbreyttu. Þá er ekki enn vitað hvenig kvóta- handhafar og fiskvinnslumenn muni bregðast við niðurskurðinum. Líklegt er þó talið að eitthvað af veiðiheimildum verði sameinað tímabundið og ekki loku fyrir það skotið að eitthvað svipað verði upp á tengingnum í fiskvinnslunni. -grii Sigurður Bragason fáer góða dóma á reykvísku listahátíð- inni í Bonn: Góð túlkun Sigurður Bragason barítónsöngvari fékk lofsamlega dóma hjá helsta blaði Bonn-borgar fyrir tónleika sína á Reykjavíkurdögum þar í borg. Gagnrýnandinn, Norbert Stich að nafni, skrifar sérstaklega um túlkun Sigurðar á sönglögum Jóns Leifs og segir hann hafa túlkað eiginleika þessarar myrku tónlistar með allt að því ógnvænlegum áhrifum. Jafnframt talar hann með aðdáun um hreinan og takmarkalaust heill- andi raddstyrk Sigurðar sem og Ieik- ræna hæfileika hans. Undirleikari Sigurðar var Hjálmar Sighvatsson. Tónleikamir fóru ffarn í sal sem stendur við fæðingarheimili Beethovens og er einn þekktasti kammermúsíksalurinn í Bonn.-GKG. Af 454 brautskráðum kandídötum frá H.í. voru 260 konur eða 57%: Neytendasamtökin ráða lögfræðing semsérum: Karlar aöeins 19 af 121 Ráðaiöf oa i j/j ■ / i i j ii i kandidat ur læknadeild Konur voni í stórum meiríhluta þeirra kandídata sem brautskráðir voru frð Háskóla (slands á laugardaginn var. Af 454 kandídötum voru 260 konur (57%) en 194 karíar (43%). Alls hafa 732 kandidatar veríð brautskráöir frá HÍ skólaáríð 1992/93. Hvað mesta athygli vekur hvað konur eru orönar I stórum meirihluta I hópi nýrra lækna og tannlækna. Af samtals 45 nýjum læknum og tannlæknum var aðelns þríðjungurínn (15) karíar. Ef fram heldur sem horfir virðist raunar stefna í að heilbrigðisþjón- ustan verði „kvenkyns" í framtíð- inni. Aðeins 21 karl var í hópi þeirra 128 kandídata sem brautskráðust frá læknadeildum HÍ að þessu sinni. Drjúgur meirihluti nýrra lögfræð- inga var líka konur. Sömu sögu er að segja úr heimspekideild. Meira en tveir þriðju brautskráðra úr félags- vísindadeild eru konur og þær eru einnig rétt um helmingur braut- skráðra frá raunvísindadeild. Verkfræðideildin er að segja má eina, nánast hreinræktaða karlavíg- ið sem eftir er í Háskólanum. Aðeins tvær konur var að finna í hópi 47 brautskráðra verkfræðinga að þessu sinni. Karlar eru líka ennþá í mikl- um meirihluta viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Brautskráðir kandídatar vorið 1993 Læknisfræði Konun 25 Kaiiar: 13 Alls: 38 Lyfjafræði 7 4 11 Sjúkraþjálfún 13 2 15 Hjúkrun 57 0 57 Tánnlækningar 5 2 7 Læknadeildir alls: 107 21 128 Lagadeild 23 17 40 Viðskiptafræði 21 35 5 6 B.S. hagfræði 2 3 5 Kand. ísl.bókm. 1 1 2 Kand. sagnfræði 1 0 1 M A ísl.bókm. 0 1 1 M A íslensku 5 0 5 B A heimspeki 42 35 77 ísl. f. erlenda 3 1 4 Heimspekid. alls: 52 38 90 M.S. vélaverkfr. 0 1 1 Lok. bygg.verkfr. 2 12 14 Lok. vélaverkfr. 0 18 18 Lok. rafm.verkfr. 0 14 14 Verkfr.deild alls: 2 45 47 M.S. eðlisfr. 0 1 1 M.S. líffræði 1 1 2 B.S. efnafræði 0 2 2 B.S. Iandafræði 3 2 5 B.S. líffræði 14 6 20 B.S. matvælafr. 2 3 5 B.S. tölvunarfr. 1 6 7 Raunvís.d. alls: 20 22 42 B A bókasafnsfr. 7 0 7 B A félagsfræði 3 1 4 BA mannfræði 5 1 6 B A sálarfræði 10 5 15 BA stjómmálafr. 6 7 13 B A uppeldVmennt. 1 0 1 Fél.vísindad. alls: 32 14 46 Alls eru þetta 454 kandídatar. Þess utan luku 38 nemendur viðbótar- námi í félagsvísindadeild, þar af 35 í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda (þ.a. 6 karlar), 2 konur í námsráðgjöf og 1 kona lauk starfsréttindanámi í félagsráðgjöf. - HEI Sigríður A. Amardóttir lög- i fræðingur hefiir verið ráðin til Neytendasamtakanna og ku þetta vera í fyrsta sinn í árabil sera lögfræðingur starfar á skrifstofu saratakanna. Sigríður sér um kvörtunar- þjónustu og sinnir lögfræði- legri ráðgjöf. Símatími hennar verður kl. 9-13 alla virka daga. Sigrfður starfaði hjá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga áður en hön hóf störf hjá Neyt- endasamtökunum. -GKG. Sigriður A Amardóttir. Nýjasta kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar: Utnefnd til verðlauna Kvikmynd Magnúsar Guðmunds- sonar, í leit að paradís, hefur verið útnefnd til verðlauna sem besta heimildarkvikmynd á Norðurlönd- um fyrir Norrænu kvikmyndahátíð- ina í Haugasundi í lok ágústmánað- ar. í frétt frá Magnúsi kemur fram að myndin hafi vakið mikla athygli þótt skammt sé síðan hún var fnimsýnd en það var í lok aprflmánaðar. Undanfarið hefur myndin verið sýnd í Danmörku og Þýskalandi. Þá sýnir norska ríkissjónvarpið mynd- ina í kvöld. í framhaldi af Halios er hugmyndin að styrkja samstarf fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi: Frumkvæði að alþjóð- legu þróunarsamstarfi Sú reynsla sem íslendingar hafa féngið úr Halios-verkefninu, sem er samstarfsverkefni við Breta, Spánverja og Frakka á sviði tækni- búnaðar fyrír flskskip, hefur orðiö til þess að ýta undir hugmyndir manna um að skapa innlendan vettvang, sem hefði þaö hlutverk aö efla þróun tæknibúnaöar fýrír útgerð og flskvinnslu í samstarfl iðnaöar og sjávarútvegs. Með þessu er ætlunin að styrkja innlent samstarf fyrritækja í iðnaði, útgerð og fiskvinnslu í þeim tilgangi að hafa frumkvæði í alþjóðlegu þró- unarsamstarfi á sviði vinnslu og veiða sem nyti fjármögnunar úr sameiginlegum sjóðum á Norður- löndum og í Evrópu. Jafnframt er talið nauðsynlegt fyrir íslendinga að nýta vel þau tækifæri sem talin em felast í EES- samningnum, norrænu samstarfi og opnu samstarfi innan Eureka, án þess þó að binda sig ein- göngu við eitthvert eitt verkefni. Þetta kom fram á blaðamannafúndi í gær þar sem fram fór lokakynning á niðurstöðum Halios-verkefnisins, sem íslendingar hafa tekið þátt í frá árinu 1988. Að mati hlutaðeigandi aðila hefur talsverður árangur náðst í Halios- verkefninu en athuganir benda til þess að ekki sé vilji fyrir þvf að halda því áfram. Meðal annars hefur borið á samskiptaerfiðleikum milli ís- lensku fyrirtækjanna og fyrirtækja í S-Evrópu og þá einkum vegna tungumálaerfiðleika, mikillar fjar- lægðar, mismunandi menningar, aðstæðna og viðhorfa, ólíkra starfs- aðferða og samkeppni. Engu að síður hefur samstarfið aukið alþjóðlega reynslu og þekk- ingu hjá þeim íslensku fyrirtækjum sem þátt hafa tekið í þessu verkefni. Talið er að það muni nýtast í fram- tíðinni við öflun markaða og sam- starfsverkefna í fjarlægum löndum og til dæmis í S-Ameríku. -grh Meðal þeirra Halios-verkefna sem unnlð hefur verið að héríendis má nefna nýjungar við vinnslu bolfisks um borð í Siglfirðingi Sl 150. Þessar nýjungar með vélum frá Kvikk og nýtingareftiríiti frá Marel hefur bætt nýtingu roð- og beinlausra þorskflaka um 5,7% að sögn Ásgeirs Magnússonar hjá ráðgjafafyrírtækinu VSÓ-lðn- tækni. Tímamynd Ami Bjama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.