Tíminn - 01.07.1993, Síða 8

Tíminn - 01.07.1993, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 1. júlí 1993 Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 DregkS verður I SumartiappdrBetti Framsóknarflokksins 9. júlf 1993. Vefunnarar flokksins eru hvattir tfl að greiða heimsenda gfróseðla fyrir þann tfma. AJIar frekari uppiýsingar enj veittar ð skrifstofu flokksins eöa f sfma 91-28408 og 91-624480. . . rm » « « » rTBmsoKnamoKKiwinn Landsþing LFK 6. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið 8.-10. október n.k. á Austurtandi. Nánar auglýst slöar. Framkvæmdasgóm LFK Þórsmerkurferð Sambands ungra framsóknarmanna Hin árfega Þórsmerkurferö SUF og FUF á Suðuriandi verður farin helgina 2.-4. júli. Lagt veröur af stað frá Umferðarmiðstöðinni (BSl) föstudaginn 2. júll Id. 20.00. Þar sem sætaframboð er takmarkað, er fólki bent á að panta tfmanlega I sima 91-624480. Framkvæmdasgóm SUF Kópavogur— Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð fimmtudaginn 1. júlf kl. 20.30 á Digranesvegi 12. Molakafii, spilaverölaun. Fmyfa, félag framsóknarkvenna Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar. RAUTT Litbin RAUTT1 uos KnL k lÍRÁÐ UÓSf / Til sölu Heydreifikerfi, 20 metrar, frá Búvélum. Súgþurrkunarrafmótor, einfasa, 10 hestöfl, 440 volt. Upplýsingar í síma 93-56721. íbúð óskast Skemmtileg 3ja herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. ágúst nk. fyrir starfsmann á Tímanum, helst í Norðurmýri eða annars staðar á 105- svæðinu. Upplýsingar í síma 686300, innanhússími 46; á kvöldin í síma 23233. Fiskar á þurru landi Pé-leikhópurinn sýndi Fiskar á þurru landi eftir Ama Ibsen í Bæjar- bíói á Hafnfirskri listahátíð í leik- stjóm Andrésar Sigurvinssonar. Leikritið gerist úti á landi á heimili Knúts og Emmu. Knútur er orðinn fullorðinn maður og hefur verið tek- inn í fóstur af kerlingunni Emmu, sem lætur hann sjá um heimilið og stjana undir sig. Hann er orðinn nokkuð leiður á þessu lífi, en Emma gerir aftur á móti fátt annað en að spila í lottóum og happdrættum og hefur meiri en nógar tekjur af því. Uppahjónin Gúu og Gumma ber að garði og ætla að gista. Gúa er afar bæld eiginkona sem Gummi virðir lítið og leggur jafnvel hendur á. En líf þeirra breytist stórlega eftir að þau kynnast Emmu og Knúti og dvöl Gumma verður lengri en hann hafði órað fyrir. Leikendur em fjórir: Ólafur Guð- mundsson í hlutverki Knúts, Guð- rún Ásmundsdóttir leikur Emmu, Gumma leikur Ari Matthíasson og Aldís Baldvinsdóttir er Gúa. Ólafur er mjög skemmtilegur sem Knútur. Hann virðist í fyrstu einföld sál og eilítið kvenlegur í sér. Hann lætur Emmu ráðskast með sig og sér um hefðbundin kvenmannsstörf á heimili hennar. En þegar Gúa birt- ist, koma karlmannlegar hliðar hans í ljós. Aldís er fín sem Gúa, hlédræg í byrjun, en ferir sig svo upp á skaft- ið. Ótti hennar gagnvart Gumma er skýr og hún átti fulla samúð mína. Andrés hefur vissulega vitað hvað hann var að gera þegar hann valdi Guðrúnu í hlutverk Emmu. Hún leysir hlutverk sitt frábærlega af hendi eins og hennar er von og vísa. Emma er kæruleysisleg og þung- lamalega persóna. En hjartahlý er hún og veit meira en hún lætur uppi. Ari skar sig úr hópnum með túlkun sinni á Gumma. Hann lék dálítið ýkt á köflum með miklum svipbrigðum og látbragði. Þetta hefði mátt dempa aðeins án þess að það kæmi niður á skopleiknum. Úlfur Karlsson hefur gert skemmti- lega leikmynd og ásamt Alfreð Sturlu Böðvarssyni, sem sér um lýs- ingu, Ieikur hann sér að skugga- myndum leikaranna, sem halda þannig áfram að vera inni á sviðinu þó að þeir hverfi bak við skerma. Búningar Helgu Rúnar Pálsdóttur eiga vel við hverja persónu. Hilmar öm Hilmarsson samdi tónlist við verkið og gerir það afar vel. Tónlist- in segir mikið í verkinu og leysir heilu atriðin af hendi, sem ég get ekki ímyndað mér að hafi verið til skaða. Fiskar á þurru landi er sagt vera ólíkindagamanleikur í leikskrá og þetta er alltjend gamanleikur. Ama hefur tekist að skrifa drepfyndið verk með óvæntum endi. Hann skopast snyrtilega að lottóáráttu landans og þeirri ímynd sem marg- ur femínistinn hefur hermt upp á karlmenn að þeir verði að hafa ákveðnar reglur að lifa eftir og ekk- ert megi þar út af bregða. Fjarlægð fólks í millum er jafnframt til um- fjöllunar, en þó sýnt hvað það er samt líkt með sömu langanimar. Þetta er einfaldlega skemmtilegt og mannlegt verk. Gerður Kristný Streymi Ara-leikhúsið frumsýndi „Streymi ’93“ í Straumi á Listaihátíð í Hafnar- firði, en það er spunaverk unnið af Leiksmiðjunni LAB. Leikstjóri verksins er Rúnar Guðbrandsson. Þegar ég nálgaðist Straum var hóp- ur fólks þar í kröfugöngu með spjöld á lofti þar sem bölsótast var út í bandaríska herinn. Hermenn bentu mér á ensku hvar ég ætti að leggja bflnum og fyrir utan húsið röltu persónur um tautandi eitthvað fyrir munni sér og greindi ég ljóðið „City of Reykjavík" eftir Sigfús Daðason hjá einum. Leikritið var þegar hafið. Það er tekið á ansi mörgu í „Streymi ’93" og er byrjað að sýna uppstrflaðan holdgerving Banda- ríkjanna, leikinn af Önnu E. Borg, yfirgefa stressaðan íslending sem Ami Pétur Guðjónsson Ieikur. Konu hans leikur Steinunn Ólafsdóttir. Bjöm Ingi Hilmarsson leikur son þeirra, sem gefinn var í æsku en dúkkar skyndilega upp. Harpa Am- ardóttir leikur táningsstúlku sem á vingott við soninn. Einnig koma 16 áhugaleikarar úr Leiksmiðju Reykjavíkur fram. Streymi ’93 er fremur súrrealískur bræðingur. Meðal annars er vísað í Nancy Sinatra, Davíð Oddsson og í söguna um Ödipus. Höfundar leika sér gjaman með tungumál. Dægur- lög skiptast á við ljóðrænan texta og leyfi ég mér að herma það síðar- nefnda upp á skáldið Jón Friðrik Arason. Atburðarásin er fljót að breytast og oft á tíðum snúið að sjá tenginguna á milli atriðanna. Sýn- ingin varð því miður eilítið lang- dregin. Hópatriðin vom til dæmis of löng, sem og lokin þar sem aðalper- sónumar deyja hver um aðra þvera. En sjálft lokaatriðið var mjög fa!- legt, en þar var svæðið í kringum Straum notað á hugvitssaman hátt Harpa Amardóttir sýndi góðan leik og náði að skapa býsna skondna tán- ingsstúlku. Hina leikarana hef ég séð gera betri hluti. Ekki hefur verið haft mikið fyrir sviðsmyndinni og innréttingar Straums látnar halda sér. Það sparar óneitanlega allar tilfæringar þegar þeyst er á milli málumhverfa og kemur prýðilega út. Að önnu Borg undanskilinni vom Ieikaramir í „Streymi ’93“ í svipuð- um hlutverkum og í sýningunni „Heima er best“ í Gerðubergi síðasta vetur, þ.e.a.s. sömu leikarar sem lenda í hlutverkum pabbans, mömmunnar og krakkanna. Ekki er verið að fjalla um svo ósvipaða hluti í þessum sýningum. í „Heima er best“ er heimilislíf venjulegrar fjöl- skyldu tekið fyrir, en í „Streymi ’93“ þjóðin sjálf. Það ríkir ekki eins mik- ill húmor í „Streymi ’93“ og í fyrra verkinu og saknaði ég hans, því efn- ið er eilítið þungt. Spunatæknin hefúr greinilega átt að njóta sín og atburðarásin látin liggja á milli hluta. Það virkaði mglingslegt og heildarsvipurinn leið fyrir það. Gerður Kristný Dvínandi rödd og Við höf- um öll sömu sögu að segja Óháða listahátíðin Ólétt ’93 bauð upp á leiksýningar af ýmsu tagi og í Hafnarhúsinu, TVyggvagötu 17, vom „Dvínandi rödd“ eftir Sigurð Pálsson og „Við höfum öll sömu sögu að segja“ eftir Dario Fo sett á svið. Ingibjörg Gréta sýndi einleikinn „Dvínandi rödd“ eftir Sigurð Páls- son á Óháðu listahátíðinni. Ingi- björg Gréta útskrifaðist úr Leik- listarskóla íslands vorið 1991 og frá því hún lék í síðustu uppfærslu árgangsins, „Dampskipið ísland“ eftir Kjartan Ragnarsson, hefúr mér ekki lánast að sjá hana á sviði, en henni brá þó fyrir í smáhlut- verki í kvikmyndinni Stuttur Frakki. Verkið sýnir unga konu koma í leikhús til að fara í pmfu fyrir hlutverk Ófelíu. Henni gengur seint að koma sér að textanum, enda liggur henni mikið á hjarta. Hún segir frá því að þegar hún æfði sig á textanum nóttina áður á geðveikrahælinu þar sem hún vinnur hafi ein kvennanna þar lát- ist meðan hún þuldi og tók ekki eftir neinu. Ingibjörg Gréta kemst vel frá sínu. Hún er ömgg í textaflutningi sem og látbragði og nær að skapa sannfærandi persónu. Ljóðaflutn- ingurinn var sérlega góður. Textinn er góður og efnið drama- tískt. Líf ungrar konu, sem býr sig undir að uppfylla þann draum að fá hlutverk f leikriti, er teflt upp á móti dauða konu sem lokuð hefur verið inni mestallt sitt líf. Það er fátt sem dregur athyglina frá leiknum; einn stóll er eini leik- munurinn og hráir innviðir Hafn- arhússins látnir halda sér að mestu. Þegar leikurinn er góður, kemur það ekki að sök. Það sama er að segja um einleik- inn „Við höfum öll sömu sögu að segja“ eftir ítalann Dario Fo, þar sem í stað stólsins var komið eitt eldhúsborð. Jóhanna Jónasdóttir sýndi einleikinn undir leikstjórn Maríu Reyndal. Hér á landi hefur Jóhanna leikið með Leynileikhús- inu á Sólon íslandus og í dömu- bindaauglýsingu. Einnig birtist hún í sjónvarpsþætti um Parker Lewis, sem sýndur var í Ríkissjón- varpinu í vetur. „Við höfum öll sömu sögu að segja“ fjallar um bameign konu nokkurrar og fylgjumst við með alveg frá getnaði og þangað til barnið er orðið nógu stálpað til að heyra og sjá móður sína flytja sögu með miklum tilþrifum. Sagan seg- ir í stuttu máli frá stelpu, sem á dúkku sem blótar helst til of mik- ið. Dario Fo er þama á eilitlu rölti um reynsluheim kvenna og tekst bærilega upp. Jóhanna er greinilega á heima- velli I gamanleiknum og var væg- ast sagt drepfyndin. Hún hefur gott vald á Iátbragði og býr yfir þvflíkum svipbrigðum að hvað sum þeirra varðar vildi ég helst ekki þurfa að mæta henni þannig f myrkri. Hún breytist á augabragði í dverg, tölvufræðing og blótandi dúkku og gerir það vel. Leikstjóri hefur unnið gott verk með Jó- hönnu og ég vona svo sannarlega að við fáum að sjá hana takast á við gamanleikinn fljótlega aftur. Gerður Kristný

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.