Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. júlí 1993
Tíminn 5
Ingi Bogi Bogason:
Tvískipta starfsmenntakerfið í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi
Fámennri en tæknivæddri þjóð sem íslendingum er nauðsynlegt að
fylgjast með alþjóðlegri þróun á sem flestum sviðum. Spyija má í þessu
samhengi hvort ýmislegt í samfélagskerfl annarra tæknivæddra þjóða
geti reynst okkur happadijúgt. í þessum blaðagreinum verður litið til
Þýskalands og helstu útlmur þýsks iðn- og starfsmenntakerfís dregnar
með von um að efnið kveiki hugmyndir og veki spuraingar um okkar
eigið iðnmenntakerfl.
Atvinnulífið í Þýskalandi er flókið
og háþróað og gæti ekki hafa þró-
ast án vel þjálfaðra og menntaðra
iðnaðarmanna. Þýskt iðnmennta-
kerfi þykir því sérlega áhugavert til
að draga Iærdóm af. Hafa verður
þó í huga að sérhvert iðn- og verk-
menntakerfi er sérstaklega tengt
því hag- og þjóðfélagskerfi sem el-
ur það af sér. Þess vegna er Ld. ekki
hægt að yfirfæra þýska verk-
menntakerfið beint á önnur lönd.
Hins vegar hefúr komið í ljós að
kennslufræðilegi hluti þýska verk-
menntakerfisins gæti orðið fyrir-
mynd í öðrum löndum.
Til þess að átta sig á sjálfú iðn-
menntakerfinu í Þýskalandi er
nauðsynlegt að athuga hvernig
grunnmenntakerfið er.
Flest þýsk böm byrja í skóla 6 ára
gömul og eru síðan 4 ár í barna-
skóla (Grundschule). í lok bama-
skólans ákveða starfsmenn skólans
og foreldramir hvaða menntun er
heppileg fyrir bamið. Það getur
farið í „Hauptschule", sem tekur 5-
6 ár og lýkur með sérstöku prófi.
Þetta er lakasta stig miðskólakerf-
isins. í öðru lagi getur bamið farið
í „Realschule", sem er einu þrepi
ofar í menntakerfinu. Hér getur
nemandinn lokið náminu eftir 6 ár
og fengið skírteini um að hafa lok-
ið „miðskólaprófi". í þriðja lagi
getur nemandinn farið í mennta-
skóla og lokið þaðan miðskólaprófi
eftir 6 ár eða bætt við þremur ár-
um og lokið stúdentsprófi. Að
loknu miðskólanámi velja um 60-
70% nemenda iðn- eða starfsnám.
Þýska verk- og iðnmenntakerfið
er að stærstum hluta tvfskipt
vegna þess að starfsþjálfúnin fer
fram á tveim stöðum: á vinnu-
staðnum og í svonefndum starfs-
skóla (þ. Berufsschule). Af þessari
ástæðu er það nefnt tvískipta kerf-
ið (þ. Duales System). Nemandinn
sækir nám í sjálfum skólanum
einu sinni til tvisvar í viku þar sem
hann fær fagbóklega þekkingu.
Kennslan er í flestum tilfellum
hnitmiðuð, þ.e. nemandinn lærir
mikið á skömmum tíma (þ. In-
tensiv-lemen).
Við lok miðskólaprófs, þegar
nemendur eru 15-16 ára gamlir,
býðst þeim námsáfangi sem felur í
sér almenna kynningu á atvinnu-
lífinu og á að auðvelda námsfólki
að velja sér starf. Nemendur era
sendir til sérstakra upplýsingamið-
stöðva um iðnaðarstörf þar sem
þeir geta sótt sér fræðslu í hand-
bækur og hjálpargögn. Á ráðning-
arskrifstofum hins opinbera era
síðan ráðgjafar sem nemendur
geta hitt og ráðfært sig við. Ráð-
gjafarnir greina nemendur og ráð-
leggja þeim í framhaldi af því
ákjósanlegt starfsval. Ráðgjöfin er
ókeypis.
í Þýskalandi er mikil eftirspum
eftir því að komast í starfs- og iðn-
nám. T.d. era þeir margir sem
vildu gjarnan verða sveinar í hús-
gagnaiðn, en fá ekki samstundis
stöðu sem lærlingar í iðngrein-
inni. Eftir ákveðinn tíma má þó
ætla að rætist úr, m.a. vegna sér-
stakra ráðningarstofnana. þeim er
ætlað það hlutverk að finna ungu
fólki stöðu í verksmiðju eða fyrir-
tæki. Neminn gerir starfssamning
við viðkomandi verksmiðju, sem
foreldrar hans og forstjóri verk-
smiðjunnar undirrita. Með því er
samningurinn löglegur. Hann fel-
ur í sér tímaáætlun og markmið
þjálfunarinnar, lögboðin frí og ým-
is starfsréttindi og skyldur. Samn-
ingurinn er síðan yfirfarinn og
samþykktur af viðkomandi „hand-
iðnaðarráði" (þ. Handwerkskamm-
er, e. Craft Chamber). Þá getur
þjálfunin hafist.
í starfsþjálfuninni lærir neminn
grandvallaratriði starfsins, t.d.
hvemig skal halda rétt á sög og
hvemig skal geimeglt. Sá, sem
annast þjálfunina, verður að halda
áætlun, leggja viðeigandi verkefni
fyrir nemann og sjá til þess að
hann vinni þau rétt. Yfirmanni fyr-
irtækisins ber síðan að hafa auga
með þjálfuninni og fara öðra
hverju yfir verkefnin, sem neminn
vinnur, til að ganga úr skugga um
að þau séu unnin eftir settum regl-
um.
Einn dag í viku skulu nemendur
sækja nám í verkmenntaskóla þar
sem bætt er fagbóklegu efni við
verklega kennslu á verkstæði; 60%
náms í skóla kemur beint við þeirri
grein sem nemandinn leggur
stund á. Aukið er við námið í verk-
smiðjum og á verkstæðum með
hópkennslu á ýmsum sviðum, t.d.
í sambandi við vinnu við vélar.
Þetta er gert til þess að sem mest
samræmi sé í þjálfun nemenda og
eins til þess að nemendum séu ljós
öryggisatriði við vélavinnu. Öllum
nemendum er skylt að halda
vinnubók, sem í lok þjálfunarinnar
er lögð fram til dómnefhdar.
í lok annars árs verður neminn að
gangast undir svokallað millipróf
(þ. Zwischenprúfung). Fulltrúi
handiðnaðarráðsins hefur yfiram-
sjón með því. Prófað er í fagbók-
legum þáttum efhisins, en verkleg-
ir þættir prófaðir sérstaklega.
Á þriðja ári tekur neminn æ ríkari
þátt í venjubundnum störfum.
Hann vinnur einn við vélamar og
tekur einn við beiðni viðskiptavin-
anna og uppfyllir hana. Hann fær
stöðugt meiri innsýn inn í stjóm-
unar- og rekstrarlega þætti í fyrir-
tækinu — og ábyrgð hans sem
starfsmanns eykst að sama skapi.
Með þessu er samt ekki sagt að
nemanum séu nú allir vegir færir.
Ekki er víst að fyrirtækið þar sem
hann hlaut þjálfun sína vanti
starfsmann með viðkomar.di
starfsmenntun. Það er m.ö.o. ekki
sjálfgefið að nemi hljóti vinnu hjá
fyrirtækinu sem þjálfar hann.
Við lokaprófið útnefnir handiðn-
aðarráðið ákveðna prófanefnd.
Prófið er sett saman af nokkram
bóklegum og verklegum þáttum,
einn hluti þess felst í því að nem-
inn vinni sérstakt lokaverkefni.
Þetta er erfitt verk, sem sérstak-
lega er getið í prófskírteininu. Þeg-
ar neminn hefur lokið prófinu er
hann orðinn lærður iðnaðar- og
handverksmaður. Hann getur
haldið áfram að læra og orðið
meistari í grein sinni eða iðntækn-
ir (þ. Techniker).
Iðn- og starfsmenntun í Þýska-
landi fylgir í stóram dráttum þess-
ari skiptingu:
46% fara í starfsnám fyrir verk-
smiðjuiðnað,
39% fara í nám í hefðbundnu
handverki,
8% fara í sérstaka þjálfun tengda
ákveðinni starfsmenntun,
4% fá þjálfún hjá opinberri þjón-
ustu,
3% fá þjálfun í iðnaði tengdum
landbúnaði.
Höfundur er útgáfustjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna.
Enskir málshættir
Málgagn ása-
trúarmanna
The Oxford Dictionary of English Pro-
verbs, compiled by W.G. Smith (ed. by
F.P. Wilson). Oxford University Press,
xv + 930 bls.
„Orð viturra manna verða kjánum
að málsháttum." Svo hermir ensk-
ur málsháttur, en í þeim kennir
margra grasa ekki síður en í hinum
íslensku. Á miðöldum og fram yfir
þær vora þeir mönnum á vöram
sem viðtekin viska. Á sextándu öld
og fram eftir hinni seytjándu var í
tísku að skreyta með þeim mál í
ræðu og riti, en á þeirri öld ofan-
verðri kvað æ meira að „grófum
orðtökum", sem einungis fávísir
tóku sér í munn. Daglega heyrðust
þó málshættir, tíðum fomir, tíðum
sóttir í ritað mál, tíðum orðnir að
stirðnuðum orðtökum." Svo segir í
inngangi þessa safns enskra máls-
hátta. (Bls. viii)
„í formála sínum að fyrstu útgáfu
Oxford Dictionary of English Pro-
verbs benti Janet Heseltine á, að
málsháttakennd orðtök, alla jafna af
toga heilræða, komi fyrir í trúarleg-
um handritum allt frá fyrri hluta
áttundu aldar, á stundum ásamt
með lítill syrpu málshátta, að hálfú
á hinu mælta máli, að hálfú á lat-
ínu, væntanlega til að auðvelda ný-
sveinum latínunám." (Bls. viii)
„Meira máttu sín áhrif mælsku-
manna, sem útlistuðu staðhæfingar
sínar með málsháttum að tísku,
sem óx úr læk í á hjá Chaucer, Go-
wer og Lydgate, en í ritum þeirra
endurspegla málshættir, gamlir og
nýir, líf í koti og höll, í framandi
löndum sem grannþorpum, þar
sem vísdómsorð búandlýðs, mörg
þeirra enn tungutöm, gengu frá
föður tii sonar...“ (bls. viii)
,Á upphafi sextándu aldar varð áin
að straumfalli. í Adagia rakti Er-
asmus árið 1500 málshætti, sem
vitna um sjónarmið klassískra
heimspekinga fomaldar, og þekk-
ingarþyrstir sem nýjungagjamir
sulgu þá í sig... Hæst bar þá tísku
1579, er Lyly í Eupheus óf orðtök-
um gullna sveiga og færði enskri
tungu nýtt orð. (Bls. viii)... James
Kelly hafði annan hátt á (0 ...
Skoskum málsháttum sínum
(1721) ... íhugunarefni varð hon-
um, að margir málshættir, sem
hann hafði álitið skoska, urðu rakt-
ir til annarra landa... (Bls. bt).“
,Á átjándu öld fengu orðvarir rit-
höfundar ímugust á „þessum grófu
orðtökum“ og Swift afbakaði þau.
Þau hlutu andbyr, þótt í leikritum
og skáldsögum úi og grúi enn af
þeim, einkum þegar upp er bragðið
lágkúralegu lífi. Þegar liðið var
ffarn á nítjándu öld, viðhöfðu rit-
höfundar þau af ráðnum hug, Scott
unnvörpum, Dickens og TVollope
oft og Hardy í svipmyndum í upp-
rifjun liðinna tíma. Ný skosk máls-
háttasöfn vora saman tekin..." (Bls.
ix)
,Nýjum tökum vora (málshættir)
teknir eftir útkomu safns Appersons
1929. Þau tök era söguleg og þau
verða sögð að baki Oxford Diction-
aiy of English Proverbs og er að-
ferðin sú að tilgreina elsta dæmi
um hvem upp tekinn málshátt í
handriti eða bók ásamt nokkrum
dæmum frá síðari öldum." (Bls. ix)
Nýtt tímarit, Níu nætur, tímarit
um heiðinn sið er komið út. Ritið
er ársrit ásatrúarmanna og er
óhætt að fullyrða að það er hið
frrsta sinnar tegundar hér á landi.
I ritinu era fræðilegar og almenn-
ar greinar, viðtöl, skáldskapur og
myndlist. Fjallað er um trúmál,
fjölkynngi, sjamanisma, heiðinn
sið í nútíð og fortíð og fleira sem
tengist hinum forna menningar-
arfi.
Meðal efnis er 12 síðna mynda-
saga eftir Hauk Halldórsson, skáld-
skapur eftir Sveinbjöm Beinteins-
son, Eyvind og Steinar Vilhjálm.
Viðtal við Hilmar Örn Hilmarsson
um trú og galdra. Dagur Þorleifs-
son skrifar um berserki. Helgi Þör-
láksson um örn og öxi. Magnús
Þorkelsson veltir fyrir sér af hverju
ekki era stundaðar fomleifarann-
sóknir á Þingvöllum. Matthías Við-
ar Sæmundsson skrifar um blótið
og veraleika goðsögunnar. Bjami
Þórarinsson og Tryggvi Hansen
birta myndverk og texta. Auk fyrr-
greindra skrifa einnig Ólafur Eng-
ilbertsson, Hans Plomp, Jaquline
Da Costa og ritstjórar.
Ritstjórar era Þorri Jóhannsson
og Jón Þorvaldur Ingjaldsson.
Blaðið er 84 bls. í A4 broti. Það
fæst í flestum bókabúðum og stór-
mörkuðum.