Tíminn - 08.07.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTTOG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113-SlMI 73655
^■abriel
HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
GJvarahlutir
Hamarshöfða 1
TVÖFALDUR1. vinningur
Góðar heimtur í eftirlitsátaki sem ríkisskattstjóri ákvað hjá 1.450 fyrir-
tækjum og 2.000 einstaklingum:
380 milljóna skattahækkan-
ir út á 14 ársverk í eftirlit
Rúmlega 282 milljónir króna I hækkuðum sköttum hafa þegar skil-
aö sér eftir sérstakt eftirlitsátak sem ríkisskattstjóri skipulagði og
náði til allra skattumdæma landsins. Valin voru 1.445 fyrírtæki til
nánarí skoðunar meö tilliti til tekjuskatta og virðisaukaskatts og
auk þess kíkt á skattgreiðslur af ökutækjastyrkjum 2.000 einstak-
linga.
Sigurður Jakobsson frá Hitaveitunni var að dæla vatni úr brunni
við Miklubrautina í gær þegar Ijósmyndara Tímans bar þar aö
garði. Bilunar hafði orðið vart og lagði þykkan gufumökk af vatn-
inu yfir umferðina. Tímamynd Ámi BJama
Óbreytt líðan
Pótt átakinu sé ekki lokið hafa þeg-
ar verið úrskurðaðar gjaldhækkanir
upp á 214 milljónir kr. hjá 550 fyrir-
tækjum og rúmlega 68 milljóna kr.
hækkanir á sköttum af ökutækja-
styrkjum 680 einstaklinga, eða
rúmlega 100 þús. kr. að meðaltali á
hvern þeirra. Skattstjórar telja var-
lega áætlað að 100 milljónir kr. eigi
enn eftir að bætast við.
Tálið er að vinnan við þetta átak
muni svara til 14 mannára. Hvert
ársverk í skattaeftirliti gæti þannig
að meðaltali skilað um 27 milljóna
kr. tekjum í ríkiskassann. Mun því
sennilega vandfundinn ábatasamari
atvinnugrein heldur en skattaeftir-
lit.
Átak þetta var skipulagt á síðasta
ári og listar með nöfnum umræddra
3.445 aðila sendir skattstjórum
landsins í árslok 1992. Skattstjórar
hófust síðan handa við skoðun hjá
viðkomandi í byrjun þessa árs.
Gjaldhækkanir hafa þegar verið úr-
skurðaðar hjá 1.210 aðilum. Þar til
viðbótar hefur 24 málum þegar ver-
ið vísað til skattrannsóknarstjóra
ríkisins. Fjöldi mála er síðan enn á
boðunarstigi, þ.e. að hækkanir op-
inberra gjalda hafa verið boðaðar
gjaldendum en úrskurður liggur
enn ekki fyrir.
Meira en helmingur þessara við-
bótarskatta eru í hækkun á tekju-
sköttum 420 rekstraraðila, sem gert
er að greiða rúmlega 390 þúsund kr.
viðbótarskatt að meðaltali. Hæstu
meðalupphæðunum er þó stolið
undan í virðisaukaskatti. Um 110
aðilum hefúr þegar verið gert að
greiða að meðaltali rúmlega 450
þús. kr. til viðbótar í virðisauka-
skatt. Og bílastyrkir sem mörg
hundruð einstaklingar virðast hafa
„gleymt“ að telja fram kosta þá jafn-
aðarlega yfir 100 þús. kr. viðbótar-
skatt.
Embætti ríkisskattstjóra hefur í
samráði við skattstjóra lagt mat á
væntanlega heildamiðurstöðu
átaksins, þ.e. þegar tekið hefur ver-
ið tillit til mála á boðunarstigi. Var-
lega áætlað er talið að um 100 millj-
ónir kr. eigi enn eftir að bætast við,
þannig að heildamiðurstaðan gæti
orðið yfir 382 milljónir kr.
Skattstjórar hafa haldið sérstak-
lega utan um þann tíma sem nýttur
hefur verið vegna átaksins. Nú þeg-
ar hefur um 11 mannárum verið
varið í átakið, en áætlað er að kring-
um 3 mannár eigi eftir að bætast við
áður en vinnu við átakið líkur.
Gangi þessar áætlanir eftir gæti af-
rakstur hvers mannárs þannig slag-
að hátt í þriðja tug milljóna.
-HEI
Líðan mannsins sem lenti undir
rútu í Þjórsárdal um síðustu helgi
er óbeytt og dvelur hann enn á
gjörgæsludeild Borgarspítalans.
Sama er að segja um líðan
mannsins sem var í jeppa sem valt
við Kot í Biskupstungum aðfara-
nótt sunnudags. -GKG.
Þjóðverjarnir farnir frá Höfn:
Töpuðu bakpoka
Þjóðverjamir sem lentu í sjálfheldu á syllu í Kollumúla á Lóns-
öræfum héldu frá Höfn í Homafirði í gær en aðeins með einn
bakpoka með sér.
Kristján Friðriksson í björgun-
arfélagi Hafnar í Homafirði sem
leitaði Þjóðverjanna segir bak-
pokana hafa fokið út af syllunni í
Víðidalsá þegar þyrlan kom að
sækja mennina þar eð þeir pöss-
uðu ekki nógu vel upp á þá.
„Við fundum aðeins annan pok-
ann sem marraði í kafi í ánni.
Allt sem hafði verið utan á hon-
um var flotið burt og ég held að
þar með talið hafi verið tjald. Við
sáum hvorki tangur né tetur af
hinum bakpokanum," segir
Kristján.
-GKG.
Staöan pr. 1. júli 1993
Hækkun á tekjusköttum rekstraraöila
Hækkun á viröisaukaskatti
Hækkun vegna ökutækjastyrks
Samtals
Samtals Fj- Meðal
hækkun aðila hækkun
kr. 164.400.000 420 391.400
kr. 49.600.000 110 450.900
kr. 68.400.000 680 100.500
282.400.000 1210
...ERLENDAR FRÉTTIR...
TÓKÝÓ
Samþykkja tollalækkun
Fjögur mestu viðskiptaveldi heims komu
sér i gær saman um aö lækka tolia á
margvislegum vamingi og Bill Clinton
Bandaríkjaforseti sagði aö sú aðgerð
hefði leyst hnút i leitinni að samkomu-
lagi um GATT- samninginn sem lengi
hefur verið i strandi. En embættismenn
Clintons og GATT vömöu við þvi að þó
aö samkomulagiö um tollalækkun værí
vel þegið væm enn alvartegar hindranir
i vegi nýs alþjóðlegs viöskiptasamnings.
TÓKÝÓ — Leiötogar sjö helstu iön-
rfkja heims (G7) samþykktu viðan
ramma um umdeildan tveggja milljarða
dollara sjóð til aö aöstoða Rússland viö
að endurskipuleggja og einkavæöa rik-
isfyrirtæki, að sögn franska efnahags-
ráöherrans Edmond Alphandery.
SARAJEVO
Þrýstingur eykst á mús-
lima
Keppinautamir I Bosnfu böröust á stór-
um svæðum f gær og múslimar voru
beittir vaxandi þrýstingi frá öllum hliðum
um að sam þykkja þriklofning fyrrum
júgóslavneska lýðveldisins.
BRUSSEL — NATO samþykkti að
hefjast handa við að senda sprengju-
flugvélar og flugvélar til aö styöja árásir
á jöröu niðri til flugvalla á Italfu frá og
meö helginni sem undirbúning aö leið-
angri til aö verja heriið S.þ. f Bosnlu,
hefur Reuters eftir heimildum innan
bandalagsins.
JÓHANNESARBORG
Enn heldur blóöbaöiA
áfram
Pólitísk ofbeldisverk I tveim bæjum
svartra i grennd viö Jóhannesarborg
höfðu i gær kostað 91 mannslif frá þvl á
föstudag, að sögn lögreglu. 53 létu lifiö I
hinu eldfima Natal- héraöi og höföu þá
a.m.k. 144 látiö lifið I Suöur-Afriku frá
þvi lýöræðissáttasemjarar ákváðu á
föstudag að fyrstu kosningamar I land-
inu fyrir alla kynþætti fari ffam 27. aprfl
1994.
LAGOS
SkriAdrekar á vettvang
Herforingjastjómin i Nlgeriu flutti skrið-
dreka á aöalátakastaöina f Lagos i gær
i þeim tilgangi aö binda enda á pólitisk-
an óróa sem hefur lamaö viöskipti I höf-
uöborginni. Skýrt var frá að ný átök
hefðu brotist út á a.m.k. einu svæði i
dreiföri borginni eftir að hermenn sem
gengiö höföu til liðs við lögregluna virt-
ust hafa stöðvað tveggja daga bardaga.
TBLISI, Georgfu
StríA í uppsiglingu?
Eduard Shevardnadze, leiötogi Georg-
lu, sagöi I gær aö strið landa hans viö
uppreisnarmenn f Abkhaslu væri að
komast á alvariegt stig.
MOGADISHU
Aftökur á mönnum S.þ.?
Byssumenn skutu i gær til bana tvo
Sómala sem störfuðu fyrir friöargæsluliö
S.þ. i Mogadishu og sögðu talsmenn
S.þ. aö morðin liktust helst aftöku.
TALLINN, Eistlandi
Meri neitar aö undirrita lög
Lennart Meri, forseti Eistlands, hefur
neitað að undimta lög sem kveiktu deil-
ur um réttindi rússneska minnihlutans i
Eystrasaltsrikinu og hefur send þau aft-
ur til þingsins til endurathugunar.
BONN
Stjórnmálamenn vilja
staðreyndir
Þýskir stjómmálamenn sem em búnir
að fá sig fullsadda af uppnáminu eftir
blóðugan byssubardaga lögreglu viö
gmnaða skæmliöa, hvöttu I gær emb-
ættismenn dómsmála til aö fá á hreint
staðreyndir i máli sem kemur rikisstjóm-
inni illa.
KIEV
Kravtsjúk styöur hald á
kjarnorkuvopn
Leonid Kravtsjúk, forseti, sagði i gær að
hann styddi tillögur um aö kjamorku-
vopn fymim Sovétrlkja á úkrainsku
landsvæöi væm yfiríýst eign þjóöarinnar
um sinn.
DENNI DÆMALAUSI
JKfhverju er alltaf veríð að segja að morgundagur-
inn sé að koma þegar ég er ekki búinn með daginn í
dag?u