Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 6
>
6 Tíminn
Fimmtudagur 8. júlí 1993
... Lothar Matthaus sem
leikur meö þýska knattspyrnufé-
laginu Bayern Munchen, er
sagður á leið til ítallu aftur til að
spila með Juventus. Ástæðan er
sögð mikil óánægja eiginkonu
hans, Lolitu, með Þýskaland og
Þjóðverja f heild sinni. Uli Hö-
ness, framkvæmdastjóri Munc-
hen, segir að Matthaus sé aðal-
maöurinn f liðinu
en ef eiginkonan sé óánægð þá
sé betra fyrir Matthaus að fara til
ítalfu aftur! Lolita er óánægðust
með að Þjóðverjar kunna ekki
að umgangast stórstjörnur með
virðingu eins og gert er f heima-
landi hennar italfu.
...Dómarar f ensku knattspyrn-
unni hóta þvf að fara f verkfall f
upphafi næsta keppnistfmabils,
sem hefst 14. ágúst, ef þeir fá
ekki hærri laun fyrir hvern
dæmdan leik. Verkfallið nær þó
aðeins til neðri deildanna þar
sem úrvalsdeildardómarar hafa
þegar náð samkomulagi.
... Eyjaleikamir eru þessa
dagana háöir á bresku eyjunni
Wight og eru íslendingar þátt-
takendur á leikunum. Islending-
ar senda keppendur f fimm
fþróttagreinar af þeim sextán
sem f boði eru og eru þær eftir-
farandi: badminton, fimleikar,
skotfimi, sund og seglbretta-
keppni. í badmintonkeppninni
unnu íslendingar Orkneyjar 5-0
en töpuðu fyrir Jersey 2-3 og er
ísland því úr leik. í sundinu varð
Hildur Einarsdóttir f 4. sæti f 50
metra flugsundi á 31.43 sekúnd-
um og Sigriður Guðmundsdóttir
varð f áttunda sæti f undanúrslit-
um. (fimleikum karla, skylduæf-
ingum, urðu fslensku keppend-
urnir ( þremur efstu sætunum en
f kvennaflokki f tveimur efstu
sætunum. Eyjaleikunum lýkur
þann 10. júlí.
... New York maraþonhlaupið
verður með breyttu sniði þegar
það verður þreytt 14. nóvember
næstkomandi. Breytingin snertir
þó aðeins Bandarfkjamennina
sjálfa þvf ef einhver Bandaríkja-
maður lendir f einhverju af fimm
efstu þá fær hann peningaverð-
laun. Fyrir efsta sætið eru hvorki
meira né minna en 7 milljónir fs-
lenskra króna, 1,4 milljónir fyrir
annað sætið og niður í 175 þús-
und fslenskar krónur fyrir fimmta
sætið.
... Brian Deane sem spilaði
með enska félaginu Sheffield
Utd. var f vikunni seldur til Le-
eds sem borgaði fyrir hann 450
milljónir fslenskra króna. Þessi
upphæð er sú næsthæsta sem
borguð hefur verið fyrir enskan
leikmann sem skipt hefur um fé-
lög f Englandi en Blackburn
borgaði Southampton 540 millj-
ónir fyrir Alan Shearer. Deane,
sem er fæddur f Leeds, hefur
leikið tvo landsleiki fyrir Eng-
lands hönd.
... Pat Jennings ætlar að að-
stoða Ossie Ardiles hjá Totten-
ham með þvf að sjá um að
þjálfa markmenn félagsins.
Jennings tekur við stöðunni af
Ray Clemence sem var rekinn
frá félaginu f vikunni. Steve
Perryman sem eitt sinn var fyrir-
liði Tottenham hefur verið til-
nefndur sem aðstoðarmaöur
Ardiles.
... Boxarar virðast hafa það
ágætt, peningalega þar að
segja, ef þeir eru með þeim
bestu. Heimsmeistarinn f yfir-
þungavigt, Lennox Lewis, fær
hvorki meira né minna en 140
milljónir fyrir tvo næstu bardaga
sfna sem fara fram f nóvember á
þessu ári og f upphafi næsta árs.
Svo er spurningin af hverju
þessi íþrótt er ekki leyfð hér á
landi?!
... Valsmenn hafa fengið afnot
af aðalleikvangi Laugardalsvallar
eins og kunnugt er. I kvöld mæta
þeir UBK á þeim velli f 1. deild-
inni og ætla þeir að spila við Þór,
ÍBK og KR á sama velli. Hins
vegar ætla Valsmenn að leika
gegn Fylki og ÍA á Hlfðarenda.
w Mjólkurbikarinn 16-liða úrslit:
Urslitin samkvæmt bókinni
— Fylkir, ÍA, Víkingur og Leiftur í 8-liða úrslit.
Fylkir-FH 2-0 (1-0)
Fylkir sendi FH úr Mjólkurbikar-
keppninni í gaerkvöldi og náði því að
hefna ófaranna frá því í deildarkeppn-
inni þegar FH sigraði 4- 0. Leikurinn
byrjaði rólega en Fylkismenn fengu
vítaspymu á 26. mínútu þegar Kristni
Tómassyni var brugðið innan víta-
teigs.
Salih Heimir Porca tók vítið og skor-
aði, en tæpt var það.
Hörður Magnússon fékk rétt á eftir
dauðafæri fyrir FH-inga en skalli hans
fórréttyfir.
FH-ingar voru mun aðgangsharðari í
síðari hálfleik og fljótlega átti Davíð
Garðarsson þrumuskot að marki Fylk-
is en boltinn fór rétt yfir og Jón Erling
Ragnarsson fékk líka tækifæri til að
gera mark en brást bogalistin. En það
voru Fylkismenn sem skoruðu aftur
og það gerði Salih Heimir aftur eftir
glæsilegan undirbúning Þórhalls Dan
Jóhannssonar.
HK-ÍA 0-3 (0-3)
Mihajlo Bibercic skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir ÍA eftir að hafa
fengið stungusendingu frá Þórði
Guðjónssyni. Helgi Kolviðsson fékk
besta færi HK þegar hann komst
einn inn fyrir vörn ÍA en klúðraði
því. Það var síðan Luka Kostic sem
bætti öðru marki Skagamanna við á
41. mínútu með skalla eftir hom-
spymu Haraldar Ingólfssonar.
Skagamenn héldu síðan áfram að
skora, á 44. mínútu skoraði vamar-
maðurinn Ólafur Adolfsson og aftur
átti Haraldur Ingólfsson síðustu
sendinguna fyrir sem gaf mark.
Seinni hálfleikur datt svolftið niður
en það var aldrei spurning hvomm
megin sigurinn mundi lenda.
Bikarævintýri HK er því á enda.
Víðir-Víkingur
1-2 (1-1)
Það var Guðmundur Steinsson sem
komVíkingum yfir á 4. mínútu þeg-
ar hann náði að skjóta boltanum yf-
ir Gísla Hreiðarsson í Víðismarkinu.
Víðir lagði þó ekki árar í bát og Grét-
ar Einarsson jafnaði fyrir leikhlé.
Guðmundur Steinsson náði aftur
forystunni fyrir Víkinga á 65. mín-
útu leiksins eftir mikinn darraðar-
dans í vítateig Víðismanna og reynd-
ist það sigurmark leiksins. Fyrsti
sigur Víkinga í sumar því staðreynd.
Höttur-Leiftur
0-1 (0-0)
Þetta var fjörlegur leikur þar sem 4.
deildarlið Hattar gaf ekkert eftir.
Fyrri hálfleikur var markalaus en á
75. mínútu tókst Leiftursmönnum
að skora og var þar að verki Pétur B.
Jónsson eftir mistök markvarðar
Hattar sem var kominn of langt út
úr markinu þegar Pétur skoraði.
Þetta var eina mark leiksins en
Höttur á hrós skilið fyrir mikla bar-
áttu.
Mjólkurbikarinn:
Síöustu leik-
irnir í kvöld
Síðustu leikimir í 16-Iiða úrslit-
um í Mjólkurbikarkeppninni í
knattspymu fara fram f kvöld. Þá
verða spilaðir þrfr Ieikir sem
hefjast Idukkan 20. Án efa verður
fróðlegast að fylgjast með leik
Vals og UBK en fyrrum þjálfari
bikarmeistara Vals, Ingi Bjöm Al-
bertsson, þjálfar nú UBK. ÍBK og
Þór mætast f Keflavík en þessi lið
gerðu nýlega jafntefli á Akureyri.
KA leggur land undir fót og fer til
Eyja og mætir heimamönnum
þar í ÍBV en KA hefur ekki riðið
feitum hesti frá 2. deildarkeppn-
inni til þessa.
Ólafur Ámason og félagar hans í Víkingi em komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarkeppninar eftir sinn
fyrsta SÍgur í SUmar. Tímamynd Pjetur
Golfmót á næstunni:
Mót sem kennd eru við dekk og vodka
Mitsubishi-Open á Akureyri er ef-
laust það golfmót sem ber hæst um
næstu helgi. Þetta mót gefúr stig til
landsliðs og ugglaust hafa margir
kylfingar áhuga á að bæta við lands-
liðsstigin sín þrátt fyrir að helsta
verkefni landsliðsins þ.e.a.s. Evr-
ópumótið sé að baki. Annars er mik-
ill fjöldi opinna móta á dagskrá um
helgina og meðal annarra má nefna
Opið mót á Nesinu, Opna hjóna-og
parakeppni á Suðumesjum, Fire-
stone-mótið á Hellu og ICY-open í
Umsjón:
MAGNÚS
INGVASON
Borgarnesi.
Kvenfólkið hefur einnig sín sér-
stöku mót um næstu helgi. Þannig
er Stendahl-mót í Mosfellsbæ og
Clarins-mót á Akranesi. Svo er á Sel-
fossi opið mót fyrir unglinga sem
kennt er við Sportbæ og LEK-mót er
fyrir öldunga í Grafarholtinu.
Eitt kvöldiö fyrfr
skemmstu máttl
sjá nokkra hópa
leika golf á hinum
skemmtilega Hiíö-
arvelli í Mosfells-
bæ. Smá rigning-
arsuddi og gola
virtist ekki hafa
áhríf á kylfingana
sem voru bara þvf
betur búnir. Á
myndinni má sjá
(jóra hressa kylf-
inga sem gáfu sér
tíma til mynda-
töku þar sem þeir
voru aö bfða á
teig á 8. braut
Frá vinstri: Grím-
ur Laxdal, Kol-
beinn Blandon,
Ólafur Bjömsson
og Óli Hand.