Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48...Frétta-Tíminn . Frétta-síminn—68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48. Fimmtudagur 8. júlí 1993 126. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Hugmyndir á sveimi um að loka stærri svæðum á miðunum umhverfis landið í stað skyndi- lokana vegna smáfisks. Stefnumótun m.a. í höndum LÍÚ á meðan öðrum hagsmunasamtök- um er stillt upp við vegg: „Þaö eru allir á suðupunkti héma út af þessu. Þaö er ekki bara verið að skera niður aflaheimildir heldur skilst manni að ætlun- in sé að loka öllum miðum hér út af Vestfjörðum; frá Halamið- um og austur fyrir Kögur, ef ekki meir. Auðvitað dregst öll vinna saman við þetta og fjölgar á atvinnuleysisskrá. Þetta eru m.a. þær afleiðingar sem maður sér svona í fljótu bragði, enda er hlutfall þorsks í lönduðum afla héma um 80%,“ segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Ragnarsson geti samþykkt þetta fyrir sitt leyti ef þetta á að ganga yfir alla. Þetta mun eiga að gera á þeim forsendum það mikið af smáfiski. Það hefur alltaf verið smár fiskur hér á miðunum frá örófi alda og það hefur ekkert breyst. Jafnvel þótt þeir hafi verið að loka alltaf annað slagið þá við- urkennir Jakob Jakobsson að það hafi ekkert breyst. Þannig að þama er bara smár fiskur og sum- ir halda því fram að þarna sé bara annar stofn," segir Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestíjarða. -grii Svo virðist sem hugmyndir um lokun staerri svæða í stað skyni- lokana vegna of mikils smáfisks, séu komnar frá Fiskistofu í sam- vinnu við Hafró en gmnnurinn að þeim hafi verið lagður á skrif- stofu LÍÚ. Verulegrar óánægju mun gæta meðal annarra hags- munaaðila í sjávarútvegi vegna þessara vinnubragða og sérstak- lega sökum þess að samtök út- gerðarmanna em þama tekin fram yfir önnur hagsmunasam- tök um mótun stefnu í þessu máli. Önnur hagsmunasamtök hafa hins vegar ekki um aðra val- kosta að velja en að hafna eða samþykkja þær hugmyndir sem gmnnur var lagður að í höfúð- stöðvum LÍÚ. Guðmundur Karlsson, forstöðu- maður veiðieftirlits Fiskistofu, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að loka stómm svæðum í stað hefðbundinna skyndilokana. Hins vegar séu til- lögur þar að lútandi til skoðunar hjá hagsmunasamtökum í sjávar- útvegi. Það sem af er árinu hefur skyndilokunum verið beitt 101 sinnum en allt síðasta ár vom skyndilokanir alls 108. „LÍÚ óskaði eftir hugmyndum um reglugerðarlokanir og það em svoleiðis hugmyndir á sveimi. Menn em orðnir dálítið þreyttir á öllum þessum skyndilokunum og því hafa menn verið að velta fyrir sér hvort hægt væri að breyta eitthvað vinnuaðferðunum. Þetta er ekkert sérstaklega bundið við Vestfjarðamið heldur miðin allt í kringum landið. Aftur á móti hafa skyndilokanir verið mestar á Vestfjarðamiðum þannig að það er ekkert hægt að horfa framhjá því að þetta mun snerta þá mjög mikið, ef eitthvað yrði að gert. En það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Þetta em bara hugmyndir, enn sem komið er.“ Guðmundur Karlsson segir að hátt hlutfall smáfisks á miðunum sé orðið býsna alvarlegt ástand. Hann segir að það sé kannski ekki meira af smáfiski á miðunum en oft áður. „Það er bara hlutfallslega meira af honum því það vantar stærri fiskinn. Það væri betur ef það væri öfúgt" „Það er sagt að Kristján kóngur Það var handagangur í öskjunni á Miðbakka í gær þegar verið var að koma þar upp tívolíinu sem veröur opnað í dag. Þetta er sama tívolíið og kom hingað til lands i fyrra og verður þaö hér til 27. júlí. TimamyndÁml Bjama Kíló af þorski fyrir einn dollara og rúmlega það. Faxamarkaður: Með kvíða í hjarta en skel fyrir kjafta „Þetta gengur hægt og rólega. Það hefur verið smá upphlaup í þessu núna þegar bátarnir em á rækju og humri. Þegar svo er, senda húsin frá sér eitthvað meira af fiski á markaö. Þá er útflutn- ingur á ísfiski með gámum ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var sem kemur vinnslunni til góða," segir Bjami Thors, fram- kvæmdastjórí Faxamarkaðar. Agætisverð hefúr fengist fyrir kílóið af jjorski, eða sem nemur einum dollara og rúmlega það; 75- 80 krónur. Sömuleiðis hefur verð á ýsu náð að hanga í hundraðkallin- um en þess á milli hefur það sveifl- ast niður í 80 krónur kílóið. Eins og nærri má geta bera menn kvíðboga fyrir framtíðinni í ljósi ákvarðana um stórfelldan niður- skurð á aflaheimildum og tregs fiskerís. Bjami Thors segir að menn ræði þetta lítið sín í milli, enn sem komið er. „Menn vita af þessu og ég held að þeir muni reyna að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti." Faxamarkaður hefúr ekki farið varhluta af minnkandi aflabrögð- um frekar en aðrir sem byggja af- komu sína á sjávarútvegi. Árið 1991 fóm um markaðinn 22 þús- und tonn af fiski en í fyrra hrapaði magnið niður um helming, eða í 11 þúsund. „Þetta var slappt í fyrra miðað við árið þar á undan. Það er ómögu- legt að spá um framhaldið en það sem af er þá hefur þetta ekki minnkað firá því á sama tíma í fyrra." -grii Ný Gallupkönnun á fylgi flokkanna: Stuðningur við ríkis- stjórn rýr Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Callup um fylgi stjómmálaflokka og ríkisstjómar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fylgi um 26% kjósenda og er það áþekk niðurstaða og hef- ur komið fram í könnunum sem birtar voru í maí og í júnðok sl. Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 39% atkvæða í síðustu kosning- um. Frá Gallupkönnuninni var greint í kvöldfréttum Rðdsútvarps í gær. Framsóknarflokkurinn hefur mest fylgi en 31% kjósenda styður hann. Alþýðubandalagið hefur stuðning 16,5%, Kvennalistinn tæplega 15%. Alþýðuflokkurinn nýtur stuðnings fæstra eða um 10%. Þá virðist for- ysta hans vera talsvert á skjön við stuðningsmenn flokksins því að 77% þeirra hefðu heldur viljað sjá Rannveigu Guðmundsdóttur í stóli umhverfisráðherra en Össur Skarp- héðinssonar. Þá virtust 70% al- mennra kjósenda vilja hana um- ffam Össur í stólinn. Stuðningur við ríkisstjómina hef- ur aldrei verið minni en nú en tæp- ur þriðjungur styður hana sam- kvæmt könnuninni. Kjósendur Al- þýðuflokksins eru þar engin undan- tekning því að aðeins ríflega helmingur þeirra styður hana. Slys af völdum garðsláttu- véla alltaf hálfgerður far- aldur á sumrin segir læknir á slysadeild: Sníða garðsláttu- vélar nokkrar tær af á viku? „Ég hef ekki fengið tilfinningu fyr- ir því að þessi sláttuvélaslys hafi verið að aukast sérstaklega, en þetta verður alltaf eins og hálfgerð- ur faraldur á sumrin, því miður,“ sagði Jón Baldursson, læknir á Slysadeild Borgarspítalans. En Tíminn spurði hann hvort rétt væri að það sé nánast að verða daglegur viðburður að fólk klippti af sér tæmar í garðsláttuvélunum. „Ekki daglega, en oftar en einu sinni í viku, er sú tilfinning sem ég hef fyrri fjölda þessara slysa," sagði Jón. Hann tók skýrt fram að þessi sérstaka tegund slysa hafi ekki verið gerð upp tölulega. Þama væri því einungis um að ræða hvað hann hefði fengið á tilfinninguna. Persónulega sagðist hann þeirrar skoðunar að fólk sé komið með of mikið af vélknúnum sláttuvélum en of lítið af gömlu góðu handsláttu- vélunum. Þær fáist nú orðið mjög léttar og einfaldar. Þótt flestar lóðir séu einungis smábleðlar, sem varla sé hægt að tala um sem raunverulegar lóðir, þá séu menn að kaupa vélknúnar sláttuvélar, sem auk þess að vera háværar valdi mikilli slysahættu. Langoftast lenda menn með fæt- ur f sláttuvélunum þótt einnig sjáist dæmi um að fólk skeri sig á höndum. Algeng ástæða er, að vél- in stoppar vegna þess að blautt gras hefúr bögglast í henni og fólk fer síðan að plokka það úr með tám eða fingrum án þess að tryggilega hafi verið slökkt á vél- inni. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.